Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
✝
Ingólfur Páll
Steinsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 1.
júní 1924. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 25.
ágúst 2021.
Hann var sonur
hjónanna Kristínar
H. Friðriksdóttur,
kennara og hús-
freyju, f. 1878, d.
1968, og Steins Sigurðssonar
klæðskerameistara, f. 1873, d.
1947.
Systkini Ingólfs voru Anna
Guðrún, f. 1905, d. 1933; Mar-
grét, f. 1906, d. 1920; Friðrik, f.
1907, d. 1975; Ásmundur Bene-
dikt, f. 1909, d. 1981; Anna Sig-
ríður, f. 1911, d. 1970; Jóhann-
es, f. 1913, d. 1913; Jóhannes
Kristinn, f. 1914, d. 1989; Sig-
urður, f. 1916, d. 2002; Auður
Steinunn Kristín, f. 1917, d.
1984.
Eftirlifandi eiginkona Ing-
ólfs er Erna Fríða Berg, f. 2.
september 1938, fv. skrif-
stofustjóri á Sólvangi.
Dóttir Ingólfs og Jóhönnu
Magnúsdóttur, f. 1927, d. 2013,
er Þórunn, f. 27.8. 1947, fram-
kvæmdastjóri Íslandsfunda ehf.
Börn hennar og Stefáns Bergs-
sonar: Stefán Þór, f. 1969, og
Margrét, f. 1973. Barnabörn
Ingólfur fæddist í Vest-
mannaeyjum en ólst upp í
Reykjavík frá fimm ára aldri.
Hann lauk prófi frá Iðnskól-
anum og sveinsprófi í prentiðn
við Félagsprentsmiðjuna 1944.
Hann stundaði nám við Uni-
versity of Kansas 1946-47og
öðlaðist meistararéttindi í
prentsetningu 1953.
Ingólfur var mikill íþrótta-
maður, keppti í frjálsum,
knattspyrnu, handbolta og
körfubolta. Hann var formað-
ur frjálsíþróttadeildar ÍR,
stofnaði Körfuboltadeild ÍR og
sat í stjórn FRÍ og Íþróttaráðs
Reykjavíkur. Hann var far-
arstjóri frjálsíþróttamanna til
sex landa 1949-51 og fulltrúi
Íslands á þingi Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins í Brussel
1950. Ingólfur var í Félagi
íþróttavina á Íslandi og heið-
ursfélagi í ÍR og Frjálsíþrótta-
sambandi Íslands.
Ingólfur starfaði í Banda-
ríkjunum á árunum 1961-74.
Hann var verkstjóri í prent-
setningu við Washington Post
og síðar yfirmaður Grafísku
og prenthönnunardeildar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washington DC. Eftir heim-
komu var hann framkvæmda-
stjóri Alþýðublaðsins til 1976,
auglýsingastjóri hjá DB til
1981 og auglýsingastjóri hjá
DV til 1994. Ingólfur skraut-
ritaði opinber meistarabréf til
88 ára aldurs.
Ingólfur verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
2. september 2021, klukkan
13.
eru sex. Börn Ing-
ólfs af fyrra hjóna-
bandi með Sól-
veigu
Pálmadóttur, f.
1929: 1) Kristín, f.
14.2. 1954, fv. rekt-
or Háskóla Íslands,
gift Einari Sig-
urðssyni
framkvæmda-
stjóra. Dætur
þeirra: Hildur, f.
1982, Sólveig Ásta, f. 1994.
Barnabörn eru þrjú. 2) Pálmi,
f. 28.10. 1958, fv. deildarstjóri
Upplýsingatækni- og sam-
skiptadeildar Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins.
Börn Ernu Fríðu af fyrra
hjónabandi með Sverri Bjarna-
syni, f. 1933, d. 2013: 1) Sig-
urrós, f. 15.11. 1957, fyr-
irtækjafulltrúi í Íslandsbanka,
gift Sigurjóni Ingólfssyni, inn-
heimtustjóra hjá HS Veitum.
