Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þegar þing kemur saman að loknum alþingiskosningunum 25. september næstkomandi kemur það í hlut Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, for- manns Viðreisnar, að stýra fyrsta fundinum. Er það í samræmi við fyrstu grein þingskapalaga þar sem segir: „Þeg- ar Alþingi kemur saman við þing- setningu [að lokn- um alþingiskosn- ingum] skal sá þingmaður, sem hefur lengsta þingsetu að baki, stjórna [fund- inum] þangað til forseti þingsins er kosinn og standa fyrir kosn- ingu hans. Hafi tveir þingmenn eða fleiri setið jafn- lengi á þingi skal sá teljast aldurs- forseti sem eldri er.“ Nokkur tími kann að líða áður en nýtt þing kemur saman. Síðast var kosið til Alþingis 28. október 2017 en nýtt löggjafarþing, 148. þing, kom fyrst saman 14. desember. Í þingskapalögunum stendur orð- ið aldursforseti og er þar verið að vísa til lengstrar þingsetu en ekki aldurs þingmanna. Enda mun Þor- gerður Katrín væntanlega ekki verða elst þeirra þingmanna sem hljóta kjör síðar í þessum mánuði. Hún er fædd 4. október 1965 og verður því 56 ára í næsta mánuði. Eins og sést á meðfylgjandi yfir- liti hefur Steingrímur J. Sigfússon langlengsta þingsetu núverandi al- þingismanna. En Steingrímur, sem er nýorðinn 66 ára, gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Yfirlitið leiðir líka í ljós að ekki er mikill munur á Þorgerði Katrínu og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- ráðherra. Miðað við kannanir eru þau bæði örugg um endurkjör. Aldursútreikningar fyrir aldurs- forseta hafa verið prentaðir í hand- bókum Alþingis frá 1991, en þá var sú breyting gerð á þingsköpum að lífaldur réð ekki lengur, heldur starfsaldur þegar talað var um ald- ursforseta, þ.e. ekki sá sem elstur væri heldur sá sem lengst hefði setið á Alþingi. Þingsetan þarf ekki að hafa verið samfelld. Samkvæmt þessu þarf skrifstofa Alþingis eftir hverjar kosningar að finna út hver telst aldursforseti og stýri þar með fyrsta fundinum. Í handbókum sem gefnar voru út 1991, 1995, 1999, 2003 og 2007 voru reiknireglurnar einfaldar; allur þingtími þingmanns var talinn að viðbættri varaþingmannssetu. Í handbókum sem gefnar voru út 2009, 2013 og 2016 var reiknireglum breytt, þ.e. sá tími sem þingmaður hafði verið í launalausu leyfi (hvort sem það var stutt eða langt) skerti þingsetutímann. „Kom í ljós að útreikningar með þessu lagi voru orðnir mjög flóknir, með fæðingarorlofi, breyttum reglum um innköllun varamanna o.fl. Hér er því horfið aftur til fyrri reglu og hefur forsætisnefnd Al- þingis gert sérstaka samþykkt um það svo enginn vafi leiki á því hverju sinni hver telst vera aldursforseti. Tekið skal fram að enginn vafi hefur ríkt né deilur orðið á seinni árum um það hver aldursforseti Alþingis er,“ segir í handbókinni, sem gefin var út eftir kosningarnar árið 2017. Í skránni það ár er reiknuð út þingseta þingmanna í dögum frá kjördegi til síðasta dags fyrir nýjar alþingiskosningar og bætt við þeim dögum sem þingmaður hefur setið á þingi sem varamaður. Framvegis verði „þingseta“ skv. 1. mgr. 1. gr. þingskapa talin hefjast frá og með kjördegi, eða þeim degi sem þing- maður tekur fast sæti á Alþingi, fram til næsta dags á undan kjör- degi. Hafi þingmaður auk þess tekið sæti á Alþingi sem varamaður bæt- ist sá tími við útreikningana. Steingrímur