Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 næstu dögum. Enn fremur að Vegagerðin hafi verið í viðræðum við landeigendur, veiðifélag, veitu- fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila. Reiknað sé með að nauðsynlegir samningar milli aðila verði frá- gengnir áður en framkvæmdir hefjast. Stóra-Laxá er gjöful lax- veiðiá. Brúin yfir Stóru-Laxá tengir Hrunamannahrepp við Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Núverandi brú yfir Stóru-Laxá var byggð árið 1985, er einbreið og á henni sveig- ur. Hefur hún því þótt vera slysa- gildra og heimamenn og fleiri hafa lengi þrýst á um úrbætur. Þessi brú leysti af hólmi enn eldri brú sem byggð var 1929 og var orðin afar hrörleg. Í maí 1985, þegar brúarsmíðin hófst, sendi Sigurður heitinn Sig- mundsson fréttaritari Morgun- blaðsins blaðinu frétt um fyrirhug- aðar framkvæmdir. „Mikil ánægja er hér í sveit með þessa nauðsyn- legu framkvæmd sem tryggir öruggar samgöngur út úr hreppn- um hvernig sem Stóra-Laxá lætur í vetrarhamförum sínum,“ skrifaði Sigurður. En nú mun brúin frá 1985 senn ljúka hlutverki sínu sem brú bíla- umferðar, enda barn síns tíma. Hefur verið slysagildra „Aðkoman er þröng og hefur valdið slysum. Eins hafa bílar lent saman á brúnni. Við höfum lengi talað fyrir nýrri brú, til dæmis við þingmenn og Vegagerðina. Þetta er mikilvæg framkvæmd,“ sagði Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði. Reiknað er með því að núver- andi brú verði látin standa eftir framkvæmdir og fái nýtt hlutverk sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá. Viðræður hafa farið fram milli Vegagerðarinnar og sveitar- félagsins varðandi þau mál og er stefnt að ástandsskoðun núverandi brúar þegar sú nýja hefur verið tekin í notkun. Ístak bauð lægst í brúargerð - Ný tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá mun leysa af hólmi gamla einbreiða brú frá 1985 - Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi - Gamla brúin stendur áfram og verður reiðvegur Tölvumynd/Vegagerðin Við Stóru-Laxá Nýja brúin verður tvíbreið og alls 145 metra löng. Gamla brúin stendur áfram og verður reiðvegur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gamla brúin Hún var byggð árið 1985 og kominn tími til að byggja nýja. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Opnuð hafa verið tilboð í byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamanna- vegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi, m.a. með fækkun einbreiðra brúa, greiða fyrir umferð af hliðar- vegum inn á Skeiða- og Hruna- mannaveg og auga öryggi hesta- manna. Alls bárust fjögur tilboð í verk- ið. Það lægsta var frá Ístaki hf., Mosfellsbæ, krónur 791.310.188. Var það 81,7% af áætluðum verk- takakostnaði, sem hljóðaði upp á rúmar 968 milljónir. PK Verk ehf. og PK Byggingar ehf. Hafnarfirði buðu krónur 883.467.750, Land- stólpi ehf. Gunnbjarnarholti krón- ur 969.490.851 og ÞG verktakar Reykjavík krónur 1.306.954.815. Brúin verður 145 metrar Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, stað- steypt, eftirspennt bitabrú, 145 metra löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1.000 metrar og lengd reiðstígs rúmir 300 metr- ar. Í nýju brúna þarf alls 2.300 rúmmetra af steinsteypu, 270 tonn af steypustyrktarjárni og móta- fletirnir eru 3.800 fermetrar. Tvö- föld klæðning á brú og vegi verður 8.400 fermetrar. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. sept- ember 2022. Með bréfi til Hrunamanna- hrepps, dagsett 3. september síð- astliðinn, sækir Vegagerðin um framkvæmdaleyfi fyrir nýju brúnni og tilheyrandi vegafram- kvæmdum. Þar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að ljúka samn- ingaviðræðum við lægstbjóðanda, Ístak, og undirrita verksamning á Skeiða- og Hrunamannavegur Bygging brúar yfir Stóru-Laxá H ei m ild :V eg ag er ði n Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið og 145 m löng Laugarás Skálholt Flúðir 30 31 Stóra-Laxá Þjórsá Hvítá Hvítá Skeiða- og Hrunamanna- vegur (30) Rússnesk stjórnvöld auglýsa nú eftir tilnefningum og umsóknum um verð- launin „Við stöndum saman“ (e. We Are Together) sem sett voru á lagg- irnar í fyrra. Stefnt er að því að verð- launin verði veitt árlega, en í ár verða þau veitt einstaklingum og samtökum sem hafa lagt mikið af mörkum til baráttunnar gegn kór- ónuveirunni og Covid-19. Hægt er að sækja um á fjórum mismunandi sviðum; læknisfræði, viðskiptum, menntun og tækni, og svo persónulegt framlag til barátt- unnar. Þeir sem hafa hug á geta sótt um verðlaunin fram til 20. september næstkomandi, og verður þeim sem vinna til þeirra boðið til Moskvu til verðlaunaathafnarinnar, sem fer fram í tengslum við sérstakt málþing samtakanna 2.-5. desember næst- komandi. Í fréttatilkynningu rússneska sendiráðsins hér á landi eru Íslend- ingar hvattir til að sækja um verð- launin, auk þess sem þeir geta til- nefnt aðra með því að senda lista af mögulegum verðlaunahöfum á wor- dskjali á póstfangið internation- al@fadm.gov.ru. Þá er hægt að afla sér frekari upplýsinga um verðlaun- in á bæði rússnesku og ensku á heimasíðunni www.wearetogether- prize.com, en þar er einnig hægt að sækja um verðlaunin. Verðlaunin eru á vegum ung- mennastofnunar Rússlands og sam- taka sjálfboðaliðasamtaka í Rúss- landi. Þá koma sjálfboðaliðar Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamtök sjálfboðaliða IAVE, ungmennaráð íslamskrar samvinnu og fleiri sam- tök einnig að verðlaunasjóðnum. AFP Spútnik Rússar auglýsa eftir um- sækjendum sem hafa lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn Covid. Rússar auglýsa eftir útnefningum - Alþjóðleg verð- laun fyrir barátt- una gegn Covid-19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.