Börn þeirra: Sverrir Örn
Sveinsson, f. 1977, Marta Sig-
urjónsdóttir, f. 1979, Ingibjörg
Sigurjónsdóttir, f. 1991. Barna-
börn eru sex. 2) Lillý Halldóra,
f. 28.2. 1960, iðjuþjálfi á Grens-
ásdeild Landspítalans. 3) Björn
Bragi, f. 22.4. 1967, starfs-
maður Ísal. Börn hans og El-
ísabetar Benónýsdóttur: Arndís
Erna, f. 1991, og Arnar Bjarki,
f. 2003. Barnabörn eru tvö.
Ingólfur Steinsson var kær
tengdafaðir, vinur og örlagavald-
ur í lífi mínu. Við kynntumst þegar
ég var að gera hosur mínar græn-
ar fyrir Kristínu dóttur hans, ung-
ur maður og enn ekki búin að
finna fjölina mína. Ingólfur, sem
starfaði við dagblaðaútgáfu, vakti
áhuga minn á fjölmiðlun. Hann
benti mér á laust starf á þessu
sviði og fylgdi eftir með því að
gefa mér stóra ameríska kennslu-
bók um blaða- og fréttamennsku.
Ég tók strax eftir því í fari Ing-
ólfs að hann hafði lifandi áhuga á
hvað fólkið í kringum hann var að
fást við og vildi alltaf leggja gott til
málanna. Ingólfur bjó um árabil í
Bandaríkjunum með fjölskyldu
sinni, konu og tveimur börnum.
Þar starfaði hann við stórblaðið
Washington Post og í síðar í graf-
ísku deild Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins. Ég kynntist honum skömmu
eftir heimkomuna. Í fyrstu taldi
ég að þessa jákvæðu afstöðu til
alls og allra og opið og einlægt við-
mót hefði hann tamið sér vestan-
hafs. En þetta hafði verið í eðli
hans alla tíð. Þetta var Ingólfur.
Fyrir vikið var hann alltaf vin-
margur og vel liðinn.
Við Kristín bjuggum í nokkur
ár í Bretlandi við nám og störf, en
eftir heimkomuna kynntumst við
Ernu Fríðu, nýjum lífsförunaut
Ingólfs og elskulegri fjölskyldu
hennar, sem umvafði hann og
studdi til æviloka. Þau Fríða áttu
sér ólíkan bakgrunn og reynslu,
en þeirra líf saman var einstak-
lega gott og elskuríkt.
Ingólfur var náttúruunnandi.
Um margra ára skeið áttu fuglar í
Hafnarfirði athvarf og vísa mat-
argjöf á hlaðinu hjá þeim Fríðu.
Hann fylgdist af áhuga með trjá-
ræktartilraunum okkar Kristínar
í Þverárhlíð og lagði okkur til
fjölda trjáa sem prýða hlaðið á
Lundi. Hann ræktaði líka með
okkur áhuga á okkar eigin rótum
og hélt að okkur upplýsingum um
uppruna okkar og ættir. Í gegnum
ættfræðigrúskið hafði hann uppi á
fjölda skyldmenna í Vesturheimi
og ræktaði alla tíð tengsl við þau.
Ingólfur var íþróttamaður á
yngri árum og var heiðursfélagi
ÍR. Hann var einn fararstjóra
frjálsíþróttaliðs Íslands sem fór
sigurför á Evrópumót í Brussel
1950, þar sem Ísland var í röð
fremstu þjóða. Kjarninn í sterkum
og tryggum vinahópi voru afreks-
íþróttamenn frá þessum tíma.
Þótt Ingólfur næði hérumbil að
lifa heila öld náði tíminn aldrei að
festa hendur á honum. Hann hafði
reyndar magnað minni sem aldrei
brást ef þurfti að rifja upp liðna
tíð, en fyrst og fremst horfði hann
framávið, alltaf fullur áhuga. Ing-
ólfur fór í hvíldarinnlögn fyrir
aldraða 94 ára. Þar voru menn
vanir því að fólk í hvíldarinnlögn
hefði fremur hægt um sig og
blundaði jafnvel yfir daginn. En
Ingólfi var ekki hvíld í hug. Hann
mætti með tölvu, litaprentara og
hátalara og útvegaði sér strax net-
samband. Úr hvíldarinnlögninni
bárust svo tölvupóstar með því
sem hann hafði séð áhugaverðast í
fréttum eða listilega gerð heilla-
óskakort, sem grafíski hönnuður-
inn gerði öðrum betur.
