Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 30
BAKSVIÐ
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Fyrsta og stærsta heildstæða loft-
hreinsi- og förgunarstöðin í heim-
inum, Orca, var opnuð við Hellis-
heiðarvirkjun í gær. Orca er
samstarfsverkefni svissneska fyrir-
tækisins Climeworks, Orku náttúr-
unnar og dótturfyrirtækis þess
Carbfix.
Stutt er síðan IPCC, sérfræð-
ingahópur Milliríkjanefndar Sam-
einuðu þjóðanna, gaf frá sér yfirlýs-
ingu um brýna þörf á föngun
koltvísýrings. Þá staðfestir skýrsla
nefndarinnar enn fremur hversu
mikilvægt það er að draga stórkost-
lega úr útblæstri og að fjarlægja
varanlega þann útblástur sem ekki
er hægt að komast hjá eða sem hef-
ur áður verið losaður út í andrúms-
loftið.
Bein og tafarlaus áhrif
Opnun Orca hér á landi hefur
samkvæmt tilkynningu Climeworks
bein og tafarlaus áhrif en hvert
tonn sem Orca fangar úr andrúms-
loftinu er tonn sem á ekki þátt í
hlýnun jarðar, að því er segir í til-
kynningunni.
Þar segir einnig að Orca sé gríð-
arstór áfangi í beinni loftföngun en
stöðin getur fangað 4.000 tonn af
koltvísýringi á ári hverju, sem hún
fjarlægir beint úr andrúmslofti á
öruggan hátt og fargar varanlega
með því að breyta koltvísýringnum
í stein með náttúrulegri aðferð
Carbfix.
Þá segir í tilkynningunni að stöð-
in sé stökkpallur fyrir Climeworks,
sem sérhæfir sig í að fanga koltví-
sýring úr andrúmsloftinu og farga
honum varanlega en fyrirtækið
stefnir að því að geta fangað mega-
tonn fyrir síðari hluta þessa áratug-
ar.
Hugmyndin að því að fanga
koltvísýring úr andrúmsloftinu
fæddist þegar Christoph Gebald og
Jan Wurzbacher, stofnendur og
framkvæmdastjórar Climeworks,
voru á skíðum í Sviss á háskóla-
árum sínum, segir Christoph Beutt-
ler, yfirmaður loftslagsstefnu fyrir-
tækisins, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Þeir tóku eftir því að snjórinn
fór minnkandi með hverjum vetr-
inum og þeir vildu gera eitthvað í
því,“ segir hann.
Það var svo á loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Marrakech
árið 2016 sem þeir félagar hittu
Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrum for-
seta Íslands, þar sem starfsemi
Carbfix barst í tal.
„Þannig fæddist hugmyndin um
að fara í samstarf við Carbfix og
setja upp Orca á Íslandi. Á Íslandi
er nóg af endurnýjanlegri orku-
framleiðslu, sem skilur eftir sig lítið
kolefnisfótspor og það var púslið
sem Climeworks vantaði til að gera
Orca að veruleika.“
Climeworks stefnir að því að
sögn Christophs að auka umsvif
fyrirtækisins umtalsvert á næstu
árum. „Við stefnum á að koma upp
nýrri hreinsi- og förgunarstöð ann-
að eða þriðja hvert ár og seinna
meir byggja nokkrar í einu.“
Ekki er hægt að greina frá því
hvar næsta stöð verður sett upp, að
sögn Christophs.
„Það eru þó aðeins nokkrir staðir
í heiminum sem hægt er að reka
starfsemi af þessu tagi.“
Þrjú stór fyrirtæki eru í loft-
hreinsunar- og förgunarbransanum
en Climeworks er þar fremst í röð-
inni, að sögn Christophs. Aðspurð-
ur segist hann ekki hafa áhyggjur
af samkeppnisaðilum enda þurfi all-
ar tiltækar hendur í baráttunni við
loftslagsvána. „Nýlega hafa sprott-
ið upp 12 ný fyrirtæki í þessum
bransa og við hjá Climeworks fögn-
um hverju og einu þeirra.“
Fangar 4.000 tonn af
koltvísýringi á ári hverju
Virkjun Orca er haganlega staðsett við hliðina á Hellisheiðarvirkjun og er því starfrækt að fullu á endurnýjanlegri orku.
