Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
S
egðu nafn hans „Sælgætissveinn“ fimm
sinnum á meðan þú horfir í spegil og
hann birtist þér. Frumgerðin kom út
árið 1992 og er dálítil költklassík. Hún
fylgir Helenu Lyle, meistaranema sem vinnur að
rannsókn um flökkusagnir (og er fulltrúi hvítu
millistéttarinnar innan frásagnarinnar), inn í út-
hverfi Chicago-borgar, nánar tiltekið niður-
níddar fátæktarblokkir Cabrini Green. Helen
verður heilluð af goðsögninni um sælgætissvein-
inn, sem greinir frá illmenni er dreifir kara-
mellubréfum með rakvélarblöðum innan í og
myrðir fólk með króki í samfélagi svartra í
fátæktarhverfum borgarinnar. Frásögnin er
greinilega mynduð í gegnum hvíta linsu, en leik-
stjóri og handritshöfundurinn var Bretinn Bern-
ard Rose, sem braskar með ótta hvítrar milli-
stéttar við hverfi jaðarsettra minnihlutahópa
innan stórborga. Myndin er þó meðvituð um
sjónarhorn sitt að vissu marki, og forréttinda-
stöðu aðalpersónu sinnar, og málar jákvæða
mynd af fólkinu sem lifir í fátæktarhverfinu.
Tilurðarsaga sælgætissveinsins er á þá leið að
undir lok nítjándu aldar réð ungur svartur list-
málari sig til að mála portrett af ungri hvítri
auðvaldsstúlku og tókust með þeim ástir sem
gátu af sér afkvæmi. Fyrir vikið var listmálarinn
limlestur og drepinn og réttlát reiði hans lét
hann ganga aftur sem óvættur er hefnir sín fyrir
ódæðið. Kynþáttahyggja og saga hennar í
Bandaríkjunum er því undir, og þrátt fyrir ögn
holóttan söguþráð og goðsagnasmíð, er táknræn
og pólitísk vídd sögunnar slík að gallarnir verða
að mestu aukaatriði. Nýr Sælgætissveinn ber
marga þessa sömu eiginleika en nú er hrylling-
urinn kominn í hendur svartra listamanna sem
nýta sér hann til að fjalla um bandarískt sam-
félag með augljósum pólitískum hætti.
Söguhetjurnar eru ungt svart par, Anthony og
Briana, sem starfa bæði innan myndlistar-
geirans – hann sem listmálari og hún sýningar-
stjóri. Þau eru nýflutt í glæsilega íbúð í nýtísku-
legu háhýsi, sem stendur þar sem fátæktar-
blokkin stóð áður. Miðstéttarvæðing þessa hluta
Chicago-borgar er yfirstaðin, þróun sem á sér
stað í ótal borgum um víða veröld um þessar
mundir. Yngri bróðir Briönu er skoplegur spé-
fugl og hefur gaman af draugasögum og segir
þeim söguna af Helenu Lyle og raunum hennar í
Cabrini Green. Þetta vekur athygli Anthonys
sem er í örvæntingarfullri leit að nýju viðfangs-
efni, enda tvö ár liðin frá síðustu einkasýningu
hans. Hann fer á stúfana og rannsakar þjóðsög-
una um sveininn og afdrif félagsvísindakonunnar
þremur áratugum áður. Þetta leiðir hann til að
skapa ný verk og eitt þeirra verður hluti af sam-
sýningu sem Briana stendur fyrir ásamt uppa-
legum kollega þeirra. Verk Anthonys heitir
„Segðu nafn mitt“ og inniheldur spegil á vegg
gallerísins og eru listunnendur manaðir að nefna
sælgætissveininn á nafn fimm sinnum. Þessi
gjörningur Anthonys kallar að sjálfsögðu
ófreskjuna úr skjóli sínu og setur blóðbað af
stað.
Myndlistarveröld myndarinnar einkennist af
yfirborðs- og tækifærismennsku þar sem allt er
falt – og fólk og orðspor gengur kaupum og söl-
um. Háðið beinist ekki síður að listamanninum
sjálfum og hvernig hann nýtir sér umhverfi sitt í
sköpun (til að bæta eigin stöðu). Þegar fjallað er
um fyrsta morð myndarinnar í fréttatímanum er
minnst á nafn Anthonys og verksins hans og það
sem honum dettur í hug er: „Þau sögðu nafnið
mitt.“ Viðbrögðin ganga fram af Briönu og bróð-
ur hennar en sýna fram á óöryggi og hégóma
persónunnar, sem einhverjir listfuglar ættu að
kannast við. Persónurnar og sögusviðið kallast
skemmtilega á við aðstandendur myndarinnar
sem eru einnig ungir, fjáðir, svartir listamenn á
uppleið sem fjalla um menningarlega sögu
svartra í listsköpun sinni.
