Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
HYUNDAI - TUCSON PLUG IN HYBRID
RN. 331514. Nýskráður 7/2021, ekinn 0 km.,
bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, hraðastillir, GPS,
fjarlægðarskynjarar, hiti í sætum, bakkmyndavél
Verð 6.290.000 kr.
TOYOTA - HILUX GX – RN. 153795
Nýskráður 6/2020, ekinn 17 þ.km., dísel, blár,
sjálfskiptur, kastarar, dráttarkrókur, intercooler,
túrbína, topplúga, hiti í sætum, varadekk.
Verð 7.990.000 kr.
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
VOLVO - XC90 T8 TWIN ENGINE INSCRIPTION
RN. 191830. Nýskráður 1/2019, ekinn 29 þ.km.,
bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, glerþak,
dráttarkrókur, brekkubremsa, bluetooth, GPS.
Verð 10.490.000 kr.
KIA - SPORTAGE LUXURY – RN. 153653.
Nýskr. 12/2018, ekinn 41 þ.km., dísel, svartur,
sjálfskipting, stöðugleikakerfi, fjalægðarskynjarar,
leiðsögðukerfi, bakkmyndavél, litað gler, hiti í sætum.
Verð 4.990.000 kr.
NÝR
BÍL
L
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fjöldi minjastaða við strendur
landsins er í hættu vegna landbrots.
Það væri að æra óstöðugan að
vernda allar þessar minjar, en Guð-
mundur Stefán Sigurðarson, minja-
vörður Norðurlands vestra og verk-
efnastjóri
strandminja hjá
Minjastofnun,
leggur áherslu á
skráningu ver-
minja hið fyrsta.
Á þann hátt væri
hægt að fá yfirlit
yfir minjarnar,
sem skipta trú-
lega þúsundum
frekar en hundr-
uðum, og í kjölfar
fornleifaskráningar á vettvangi væri
hægt að forgangsraða verkefnum við
verndun og varðveislu.
15-20 milljónir í 5-6 ár
Guðmundur segir Minjastofnun
vera fámenna stofnun sem ekki hafi
að óbreyttu bolmagn í þetta verk-
efni. Launuð staða verkefnisstjóra
hjá Minjastofnun og 15-20 milljónir
til framkvæmda árlega ættu að duga
til að hægt væri að klára að skrá
strandlengjuna á 5-6 árum. Tíminn
sé dýrmætur og með hverju árinu
sem líður tapist merkar minjar, að
sögn Guðmundar. Brýnt sé að bregð-
ast við sem allra fyrst.
Guðmundur leggur áherslu á
skráningu verminja, sem ekki finnist
annars staðar og eru í mikilli hættu á
að tapast vegna landbrots. Þær teng-
ist sjósókn, fiskverkun og nábýli við
hafið fyrr á öldum. Verstöðvar var að
finna allt í kringum landið þar sem
stutt var á miðin, nema síst á söndum
Suðurlands. Oft voru verstöðvar á
annesjum og afskekktum stöðum, en
gjarnan var farið í ver á útmánuðum.
Guðmundur segir að eftir því sem
árin líði og meðan lítið sé að gert tap-
ist ómetanlegar heimildir um allt frá
aðbúnaði og lífsviðurværi íslenskra
og jafnvel erlendra sjómanna, að
vinnsluaðferðum og ástandi fiski-
stofna og lífríkis í hafinu í kringum
landið. Þá séu minjar af ýmsum toga
við strendur landsins einnig í hættu
og þar með merkilegar heimildir um
nábýli við hafið, sjósókn, verslun og
gamla búskaparhætti.
Verja minjar í Kollsvík
Um þessar mundir er eitt verkefni
í gangi til að verja minjar um gamla
verstöð, en það er við Láganúpsver í
Kollsvík í Rauðasandshreppi, norðan
Látrabjargs, og er þar unnið að gerð
sjóvarnargarðs. Til skoðunar er að
verja minjar í Kollafirði, í grennd við
höfuðborgina. Þar eru minjar í botni
fjarðarins í hættu, en sjóvarnargarð-
ur myndi einnig nýtast til að verja
veginn þar til framtíðar. Loks má
nefna að brýnt er, að sögn Guð-
mundar, að verja friðlýstar minjar í
Breiðavík. Að þessum og fleiri verk-
efnum vinnur Minjastofnun með
Vegagerðinni, en sjóvarnir eru á
könnu Vegagerðarinnar.
Af mannvirkjum við sjóinn sem
rannsökuð hafa verið á liðnum árum
nefnir Guðmundur Gufuskála, Siglu-
nes og Kolkuós, en segir hrópandi
hvað lítið hafi verið rannsakað og
skráð af minjum við ströndina. Hann
segir stöðu fornleifaskráningar ekki
góða og áætlar að búið sé að skrá á
vettvangi 25-30% af minjum á land-
inu í heild. Þar sé um að ræða ein-
staka rannsóknaverkefni, en tengist
mest vinnu við skipulag og fram-
kvæmdir.
Árið 2016 fékk Minjastofnun við-
bótaframlag á fjárlögum til að ráða
verkefnastjóra til að hafa umsjón
með skráningu strandminja og starf-
aði Guðmundur að því verkefni í ár.
Þá var ráðist í skráningarátak og
tekin út þrjú svæði þar sem strand-
lengjan var gengin og allar minjar
skráðar frá stórstraumsfjöru og 50
metra upp til landsins. Sjálfstætt
starfandi fornleifafræðingar voru
fengnir til verksins. Svæðin voru
vestanvert Reykjanes, vestanvert
Snæfellsnes og strandlengjan milli
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Stærsti hluti minjanna horfinn
„Niðurstöðurnar voru sláandi,“
segir Guðmundur. „Á Reykjanesi
var ástandið langverst. Þar voru 93%
minja sem heimildir voru um ýmist
horfin, skemmd eða í fyrirsjáanlegri
hættu vegna landbrots. Á Snæfells-
nesi var hlutfallið um 60% og tæp-
lega 20% við Arnarfjörð og Dýra-
fjörð. Á Reykjanesi hefur verið
mikið landbrot í margar aldir og all-
ar verminjar frá miðöldum og land-
námsöld löngu horfnar. Fjöruborð
var á mörgum stöðum komið inn á
gömul tún. Þetta er nokkuð sem við
viljum ekki lenda í á öðrum svæðum
án þess að ná að skrá og rannsaka
minjarnar.
Hvar eiga náttúruöflin að ráða?
Því miður hefur ekki fengist fjár-
magn til að halda þessari vinnu
áfram þrátt fyrir að eftir því hafi ver-
ið leitað og við höfum fyrir vikið litla
yfirsýn yfir fjölda og ástand strand-
minja utan þessara skráðu svæða.
Við erum engu að síður með vöktun á
nokkrum völdum minjastöðum og
reynum eftir fremsta megni að fylgj-
ast með landbroti og gera reglulegar
mælingar.
Tvímælalaust þarf að bregðast við
og gera átak í þessum efnum,“ segir
Guðmundur. „Við höfum ekki yfirsýn
yfir það hversu margar minjarnar
eru, hvers eðlis og hversu gamlar.
Það þarf að ljúka því að fara yfir
landið í heild sinni og meta ástandið
til að geta forgangsraðað rann-
sóknum. Þá fyrst er hægt að taka af-
stöðu til rannsókna og verndunar og
hvar eigi að leyfa náttúruöflunum að
ráða ferðinni.“
Guðmundur segir heimafólk víða
vera áhugasamt um skráningu og
verndun gamalla minja og láti oft
vita af minjum í hættu. Fyrir stofnun
eins og Minjastofnun sé það kær-
komið og dýrmætt.
Merkar minjar tapast á ári hverju
- Verminjar við strendur landsins víða í hættu - Brýnt að skrá minjar svo hægt sé að forgangsraða
Verstöðvar voru oft fyrir opnu hafi þar sem stutt var á gjöful mið, en
þarna gátu veður verið válynd. Með breytingum á veðurfari á síðustu
árum segir Guðmundur að landbrot hafi aukist.
„Þegar rætt er við landeigendur sem komnir eru yfir miðjan aldur hafa
sumir þeirra á orði að breytingar hafi verið hægfara áður fyrr en land-
brotið hafi síðan gerst hratt á síðari árum. Í því sambandi er jafnvel talað
um tugi metra á síðustu áratugum,“ segir Guðmundur.
Í þessu sambandi nefnir hann að með mildari vetrum verði meira rof
þegar sjór skellur á þíða bakka, sem veiti minni mótstöðu en frosin jörð.
Einnig veltir hann fyrir sér hvort minnkandi hafís norðvestan við landið
hafi áhrif og öldustyrkur verði meiri.
Mestar skemmdir verði þegar geri áhlaupsveður og sjávarstaða sé há.
Stórar fyllingar og torfur geti horfið í einu áhlaupsveðri í miklum áhlað-
anda. Slík veður gerði ítrekað veturinn 2019-2020 með tilheyrandi tjóni á
fjölda minjastaða við norðvestanvert landið og víðar. Fleiri þættir í veður-
fari hafi og muni hafa áhrif á landbrot.
Landbrot hefur aukist
ÞÆTTIR Í VEÐURFARI HAFA OG MUNU HAFA ÁHRIF
Á vettvangi Starfsmenn Minjastofnunar við skoðun í Höfnum á Skaga, Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, og Hrafnkell Tumi Georgsson.
Ljósmyndir/Guðmundur Stefán Sigurðarson
Verminjar Rúnar Leifsson, þáverandi minjavörður Norðurlands eystra, og
Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur á Siglunesi í Siglufirði 2017.
Guðmundur Stefán
Sigurðarson