- Lofthreinsistöðin Orca opnaði í gær - Byltingarkennt skref í loftslagsmálum
30 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
COVID
HRAÐPRÓF
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Nákvæm og traust hraðpróf sem
gefa niðurstöðu á 15 mínútum.
Verslaðu hraðprófin á
fastus.is/hradprof
Nákvæmni: 99,29%
Næmni: 97,04%
Sértækni: 99,99%
9. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.16
Sterlingspund 175.11
Kanadadalur 100.94
Dönsk króna 20.279
Norsk króna 14.642
Sænsk króna 14.855
Svissn. franki 138.95
Japanskt jen 1.1555
SDR 181.2
Evra 150.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.6267
« Fyrirtækið Stafræn markaðstorg hef-
ur sett í loftið stafræna markaðstorgið
BuyIcelandic.com sem einblína mun á
íslenskar vörur og draga að erlenda við-
skiptavini, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Þar segir að BuyIcelandic.com svipi
að mörgu leyti til hefðbundinnar versl-
unarmiðstöðvar þar sem seljendur opna
sínar verslanir, nema að á Buyice-
landic.com séu engin takmörk á versl-
unarplássi, enda sé það 100% staf-
rænt, einbeiti sér að íslenskum vörum
og gefi viðskiptavinum kost á að versla
frá mörgum í eina körfu.
Á markaðstorginu njóti seljendur góðs
af sameiginlegri markaðssetningu. „Það
er okkar sýn að á BuyIcelandic muni okk-
ur takast að skapa sameiginlegan ávinn-
ing fyrir alla með því að hafa flestar ís-
lenskar vörur á sameiginlegum stað, en
þá kynnast viðskiptavinir fleiri íslenskum
vörum en þeir höfðu mögulega hugmynd
um og á endanum auki það erlenda sölu
hjá öllum. Þannig viljum við leggja okkar
mark á að stækka markaðssvæðið fyrir
alla, bæði íslenskar vörur og viðskiptavini,
með því að einblína á markaðsstarf að er-
lendum markhópum,“ segja Arnar Björns-
son stjórnarformaður og Stefán Björns-
son framkvæmdastjóri í tilkynningunni.
Net Stækka markaðssvæðið.
Nýtt markaðstorg dragi
að erlenda viðskiptavini
STUTT
Íslenska sprotafyrirtækið Crank-
Wheel hefur keypt rekstur danska
nýsköpunarfélagsins Accordium.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
CrankWheel býður upp á lausn
sem hjálpar fólki að deila skjáborði
yfir í hvaða tæki sem er án upp-
setningar viðtakanda.
Accordium hefur annars vegar
einfaldað ferlið í kringum rafræn-
ar undirskriftir og hins vegar boðið
upp á myndbandslausn sem hjálpar
notendum að ljá tölvupóstum og
lendingarsíðum persónulegri blæ.
Styrkir vöruframboðið
Í tilkynningunni kemur fram að
CrankWheel er með yfir 50.000 not-
endur í sex heimsálfum. Einnig
segir að yfirtakan styrki vörufram-
boð og þjónustu við núverandi við-
skiptavini en styðji jafnframt við
frekari vöxt á erlendum mörkuðum
þar sem áhugi á stafrænum lausn-
um í sölu- og þjónustustörfum hafi
aukist gríðarlega í kjölfar heimsfar-
aldursins. Sú þróun muni halda
áfram.
Lausn sem skilar árangri
„Þeir viðskiptavinir sem fóru að
nota CrankWheel vegna ástandsins
hafa séð að okkar lausn skilar þeim
meiri árangri. Sölufólk þeirra
mun í auknum mæli notast við fjar-
sölutækni í stað þess að hitta alla
viðskiptavini. Þessi viðbót við
okkar vöruframboð mun styrkja
vöxt okkar erlendis og hjálpar okk-
ur á þeirri vegferð að stytta, auð-
velda og einfalda söluferlið hjá not-
endum okkar,“ segir Þorgils
Sigvaldason, meðstofnandi og
tekjustjóri CrankWheel, í tilkynn-
ingunni. tobj@mbl.is
Tækni Jói Sigurðsson og Þorgils
Sigvaldason stofnuðu CrankWheel.
CrankWheel
kaupir Accordium
- 50 þúsund notendur í sex heimsálfum