Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 09.09.2021, Síða 1
F I M M T U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 211. tölublað . 109. árgangur . TEKUR VIÐ FORMENNSKU Í LANDSBJÖRG BORGARLEIK- HÚSIÐ KYNNIR NÝTT LEIKÁR EYÞÓR HEFUR SPILAÐ Á BÖLL- UM Í 44 ÁR STÆKKA SJÓNARSVIÐIÐ 60 SEXTUGUR Í DAG 56OTTI SIGMARSSON 14 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Enn rís land við eldstöðina Öskju og hefur nú risið um 6,5 til 7 sentimetra síðan bera fór á því í byrjun ágúst. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns nálægt Ólafsgígum. „Þetta virðist vera hröð þensla,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar á sviði jarðskorpuhreyfinga, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er virk eldstöð en hún hefur verið kannski frekar róleg undanfarið. Þannig að það var tímaspursmál hvenær þetta færi í gang aftur.“ Landrisið sést glögglega á GPS- stöð sem staðsett er inni í öskjunni. Að auki nýtast gervitunglamyndir til að staðsetja betur miðjuna á landris- inu. Þær eru teknar á nokkurra daga fresti. „Þannig getum við fylgst með færslum upp á sentimetra, með því að bera nýjustu myndirnar saman við fyrri myndir. Þær sýna sambæri- legt ris á við GPS-stöðina.“ Ef þessi þensla endar með gosi, er þá ekki líklegra að það verði seinna heldur en fyrr? „Jú, ég myndi halda það. Þegar maður sér eitthvað byrja í eldstöð þá er það nú oftast eitthvað sem tekur smá tíma til að vaxa og verða eitt- hvað meira.“ Síðast gaus Askja árið 1961. Land- ris mældist síðan við eldstöðina á ár- unum 1970-1972. Hröð þensla við Öskju - Land hefur risið um 6,5 til 7 sentimetra frá því í byrjun ágúst - Landrisið sést vel á GPS-stöð sem er inni í öskjunni Morgunblaðið/Eggert Eldstöð Askja sést hér í forgrunni og Vatnajökull er í bakgrunni. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fjórða leik sín- um í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið mætti sterku landsliði Þjóðverja og mátti þola stórt tap; 0-4. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum og hefði sigur Þjóðverja vel getað orðið stærri. Ísland er áfram í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins með fjögur stig eftir sex leiki en Þjóðverjar eru með 15 stig í efsta sætinu. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tilkynnti eftir leikinn að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. »58-59 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn sterkum Þjóðverjum VÍTAMÍNDAGAR 9.--15. SEPTEMBER 25% AFSLÁTTUR AF NOW, GULA MIÐANUM, BIO KULT OG BETTER YOU 25% AFSLÁTTUR Halldóra Mogensen, þingflokks- formaður Pírata, segir að Píratar muni reikna út og birta fyrir kosn- ingar hvaða ríkisútgjöld tillögur í stefnuskrá þeirra muni hafa í för með sér. Píratar hafa birt ítarlega stefnuskrá um verkefni, sem þeir vilja beita sér fyrir á komandi kjör- tímabili, en þar er ekki getið um áætlaðan kostnað eða ætlaðar tekjur til þess að mæta honum. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í forystuviðtali Dagmála Morgunblaðsins, sem birt er í opnu streymi á mbl.is í dag. Jafnframt er útdrátt úr viðtalinu að finna í blaðinu í dag. Píratar vilja m.a. stíga fyrstu skref í átt til borgaralauna, nýja skipan lífeyrissjóða, almannatrygg- inga og stóraukin ríkisumsvif. »6 Píratar ætla að reikna kostnaðinn - Halldóra Mogensen í Dagmálum Morgunblaðið/Unnur Karen Dagmál Halldóra Mogensen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.