Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra 30 ÁRA Guðný fæddist á Egils- stöðum og ólst upp á Seyðisfirði. Hún gekk í Grunnskólann á Seyð- isfirði og hélt svo til Reykjavíkur í smátíma en lauk stúdentsprófinu við Menntaskólann á Egilsstöðum. „Það var gott að alast upp hérna. Þetta er lítið samfélag og allir þekkja alla. Svo er ég með alla mína fjölskyldu hér.“ Guðný kynntist eiginmanninum árið 2014 á sjómannadagsballi á Seyðisfirði. „Það er svolítið fyndið að við Skúli þekktumst ekkert þótt við værum í svona litlu samfélagi og ættum marga sameiginlega vini. En frá því við dönsuðum á þessu balli höfum við verið saman.“ Guðný er að læra lögfræði í Há- skólanum á Akureyri og er á þriðja ári. „Ég byrjaði í lögfræðinni upp- haflega til þess að ögra sjálfri mér og sýna sjálfri mér að ég get allt sem ég ætla mér. Svo hef ég gríðarlegan áhuga á umhverfis- og alþjóða- málum og það er akkúrat það sem Háskólinn á Akureyri býður upp á, svo stefni ég á heimskautarétt í meistaranáminu.“ Guðný hefur það áhugamál að taka myndir. „Ég byrj- aði að spá í ljósmyndun þegar eldra barnið mitt fæddist árið 2015, ég fann aldrei ljósmyndara sem tók eins myndir og ég vildi fá svo ég menntaði mig sjálf í faginu með því að fara á námskeið hjá þekktum ljós- myndurum sem eru mínar fyir- myndir og tek nú myndir með svolít- ið ævintýralegum brag, alveg eins og ég vil hafa þær.“ Guðný og Skúli hafa gert upp tvö gömul hús á Seyðisfirði. „Við keypt- um lítið hús byggt 1928 árið 2017 og það er eiginlega orðið of lítið fyrir okkur, svo við keyptum annað yngra hús byggt 1972 og stefnum á að flytja í það fljótlega, þegar við höf- um klárað að gera það upp. Mað- urinn minn er mjög handlaginn og getur gert mikið sjálfur svo ég myndi því segja að ég sé mjög vel gift.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Guð- nýjar er Skúli Vignisson, fram- kvæmdastjóri MSV á Egilsstöðum, f. 2.7. 1990. Þau eiga börnin Kjartan Berg, f. 2015 og Vöku, f. 2018. Guðný Lára Guðrúnardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Heildarsýn er það sem þú þarft að ná svo enginn misskilningur komi upp milli þín og þinna. Það er mesta furða hvað smá- vægilegar breytingar geta haft mikil áhrif. 20. apríl - 20. maí + Naut Þótt þér leiðist að fara ofan í saumana á málum aftur og aftur er það nauðsynlegt ef þú vilt hafa allt á hreinu. Reyndu að herða upp hugann og losna við kvíðann. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú vinnur af öllum kröftum að uppáhaldsverkefninu þínu. Notaðu alla þessa ástríðu til að greiða fyrir persónulegri velgengni þinni. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Gættu þess að vera ekki of yfir- þyrmandi eða áhugasamur um eitthvað sem þig langar til þess að gera í dag. Ræddu hag- nýtar lausnir við fjölskyldumeðlimi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það hefur verið mikið að gera hjá þér upp á síðkastið þannig að nú þarftu á hvíld að halda. Njóttu hennar sem best þú getur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Smekkur þinn fyrir fegurð nýtur sín í dag. Nú eru góðar aðstæður til þess að leggja út í hagnýtt samstarf sem skilar ár- angri til langs tíma litið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er hygginna manna háttur að vera við öllu búinn og þú ættir að hafa í huga að kallið getur komið hvenær sem er. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær fram- kvæmdir sem þig dreymir um. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel í dag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Farðu varlega núna, tilfinn- ingasemin er allsráðandi og auðvelt að lenda í rimmu. Komdu ástvini þínum á óvart. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ert í sannkölluðu íþróttaskapi, og alltaf þremur skrefum á undan í leiknum. Gerðu það upp við þig hvað þú vilt og stattu svo fast á þínu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Aukin ábyrgð vegna barnaupp- eldis er líkleg á næstunni. Ef þú bregst til- finningalega við fréttum sem vinur þinn fær- ir þér, skaltu gaumgæfa þýðingu þeirra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Sígandi lukka er best svo þú skalt bara halda þínu striki og klára hvert mál eins og það kemur fyrir. var þó talsvert erfiðara að vinna í fag- inu hérlendis þar sem engin hefð var fyrir hönnun og efnahagsástand bæði lengst af á Skólavörðustígnum í Pfaff- húsinu. Þetta voru allt öðlingsmenn og gaman að vinna með þeim.