Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 28

Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 ALVÖRU VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is 190 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI vfs.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 7. sept. 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 460,08 Þorskur, slægður 411,20 Ýsa, óslægð 366,26 Ýsa, slægð 351,60 Ufsi, óslægður 157,75 Ufsi, slægður 195,07 Gullkarfi 241,41 Blálanga, óslægð 150,00 Blálanga, slægð 223,25 Langa, óslægð 234,61 Langa, slægð 196,20 Keila, óslægð 72,43 Keila, slægð 83,35 Steinbítur, óslægður 158,15 Steinbítur, slægður 333,84 Skötuselur, slægður 579,46 Grálúða, slægð 403,60 Skarkoli, slægður 373,61 Þykkvalúra, slægð 522,00 Langlúra, óslægð 211,05 Langlúra, slægð 258,44 Sandkoli, óslægður 36,21 Sandkoli, slægður 50,00 Bleikja, flök 3.176,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.250,00 Hlýri, óslægður 225,67 Hlýri, slægður 238,00 Lúða, slægð 454,49 Lýsa, óslægð 133,14 Lýsa, slægð 152,66 Makríll 102,14 Stórkjafta, slægð 30,85 Undirmálsýsa, óslægð 188,84 Undirmálsýsa, slægð 215,00 Undirmálsþorskur, óslægður 205,22 Undirmálsþorskur, slægður 158,15 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breytingin er mikil en ég er sátt- ur við niðurstöðuna,“ segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Ólafs- víkurbátnum Steinunni SH. Kunn- gerð voru á þriðjudag kaup FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki á 60% hlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík. Strax og sú niður- staða var fengin var haldið á sjóinn og þegar Morgunblaðið ræddi við Brynjar í gær var hann á Flák- anum svonefnda, norðarlega á Breiðafirði. Aflinn var kropp; þorskur, koli og ögn af ýsu. Fimm bræður og einn í viðbót Steinunn hf. hefur í áratugi verið í eigu fimm bræðra, en nú hafa þeir Þór og Óðinn Kristmundssynir selt hluti sína. Sama gerði fjölskylda Sumarliða, þriðja bróðurins, sem lést fyrir nokkrum árum. Bræð- urnir Brynjar og vélstjórinn Ægir halda áfram hvor sínum 20% hlutn- um og verða áfram í áhöfn, sem að öðru leyti breytist nokkuð eftir að hafa verið að stofninum til hin sama síðan um 1990. Ónefndur er hér sjötti bróðirinn, Halldór Krist- mundsson, sem stóð utan eigenda- hópsins, var í áhöfn en er nú kom- inn í land. Að efla umsvif sín í útgerð ver- tíðarbáta enn frekar er markmið FISK Seafood ehf. með kaupunum á Steinunni, sem fyrir á fyrirtækið Soffanías Cecilsson ehf. í Grund- arfirði, með útgerð og vinnslu. Það er skoðun Skagfirðinga sem keyptu að Snæfellsnesið sé eitt atvinnu- svæði og búi yfir miklum tækifær- um til að styrkja stöðu sína á sviði fjölbreyttrar starfsemi í sjávar- útvegi. „Þetta er stórt og mikilvægt skref fyrir FISK Seafood í sókn sinni til aukinnar fjölbreytni í út- gerð, vinnslu og sölu íslensks sjáv- arfangs. Við lítum á Snæfellsnesið sem mikilvægan hlekk fyrir áfram- haldandi sókn okkar í sjávarútveg- inum,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri í fréttatilkynn- ingu. Stakkholtsættin umsvifamikil Bræðurnir á Steinunni SH eru af svonefndri Stakkholtsætt, sem lengi hefur verið umsvifamikil í sjávarútvegi í Ólafsvík. Sagan hefst á Halldóri Friðgeir Jónssyni, afa bræðranna, sem um 1940 hóf út- gerð og farnaðist vel. Halldór gerði meðal annars út Steinunni SH og hefur nafnið haldist á nokkrum bát- um. Sá sem nú var seldur er 153 tonna dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík í Garðabæ. Kvótinn sem fylgir er ríflega 1.100 tonn í fimmtán tegundum, meðal annars um 850 tonn í þorski auk ýsu, ufsa, skarkola og fleira. FISK Seafood greiðir ríflega 2,5 milljarða króna fyrir eignarhlut sinn í Stein- unni og eru viðskiptin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppn- iseftirlitsins. Á nýliðnu fiskveiðiári fiskuðust á bátinn nærri 1.500 tonn í um 120 róðrum. „Við erum þakklátir fyrir að þessi langi rekstur fjölskyldunnar hafi nú fengið tækifæri til kraft- mikillar endurnýjunar. Innkoma Friðbjörns Ásbjörnssonar með mikla þekkingu á aðstæðum út- gerðarinnar á Snæfellsnesi og hið sterka bakland FISK Seafood gef- ur góð fyrirheit um framhaldið. Samstarf okkar er ekki eingöngu grundvallað á metnaðarfullum markmiðum heldur einnig langri vináttu héðan af Nesinu og gagn- kvæmu trausti. Það skiptir miklu máli,“ segja Brynjar og Ægir Kristmundssynir í tilkynningu um lyktir sölunnar og verkefnin sem fram undan eru. Snæfellsnes mikilvægt í sókninni - FISK Seafood kaupir 60% hlut í Steinunni ehf. í Ólafsvík - Greiða 2,5 milljarða kr. - 1.100 tonna kvóti í fimmtán tegundum - Nýr kafli í langri útgerðarsögu - Gefur góð fyrirheit um framhald mála Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bræður F.v. Óðinn, Halldór, Brynjar, Ægir og Þór Kristmundssynir í ver- tíðarlok 2020. Nú hafa breytingar orðið, en Brynjar og Ægir halda áfram. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Aflabátur Steinunn er 153 tonna dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík. Kvóti sem fylgir sölu er ríflega 1.100 tonn í 15 tegundum. „Vissulega er fagnaðarefni að útgerðin og veiðiheimild- irnar haldist áfram hér á svæðinu. En vissulega hræða spor sögunnar,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðar- fyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélags- ins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum. „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn far- inn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum for- sendum. Sögur líkar þessari eru margar,“ segir Kristinn. Í upphafi nýs fiskveiðiárs er staðan í Snæfellsbæ annars góð, að sögn bæjarstjórans. Flestir bátar eru farnir á sjó og fiska vel skammt út af Ólafsvíkinni. Aðeins 10-15 mínútna stím er á fengsæl mið. Þá gengu strandveiðar í sumar með ágætum, en þá reru smábátakarlar frá Arnar- stapa, Rifi og Ólafsvík og gerðu það gott. FAGNAÐAREFNI AÐ VEIÐIHEIMILDIR HALDIST Á SVÆÐINU Kristinn Jónasson Spor og saga vekja hræðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.