Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég er bara búin að vera hérna í
þrjár vikur, en ég á enn eftir að finna
eitthvað sem ég kann ekki við, þetta
er yndislegt land,“ segir dr. Bryony
Mathew, sem nýlega varð sendi-
herra Breta á Íslandi. „Mér líkar
sérstaklega hversu nálægt nátt-
úrunni við erum,“ segir Bryony, en
hún er mikið fyrir útihlaup í guðs-
grænni náttúrunni.
Hún segist einnig hafa tekið eftir
því hvað viðmót og lífsviðhorf þeirra
Íslendinga sem hún hafi kynnst séu
jákvæð. „Fólk hér hugsar „auðvitað
getum við getum þetta, og ef við get-
um það ekki, þá finnum við leið til
þess,“ og þetta passar vel við það
hvernig ég nálgast lífið, þannig að
mér líður mjög vel hér.“
Mathew hefur starfað í utanrík-
isþjónustu Breta frá árinu 2005, en
hún hefur meðal annars verið í
Kambódíu, Kína og á Indlandi. Hún
segir að sig hafi langað mikið til Ís-
lands, þar sem landið sé svo náinn
bandamaður Breta og nágranni, og
þankagangur hér svipaður og á
heimaslóðum. „Ég vildi upplifa lífið
hér og vera hér með fjölskyldu
minni á mjög spennandi tímamótum
fyrir ríkin tvö.“
Spurð um hvað henni finnist helst
líkt með Íslendingum og Bretum
segir hún að báðar þjóðir horfi mikið
út á við á umheiminn og hvernig þær
passi inn í hann. „Við deilum sögu,
við erum tvær þjóðir sæfaranda sem
eiga sterk tengsl við hafið og sjávar-
útveginn.“
Vesturbæjarlaug í uppáhaldi
Mathew hefur verið virk á sam-
félagsmiðlinum Twitter og hefur
hún meðal annars prófað íslenska
snúða, farið í ísbíltúr og farið út að
hlaupa í íslenskri náttúru, og jafnvel
leitað ráða hjá Íslendingum um hvað
hún eigi að prófa næst.
Hún segir að sundlaugarnar og
heitu pottarnir séu í uppáhaldi hjá
sér af því sem hún hafi prófað hér á
landi. „Þetta kom mér svo á óvart,
allir sögðu mér hvað þetta væri frá-
bært, en þegar maður hefur ekki
reynt þetta, þá getur maður ekki vit-
að hversu sérstakt það er að vera úti
í kuldanum og fara svo í heita laug,“
segir Mathew og bætir við að Vest-
urbæjarlaugin sé í uppáhaldi af þeim
sem hún hafi prófað til þessa.
„Og eitt af því sem ég hef reynt til
að kynnast landi og þjóð er að læra
íslensku. Það að sitja í heitu pott-
unum og hlusta á, jafnvel þó ég skilji
ekki allt, að þá er yndislegt að geta
skilið sumt og líða eins og maður sé
hluti af samfélaginu,“ segir Mathew
og sýnir fram á íslenskukunnáttu
sína með því að segja á lýtalausri ís-
lensku: „Það er mikill heiður að vera
næsti sendiherra Breta á Íslandi.“
Þess má geta að Mathew er fyrsti
kvenkyns sendiherra Breta hér á
landi. „Ég lít ekki endilega á sjálfa
mig sem fyrirmynd, en á sama tíma
skiptir máli að fólk geti séð, að já,
konur geta að sjálfsögðu unnið þessi
störf. Ég vona bara að ég verði sú
fyrsta af mörgum. “
Hún segir að samfélagsmiðlar geti
skipað mikilvægan sess í sam-
skiptum sendiherra og gistiríkjanna.
