Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Norðurljósin létu fyrst á sér
kræla fyrir norðan í vikunni.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Húsavík, Hafþór Hreiðarsson, tók
kynngimagnaðar myndir af ljós-
unum sem lýstu upp himininn yfir
Skjálfanda.
Norðurljós sáust einnig yfir
Reykjavík í vikunni en þau voru
ekki sterk og dönsuðu aðeins í
nokkrar mínútur áður en skýja-
hulan faldi þau.
Í vikunni gerir spá Veðurstofu
Íslands ekki ráð fyrir mikilli
virkni norðurljósa og skýjahula
liggur yfir suðvesturhorninu en
norðurljós gætu vel sést á öðrum
hlutum landsins.
Samkvæmt Stjörnufræðivefnum
er algengast að norðurljós birtist
milli klukkan 23 og eitt á kvöldin
en geta þó sýnt sig fyrr og seinna
á nóttunni. Sólin sest upp úr
klukkan 20 á kvöldin um þessar
mundir. sonja@mbl.is
Skrautsýning yfir Skjálfanda þegar næturhiminninn lýstist upp
Norður-
ljósin
dönsuðu
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ástæða þess hversu lítið vatn hefur
verið í Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í
sumar er að öllum líkindum sú að
grunnvatnsstaðan á svæðinu er
óvenjulág. Helsta orsök þess er
tengd veðurfari á höfuðborgarsvæð-
inu síðastliðið ár, lítilli úrkomu og að
síðasti vetur var óvenjusnjóléttur.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá
Vatnaskilum sem falið var að leggja
mat á hvaða skýringar væru á
óvenjulágri vatnsstöðu í Hvaleyrar-
vatni í sumar. Skýrslan var kynnt í
umhverfis- og framkvæmdaráði
Hafnarfjarðarbæjar í gær. Sam-
þykkt var á fundinum að óska eftir
kostnaðarmati á greiningu á grunn-
vatni í upplandi Hafnarfjarðar til að
auka þekkingu á vatnsbólinu í Kald-
árbotnum, vatnsstöðu í Hvaleyrar-
vatni og orsakir lágrar vatnsstöðu.
Einnig kemur fram í skýrslunni að
vatnsborð í öðrum stöðuvötnum, t.d.
Rauðavatni, sé einnig óvenjulágt og
grunnvatnshæð hafi mælst mjög lág
í sögulegu samhengi í borholum í
Heiðmörk.
Tæki um 20 daga að lyfta vatns-
borðinu um 10 sm með dælingu
Hafnarfjarðarbær hefur í sumar
látið dæla vatni út í Hvaleyrarvatn
til að koma í veg fyrir að það þorni al-
veg upp en fram kemur í skýrslunni
að það hafi skilað litlum árangri.
Botn vatnsins er ekki þéttur og því
flæði vatn inn eða út úr vatninu eftir
því hversu há grunnvatnshæð er við
vatnið á hverjum tíma. Gera megi
ráð fyrir að núverandi grunnvatns-
hæð við Hvaleyrarvatn liggi að
miklu leyti undir botni vatnsins og
við þær aðstæður sé mjög erfitt að
hækka vatnsborð með því að dæla
vatni út í, það muni að mestu leka
beint niður að grunnvatnsborðinu.
Grunnvatnshæðin hafi verið það
lág og farið stöðugt lækkandi að
óraunhæft hafi verið að vinna það
upp með dælingu. Flatarmál vatns-
ins sé nærri 16 hektarar og fyrir
hverja tíu lítra á sekúndu sem væru
látnir renna í vatnið, tæki um 20
daga að lyfta vatnsborðinu um 10
sentimetra og að sama skapi tæki
um 200 daga að lyfta vatnsborðinu
um einn metra undir sömu kringum-
stæðum. Megi því ætla að dæling
vatns í Hvaleyrarvatn við aðstæður
eins og í sumar stoði lítið.
Í niðurstöðum segir enn fremur að
möguleg tenging milli vinnslu úr
vatnsbólum ofan Hvaleyrarvatns
(Kaldárbotnum og Vatnsendakrik-
um) og vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni
sé óviss, en ekki sé hægt að útiloka
þann möguleika að vinnsla hafi ein-
hver áhrif á vatnsstöðu í Hvaleyr-
arvatni.
Lág vatnsstaða vegna óvenjulegs veðurs
Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson
Hvaleyrarvatn Talið er að vatnshæðin hækki þegar líður fram á haust.
- Dæling vatns í Hvaleyrarvatn stoðar lítið til að lyfta vatnshæðinni segir í nýrri skýrslu Vatnaskila
- Óvíst hvort tengsl eru milli vinnslu úr vatnsbólum ofan Hvaleyrarvatns og vatnsstöðu í vatninu
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ákveðið hefur verið að hverfa frá
þeirri 100% hækkun á vanrækslu-
gjaldinu sem lagt er á vegna óskoð-
aðra ökutækja. Leggja átti þessa
hækkun vanrækslugjaldsins á þá
sem trassað hafa að færa ökutæki
sín til skoðunar eða skrá þau úr um-
ferð í meira en tvo mánuði frá því
þeir fengu tilkynningu um upphaf-
lega álagningu gjaldsins, en þeir
máttu eiga von á 100% hækkun
gjaldsins frá og með 7. september
síðastliðnum. Hefði hækkunin að öll-
um líkindum þegar náð til yfir eitt
þúsund eigenda óskoðaðra öku-
tækja.
Samgönguráðuneytið birti nýja
reglugerð 6. september þar sem
horfið er frá þessari 100% hækkun
gjaldsins sem tiltekin var í reglugerð
um skoðun ökutækja sl. vor.
Jónas B. Guðmundsson, sýslu-
maður á Vestfjörðum, sem annast
álagningu og innheimtu vanrækslu-
gjalds fyrir landið allt, kvaðst í gær
ekki hafa skýringar á af hverju
ákveðið var að hætta við þessa
hækkun gjaldsins. Ekki fengust
heldur svör við því í samgönguráðu-
neytinu í gær.
Grunnfjárhæð vanrækslugjalds-
ins var hækkuð með reglugerð um
skoðun ökutækja sem tók gildi 1. maí
eða úr 15 þúsund kr. í 20 þúsund kr.
vegna allra flokka ökutækja annarra
en stærri fólksflutningabíla, vöru-
flutningabíla eða aftanívagna með
heimilaðan farm yfir 3,5 tonn en
gjaldið vegna þeirra hækkaði þá í
40.000 kr.
Að sögn Jónasar hafa meira en
þrjú þúsund eigendur ökutækja
mátt sæta álagningu grunngjaldsins
í hverjum mánuði frá því farið var að
leggja vanrækslugjaldið á í byrjun
júlí.
Hætt hefur verið við 100%
hækkun á vanrækslugjaldi
- Hækkunin hefði náð til yfir þúsund óskoðaðra ökutækja
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílar Grunnfjárhæð vanrækslu-
gjaldsins mun haldast óbreytt.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
ar
a. STÖKKTU
á
sl
ík
u.
At
h.
At
h.
aðað
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
r
11. október í 7 nætur
Verð frá kr.
79.900
a.
GRANCANARIA