Morð sælgætissveinsins eru af hrottalegri
gerðinni, þó að myndavélinni sé einatt beint frá
ódæðisverkunum (eða eru í mikilli víðmynd) sem
eru unnin á hvítum fórnarlömbum. Einnig ber á
líkamshryllingi, en Anthony er stunginn af bý-
flugu og úr vex mein sem smátt og smátt tekur
yfir líkama hans. Býflugur eru hluti af ofhlaðinni
goðsögn sælgætissveinsins, en böðlarnir notuðu
hunangsflugurnar við morðið á listmálaranum á
sínum tíma. Þetta er hrópandi dæmi um að of
miklu er troðið inn. Merkilegt er að ofgnóttin
virkar samt, og í tilfelli Anthonys virkar stungan
sem myndlíking fyrir það hvernig áföll erfast
milli kynslóða og taka yfir tilveruna, þó stoð-
irnar standi röklega höllum fæti. Sumar fléttur
myndarinnar eru býsna hæpnar, þá sér í lagi sú
sem snertir eiganda þvottahúss, en tilgangurinn
helgar þó meðalið. Úrlausnin er slík að ekki er
hægt annað en að hrífast með. Í snilldarlegu
lokaatriði blikka ljós lögreglubíla á andliti
Briönu sem kallar á sælgætissvein sér til hjálp-
ar. Pólítískt óp í myrkrið.
Leikstjórinn Nia DaCosta er fyrsta svarta
konan úr starfsstétt sinni sem skilar kvikmynd á
toppinn í Bandaríkjunum. Hennar starf er afar
vel unnið – kvikmyndataka, klipping, sviðsmynd
og hljóðrás búa til glæsilega heildarmynd og fær
hún góða frammistöðu leikaraliðs. Handritið
skrifar hún með Jordan Peele (Farðu út!, 2017),
sem gegnir einnig hlutverki framleiðanda, og
Win Rosenfeld og er það vissulega gallað en býr
þó yfir miklum krafti. Niðurstaðan er fyrirtaks
samfélagsleg hrollvekja, sem aðdáendur grein-
arinnar og bandarískrar poppmenningar ættu
ekki að láta framhjá sér fara.
Skorin í ræmur
Fyrirtak Candyman er „fyrirtaks samfélagsleg hrollvekja“, að mati gagnrýnanda. Hér má sjá Yahya
Abdul-Mateen II í hlutverki myndlistarmannsins Anthonys sem leysir morðingjann úr læðingi.
Laugarásbíó og Sambíóin
Sælgætissveinn/Candyman bbbbn
Leikstjórn: Nia DaCosta. Handrit: Nia DaCosta, Jordan
Peele, Win Rosenfeld. Klipping: Catrin Hedström.
Kvikmyndataka: John Guleserian. Aðalleikarar: Yahya
Abdul-Mateen II, Teyonah Parris, Nathan Stewart-
Jarrett, Colman Domingo. Bandaríkin, 2021. 91 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
Listasafn
Reykjanesbæjar
opnar tvær nýj-
ar sýningar í
dag, fimmtudag,
kl. 18. Annars
vegar er það
sýningin Form-
heimur Bjargar
Þorsteinsdóttur
og hins vegar
Fjölfeldi - hlut-
feldi - margfeldi. Á þeirri fyrr-
nefndu má sjá akrýlmálverk,
krítarteikningar og grafíkverk frá
um fimmtíu ára ferli Bjargar sem
lést fyrir tveimur árum. Aðdrag-
andi sýningarinnar er gjöf frá erf-
ingjum Bjargar, 105 verk sem
safnið fékk afhent í maí í fyrra.
Sýningarstjóri er Helga Arnbjörg
Pálsdóttir.
Sýningin Fjölfeldi - hlutfeldi -
margfeldi er haldin í samvinnu við
verkefnið MULTIS sem sérhæfir
sig í kynningu, útgáfu og sölu á
fjölfeldum íslenskra samtímalista-
manna með það að markmiði að
gera list aðgengilega almenningi
og bjóða upp á myndlist eftir lista-
fólk í fremstu röð íslenskrar sam-
tímalistar. Á sýningunni er sjónum
beint að verkum 29 samtíma-
listamanna sem hafa til lengri eða
skemmri tíma unnið að gerð fjöl-
felda, segir í tilkynningu.
Tvær sýningar
í Reykjanesbæ
Björg
Þorsteinsdóttir
Sýning á 50
bókverkum eftir
Sigurborgu
Stefánsdóttur
hefur verið opn-
uð í Smiðs-
búðinni á Geirs-
götu 5a í
Reykjavík en
auk bókverk-
anna sýnir Sig-
urborg þrjú
málverk. Bókverkin eru af ýms-
um toga, smáverk sem hvert og
eitt inniheldur stuttar frásagnir,
ólíkar í formi og efni, sögur sem
við könnumst við, eða ekki, auk
stuttra myndljóða, eins og segir í
tilkynningu.
Sýnir 50 bókverk
og þrjú málverk
Sigurborg
Stefánsdóttir