Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 211. tölublað . 109. árgangur . TEKUR VIÐ FORMENNSKU Í LANDSBJÖRG BORGARLEIK- HÚSIÐ KYNNIR NÝTT LEIKÁR EYÞÓR HEFUR SPILAÐ Á BÖLL- UM Í 44 ÁR STÆKKA SJÓNARSVIÐIÐ 60 SEXTUGUR Í DAG 56OTTI SIGMARSSON 14 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Enn rís land við eldstöðina Öskju og hefur nú risið um 6,5 til 7 sentimetra síðan bera fór á því í byrjun ágúst. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns nálægt Ólafsgígum. „Þetta virðist vera hröð þensla,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar á sviði jarðskorpuhreyfinga, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er virk eldstöð en hún hefur verið kannski frekar róleg undanfarið. Þannig að það var tímaspursmál hvenær þetta færi í gang aftur.“ Landrisið sést glögglega á GPS- stöð sem staðsett er inni í öskjunni. Að auki nýtast gervitunglamyndir til að staðsetja betur miðjuna á landris- inu. Þær eru teknar á nokkurra daga fresti. „Þannig getum við fylgst með færslum upp á sentimetra, með því að bera nýjustu myndirnar saman við fyrri myndir. Þær sýna sambæri- legt ris á við GPS-stöðina.“ Ef þessi þensla endar með gosi, er þá ekki líklegra að það verði seinna heldur en fyrr? „Jú, ég myndi halda það. Þegar maður sér eitthvað byrja í eldstöð þá er það nú oftast eitthvað sem tekur smá tíma til að vaxa og verða eitt- hvað meira.“ Síðast gaus Askja árið 1961. Land- ris mældist síðan við eldstöðina á ár- unum 1970-1972. Hröð þensla við Öskju - Land hefur risið um 6,5 til 7 sentimetra frá því í byrjun ágúst - Landrisið sést vel á GPS-stöð sem er inni í öskjunni Morgunblaðið/Eggert Eldstöð Askja sést hér í forgrunni og Vatnajökull er í bakgrunni. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fjórða leik sín- um í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið mætti sterku landsliði Þjóðverja og mátti þola stórt tap; 0-4. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum og hefði sigur Þjóðverja vel getað orðið stærri. Ísland er áfram í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins með fjögur stig eftir sex leiki en Þjóðverjar eru með 15 stig í efsta sætinu. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tilkynnti eftir leikinn að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. »58-59 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn sterkum Þjóðverjum VÍTAMÍNDAGAR 9.--15. SEPTEMBER 25% AFSLÁTTUR AF NOW, GULA MIÐANUM, BIO KULT OG BETTER YOU 25% AFSLÁTTUR Halldóra Mogensen, þingflokks- formaður Pírata, segir að Píratar muni reikna út og birta fyrir kosn- ingar hvaða ríkisútgjöld tillögur í stefnuskrá þeirra muni hafa í för með sér. Píratar hafa birt ítarlega stefnuskrá um verkefni, sem þeir vilja beita sér fyrir á komandi kjör- tímabili, en þar er ekki getið um áætlaðan kostnað eða ætlaðar tekjur til þess að mæta honum. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í forystuviðtali Dagmála Morgunblaðsins, sem birt er í opnu streymi á mbl.is í dag. Jafnframt er útdrátt úr viðtalinu að finna í blaðinu í dag. Píratar vilja m.a. stíga fyrstu skref í átt til borgaralauna, nýja skipan lífeyrissjóða, almannatrygg- inga og stóraukin ríkisumsvif. »6 Píratar ætla að reikna kostnaðinn - Halldóra Mogensen í Dagmálum Morgunblaðið/Unnur Karen Dagmál Halldóra Mogensen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.