Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 ✝ Borghildur Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 8. febr- úar 1925. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Grund 23. ágúst 2021. For- eldrar hennar voru hjónin Anna María Gísladóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 18. mars 1893, d. 10. apríl 1981 og Guðmundur Guðjónsson, matvörukaup- maður í Reykjavík, f. 19. júní 1894, d. 3. september 1961. Systkini Borghildar voru: Kar- ítas, f. 1917, d. 1997, Guðjón Að- alsteinn, f. 1921, d. 2003, Krist- ín, f. 1930, d. 1999, Hildigunnur, f. 1936, d. 1936. Borghildur trúlofaðist Gunn- ari Magnúsi Magnússyni, fram- kvæmdastjóra hjá Héðni, 1. júlí 1945 og gengu þau í hjónaband 10. nóvember sama ár. Gunnar fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1923. Hann lést á Land- spítalanum 26. ágúst 1999. For- eldrar hans voru Magnús Þórð- arson, sjómaður í Reykjavík, f. 6. apríl 1884, d. 22. maí 1934, og Jóna Jónsdóttir, húsfreyja, f. 5. 4) Arndís María, f. 1984, gift Davíð Erni Hlöðverssyni og eiga þau börnin Gunnar Egil, f. 2014, Önnu Maríu, f. 2017 og Benedikt Örn, f. 2021. b) Guðmundur Örn, doktor í þjóðhagfræði, f. 21. ágúst 1949, d. 22. júní 2009. Börn hans eru: 1) Magnús Örn, f. 1987, giftur Moniku Guðmunds- son og eiga þau Frans Örn Em- anúel, f. 2013 og Ívar Örn Alf- red, f. 2015 og 2) Anna Malin, f. 1989, í sambúð með Emil And- ersson. Móðir þeirra er Lena Hallbäck. c) Hildigunnur, upp- eldis- og menntunarfræðingur, f. 9. nóvember 1958, gift Ásbirni Jónssyni framkvæmdastjóra, f. 7. febrúar 1959. Börn þeirra eru: 1) Jón Gunnar, f. 1986, í sambúð með Nínu Guðríði Sig- urðardóttur, f. 1989. Dóttir Jóns Gunnars er Unnur Sigríður, f. 2016. Móðir hennar er Guðrún Halla Daníelsdóttir. Jón Gunnar og Nína eiga Ásbjörn Reyni, f. 2020. 2) Ásbjörn Daníel, f. 1993, í sambúð með Láru Hrafns- dóttur, f. 1990. 3) Arndís, f. 1998. Borghildur ólst upp á Grundarstíg 8 í Reykjavík. Hún lærði á píanó og gekk í Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur – Ingi- marsskóla. Borghildur starfaði sem aðstoðarmanneskja tann- læknis og í afgreiðslu í bóka- verslun þar til hún giftist. Útför Borghildar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. september 2021, og hefst at- höfnin kl. 13. nóvember 1889, d. 16. janúar 1946. Börn Borghildar og Gunnars eru: a) Arndís Jóna hús- móðir, f. 3. apríl 1946, gift Erlingi Viðari Leifssyni tæknifræðingi, f. 9. janúar 1942. Börn þeirra eru: 1) Borg- hildur, f. 1969, gift Viðari Lúðvíkssyni, f. 1972. Dóttir Borghildar er Arnhildur Anna, f. 1992, í sam- búð með Alfreð Má Hjaltalín. Faðir hennar er Árni Hauksson. Borghildur og Viðar eiga börnin Viðar Snæ, f. 2000, unnusta hans er Anna Lára Davíðsdóttir, Hildi Theodóru, f. 2001 og Lúð- vík Orra, f. 2008. 2) Anna Björg, f. 1976, gift Grími Sigurðssyni, f. 1977 og eiga þau dæturnar Hrafnhildi Heklu, f. 2003, Arn- dísi Áslaugu, f. 2007 og Þor- gerði Önnu, f. 2010. 3) Gunnar Örn, f. 1980. Synir hans eru Gunnar Magnús, f. 2006, Erling- ur Árni, f. 2009 og Sigurður Eg- ill, f. 2012. Móðir þeirra er María Stefánsdóttir. Unnusta Gunnars Arnar er Dóra Björg Axelsdóttir. Hún á fjögur börn. Ljósmyndir af tengdamóður minni kalla fram urmul mynda í huga mínum af þessari ágætu konu sem mótaði mig meira en mig grunaði. Er ég sá hana fyrst stóð hún á stigapallinum á Lyng- haga, í bleikum kjól, og veifaði dóttur sinni í okkar fyrstu bíóferð. Nokkru síðar var ég orðinn inn- anstokksmunur á heimili Borg- hildar og Gunnars sem tóku mér ávallt sem syni. Hún var glæsileg, ávallt vel klædd og umhyggjusöm. Fyrir mér – án þess að hafa nokkru sinni sagt það áður – voru þau Borghildur og