Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Reglur um fjármál stjórn- málaflokka hafa gert það að verkum að þeir eru í senn orðnir fjárhagslega veikburða og nær al- gerlega háðir ríkinu um fjármögnun starfsemi sinnar. Þetta er afar óheppileg aðstaða svo ekki sé fastar að orði kveðið. - - - Þetta er ekki að- eins óheppilegt vegna þess hve háðir flokkarnir eru orðnir ríkisstyrknum heldur einnig vegna þess að þeir eiga orðið erfitt með að halda úti eðli- legri starfsemi og auglýsa stefnu sína og störf. - - - Þetta verður enn verra þegar horft er til þess að á sama tíma stíga aðrir ákveðið inn í tómarúmið sem fjárvana flokkarnir skilja eftir sig. - - - Þarna eru verkalýðsfélög áber- andi. Þau hafa áður blandað sér í kosningabaráttu með vafasömum hætti en gera það nú sem aldrei fyrr. - - - Hvert sem litið er á tölvuskjá eða á ferli um höfuðborgarsvæðið má til dæmis sjá auglýsingar ASÍ, BSRB eða BHM þar sem kynnt eru viðhorf sem ríma vel við stefnu ákveðinna flokka. - - - Þetta hentar vinstri flokkunum ágætlega og er bersýnilega gert í þeim tilgangi, en ætli það geti ekki verið að töluverður fjöldi þeirra sem nauðbeygðir inna af hendi gjöld til þessara félaga vilji styðja aðra flokka og greiði þeim at- kvæði sitt? - - - Ætli því fólki þyki eðlilegt að greiða fyrir slíka misnotkun? Misnotkun í kosningabaráttu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás í október í fyrra í Reykjavík þar sem þeir veittust hvor að öðr- um. Annar maðurinn sló hinn í höf- uðið með glerglasi og síðan kreppt- um hnefa. Hinn svaraði fyrir sig með því að stinga manninn í bakið með borðhníf. Stakk karlmann í bakið með borðhníf Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í verkið „Bryggjuhverfi vestur, landfylling“. Þóttu tilboðin sem bárust í verkið vera of há. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Reykjavíkurborg að verið væri að skoða hvernig ætti að bregðast við, en þetta mun seinka því að uppbygging geti hafist í hverfinu. Mögulega kann að verða skoðað hvort eitthvað hafi verið bogið við útreikninga kostnaðaráætlunar vegna þess hversu fjarri hún var öllum fjórum tilboðunum sem bárust í verkið. Fjögur tilboð bárust í verkið þegar það var boð- ið út síðastliðið vor. Þegar tilboð voru opnuð kom í ljós að þau voru öll langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 204-269%. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 720 milljónir króna. Ístak hf. bauð lægst eða 1.469,7 milljónir króna. Suðurverk hf. bauðst til að vinna verkið fyrir 1.616 milljónir, Óskatak ehf. fyrir 1.611,5 milljónir og Snókur verktakar ehf. fyrir 1.936,8 milljónir króna. Þetta verður fyrsti áfangi af þremur en alls eru áformaðar landfyllingar þrettán hektarar að stærð í Bryggjuhverfi við Elliðaárvog. Verkið sem nú var boðið út felst í gerð landfyllinga, farghauga og varnargarðs fyrir vesturhluta Bryggjuhverfis, ásamt tilfærslu á farghaugum innan svæðisins. Einnig skal fjarlægja núverandi hafnarbakka Ár- túnshöfðahafnar, þar sem dæluskip Björgunar hafa haft viðlegu undanfarna áratugi. sisi@mbl.is Hafna tilboðum í landfyllingu - Borgin skoðar hvernig brugðist verður við Morgunblaðið/sisi Bryggjuhverfi Fyrirhuguð landfylling mun koma hér. Horft frá Ártúnshöfða út á Elliðaárvoginn. #9?4+ C :CB=23). 15= <8--+ 2E3 0?+32DA<+0-+ !9-93?=F %D;6*31)<0+< G 'A< "E--23). G (B23). G !>00+< &13=?)7 *;5+< !4042/5, " 650-53*2)./ '& " 7+/1# $%$%(%( <)3/-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.