Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 20

Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Sýningarsalur - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Uppþvottavélar fyrir allar stærðir eldhúsa T a k ti k 5 7 3 9 # MBM húddvél LK626 Aukin framlegð í stóreldúsinu. Húdd uppþvottavél með 45 cm opnun. Þrjú kerfi 60/120/150 sek. 3 fasa 400 V. Ytra mál BxDxH 63,5 x 74,5 x 153 Stærð á körfu 50 x 50 cm Vatnsmagn 20 ltr Hurðaop 45 cm Aristarco Undirborðs uppþvottavél AF50.35 DP DDE V400 Ytra mál BxDxH: 57,2 x 63,0 x 81,4 Stærð á körfu 45 x 45 cm Tveir þvottaspaðar - efst og neðst Innbyggður skammtari fyrir gljáa - Heit skolun Vatnsmagn 18 ltr Hurðaop 30,5 cm Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Orkunotkun í heiminum breytist stöðugt. Jarðefnaeldsneyti er ekki á útleið á allra næstu árum, en það er í ríkari mæli blandað efnum úr líf- rænni framleiðslu. Þá verður í fram- tíðinni vafalaust horft meira til auk- innar notkunar á rafmagni. Orka sem blanda af jarðefnaeldsneyti og raf- magni verður meira notuð, enda er tækni til slíks í örri þróun,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldneytis hjá N1. Titillinn segir allt um hver verk- efnin hans eru og þegar fjölmiðlar segja frá verðbreytingum á síkvikum eldsneytismarkaði er oft vitnað í Magnús sem nú síðar í mánuðinum lætur af störfum sökum aldurs. Umhverfisáhrif minni en var Magnús Ásgeirsson er viðskipta- fræðingur að mennt og hóf starfsferil sinn hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga. Réð sig til Olíufélagsins Esso í apríl 1987 og sá fyrst um dreif- ingarmál. Varð svo innkaupastjóri eldsneytis í ársbyrjun 1989. Tók svo árið 2002 við því að reikna út elds- neytisverðið, finna út tölurnar sem eru endalaust umræðuefni almenn- ings. „Sú olía sem flutt er inn og kemur frá Noregi nú er allt önnur að gæðum en þegar ég byrjaði hér fyrir 34 ár- um,“ segir Magnús. „Oft gleymist hvað búið er að gera til að draga úr skaðlegum áhrifum. Brennisteinn nánast horfinn, blý er farið út og fjöldi annarra efna sem ekki var áður vitað að hægt væri að ná úr eldsneyt- inu. Umhverfisáhrif af völdum elds- neytis eru mun minni en þau áður voru áður fyrr. Blaðamennska var frábær skóli Starfi Magnúsar hjá Olíufélaginu og N1 hefur fylgt að vera í kviku sam- félagsins og samskiptum við fólk. Sama var uppi á teningnum í blaða- mennsku á Morgunblaðinu á árunum 1975-1978 þegar Magnús skrifaði fréttir af vettvangi borgarstjórnar. „Alls staðar kynnist maður skemmti- legu fólki,“ segir Magnús. „Fundir í borgarstjórn voru áhugaverðir, borg- arfulltrúar voru prýðisfólk og stóðu saman í erfiðum málum, hvar sem þeir í flokki stóðu. Höfðu vilja og kjark til að vera draga vagninn í sömu átt í mikilvægum málum en víkja sér ekki undan að svara fyrir það sem ábyrgð þeirra sagði til um. Blaðamennskan var frábær skóli í samskiptum og því að skapa tengsl.“ Fyrstu árin hjá Olíufélaginu var Magnús mikið í tenglum við umboðs- menn úti um land og sinnti þjónustu við sjávarútveg. Á þessum árum – það er upp úr 1980 – var líka mikið stórverkefni við vegagerð og virkj- anir sem sinna þurfti með eldsneyt- issölu. Slagæð efnahagslífsins „Sjávarútvegurinn er slagæð efna- hagslífsins,“ segir Magnús. „Fjöl- miðlar fylgdust fyrr á tíð vel með greininni, en ekki eins og í dag þegar aflabrögð þykja ekki jafn fréttnæm. Þetta eru þó mál sem Morgunblaðið hefur verið öðrum fjölmiðlum dug- legra að fjalla um og skynjar æða- sláttinn. Þegar Magnús tók við innkaupum á eldsneyti hjá Olíufélaginu voru þau viðskipti einkum við Sovétríkin, það er skv. samningi ríkisstjórnar Ís- lands og stjórnvalda eystra. Þeir samningar giltu fram til 1992 og margt í þessum viðskiptum var eft- irminnilegt. „Stundum varð maður að fara í olíuskip úti á legunni við Ör- firisey, svo sem ef einhver mismunur var á útreikningum. Príla þá upp há- an kaðalstiga utan á hlið skips, oftast í myrkri en upplýstur af kösturum. Svo átti ég nokkrar ferðir til Moskvu vegna samningagerðar,“ segir Magnús sem kveðst þarna hafa kynnst samspili þeirra reginafla styrjaldarátaka, stjórnmála, viðskipa og fleiri þátta sem stýri verði á elds- neyti. Eðlilega séu framboð og eft- irspurn þar áhrifamestu þættirnir, en fleira telji. Áhrifa á verð gætir fljótt „Á leifturhraða fjölmiðla í dag koma áhrifin á eldsneytisverð hratt fram,“ segir Magnús. „Eðlilegt er að hér á norðurslóðum séu gasolíuteg- undir, þar með talið dísel, hæst í verði frá hausti fram í mars. Að sama skapi sé verð lægst á sumrin. Þá ætti bens- ínverð að vera hæst að sumri og lægra um hávetur. Svona einföld eru málin þó ekki því í hráolíu eru allar tegundir eldsneytis sem unnið er með. Síðan hefur veður mikil áhrif á olíuverð, fellibyljatíminn í Bandaríkj- unum sem nú er að ganga í garð get- ur til dæmis breytt miklu. Yfirtaka talíbana í Afganistan getur sömuleið- is haft áhrif á mál í Mið-Aust- urlöndum og breytt stöðunni á elds- neytismarkaði heimsins.“ Rétt eins og eldsneytisviðskiptin eru síkvik segir Magnús aðstæður og umhverfi í viðskiptum hér innanlands hafa breytst mikið. Í bílum, skipum og flugvélum séu nú sparneytnari vél- ar en áður og margar verksmiðjur sem áður voru knúnar olíu noti nú rafmagn. Sala á eldsneyti á bíla sé hlutfallslega minnst miðað við kaup útgerðar og flugfélaga. Efnafræðin komið sér vel Sem ungur maður ætaði Magnús Ásgeirsson að leggja fyrir sig raun- greinar og helst starfa á þeim vett- vangi. Niðurstaðan varð önnur, þótt áhugi og þekking á efnafræði hafi oft komið sér vel í olíuviðskiptum. „Þetta hafa verið skemmtilegir tímar, alltaf eitthvað áhugavert að gerast sem bregðast þarf við,“ segir Magnús nú við starfslokin. Margt spennandi sé fram undan; ferðalög, golfvöllurinn, stúss með barnabörnunum og fleira. Sér þyki sömuleiðis alltaf áhugavert að fylgjast með jarðfræði, skjálftum og gosum, og því muni ferðunum að eldgosinu við Fagradalsfjall fjölga, nú þegar meiri tími til slíks gefst. Jarðefnaeldsneyti er ekki á útleið - Magnús Ásgeirsson hefur reiknað út eldsneytisverð í áratugi - Samspil styrjalda, stjórnmála, við- skipta og fleira stýrir verðlagningu - Minni mengun og bílar sparneytnari - Starfslokin fram undan Morgunblaðið/Sigurður Bogi Áfylling Oft gleymist hvað búið er að gera til að draga úr skaðlegum áhrifum. Brennisteinn nánast horfinn, blý er farið út og fjöldi annarra efna sem ekki var áður vitað að hægt væri að ná úr eldsneytinu, segir Magnús Ásgeirsson. Fjórar nýjar brýr á hringveginum í Austur-Skaftafellssýslu, það er sunnan Vatnajökuls, verða formlega opnaðar á morgun, föstudag. Sigurð- ur Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra klippir þá á borða á brúnni yfir Steinavötn í Suðursveit og hon- um til halds og trausts er Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðar- innar. Við þetta tækifæri syngur Kvennakór Hornafjarðar á brúnni, en konurnar sem kórinn skipa hafa tekið lagið á öllum einbreiðum brúm eystra og hefur söngurinn sá verið innlegg þeirra í baráttu fyrir úrbót- um á brúm yfir boðaföllin. Með tilkomu þessara nýju mann- virkja fækkar einbreiðum brúm á hringvegi úr 36 í 32. Smíði brúnna fjögurra var boðin út árið 2019 en framkvæmdum lauk nýlega. Unnið er að frekari fækkun ein- breiðra brúa á hringveginum og smiðir eru nú að störfum við Jökulsá á Sólheimasandi og við Núpsvötn og Hverfisfljót. Árið 1990 voru ein- breiðar brýr á veginum umhverfis landið nærri 140, svo margt hefur áunnist síðan þá. Fleiri verkefni við brúarbætur, utan hringvegarins, eru í undirbúningi eða á framkvæmda- stigi. sbs@mbl.is Ljósmynd/Vegagerðin Öræfasveit Ný brú yfir Kvíá stendur rétt framan við þá eldri, sem er ein- breið slysagildra. Áherslumál hefur verið að fækka slíkum mannvirkjum. Fjórar nýjar brýr nú teknar í notkun - Konur syngja við formlega opnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.