Gunnar alveg eðal, okkar B og G eins og Danir segja. Hún gerði heimili þeirra að unaðsreit. Nóg var að skoða, mál- verk, útsaumaða stóla, valdar styttur og hluti frá framandi lönd- um. Þeim hjónum þótti gaman að ferðast og fóru t.d. í siglingar um Miðjarðarhaf eða til Austurlanda nær eins og það var kallað. Að standa á Akropolishæð eða sitja á úlfaldabaki og fylgjast með slöngudansi á markaðstorgi var væntanlega á mörkum þæginda- ramma meðaljóns á Fróni á þeim tíma. Sólarlandaferðir, Þýska- land, Kaupmannahöfn, Svíþjóð, allt góðar stundir okkar með þeim. Þá voru hlutir valdir fyrir heimilið og ekki gleymdust henn- ar nánustu, alltaf kom eitthvað upp úr töskunum fyrir þá sem heima sátu – hvað þá þegar barna- börnin komu til sögunnar! Annál- uð fyrir gjafmildi. Henni féll sjaldnast verk úr hendi þegar kom að hannyrðum. Fjöldi útsaumaðra stóla, veggmynda, applikeringa og heklaðra hluta ber því vitni. List- rænar skreytingar á tertum róm- aðar en forgengilegar og brögð- uðust betur fyrir vikið – sagt er að maðurinn borði fyrst með augun- um. Borghildur var bókhneigð og víðlesin. Mikið bókasafn prýddi heimili þeirra, skáldverk, ævisög- ur, ferðabækur og bækur um and- leg málefni sem hún las gjarnan – enda í Sálarrannsóknafélaginu. Hún söng vel, en alltof sjaldan. Hún unni klassískri tónlist og un- un að vera hjá þeim hjónum á kvöldin og hlusta á plötur, hún í hannyrðum, hann að sinna sínum málum. En lífið var Borghildi ekki alltaf ljúft. Gunnar missti heilsuna alltof fljótt og lést 76 ára 1999 og sonur þeirra, Guðmundur Örn, ár- ið 2009. Þá reyndi mikið á and- legan styrk hennar. Þá fyrst fór- um við að rifja upp lífshlaup hennar sem skýrir margt sem mótaði lífið síðar. Alin upp hjá for- eldrum sínum á Grundarstíg ásamt foreldrum Einars og Maríu Markan söngvara og tónlist því í hávegum höfð. Ellefu ára í sept- ember 1936 var hún fengin til að syngja í athöfn um þá sem fórust á franska rannsóknaskipinu Pour- quoi pas? lagið Alouette á frönsku. Mundi hún þakkir frönsku syrgj- endanna þar. Tungumál voru ekki hennar vandamál en hún notaði þá kunnáttu mest til lestrar. Hún lærði á píanó í æsku og spilaði öll- um til ánægju. Ung vann hún í bókabúð og kynntist því sem síðar varð hugðarefni hennar. Stundin er liðin og síðasti áfanginn var öll- um erfiður. Við tvö höfðum reikn- að út að við hefðum ekið saman í bíl rúmlega einu sinni til tungls- ins! Ég sakna Borghildar, síðasta frumbyggja Lynghagans sem nú hvílir hjá eiginmanni sínum og syni. Blessuð sé minning þeirra. Ég votta Addý, Hiddu og skyld- mennum minn dýpsta samhug. Erlingur. Ég á margar fallegar minning- ar um elsku ömmu Bossý, alveg síðan ég var lítil stelpa. Það var alltaf mikil tilhlökkun á laugar- dögum að koma í kaffi til ömmu og afa á Lynghaganum þar sem amma var búin að baka vöfflur, smyrja brauð og gaf mér kókó- mjólk og oft gat ég platað hana til þess að spila fyrir mig á píanóið eftir á. Amma Bossý var algjör snill- ingur í allri handavinnu, hvort sem það var saumaskapur, prjón, hekl – og já eða að skreyta kökur. Það eru til ótal verkin eftir hana og má þar á meðal nefna fallega skírnarkjólinn sem hún heklaði og hafa flest barnabörn hennar og barnabarnabörn verið skírð í hon- um. Börn áttu allan hennar hug og naut hún þess að hafa þau og fjöl- skylduna í kringum sig – enda mikil selskapskona. Elsku amma Bossý mín, það er gott að hugsa til þess að nú hvílir þú við hlið afa Gunn og Gumma frænda. Þín Arndís María. Elsku hjartans amma mín hef- ur nú fengið hvíldina eftir langa og gæfuríka ævi. Minningar síðustu fimmtíu ára eru margar, sterkar og ljúfar. Amma var alla tíð einn af þessum öruggu og föstu þáttum í lífinu. Hún og afi