í 4. sætið Sem fyrr segir er Steingrímur J. Sigfússon þingforseti að hætta eftir að hafa setið á Alþingi frá 23. apríl 1983 til 25. september 2021 sem eru 38 ár 5 mánuðir og 12 dagar. Þar með er hann kominn í 4. sæti yfir þá þingmenn sem lengst hafa setið á Alþingi Íslendinga. Framar í röðinni eru, samkvæmt handbók Alþingis: - Pétur Ottesen 42 ár og tæpir 8 mán. (1916-1959 (júní)). - Eysteinn Jónsson 40 ár og um 9 mán. (1933-1946, 1947-1974; vþm. (og síðar ráðherra) 1946-1947). - Ólafur Thors 39 ár, tæp (9. jan. 1926 til ársloka 1964). Næst á eftir Steingrími koma: - Gunnar Thoroddsen 37 ár og um 8 mán. (1934-1937, 1942-1965, 1971- 1983). - Lúðvík Jósepsson 37 ár og rúmur mán. (1942 (okt.) - 1979). - Emil Jónsson 37 ár, rétt tæp (1934-1971). - Bernharð Stefánsson 36 ár (1923- 1959 (okt.)). Þorgerður Katrín aldursforseti - Sá nýkjörinna þingmanna sem hefur lengsta þingsetu mun stýra fyrsta fundi - Sú breyting gerð á þingsköpum 1991 að lífaldur réð ekki lengur, heldur starfsaldur þegar talað var um aldursforseta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Faraldur kórónuveiru setti mikinn svip á þingstörfin að þessu sinni. Pétur Ottesen sat á Alþingi í tæp 43 ár. Lengsta þingseta sitjandi þingmanna við slit Alþingis 25. sept. nk. Steingrímur J. Sigfússon 38 ár,5mán. og 12 dagar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 18 ár, 10mán. og 19 dagar Guðlaugur Þór Þórðarson 18 ár,6mán. og 2 dagar Birgir Ármannsson 18 ár,4mán. og 20 dagar Bjarni Benediktsson 18 ár,4mán. og 20 dagar Jón Gunnarsson 14 ár,4mán. og 18 dagar Kristján Þór Júlíusson 14 ár,4mán. og 18 dagar Katrín Jakobsdóttir 14 ár,4mán. og 18 dagar Lilja Rafney Magnúsdóttir 12 ár,6mán. og 15 dagar Alþingismaður síðan 1983 Alþingismaður 1999-2013 og síðan 2016 Varaþingm. 1993, 1998 og 2007 og alþingism. síðan 2009 Alþingismaður síðan 2003 Alþingismaður síðan 2003 Alþingismaður síðan 2007 Alþingismaður síðan 2007 Alþingismaður síðan 2007 Varaþingmaður 1997-1998 og alþingism. síðan 2003 1980 1990 2000 2010 2020 Hinn 24. ágúst síðastliðinn tók Heiða Björg Pálmadóttir sæti Björns Þórs Jóhannessonar í lands- kjörstjórn með vísan til 17. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem Björn Þór er frambjóðandi í kom- andi alþingiskosningum. Sunna Rós Víðisdóttir hefur tek- ið sæti frá sama tíma sem áheyrn- arfulltrúi. Frá þessu er greint í til- kynningu á heimasíðu landskjörstjórnar. Auk Heiðu Bjargar sitja í landskjörstjórn Kristín Edwald formaður, Páll Halldórsson, Anna Tryggvadóttir varaformaður og Ólafía Ingólfs- dóttir. Ritari landskjörstjórnar er Laufey Helga Guðmundsdóttir. Nýr fulltrúi tekur sæti í landskjörstjórn Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is dreifingHeildsölu C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Síðan 1922 - glæsileg hönnun og sérstaklega hljóðlátar - alvöru vélar með snertiskjá. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar 5 1 6 6 # Draghálsi 4 110 Reykjavík sími: 535 1300 verslun@verslun.is Þvottahús l Hótel l Gistiheimili l SPA l Hreingerningarþjónusta l Snyrtistofur l Hjúkrunar- og dvalarheimili l Rannsóknarstofur l Leikskólar l Clinics l Fjölbýlishús l Hostels l Skólar lMinni iðnaðarfyrirtæki l Líkamsræktarstöðvar Þvottavélar og þurrkarar fyrir stærri notendur 2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.