Ingólfur Steinsson átti gott líf
og lagði alls staðar gott til. Það er
því bjart yfir minningunni. Ég
votta Fríðu og öllum ástvinum
samúð og þakka Ingólfi samfylgd-
ina og allt sem hann var mér og
mínum.
Einar Sigurðsson.
Í dag kveðjum við „Ingó
frænda“ föðurbróður okkar með
söknuði og viljum fara nokkrum
orðum um hann. Ingó var yngstur
tíu systkina frá Ingólfshvoli í
Vestmannaeyjum.
Ingó náði háum aldri, en hann
varð 97 ára. Hann var ávallt hress
og glaðlegur og fylgdist vel með
öllum málum, ekki síst tölvutækni
sem hann tileinkaði sér mjög fljótt
og nýtti sér tæknina til að halda
sambandi við vini og kunningja.
Hann var einnig liðtækur í að nota
teikniforrit og var gaman að fá
sérhönnuð kort frá honum. Ingó
hafði afar fallega rithönd, en það
er gaman að minnast þess að faðir
okkar var með mjög áþekka rit-
hönd.
Ingó var sérstaklega ættræk-
inn og hafði mikinn áhuga á ætt-
fræði. Hluti fjölskyldu okkar flutt-
ist til Bandaríkjanna um
aldamótin 1900, en honum tókst
að hafa uppi á mörgum afkomend-
um þeirra sem búa í Bandaríkj-
unum. Fyrir hans milligöngu
fengum við að kynnast mörgum
ættingjum okkar í Vesturheimi,
en margir þeirra hafa heimsótt Ís-
land nú síðustu árin.
Þegar Ingó hélt upp á níræð-
isafmælið sitt ákváðu þau hjónin,
hann og Fríða, að nú skyldi haldið
upp á afmæli Ingós á hverju ári og
þau stóðu svo sannarlega við það
og buðu upp á heimsins bestu kök-
ur og kræsingar. Er skemmst frá
því að segja að vel var mætt í af-
mælin og hittum við ættingja sem
við hefðum að öðrum kosti ekki
verið í sambandi við og má því
segja að afmælin hans Ingós hafi
verið hálfgerð ættarmót. Og erum
við þakklát fyrir það. Hann var því
tengiliður fjölskyldunnar hér
heima og í Bandaríkjunum.
Vertu sæll, frændi.
Steinn, Nanna, Guðrún,
Árni og fjölskyldur.
Núna er komið að því að kveðja
Ingólf móðurbróður minn. Ég
man fyrst eftir honum á Ægisíð-
unni þar sem ætíð var spennandi
að heimsækja Kristínu og Pálma.
En aðalminningin er þó frá
Washington 1967 þegar við
mamma fórum í heimsókn til
þeirra og vorum þar í þrjár vikur.
Ingólfur var duglegur að sýna
okkur allt það helsta og það var
mikil upplifun fyrir tólf ára stelpu
að fara í Hvíta húsið, þinghúsið og
alla helstu staðina þar auk þess
sem við sigldum á Potomac-ánni.
Þetta var yndislegur tími sem við
áttum þarna með fjölskyldunni.
Í mörg ár hefur Ingólfur haldið
upp á afmælið sitt 1. júní ár hvert
og mun ég hugsa til hans á þess-
um degi um ókomin ár.
Samúðarkveðjur til Fríðu, Þór-
unnar, Kristínar, Pálma og fjöl-
skyldna.
Þín frænka,
Halla Kristín.
Fallinn er til foldar heiðurs-
maðurinn Ingólfur Páll Steinsson,
sá mikli öðlingur, sem ég kynntist
fyrst er við unnum á Dagblaðinu
forðum daga - í sínu hvoru verk-
efninu þó. Ég fann til góðrar nær-
veru að vera í næsta herbergi við
Ingólf og átti við hann talsverð
samskipti strax í upphafi kynna
okkar þarna hlið við hlið og ætíð
síðan. Kunningsskapur okkar óx
með árunum og samskipti okkar í
milli urðu með eindæmum
ánægjuleg og traust. Ekki gleym-
ast hin rausnarlegu hádegisverð-
arboð Ingólfs og konu hans, Ernu
Fríðu, sem við urðum aðnjótandi,
ég og konan mín (sem nú er látin).
Þar var um einstaklega skemmti-
legar stundir að ræða, þar sem
rædd voru mál líðandi stundar og
fórum við hjónin ávallt glöð og
þakklát frá þeim Ingólfi og Fríðu.