byggðu sér heimili á Lynghaganum þegar mamma var ung og þar átti hún heimili alla tíð. Þar héldum við há- tíðleg jólin, áramót, páska og aðra fasta liði. Hefðirnar voru ríkar og ég kann vel að meta stöðugleikann sem fylgdi þeim. Sumar hefðirnar lifa áfram á heimili mínu en aðrar lifa ljúfar í minningunni. Ég var lánsöm að fá að búa hjá þeim á Lynghaganum, fyrst þegar ég var að verða 9 ára og foreldrar mínir voru að byggja á Seltjarnarnesi og seinna þegar ég kom heim úr námi frá Bandaríkjunum rúmlega tví- tug og Arnhildur mín var nýfædd. Það var best að geta leitað til ömmu og afa á þessum tíma og njóta þess að vera hluti af heim- ilislífinu á Lynghaganum. Ég á dásamlegar minningar frá æskuárunum þegar amma sat í símastólnum og pantaði vörur í matvöruverslun Alla bróður síns eftir handskrifuðum minnislista. Það var enn skemmtilegra þegar pöntunin barst heim á Lynghag- ann og amma hafði pantað auka- lega handa mér Síríuslengjur og lakkrísrúllur. Hún kom mér ungri á bragðið með að vefja lakkrísrúll- unni um síríuslengjuna og þetta er enn í miklu uppáhaldi. Ég var alltaf á Lynghaganum í próflestri á menntaskólaárunum. Amma las með mér dönskuna, hlýddi mér gjarnan yfir í öðrum fögum og sá auðvitað alltaf til þess að ég fengi nóg að borða. Amma og afi ferðuðust mikið og gjarnan til fjarlægra landa. Það var alltaf hátíð í bæ þegar þau sneru heim og alltaf kom eitthvað fallegt handa mér upp úr töskunum. Elsku amma var gjafmild. Hún var mikill fagurkeri og naut þess að hafa fallegt í kringum sig. Hún var mikil hannyrðakona og margir fallegir bróderaðir stólar eftir ömmu prýddu heimilið. Hún var sterk og hafði ákveðnar skoðanir. Hún var eldklár og mikill húmor- isti. Fólkið hennar ömmu og sam- vistir við ástvini skiptu hana alla tíð mestu máli í lífinu. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að amma var nánast daglegur gestur á heimili foreldra minna og samvist- irnar og nándin við ömmu því mik- il. Amma elskaði að hitta barna- börnin og barnabarnabörnin og það var hennar gæfa að fá að hitta fólkið sitt á hverjum degi. Hún naut mikillar ástúðar og um- hyggju frá dætrum sínum og fjöl- skyldu. Minningarnar um stóru en lágvöxnu elsku ömmu mína lifa – ömmuna sem fór sjálf upp og nið- ur tröppurnar á Lynghaganum þar til hún var 95 ára. Guð geymi þig elsku amma. Þín nafna. Borghildur. Við kveðjum elsku ömmu Bossý með miklum söknuði. Amma var mikil fjölskyldukona og fundum við barnabörnin vel fyrir því að við og barnabarna- börnin vorum hennar helsta áhugamál. Amma Bossý var einstaklega yfirveguð, elskuleg og góð kona. Við höfum nákvæmlega einu sinni séð hana reiða. Það var þegar ver- ið var að sprengja tertu á áramót- unum. Tertan reyndist gölluð og sprakk í heilu lagi á jörðinni með þvílíkum krafti að stóru gluggarn- ir í húsi fjölskyldunnar splundr- uðust. Við vissum ekki hvort var merkilegra, þessi svakalega sprenging eða sjónin við að sjá ömmu Bossý – og raunar einnig hina ömmu okkar Höllu – hella úr skálum reiði sinnar. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu og afa á Lynghagann sem var hálfgerð undraveröld fyr- ir börn, með framandi munum, sem amma og afi höfðu sankað að sér á ferðum sínum um heiminn, og geymslum undir súð uppi á efri hæðinni þar sem hægt var að skríða heilan hring í kringum hæðina. Nær undantekningalaust bauð amma síðan upp á steiktar fiskibollur og tónleika á píanóinu. Amma Bossý storkaði lögmál- um tölfræðinnar þegar kom að möndlugraut á jólahátíðinni. Þrátt fyrir að fá sér alltaf sáralítið af graut fékk hún möndluna ár eftir ár. Þótt hún væri komin yfir ní- rætt passaði hún sem fyrr alltaf upp á, með mögnuðu póker-and- liti, að láta barnabörnin fyrst