“ Það P étur B. Lúthersson fædd- ist 2. september 1936 í Stykkishólmi, lang- yngstur átta barna hjónanna Lúthers Jóns- sonar og Kristínar Theódóru Péturs- dóttur í Bergsholti í Staðarsveit. „Móðir mín var orðin 46 ára þegar hún átti mig og öll systkinin komust á legg nema eitt. Það verður nú að segj- ast að það var almenn fátækt í þessum sveitum og hjá foreldrum mínum bætti það ekki að tvisvar brann heim- ilið ofan af þeim. En ég man samt aldrei eftir að líða skort,“ segir Pétur. „Sóknarpresturinn séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað tók mig til sín og ætlaði að gera úr mér mennta- mann, en ég hafði verið í barnaskóla sem var farskóli og 14 ára var ég í landspróf í Reykholti og þá voru veik- indi heima og ákvað að söðla um og reyna eitthvað annað. Afar mínir voru báðir handlagnir og flinkir smiðir og mömmu fannst ég ætti að gera eitt- hvað annað en að verða bóndi.“ Pétur fór til Reykjavíkur til að læra húsgagnasmíði 17 ára gamall og fékk samning hjá traustum sjálfstæðis- manni, Hjálmari Þorsteinssyni sem rak verkstæði á Klapparstíg. „Hann reyndist mér vel og ég lauk sveins- prófinu og var hjá honum í átta ár.“ Árið 1961 fór Pétur til Danmerkur og lærði húsgagna- og innanhúss- arkitektúr við Kunsthåndværker- skolen í Kaupmannahöfn og segir námstímann hafa verið mjög skemmtilegan, enda Danir þekktir sem öflug hönnunarþjóð. „Ég var svo að vinna í fjögur ár í Danmörku eftir að ég lauk námi. Þar lærði maður náttúrulega fyrst að teikna og svona skynja hlutina. Danirnir eru hörku- duglegir við að koma sinni hönnun á framfæri.“ Tímabilið var skemmtilegt því Danir voru þegar stórveldi í hönn- un og Finnar fylgdu þeim fast á eftir. Pétur kynntist konu sinni, Brigitte, í Danmörku og þau giftu sig árið 1964 í Sviss og þau eignuðust dóttur sína í Danmörku ári síðar. Þegar heim var komið byrjaði Pét- ur með teiknistofu 1974, með arkitekt- unum Ingimundi Sveinssyni og Einari Þorsteini Ásgeirssyni og Jóni B. Stef- ánssyni verkfræðingi. „Við vorum ótryggt og verndartollar á innfluttum húsgögnum sem gerði alla nýsköpun mjög þunga. Pétur framleiddi í sam- starfi við Gamla kompaníið Tabella- skrifstofuhúsgögn og þau voru seld víða og gengu mjög vel. Árið 1980 hannaði hann stálstólinn Stacco fyrir Húsgagnagerð Steinars Jóhanns- sonar, en stóllinn var bæði stílhreinn og þægilegur en líka hentugur því hægt var að stafla honum upp. Stóll- inn varð mjög vinsæll og í samstarfi við danska framleiðendur seldist hann víða um heim. Pétur vann að því að koma hönnun sinni á framfæri erlendis og hefur far- ið víða á sýningar í faginu. Hann hannaði fyrir dótturfyrirtæki Rosent- hal postulínsrisans þýska, Teso- stólinn, sem hlaut hina þekktu hönn- unarviðurkenningu Rauða punktinn árið 1991. Pétur hefur einnig unnið með fyrirtækjum í Hollandi, á Ítalíu, Englandi og í Bandaríkjunum. Hér heima vann Pétur mest með Nýja kompaníinu, Stáliðjunni, Axis og Pennanum. „Ég hef verið mjög hepp- inn með fyrirtækin sem ég hef unnið með og tel mig lánsaman mann. Það eru þó takmörk fyrir því hvað sveita- strákur af Snæfellsnesinu getur gert í að koma íslenskri hönnun á framfæri, en ég hef komið nánast að hverju ein- asta útflutningsævintýri á hús- gögnum á Íslandi.“ Árið 2002 var haldin sýning á stóla- hönnun Péturs yfir 40 ára tímabil. Nú eru árin orðin nánast sextíu og Pétur er enn þá með skrifstofu heima. Mikið af hönnun Péturs má finna á stofn- unum Íslendinga og Háskólinn í Reykjavík keypti fyrir nokkru mikið af stólum eftir Pétur sem eru mjög vinsælir hjá nemendum, því bæði eru þeir þægilegir og svo er hægt að renna sér mjúklega á milli borða. Þar fer saman góð hönnun, fallegt útlit og gott notagildi. „Síðast teiknaði ég bekk fyrir Fríkirkjuna,“ segir Pétur en hann vinnur enn þá ýmis smærri verkefni. Pétur býr með konu sinni Brigitte í fallegri útsýnisíbúð og er falleg og stílhrein hönnun hans hvert sem litið er. Myndlist eftir Brigitte prýðir veggina og mikið er af fallegum blóm- um sem hún ræktar og heimilið ein- Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuður og innanhúsarkitekt – 85 ára Hönnuðurinn Pétur í Teso-stólnum sem hlaut hönnunarverðlaun árið 1991. Hefur hannað húsgögn í sextíu ár Morgunblaðið/Golli Sýningin 2002 Stólar frá sýningu á stólum Péturs í 40 ár árið 2002. Til hamingju með daginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.