Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
næstu dögum. Enn fremur að
Vegagerðin hafi verið í viðræðum
við landeigendur, veiðifélag, veitu-
fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila.
Reiknað sé með að nauðsynlegir
samningar milli aðila verði frá-
gengnir áður en framkvæmdir
hefjast. Stóra-Laxá er gjöful lax-
veiðiá.
Brúin yfir Stóru-Laxá tengir
Hrunamannahrepp við Skeiða- og
Gnúpverjahrepp. Núverandi brú
yfir Stóru-Laxá var byggð árið
1985, er einbreið og á henni sveig-
ur. Hefur hún því þótt vera slysa-
gildra og heimamenn og fleiri hafa
lengi þrýst á um úrbætur.
Þessi brú leysti af hólmi enn
eldri brú sem byggð var 1929 og
var orðin afar hrörleg.
Í maí 1985, þegar brúarsmíðin
hófst, sendi Sigurður heitinn Sig-
mundsson fréttaritari Morgun-
blaðsins blaðinu frétt um fyrirhug-
aðar framkvæmdir. „Mikil ánægja
er hér í sveit með þessa nauðsyn-
legu framkvæmd sem tryggir
öruggar samgöngur út úr hreppn-
um hvernig sem Stóra-Laxá lætur
í vetrarhamförum sínum,“ skrifaði
Sigurður.
En nú mun brúin frá 1985 senn
ljúka hlutverki sínu sem brú bíla-
umferðar, enda barn síns tíma.
Hefur verið slysagildra
„Aðkoman er þröng og hefur
valdið slysum. Eins hafa bílar lent
saman á brúnni. Við höfum lengi
talað fyrir nýrri brú, til dæmis við
þingmenn og Vegagerðina. Þetta
er mikilvæg framkvæmd,“ sagði
Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti
Hrunamannahrepps, í samtali við
Morgunblaðið í síðasta mánuði.
Reiknað er með því að núver-
andi brú verði látin standa eftir
framkvæmdir og fái nýtt hlutverk
sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Viðræður hafa farið fram milli
Vegagerðarinnar og sveitar-
félagsins varðandi þau mál og er
stefnt að ástandsskoðun núverandi
brúar þegar sú nýja hefur verið
tekin í notkun.
Ístak bauð lægst í brúargerð
- Ný tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá mun leysa af hólmi gamla einbreiða brú frá 1985 - Tilgangur
framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi - Gamla brúin stendur áfram og verður reiðvegur
Tölvumynd/Vegagerðin
Við Stóru-Laxá Nýja brúin verður tvíbreið og alls 145 metra löng. Gamla brúin stendur áfram og verður reiðvegur.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gamla brúin Hún var byggð árið 1985 og kominn tími til að byggja nýja.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Opnuð hafa verið tilboð í byggingu
brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs
vegkafla Skeiða- og Hrunamanna-
vegar beggja vegna, breikkun
vegamóta við Skarðsveg og við
Auðsholtsveg og gerð reiðstígs.
Tilgangur framkvæmdarinnar
er að auka umferðaröryggi, m.a.
með fækkun einbreiðra brúa,
greiða fyrir umferð af hliðar-
vegum inn á Skeiða- og Hruna-
mannaveg og auga öryggi hesta-
manna.
Alls bárust fjögur tilboð í verk-
ið. Það lægsta var frá Ístaki hf.,
Mosfellsbæ, krónur 791.310.188.
Var það 81,7% af áætluðum verk-
takakostnaði, sem hljóðaði upp á
rúmar 968 milljónir. PK Verk ehf.
og PK Byggingar ehf. Hafnarfirði
buðu krónur 883.467.750, Land-
stólpi ehf. Gunnbjarnarholti krón-
ur 969.490.851 og ÞG verktakar
Reykjavík krónur 1.306.954.815.
Brúin verður 145 metrar
Nýja brúin verður til hliðar við
núverandi brú, tvíbreið, stað-
steypt, eftirspennt bitabrú, 145
metra löng í fjórum höfum. Lengd
vegkafla er rúmlega 1.000 metrar
og lengd reiðstígs rúmir 300 metr-
ar. Í nýju brúna þarf alls 2.300
rúmmetra af steinsteypu, 270 tonn
af steypustyrktarjárni og móta-
fletirnir eru 3.800 fermetrar. Tvö-
föld klæðning á brú og vegi verður
8.400 fermetrar. Verkinu skal að
fullu lokið eigi síðar en 30. sept-
ember 2022.
Með bréfi til Hrunamanna-
hrepps, dagsett 3. september síð-
astliðinn, sækir Vegagerðin um
framkvæmdaleyfi fyrir nýju
brúnni og tilheyrandi vegafram-
kvæmdum. Þar kemur m.a. fram
að fyrirhugað sé að ljúka samn-
ingaviðræðum við lægstbjóðanda,
Ístak, og undirrita verksamning á
Skeiða- og
Hrunamannavegur
Bygging brúar yfir Stóru-Laxá
H
ei
m
ild
:V
eg
ag
er
ði
n
Nýja brúin verður til
hliðar við núverandi brú,
tvíbreið og 145 m löng
Laugarás
Skálholt Flúðir
30
31
Stóra-Laxá
Þjórsá
Hvítá
Hvítá
Skeiða- og
Hrunamanna-
vegur (30)
Rússnesk stjórnvöld auglýsa nú eftir
tilnefningum og umsóknum um verð-
launin „Við stöndum saman“ (e. We
Are Together) sem sett voru á lagg-
irnar í fyrra. Stefnt er að því að verð-
launin verði veitt árlega, en í ár
verða þau veitt einstaklingum og
samtökum sem hafa lagt mikið af
mörkum til baráttunnar gegn kór-
ónuveirunni og Covid-19.
Hægt er að sækja um á fjórum
mismunandi sviðum; læknisfræði,
viðskiptum, menntun og tækni, og
svo persónulegt framlag til barátt-
unnar.
Þeir sem hafa hug á geta sótt um
verðlaunin fram til 20. september
næstkomandi, og verður þeim sem
vinna til þeirra boðið til Moskvu til
verðlaunaathafnarinnar, sem fer
fram í tengslum við sérstakt málþing
samtakanna 2.-5. desember næst-
komandi.
Í fréttatilkynningu rússneska
sendiráðsins hér á landi eru Íslend-
ingar hvattir til að sækja um verð-
launin, auk þess sem þeir geta til-
nefnt aðra með því að senda lista af
mögulegum verðlaunahöfum á wor-
dskjali á póstfangið internation-
al@fadm.gov.ru. Þá er hægt að afla
sér frekari upplýsinga um verðlaun-
in á bæði rússnesku og ensku á
heimasíðunni www.wearetogether-
prize.com, en þar er einnig hægt að
sækja um verðlaunin.
Verðlaunin eru á vegum ung-
mennastofnunar Rússlands og sam-
taka sjálfboðaliðasamtaka í Rúss-
landi. Þá koma sjálfboðaliðar
Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamtök
sjálfboðaliða IAVE, ungmennaráð
íslamskrar samvinnu og fleiri sam-
tök einnig að verðlaunasjóðnum.
AFP
Spútnik Rússar auglýsa eftir um-
sækjendum sem hafa lagt sitt af
mörkum til baráttunnar gegn Covid.
Rússar auglýsa
eftir útnefningum
- Alþjóðleg verð-
laun fyrir barátt-
una gegn Covid-19