Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Rafmagnað samband
Sixt langtímaleiga býður upp á
nýrra rafmagnsbíla sem einfal
Nú getur þú komið þér í rétt s
og ekið á umhverfisvænni bíl.
Ein föst greiðsla á mánuði,
enginn óvæntur kostnaður...
...og allir kátir!
Kynntu þér kosti langtímaleig
á sixtlangtímaleiga.is eða hafð
samband við viðskiptastjóra
Sixt í síma 540 2222 eða á
vidskiptastjori@sixt.is
sixtlangtímaleiga.is
Innifalið í langtímaleigu:
Þjónustuskoðanir Tryggingar og gjöldHefðbundið viðhald Dekk og dekkjaskipti
B
irt
m
e
ð
fy
rirv
a
ra
u
m
m
y
n
d
-
o
g
te
x
ta
b
re
n
g
l.*M
ið
a
ð
v
ið
3
6
m
á
n
a
ð
a
le
ig
u
o
g
1
8
.0
0
0
k
m
.
a
k
s
tu
r
á
á
ri.
úrval
da lífið.
amband
u
u
Hyundai Kona - 100% rafmagn
• Drægni: 449 km. s.kv. WLTP staðli
• Rafhlaða: 64kWh
September tilboð: 99.600 kr. á mánuði*
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við vorum að sprengja okkur átta
og hálfan metra niður í jörðina en
áður en komið var niður í harða
klöpp kom þetta dót í ljós,“ segir
Ólafur Magnússon, verkstjóri hjá
Ístaki, í samtali við Morgunblaðið.
Vísar Ólafur í máli sínu til fjög-
urra eldflaugahylkja sem jarðvinnu-
hópur Ístaks gróf nýverið niður á
þegar unnið var að stækkun norður-
byggingar Keflavíkurflugvallar til
austurs. Hylki þessi voru eitt sinn
fest á vængenda bandarískra
orrustuflugvéla af gerðinni F-89
Scorpion og innihéldu skammdræg
flugskeyti sem ætlað var að granda
sprengjuflugvélum Sovétmanna.
„Við vissum ekkert hvað þetta
var, það komu fjögur stykki upp en
tvö þeirra eru alveg handónýt. Þau
fóru því beint í gám og í burtu en
sem betur fer ákvað jarðvinnuverk-
stjórinn á svæðinu að setja hin tvö til
hliðar og geyma,“ segir Ólafur og
bendir á að nú sé búið að fjarlægja
hylkin tvö og verða þau flutt á Flug-
og herminjasafn Einars Elíassonar
á Selfossi til varðveislu og sýnis.
Aðspurður segist Ólafur telja að
fundur þessi sé einungis toppurinn á
ísjakanum. Fróðir menn haldi því
fram að í gömlum ruslahaugum
varnarliðsins megi finna allt frá
jeppabifreiðum til flugvélarskrokka
og auðvitað allt þar á milli. Af og til
hafa borist fréttir af því þegar grafið
er niður á forvitnilega hluti liðins
tíma.
Tilheyrði 57. orrustuflugsveit
Friðþór Eydal, fyrrverandi upp-
lýsingafulltrúi varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, segir skothylkin hafa
verið staðsett á vængendum F-89,
fyrir framan eldsneytistanka vél-
arinnar. „Þetta voru lítil óstýrð flug-
skeyti, í raun ekki ósvipuð rakettum,
og komu í staðinn fyrir byssur,“ seg-
ir hann og bendir á að á því svæði
sem hylkin fundust hafi varnarliðs-
menn í áratugi safnað saman ónýt-
um flugvélum. Slökkvilið hafði svo
vélarnar til æfinga og má í dag m.a.
finna ljósmyndir sem sýna slökkvi-
liðsmenn berjast við eld í F-89-
vélum.
Aðspurður segir Friðþór eld-
flaugahylkin hafa tilheyrt vélum 57.
orrustuflugsveitar Bandaríkjanna
sem staðsett var hér á landi í áratugi
en vélarnar sem um ræðir voru hér á
sjötta áratug síðustu aldar.
Grófu niður á gömul eldflaugahylki
- Jarðvegshópur á vegum Ístaks fann óvænt gamlar minjar frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
- Hylkin innihéldu skammdræg flugskeyti ætluð sprengjuvélum Sovétmanna - Flutt til varðveislu
Ljósmynd/Ólafur Magnússon
Herminjar Jarðvegshópur frá Ístaki gróf sig niður á fjögur bandarísk eld-
flaugahylki í Keflavík og verða tvö þeirra varðveitt á safni á Selfossi.
Ljósmynd/Wikimedia
Kalt stríð Hylkin voru staðsett á vængendum F-89 Scorpion-orrustuvéla,
fyrir framan eldsneytistanka, og innihéldu skammdræg flugskeyti.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Lyfjastofnun hafa borist sex tilkynn-
ingar um alvarlegar aukaverkanir í
kjölfar bólusetningar barna á aldr-
inum 12-17 ára. Þetta kemur fram í
svari stofnunarinnar við fyrirspurn
Morgunblaðsins.
Alvarleg aukaverkun er skilgreind
sem svo, að talið sé að notkun lyfs
hafi leitt til dauða, lífshættulegs
ástands, sjúkrahúsvistar eða leng-
ingar á sjúkrahúsvist, valdið fötlun
eða fæðingargalla.
Þrjár tilkynninganna voru vegna
sjúkrahúsvistar, en viðkomandi voru
ekki í lífshættu. Í hinum þremur til-
vikunum reyndist þörf á ítarlegri
læknisskoðun og rannsóknum á ein-
kennum. „Slíkar tilkynningar eru í
sumum tilvikum taldar alvarlegar ef
sérfræðingar Lyfjastofnunar meta
það svo að ómeðhöndluð eða alvar-
legri tilfelli hefðu mögulega getað
endað t.d. með sjúkrahúsvist,“ segir
í svari stofnunarinnar.
Þetta sé í samræmi við leiðbein-
ingar um lyfjagát, þar sem slíkar til-
kynningar séu flokkaðar sem klín-
ískt mikilvægar.
„Þessir sex einstaklingar sem um-
ræddar tilkynningar varða voru ekki
með þekktan undirliggjandi sjúk-
dóm þegar grunur um aukaverkun í
kjölfar bólusetningar vaknaði. Í öll-
um tilvikum nema einu var einstak-
lingum batnað eða á batavegi þegar
tilkynning barst. Ekki hafa borist
viðbótarupplýsingar fyrir sjöttu til-
kynninguna að svo stöddu.“
Tekið er fram að þegar tilkynn-
ingar vegna gruns um aukaverkun
berast Lyfjastofnun, sé ekki vitað
hvort orsakasamhengi sé á milli
bólusetningar og tilkynnts atviks.
Hættustigi á Landspítala aflétt
Tilkynnt var í gær að viðbragðs-
stjórn og farsóttanefnd Landspítal-
ans hafi ákveðið að aflétta hættustigi
á spítalanum og færa hann á óvissu-
stig. Í því felst að viðbúnaður er
vegna Covid-19 á spítalanum en
óveruleg áhrif eru á reglulega starf-
semi.
37 greindust með kórónuveiruna
innanlands á þriðjudag. Fimmtán
voru í sóttkví við greiningu. Þrjú
virk smit greindust á landamærun-
um.
Sex alvarleg tilvik hjá 12-17 ára
- Þrjár tilkynningar vegna sjúkra-
húsvistar - Hættustigi aflétt í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Börn á aldrinum 12-15 ára mættu með foreldrum sínum.