Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 53

Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Úrvals hamborgarar og grillkjöt Krydd, sósur og ýmsar grillvörur staklega smekklegt. Það er greinilegt að hönnun á hug hans allan, en góður stafli af Bo Bedre er á borði í stofunni og hönnunarbækur á skrifstofunni. „Ég hef enn þá jafn mikinn áhuga á hönnun og þegar ég var uppfullur eld- móðs í Kaupmannahöfn í gamla daga.“ Fjölskylda Eiginkona Péturs er Brigitte Leo- nie Lúthersson Patt, húsfreyja og sjálfstætt starfandi, f. 19.11. 1940. Börn þeirra eru 1) Nanna Lúth- ersson, dýralæknir í Sjálandi, f. 8.10. 1965, gift Jan Omayer. Hennar börn eru Jakob Pedersen, f. 4.12. 1989 og Kamilla Pedersen, f. 3.8. 1993. 2) Andri Lúthersson, framkvæmdastjóri hjá EFTA í Brussel, f. 11.3. 1971 í sambúð með Sigríði Laufeyju Gunn- arsdóttur, rekur Hverfisgalleríið, f. 19.6. 1971, og þau eiga börnin Ísak, f. 26.2. 2004, og Mikael, f. 6.1. 2010. Systkini Péturs eru Jón, f. 13.2. 1914, d. 13.5. 2005; Svava, f. 27.7. 1915, d. 6.9. 2003; Kristín Ásthildur, f. 1.4.1917, d. 21.4. 2000; Guðrún, f. 24.5. 1920, d. 11.12. 1920; Guðrún Fjóla, f. 8.6. 1921, d. 12.7. 1998; Petrea Jófríð- ur, f. 19.2. 1925, d. 28.3. 2012, og Óli Bergholt, f. 21.5. 1931, d. 12.9. 2005. Foreldrar Péturs eru hjónin Lúth- er Jónsson bóndi, f. 22.9. 1892, d. 28.4. 1974, og Kristín Theódóra Péturs- dóttir húsfreyja, f. 21.11. 1890, d. 18.2. 1984. Þau bjuggu í Bergsholti í Stað- arsveit á Snæfellsnesi. Pétur B. Lúthersson Elísabet Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Þorgeirsstaðahlíð, Dal Jónas Jónasson bóndi í Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum, Dal Guðrún Jónasdóttir húsfreyja í Árnhúsum, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. Pétur Þórðarson bóndi í Árnhúsum, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. Kristín Theódóra Pétursdóttir húsfreyja í Bergsholti í Staðarsveit, Snæf., síðast bús. í Rvk. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Bergsholti og í Háagarði, Staðastaðarsókn, Snæf. Þórður Gíslason bóndi í Lukku, Bergsholti, Háagarði og Ytri-Tungu, Staðastaðarsókn, Snæf. Ingibjörg Daðadóttir húsfreyja í Litla-Langadal, Narfeyrarsókn, Snæf. Daníel Sigurðsson bóndi í Litla-Langadal, Narfeyrarsókn, Snæf. Kristín Daníelsdóttir húsfreyja á Valshamri, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. Jón Jónsson hreppstjóri og bóndi á Valshamri, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja í Árnhúsum, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. Jón Gíslason bóndi á Emmubergi á Skógarströnd og víðar Úr frændgarði Péturs B. Lútherssonar Lúther Jónsson bóndi í Bergsholti í Staðarsveit, Snæf. síðast bús. í Rvk. „FYRST LANGAR MIG AÐ ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ SAMÞYKKJA AÐ FUNDA MEÐ MÉR UTAN SKRIFSTOFUNNAR.“ „HVURN ANDSKOTANN MEINARÐU MEÐ ÞVÍ AÐ BLÓÐÞRÝSTINGSLYFIN MÍN SÉU EKKI AÐ VIRKA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita það að það er enginn í heiminum alveg eins og þú. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GEKK UM Á LYKLA- BORÐINU HANS JÓNS… HENTI PLÖNTU Á GÓLFIÐ… ÆLDI HÁRKÚLU Á RÚMTEPPIÐ … KETTIR ERU VINNUSAMIR ÞAÐ ER ALLTAF FULLT AF GESTUM HJÁ MÉR Á ÞESSUM TÍMA ÁRS! EN JÓLIN ERU BÚIN! VEIÐITÍMABILIÐ ER BYRJAÐ! VERIÐ GÓÐ VIÐ DÝRIN Einmunatíð hefur verið fyrir norðan og við Eyjafjörð. Haf- steinn Reykjalín Jóhannesson kveð- ur: Ágúst loks á enda rann, oft þó betri verið. Norðurlandið núna vann, nýttist vel þar skerið. „Fjárrekstur“ er limra eftir Guð- mund Arnfinnsson: Hundgá berst ofan af heiðinni, hægt þokar smalareiðinni áleiðis heim úr óbyggðageim, og haustið er líka á leiðinni. Reir frá Drangsnesi yrkir: Ljóð í fjórum línum nær lengst af hljóma-skrafi Þegar stefið stásslegt fær stuðla og höfuðstafi. Annars eru lengri ljóð lengstum betri kostur. Utan hátta oftast góð einsog rjómaostur. Í Útvarpstíðindum eru þingvísur úr erindi Bjarna Ásgeirssonar al- þingismanns. Þar segir: „Ég ætla þá að byrja á þingvísu, þó ekki sé í ferskeytluformi, hinni elstu, sem kunn er, eftir Björn heit- inn Halldórsson í Laufási. Vísa þessi lýsir allgreinilega viðhorfi manns á fyrstu árum hins endur- reista Alþingis til sumra hinna kon- ungkjörnu þingmanna. Vísan er svona: Ég er konungkjörinn kross og nafnbót fæ. Í mér eykst svo mörinn að ég skellihlæ. Hlæ þótt gráti þjökuð þjóð. Fyrir danska sæmd og seim sel ég íslenskt blóð. Á árunum 1915 til 1925 var Jón heitinn Magnússon einn hinna áhrifamestu stjórnmálamanna á Ís- landi. Hann var vinsæll meðal þing- manna og laginn að koma ár sinni fyrir borð. Hann var forsætisráð- herra í nokkrum ráðuneytum og hélt þar löngum velli, þótt nokkur mannaskipti væru í ráðuneytum hans, eða féllu fyrir borð, eins og það var kallað. Um ráðuneyti hans voru þessar formannavísur gerðar: Fækkar þeim, sem fara á sjó, fleyin kúra í vari. Einn er sá, er þraukar þó á þriggja manna fari. Flestir þekkja formann þann fáir af afspurn góðri. Alltaf drepur hann af sér mann. Einn og tvo í róðri.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fjárrekstur og gamlar þingvísur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.