klára grautinn áður en hún upp- ljóstraði um möndluna. Amma Bossý var einstök kona og við minnumst hennar með miklum hlýhug. Arndís Ásbjörnsdóttir Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson Jón Gunnar Ásbjörnsson. Elsku amma hefur nú kvatt okkur á 97. aldursári og margar góðar minningar koma upp í hug- ann. Amma og afi voru stór hluti af lífi okkar systkinanna enda voru þau tíðir gestir á Selbraut- inni og við á Lynghaganum. Þau komu oftar en ekki færandi hendi með síríuslengjur og lakkrísrúll- ur, Andrésblöð og ýmislegt sem gladdi okkur. Amma gaf mér allt það nýjasta í Lundbyhúsið mitt þegar hún kom úr árlegu Svíþjóð- arferðunum sínum og sá til þess að mig skorti aldrei fín föt. Öll að- fangadagskvöld, gamlárskvöld og páskadaga borðuðum við á Lyng- haganum og matseðillinn breytt- ist aldrei, smurbrauð á laugardög- um og fleiri góðar hefðir sem er svo dýrmætt að alast upp við. Amma var sérstaklega fær í hönd- unum og eftir hana liggja útsaum- aðir stólar nánast í stæðum og minningar um ótrúlega fallega skreyttar kökur. Eftir að afi lést 1999 var amma mikið hjá mömmu og pabba og var þá enn meira með okkur þegar við hittumst öll systkinin hjá þeim. Síðasta eina og hálfa ár hefur að sjálfsögðu verið erfitt með öllum þeim takmörkun- um sem við höfum búið við en amma var heppin að vera þá ný- komin á Grund og njóta umönn- unar þar. Guð gefi ömmu góða hvíld og við höldum ferbrúargillið okkar saman síðar amma mín. Anna Björg. Borghildur Guðmundsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA KARLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudaginn 27. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. september klukkan 15. Bálför fer fram síðar. Erfidrykkja verður í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju að athöfn lokinni. Karl Gísli Gíslason Örn Tryggvi Gíslason Katrín Sigmarsdóttir Sigurður Kolbeinn Gíslason Collise Keita Gíslason Guðrún Helga Gísladóttir Martín González García Hrafnhildur Kristjánsdóttir Stefán Gunnarsson ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ANTONSSON rafmagnstæknifræðingur, Strandvegi 24, Garðabæ, lést 18. ágúst á Landspítala við Hringbraut. Útför hans fer fram mánudaginn 6. september klukkan 13 frá Bústaðakirkju. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Athöfninni verður streymt á promynd.is/kristjan. Dóróthea Valdimarsdóttir Matthildur Kristjánsdóttir Hermann Reynisson Kristján Anton Hermannss. Sophia Miller Stefán Páll Hermannsson Kristín Ólöf Hermannsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐMUNDA MAGNEA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, mánudaginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 7. september klukkan 13. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/gudmunda. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg á Suðurnesjum, kt. 570269-2329, banki 0121-26-040777. Laila Jensen Valgeirsdóttir Sigurður Halldórsson Sigurður Valgeirsson Bjarney Gunnarsdóttir Óli Þór Valgeirsson Elín Guðjónsdóttir Áslaug V. Williams Robert D. Williams Friðrik Már Valgeirsson Gunnar V. Valgeirsson Cristina Bodinger de Uriarte Herborg Valgeirsdóttir Guðjón Guðmundsson Guðrún Valgeirsdóttir og aðrir afkomendur Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Hjartkær faðir okkar og afi, STYRMIR GUNNARSSON verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 3. september kl. 13.30 Vegna sóttvarna verða tvö hólf í kirkjunni, einnig grímuskylda og skráning gesta. Beint streymi verður frá athöfninni á mbl.is/andlát. Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hanna Guðrún Styrmisdóttir og synir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.