Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Æfing Nýverið æfði bandarísk kafbátaleitarvél aðflug og snertilendingar á Akureyrarflugvelli. Á sama tíma var einkaþota á vellinum en slíkir farkostir hafa verið tíðir hér á landi í sumar. Árni Sæberg Enginn frýr Birni Bjarnasyni fyrrverandi ráðherra vits og fáir munu væna hann um græsku. Björn gengur af krafti og fagmennsku í þau verk sem honum eru falin og vinnur hratt og vel. Þegar loksins Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra sá sitt óvænna og varð að við- urkenna að málefni landbúnaðarins væru í skúffu í atvinnuvega- ráðuneytinu skipaði hann Björn Bjarnason í verkefnisstjórn um land- búnaðarstefnu fyrir Ísland. Kristján Þór vissi að Birni hentaði vel fámenn og vel skipuð nefnd enda var hún tveggja manna, auk Björns Hlédís H. Sveinsdóttir. Síðan fengu þau tvo bakverði, Sigurgeir Þorgeirsson og Bryndísi Eiríksdóttur, sem störfuðu með þeim. Nefndin skilaði verki sínu til ráðherra innan sex mánaða. Ég fullyrði að svo öfl- ugt skjal hefur ekki ver- ið skrifað um land- búnað, fjölbreytni hans og skyldur okkar við landið, landbúnaðinn og bændurna í áratugi, kannski aldrei. Björn hélt svo fundi um allt land með bændum og almenningi þar sem efni skýrslunnar var bæði kynnt og rætt. Ræktum Ísland! er heiti handbók- arinnar sem er leiðarvísir fyrir ráða- menn þessa lands, græn bók um átta- tíu blaðsíður. Strax í upphafi tók undirritaður skipan nefndarinnar vel og var handviss um að verkið yrði vel útfært. Nefndin velur sér að leggja bókina fram opna og Björn veit að það er bændaforystunnar og stjórn- málamanna að útfæra verkefnin, búa til ramma, leggja vegslóða og reisa í verki viljans merki. Nefndin veit hvað er landbúnaður, t.d. að skógrækt, landgræðsla og jarðeignadeild rík- isins tilheyra málaflokknum sem var sundurhöggvinn árið 2007. Nefndin setur það skýrt fram „að landbúnaður er ekki bara matvæli, heldur að afkoma og sjálfbærni ís- lensks landbúnaðar ræðst af því að litið sé til þeirra sóknarfæra sem fel- ast í auðlindum íslenskrar moldar og vatns“. Ennfremur segir: „Afurðir landbúnaðar eru ekki einungis kjöt, mjólk og jarðargróður. Menningin og landslagið eru einnig verðmætar af- urðir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson hefur séð ljósið Ræktum Ísland er skyldulesning allra þeirra sem unna landbúnaði og vita að snúa verður frá þeirri háska- stefnu kæruleysis sem hefur þróast hratt frá 2007. En til að hrinda í fram- kvæmd hugsjónum nefndar Björns Bjarnasonar verður strax í nýrri rík- isstjórn að endurreisa sjálfstætt land- búnaðarráðuneyti á grundvelli þeirra verkefna sem nefndin setur vegvísinn á. Einn formaður stjórnmálaflokks, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur séð ljósið og svarar kallinu og segir skýrt í síðasta Bændablaði: „Að stofnað verði nýtt ráðuneyti landbúnaðar og matvæla þar sem málefni skógrækt- ar, landgræðslu og eftirlitsstofnana matvæla og landbúnaðar verða und- ir.“ Hvað ætlar nú Bjarni Benedikts- son að leggja til? Eða Katrín Jak- obsdóttir? Hvað vilja hinir flokkarnir sem skipað hafa stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu? Loksins er það stað- fest að landbúnaður er miklu víðtæk- ara og mikilvægara hugtak en allt annað, landbúnaðurinn er matvæla- auðlindin og vegur þar á heimsvísu allt að 90%. Sjávarútvegur og ferða- þjónusta lifa vel án ráðuneytis, það gerir landbúnaðurinn ekki, hann er alltaf í höndum stjórnvalda og hefur bæði notið þess og goldið þess á lýð- veldistímanum. Landbúnaðar- og landnýtingarráðuneyti með byggða- málum er stóra skrefið. Ræktum Ísland er biblía um nýja sókn í sveitunum og sterkari land- búnað. En til þess að svo verði má ekki rykfella þessi hugsjónaríku og mikilvægu markmið. Vaknið stjórn- málamenn og hefjið stefnuna á loft, „Ræktum Ísland“. Þá verður aftur eftirsóknarvert að vera landbún- aðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Eftir Guðna Ágústsson » Vaknið stjórn- málamenn og hefjið stefnuna á loft, „Ræktum Ísland“. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. „Ræktum Ísland“ er nýr sáttmáli um endurreisn sveitanna Nýr herkastali Hjálpræðishersins var vígður við hátíðlega at- höfn í Sogamýri sl. sunnudag. Við vígsluna kom fram að samtökin munu áfram byggja á þeim hugsjónum, sem hafa verið leiðarljós þeirra í meira en öld. Með nýja húsnæðinu ætla þau enn að efla starf sitt í þágu bágstaddra Reykvík- inga. 126 ár eru nú liðin síðan Hjálpræð- isherinn hóf starfsemi sína í miðbæ Reykjavíkur, sem var þá ört vaxandi bær. Árið 1895 voru Íslendingar lík- lega fátækasta þjóð Vestur-Evrópu. Áratugina á undan hafði fjöldi fólks flosnað upp úr sveitum landsins vegna harðinda og fátæktar. Margir fluttu til Reykjavíkur en áttu þar vart til hnífs og skeiðar. Mikil þörf var því fyrir fátækrahjálp í bænum en lítið fór fyrir henni því þetta var löngu áður en op- inberri velferðarþjón- ustu var komið á. Frumkvöðull í hjálparstarfi Það var við þessar að- stæður sem Hjálpræð- isherinn hóf umfangs- mikið hjálparstarf í Reykjavík og boðaði auk þess fagnaðarerindið. Heimilislaust fólk fékk mat og húsaskjól auk margvíslegrar annarrar þjónustu. Lengi vel var hjálparstarf Hersins mun umfangsmeira en sú þjónusta, sem bæjarfélagið veitti ógæfumönn- um og öðru bágstöddu fólki. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar í miðbæinn. Ógæfumenn voru þá fleiri og meira áberandi en nú. Margir þeirra áttu ekki neitt en hjá Hernum gátu þeir alltaf fengið fæði, húsaskjól og sálu- hjálp. Stundum sá maður fólk frá Hernum hjálpa þessum mönnum á fætur þar sem þeir lágu ofurölvi og ósjálfbjarga og styðja þá í kastalann þar sem beið heitur matur og hlýtt rúm. Ógerningur væri að telja upp í stuttri blaðagrein öll þau góðverk, sem Herinn hefur unnið í þágu Reyk- víkinga í rúma öld. En þau verk hafa verið fjölbreytileg og ekki einskorðast við Herkastalann og næsta nágrenni hans eins og sumir halda e.t.v. Ljóst er að við Reykvíkingar stöndum í mik- illi þakkarskuld við Hjálpræðisherinn. Flutningur í Sogamýri Fyrir nokkrum árum ákvað Hjálp- ræðisherinn að selja kastalann við Kirkjustræti og byggja nýtt hús und- ir starfsemina. Gamla húsið var kom- ið til ára sinna og hentaði ekki lengur eins og gefur að skilja. Sótt var um lóð hjá borginni og fékk Herinn út- hlutað lóð í Sogamýri við hlið lóðar, sem skömmu áður hafði verið út- hlutað undir moskubyggingu. Þegar moskulóðinni var úthlutað til Félags múslima ákvað borgarráð að fella niður öll gjöld vegna hennar. Köld kveðja til Hjálpræðishersins Við úthlutun lóðarinnar til Hjálp- ræðishersins brá hins vegar svo við að borgin ákvað að rukka lóðagjöld, sem nema um 55 milljónum króna. Lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ítrekað til að Hjálpræð- isherinn fengi sams konar fyr- irgreiðslu og lóðarhafinn við hliðina enda um trúfélag að ræða í báðum til- vikum. Tillögur þessar voru ýmist felldar eða þeim vísað frá að tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, með atkvæðum Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna. Ótrúleg mismunun Þessi afstaða vinstri meirihlutans til Hjálpræðishersins er auðvitað ótrúleg þegar haft er í huga starf- semi samtakanna í þágu bágstaddra Reykvíkinga undanfarin 126 ár. Það starf er auðvitað ekki hægt að meta til fjár en með slíkri niðurfellingu lóðargjalda hefði borgin a.m.k. get- að sýnt samtökunum táknrænan þakklætisvott. Vonandi sér meirihluti borg- arstjórnar að sér og endurgreiðir lóðagjöldin, nú þegar húsið hefur verið tekið í notkun. Þannig yrði loks leiðrétt mismunun gagnvart þessu trúfélagi og þeim hjálp- arsamtökum, sem Reykvíkingar standa í mestri þakkarskuld við. Ekki þyrfti að óttast að hinu endur- greidda fé yrði varið í vitleysu. Því yrði öllu varið í þágu bágstaddra. Eftir Kjartan Magnússon » Vinstri flokkarnir láta Hjálpræðisher- inn greiða lóðagjöld á meðan engin gjöld eru innheimt vegna mosku á næstu lóð. Kjartan Magnússon Höfundur skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra. Hjálpræðisherinn – hjálparstarf í 126 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.