„Það er misjafnt eftir ríkjum, og það
er mikilvægt að hugsa um hverja
maður er að reyna að ná til.“ Mat-
hew rifjar upp að hún hafi fyrst byrj-
að að nota Twitter þegar hún var í
Kambódíu, og hún þurfti að nýta
miðilinn til að finna örugga leið í
gegnum vegatálma og hermenn á
götum úti. Þannig hafi hún kynnst
ýmsum hliðum mannlífsins sem ann-
ars hefðu verið sem lokuð bók. „Í
gegnum Twitter er jafnvel hægt að
koma fundum í kring með fólki sem
maður hefði annars aldrei hitt, eða
fá uppástungur sem aldrei hefðu
borist annars.“
Doktor í taugavísindum
Mathew er með doktorspróf í
taugavísindum frá UCL í Lund-
únum, en hún er einnig með sálfræ-
ðigráðu frá Oxford-háskóla og
meistaragráðu í líffræðilegri mann-
fræði frá háskólanum í Durham. En
hvers vegna valdi hún utanríkisþjón-
ustu Breta sem sinn starfsvettvang?
„Ég hef aldrei vitað nákvæmlega
hvað ég vildi gera, og á hverjum
tíma hef ég ákveðið að gera það sem
ég hef áhuga á á þeim tíma.“ Hún
segist hafa verið heilluð af taugavís-
indum og heilanum. „Ég hef eytt
miklum tíma í að kryfja heila og unn-
ið í líkhúsum og kannað líkamlega
eiginleika heilans. Ég hef reynt að
skilja hvernig heilinn gerir okkur að
einstaklingum, frábrugðnum hver
öðrum.“
Mathew hefur einnig starfað við
hinn heimsþekkta barnaspítala í
Great Ormond-stræti í Lundúnum
og unnið með börnum með heilaæxli.
„Og helstu tengslin á milli alls þessa
og utanríkisþjónustunnar er fólk.
Ég hef eytt miklum tíma í að ræða
við fjölskyldur sem hafa gengið í
gegnum mjög erfiða tíma þar sem
börnin þeirra hafa þurft að fara í
skurðaðgerðir. Sú jákvæða lífssýn
sem þær höfðu, þrátt fyrir allt sem
hafði dunið á sat föst í mér.“
Mathew bætir við hún hafi upp-
götvað ótrúleg tengsl á milli fræða-
bakgrunns síns og þeirra viðfangs-
efna sem hún hafi þurft að sinna
innan utanríkisþjónustunnar. Hún
nefnir sem dæmi orkuöryggi, lofts-
lagsbreytingar og heimsfaraldurinn,
þar sem bakgrunnur í vísindum hafi
komið sér vel.
Vantaði fleiri fyrirmyndir
Mathew hefur einnig ritað tvær
barnabækur, Blue Broccoli and
Nanobots og Qubits and Quiver
Trees, en þar veitir hún lesendum
innsýn í þau störf sem hægt er að
vinna. Fyrri bókin er sérstaklega
miðuð að því að kynna störf í raun-
vísindum og tækni fyrir stúlkum.
„Ég las rannsókn, þar sem sagði
að börn allt niður að sex ára aldri
væru farin að trúa því að stúlkur séu
ekki jafnklárar og strákar og að þær
séu ekki jafngóðar í stærðfræði og
vísindum,“ segir Mathew, en dóttir
hennar hafi verið á því reki. „Og hún
eyddi klukkutímum saman í að lesa
um ævintýraálfa og segja mér að
hún vildi vera þessi álfur eða hinn.
Og ég hugsaði með mér hversu frá-
bært það væri ef hún og aðrar stúlk-
ur gæti lesið um konur í frábærum
störfum,“ segir Mathew.
Markmið bókarinnar væri því að
sýna að konur væru jafnar körlum
og að þær gætu gert hvað sem er. Þá
hafi skipt miklu máli að sýna fjöl-
breytileika mannlífsins, þannig að
hver sem opnaði bókina gæti spegl-
að sig í þeim sem þar væri að finna.
„Fyrst vildi ég einbeita mér að
stúlkum, þó að bókin sé ekki bara
ætluð þeim, en svo hugsaði ég með
mér að skrifa aðra bók með báðum
kynjum sem sýndi hvers konar at-
vinnu verður að fá í framtíðinni.“
Hún bætir við að vegna þess
hversu hratt tækninni vindi fram,
séu mörg börn nú í grunnskóla, sem
muni starfa við eitthvað sem við höf-
um aldrei heyrt af. Í bókinni megi
því finna mikið af störfum, sem eru
ekki til í dag, eða eru nýbyrjuð að
verða til.
