Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Bolungarvíkur og dembdi sér þar á
kaf í beitningar og rækjuvinnslu.
„Ég fór bara, ég vildi ekki vera í
Breiðholtinu. Í beitningunum voru
600 krónur greiddar fyrir hvern
bala og ég beitti úr sex bölum á dag,
byrjaði að vinna klukkan fimm á
morgnana og vann tólf tíma,“ segir
Sólrún, sem var ekki eldri en fimm-
tán vetra gömul þegar Vestfirðirnir
fögru uppfóstruðu hana við sitt
brjóst. „Ég var eina stelpan þarna,
þetta var skúr sem hélt hvorki vindi
né vatni og þarna voru bara gamlir
kjaftforir karlar að vinna fyrir utan
mig, en ég vildi bara gera hvað sem
er til að eignast peninga,“ segir Sól-
rún, sem var ólétt af sínu fyrsta
barni, Telmu Rut, þegar hún
þræddi smokkfiskinn upp á öngl-
ana, en hún er í dag fjögurra barna
móðir og stolt amma, á von á sínu
sjötta barnabarni í október.
Renndi blint í sjóinn
Frá Vestfjörðum flutti Sólrún til
Akureyrar árið 1995 og bjó þar í 14
ár. „Þar vann ég sem einkaþjálfari
auk þess sem ég var farin að setja
gervineglur á fólk, en þá iðn hafði
ég lært fyrir sunnan árið 1999,“ seg-
ir Sólrún. „Ég þekkti engan á Akur-
eyri, keypti mér íbúð þar áður en ég
flutti og renndi bara blint í sjóinn.
Þar kynntist ég yndislegum manni
sem ég giftist síðar, Markúsi Jó-
hannessyni. Við Dagný mamma
hans urðum gríðarlega góðir vinir
og ég á ákaflega góðar minningar
frá þessum árum á Akureyri,“ segir
Sólrún.
Sambandið entist þó ekki, þau
Markús skildu 2006 og þá styttist í
Noregsflutning Sólrúnar. „Ég flutti
til Noregs 5. ágúst 2008. Þá fékk ég
tilboð frá hárgreiðslustofu í Kongs-
berg og flutti þangað. Fyrst um
sinn bjó ég hjá íslensku vinafólki
mínu, Benedikt og Hrafnhildi, en
flutti svo í eigin íbúð. Svo leið nú
ekki á löngu uns ég opnaði eigin
naglastofu, ég kunni ekki einu sinni
norsku á þessum tíma,“ segir Sól-
rún og skellihlær að minningunni.
Þegar hér er komið sögu í viðtal-
inu er löngu orðið ljóst að Sólrún
hnýtir ekki bagga sína sömu hnút-
um og samferðamenn og kemur það
blaðamanni því lítið á óvart þegar
hún ljóstrar því upp að hún fékkst
einnig við leiklist í Noregi og lék í
hinum geysivinsælu þáttum Dag og
Lillyhammer, sem norska ríkis-
útvarpið NRK sýndi á sínum tíma.
Einnig lék Sólrún í kvikmyndinni
Snømannen, sem byggð er á einni
vinsælustu skáldsögu norska
glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø.
Málin æxluðust svo þannig að
Sólrún fluttist til Tønsberg árið
2011, elsta bæjar Noregs, sé mark
takandi á frásögn Snorra Sturlu-
sonar í Heimskringlu, og opnaði þar
eigin naglastofu við Storgaten, rétt
við hliðina á núverandi heimili þess
sem hér skrifar, og fyrstu nagl-
astofuna í Tønsberg reyndar.
„Þetta hafði enginn gert í Tøns-
berg og hér er ég auk þess að kenna
naglafræði og leigi út borð hjá mér
til kvenna, sem negla samborgara
sína,“ segir Sólrún og hlær.
Í öðru sæti á HM
Ekki verður valkyrju þessari þó
sleppt án þess að fara út í vaxtar-
ræktarferil hennar, en Sólrún er
fyrrverandi Norðurlandameistari í
því sem nú er kallað body fitness,
sem er eins konar mýkri – eða kven-
legri – útgáfa af gömlu sígildu vaxt-
arræktinni, og hefur hún auk þess
keppt í þeirri grein á heimsmeist-
aramótum í Póllandi og Mongólíu
þar sem hún náði sjötta og öðru
sæti. Hvernig hófst þessi ferill?
„Ég hef alltaf verið hrifin af lóða-
lyftingum. Ég var bara krakki þeg-
ar ég byrjaði á þessu, ég horfði mik-
ið á kraftlyftingakeppnir í sjón-
varpinu og man að ég hljóp bara inn
í herbergi til að kíkja á mig í spegl-
inum og sjá hvort ég ætti einhvern
séns í kraftasporti,“ segir Sólrún af
horfnum draumum æskuára sinna
og heldur betur átti hún möguleika
á sviðinu, eins og umfangsmikið
safn verðlaunabikara hennar vottar
betur en nokkur orð.
„Mér var alltaf skítsama um
hverjum ég ætti að keppa á móti, ég
pældi bara ekkert í því. Ég gerði
bara mitt besta og man að ég hugs-
aði alltaf „Ég bara vinn og svo fer
ég heim,“ segir Sólrún kokhraust og
sannarlega bar hún sigur úr býtum í
margri hólmgöngunni á sviðinu.
Tønsberg geggjaður bær
Senn líður að því að við nágrann-
arnir þurfum að slá botninn í fróð-
legt spjall, sem farið hefur um víðan
völl á stuttum tíma. Hvað ber fram-
tíðin í skauti sér? „Ég verð bara
hérna hugsa ég, ég kann afskaplega
vel við mig í Noregi, Tønsberg er
auðvitað geggjaður bær eins og þú
veist sjálfur og fólkið hérna dásam-
legt, svo líkast til verð ég bara hér
áfram,“ segir vaxtarræktardrottn-
ingin og fyrrverandi Breiðhylting-
urinn Sólrún Margrét Stefánsdóttir
að skilnaði í stórskemmtilegu spjalli
frá Tønsberg í Noregi.
Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson
Á bryggjunni Bryggjan í Tønsberg er ein af mörgum perlum bæjarins og vinsæll áfangastaður siglingafólks.
KOMDUÚT
AÐHJÓLA
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
Skoðaðu úrvalið á orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Radioactive Red
99.990 kr.
MARLIN6
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
109.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
104.990 kr.
FX2Disc