Árin liðu og þar kom, að Ing-
ólfur sótti dagdvöl á hjúkrunar-
heimilið Ísafold í nokkurn tíma og
þangað heimsóttum við nánir fé-
lagar hans, Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson og Gunnar Skarp-
héðinsson hann og glöddumst
saman yfir kaffi og veitingum einu
sinni í viku um alllangt skeið.
Þetta var stund sem við hlökkuð-
um allir ávallt til og hefðum ekki
viljað missa af.
Síðustu árin dvaldi Ingólfur á
Hrafnistu í Hafnarfirði og þá
minnkuðu samskipti okkar, eink-
um vegna örðugleika við fullkomin
tjáskipti okkar beggja. Ég frétti
stöðugt af Ingólfi og vissi að hann
átti gott atlæti ásamt ástúð sinnar
elskulegu konu.
Ég votta eiginkonu Ingólfs,
Ernu Fríðu, svo og börnum og öll-
um aðstandendum mína dýpstu
samúð. - Megi Ingólfur hvíla í
Guðs friði.
Geir R. Andersen.
Leiðir Íþróttafélags Reykjavík-
ur (ÍR) og Ingólfs Steinssonar
lágu snemma saman og hann
reyndist félaginu dyggur þjónn
frá táningsaldri til dauðadags.
Hann var yngstur tíu systkina
sem sum hver æfðu íþróttir hjá
ÍR.
Á yngri árum keppti Ingólfur í
frjálsíþróttum, knattspyrnu,
handbolta og körfubolta með fé-
lagi sínu. Lagði hann og deildum
þessara greina drjúgt lið. Hann
var fyrst kosinn ritari aðalstjórnar
ÍR í maí 1945, aftur 1946 og síðar
bæði 1948 og 1949.
Ingólfur hafði haldið utan um
körfuboltastarf í ÍR um nokkurra
ára skeið sem formaður sérstakrar
nefndar sem því sinnti frá og með
1949. Hann var síðan kosinn fyrsti
formaður körfuknattleiksdeildar
ÍR á stofndegi hennar á 44. afmæl-
isdegi ÍR árið 1951. Undir forystu
hans varð ÍR fyrst félaga til að
hefja skipulegar æfingar í körfu-
knattleik á Íslandi. Gekk það von-
um framar og starfsemin blómstr-
aði fljótt. Fylltist ÍR-húsið við
Túngötu fljótt af áhugasömum
æskumönnum. Með Ingólf sem
formann unnu ÍR-ingar fyrsta op-
inbera körfuboltamótið hér á landi.
Sex lið tóku þátt í því en mótið fór
fram í stóru íþróttahúsi á Keflavík-
urflugvelli.
Annars áttu frjálsíþróttir hug
Ingólfs Steinssonar allan. Var
hann formaður frjálsíþróttadeildar
ÍR um skeið 1946 en síðan þrjú ár
samfleytt frá vori 1947 til 1950.
Meðal samferðamanna hans voru
ÍR-ingarnir og gullaldardrengirnir
Finnbjörn Þorvaldsson, bræðurnir
Örn og Haukur Clausen, Jóel Sig-
urðsson og Óskar Jónsson. Þá má
að auki nefna Gunnar Huseby,
Torfa Bryngeirsson, Guðmund
Lárusson og Ásmund Bjarnason
en sá síðastnefndi mun vera eini
eftirlifandi afreksmaðurinn frá
tímabilinu sem nefnt hefur verið ís-
lenska frjálsíþróttavorið.
Auk þess að helga ÍR krafta
sína valdist Ingólfur til setu í
stjórn Frjálsíþróttasambands Ís-
lands og Íþróttaráðs Reykjavíkur.
Hann sat og í undirbúningsnefnd
fyrstu landskeppni í frjálsíþróttum
hér á landi, árið 1948 gegn Noregi.
Þá var hann fararstjóri frjáls-
íþróttamanna ÍR til Skotlands og
Írlands 1949, til EM í Brussel 1950
og til Berlínar og Kaupmannahafn-
ar 1951. Ingólfur var fulltrúi Ís-
lands á þingi Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins í Brussel en þá sat
hann í stjórn FRÍ.