Mathew segir að ekki séu fleiri
bækur á döfinni, aðallega vegna þess
hversu tímafrekt það sé að skrifa
bók. Hún útilokar þó ekki að skrifa
fleiri. „Þetta var mikil vinna en gef-
andi.“
Nýr kafli í samskiptum okkar
Nýlega urðu mikil umskipti í
breskum stjórnmálum, líkt og alþjóð
veit, þegar Bretar gengu úr Evrópu-
sambandinu, en Ísland skrifaði á
dögunum undir fríverslunarsamning
við Breta ásamt Norðmönnum og
Lichtenstein-búum.
Mathew segir að hún telji sig
heppna að hefja sendiherrastörfin á
þessum tímapunkti þegar nýr kafli
sé að hefjast í samskiptum ríkjanna.
„Ég tel þetta tíma mikilla tækifæra
og næsta stig í samskiptum okkar.
Við höfum undirritað plagg um sam-
eiginlega framtíðarsýn ríkjanna, þar
sem horft er á þau svið þar sem Ís-
land og Bretland ætla að eiga með
sér náið samstarf á næstu tíu árum
eða til 2030.“ Hún bætir við að við-
skipti séu þar vissulega fyrirferð-
armikil, en að þar sé einnig snert á
sviðum allt frá menntun til loftslags-
breytinga, tengsla milli fólks, skipt-
inám, vísindi og jafnvel geimrann-
sóknir, þar sem Ísland hafi ýmislegt
fram að færa.
„Við erum að reyna að gera það
auðveldara fyrir fyrirtæki og fólk á
Íslandi og Bretlandi að vinna saman,
en við erum einnig að skoða hvar við
séum ekki að vinna saman, en gæt-
um átt í góðu samstarfi,“ segir Mat-
hew.
Samskipti Íslands og Bretlands
hafa á stundum verið erfið, og er
nærtækast að nefna þorskastríðin
og Icesave-deiluna í því samhengi.
Mathew segir aðspurð að hún hafi
nú ekki orðið var við að Íslendingar
beri kala til Breta vegna þessa. „En
það er mikilvægt fyrir mig sem
sendiherra að skilja hvað gerðist,
eins og í þorskastríðunum, þó að
langt sé um liðið, því þau skiptu
miklu máli í tvíhliða samskiptum
okkar og sama gildir um Icesave.“
Hún muni því leitast við að kynna
sér þau áhrif sem þessi mál höfðu.
Á sama tíma segir Mathew að öll
teikn séu um að samskipti ríkjanna
séu á mjög traustum og jákvæðum
grunni. „Við deilum lífssýn á svo
mörgum sviðum. Við höfum þessi
samkomulög um framtíðina, og núna
er tíminn til þess að nýta þau.“ Hún
nefnir sem dæmi loftslagsmál, þar
sem Bretar og Íslendingar séu nú í
nánu samstarfi um frekari skref.
„Ég tel að samband okkar verði
bara sterkari á komandi árum, og ég
mun sem sendiherra gera allt sem í
mínu valdi stendur til þess að
styrkja þau nánu tengsl sem við eig-
um nú þegar, bæði sem félagar, en
einnig sem vinir. Þær viðtökur sem
ég hef fengið segja mér að litið sé á
okkur sem vini, og ég tel að það sé
undursamlegt.“
Við stöndum á miklum tímamótum
- Dr. Bryony Mathew, nýr sendiherra Breta á Íslandi, segir þjóðirnar tvær eiga margt sameiginlegt
- Skrifaði barnabækur um spennandi störf framtíðarinnar - Vill styrkja þegar náin vinatengsl
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sendiherrann Dr. Bryony Mathew, sendiherra Breta á Íslandi, er ánægð með þær viðtökur sem hún hefur fengið.
18.995.- / St. 27-35
Vnr.: E-761932
VANDAÐIR OG HLÝIR ECCO KULDASKÓR MEÐ GORE-TEX
Verð frá: 15.995.- / St. 27-40
Vnr.: E-761942/3
Verð frá: 18.995.- / St. 27-40
Vnr.: E-761932/3
Verð frá: 15.995.- / St. 27-40
Vnr.: E-761942/3
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE