Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 23
Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar efsta sæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fjóla Hrund hefur verið virk í stjórnmálum frá unga aldri og er með próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Fjóla Hrund hefur setið á þingi sem varaþingmaður og starfar sem framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. Fjóla Hrund leggur áherslu á velferðarmál og þá sérstaklega málefni aldraðra og ungs fólks. Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skipar efsta sæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilborg Þóranna hefur mikla reynslu sem lögfræðingur, sáttamiðlari og unnið öflugt starf við margvísleg félags- og góðgerðarmál. Vilborg hefur verið félagi í Miðflokknum frá stofnun en velferðarmál og málefni barna og unglinga eru henni sérstaklega hugleikin. Við bjóðum okkur fram sem þingmenn Reykvíkinga! Við ætlum að bæta og efla þjónustu við aldraða. Við ætlum að styðja við húsnæðiskaup ungs fólks. Við ætlum að framkvæma kerfisbreytingar í þágu almennings. Við ætlum að styðja við kraft og frumkvæði almennings í atvinnulífinu. Við ætlum að gera Ísland að betri stað til að búa á. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.