Ýmsir hræðast tækninýjungar
eins og tölvur, sérstaklega eldra
fólk. Annað gilti um Ingólf. Hann
var sérstaklega áhugasamur um
tækniþróun í iðnaði og mun á
stundum hafa verið öðrum fróðari
og fremri í þeim efnum. Hermt er
að hann hafi verið með fyrstu
mönnum til að taka einkatölvuna í
notkun.
ÍR-ingar þakka Ingólfi framlag
hans til félagsins og frjáls-
íþróttanna og senda eftirlifandi
eiginkonu hans og afkomendum
alúðlegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd ÍR,
Ágúst Ásgeirsson.
Kveðja frá Félagi
íþróttavina
Í dag kveðjum við íþróttavinir
einn af okkur ágætu félögum. Ing-
ólfur Páll Steinsson hefur verið fé-
lagi um langt skeið og tekið þátt í
öllu sem við höfum tekið okkur
fyrir hendur af gleði og ánægju.
Sem aldursforseti hópsins hefur
hann miðlað miklum fróðleik frá
fyrri tíð bæði um menn og málefni
enda sögumaður góður og stál-
minnugur um ýmsa liðna atburði.
Ingólfur var í forystusveit frjáls-
íþróttahreyfingarinnar um miðja
síðustu öld, var meðal annars í
framkvæmdarnefnd fyrstu lands-
keppni Íslendinga 1946 ári áður
en Frjálsíþróttasambandið var
stofnað, þannig að segja að má að
hann hafi verið starfsemi þess
tengdur alla tíð og nægir að nefna
fararstjórn hans í glæsiferð á Evr-
ópumeistaramótið í Brussel 1950
þar sem Íslendingar eignuðust tvo
Evrópumeistara og tæpum 50 ár-
um síðar sá hann um uppsetningu
og útlit á 50 ára afmælisriti þess af
einstakri alúð og smekkvísi. Við
íþróttavinir höfum alla tíð notið
góðrar vináttu og áhuga Ingólfs á
starfi okkar, hann lagði metnað
sinn í að mæta á alla fundi allt til
þess síðasta nú í vor. Vegna list-
rænna hæfileika hans og tölvu-
leikni nutum við þess í mörgu, má
nefna vel hannað merki félagsins
bæði sem fána og barmmerki,
einnig mjög vel heppnuð skraut-
rituð meðlimaskjöl allra félaga
sem hann lagði metnað sinn í að
hanna og útbúa. Allt starf og
áhugi Ingólfs innan félagsins
sýndi vel hug hans og vilja til að
styrkja góða vináttu milli manna í
bland við þann mikla áhuga á
frjálsum íþróttum sem við fé-
lagarnir vorum samstiga um enda
allir fyrrverandi stjórnarmenn í
Frjálsíþróttasambandinu. Fráfall
Ingólfs skilur eftir sig stórt skarð í
vinahópnum en eftir lifa góðar og
ljúfar minningar um ánægjulegar
samverustundir á liðnum árum.
Við íþróttavinir sendum eftirlif-
andi eiginkonu, Ernu Fríðu, sem
tók oft á tíðum þátt í samfundum
vinahópsins, innilegar samúðar-
kveðjur sem og allri fjölskyldu
hans, vitandi um að þar lifa minn-
ingar um góðan dreng sem nú er
genginn. Megi hann hvíla í friði.
Magnús Jakobsson.
Ingólfur Páll
Steinsson
Minningarkort
fæst á nyra.is eða
í síma 561 9244
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
ELÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Funafold 73,
lést á kvennadeild Landspítalans
fimmtudaginn 26. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
9. september klukkan 13.
Sigurður Ingimarsson
Ingimar Sigurðsson Birgitta Björgólfsdóttir
Lovísa Sigurðardóttir Þórður Hermann Kolbeinsson
Berglind Gerða Sigurðard.
Þuríður Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS INGI INGVARSSON,
byggingarfræðingur
og framhaldsskólakennari,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 26. ágúst.
Útför hans fer fram miðvikudaginn 8. september klukkan 13
í Hafnarfjarðarkirkju.
Aðalheiður G. Alexandersdóttir
Guðjón Magnússon Anna Björk Eðvarðsdóttir
Ingvar Magnússon Bryndís Björk Karlsdóttir
Rut G. Magnúsdóttir Ingólfur Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn