Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Málefni hælisleit-
enda hafa verið í
ólestri á Íslandi und-
anfarin ár. Landið er
komið á kortið hjá
glæpamönnunum sem
standa fyrir meirihluta
ferða hælisleitenda til
Evrópu að mati Evr-
ópulögreglunnar. Í
öðrum ríkjum Norður-
landanna hefur hælis-
umsóknum fækkað verulega (um
90% í Danmörku frá 2015). Covid-
árið 2020 voru hins vegar afgreiddar
585 hælisveitingar á Íslandi, hlut-
fallslega nífalt fleiri en í Danmörku.
Áður voru umsóknir um hæli á Ís-
landi á sama hátt orðnar sexfalt
fleiri en í Noregi og Danmörku.
Þetta er annars vegar afleiðing
þeirra skilaboða sem stjórnvöld
hinna Norðurlandaríkjanna hafa
sent frá sér og hins vegar af skila-
boðum íslenskra stjórnvalda. For-
sætisráðherra Dana og formaður
jafnaðarmanna sagði nýverið að
markmiðið væri að enginn kæmi til
Danmerkur til að sækja um hæli.
Danir þyrftu sjálfir að hafa stjórn á
því hverjum yrði boðið til landsins
og beina fólki í öruggan og lögmæt-
an farveg.
Um svipað leyti munaði minnstu
að ríkisstjórn Íslands auglýsti land-
ið rækilega sem áfangastað. Það var
gert með frumvarpi um að veita öll-
um sömu styrki og þjónustu hvort
sem þeim væri boðið til landsins eða
kæmu á eigin vegum eða þeirra sem
skipuleggja smygl á fólki. Það hefði
í fyrstu tífaldað fjölda þeirra sem
ættu rétt á sama fjárstuðningi og
þjónustu en fjöldinn hefði svo aukist
hratt.
Þetta kallar á viðbrögð því ef ekki
verður gripið inn í með afgerandi
hætti við þessar að-
stæður mun ástandið
bara versna og verða
loks óviðráðanlegt. En
vilji menn líta til
reynslu Norður-
landanna má finna
lausnir.
Meginstefnan
Við þurfum sjálf að
ráða því hversu mörg-
um innflytjendum við
tökum á móti. Það get-
um við ekki nú. Það
þarf að setja hámark á
fjölda hælisleitenda og koma um
leið á sanngjarnara og mannúðlegra
hælisleitendakerfi. Það ætti ekki að
vera hægt að leita „skyndihælis“ á
Íslandi. Við munum þó áfram taka á
móti kvótaflóttamönnum.
Ísland er lítið land sem hefur tek-
ist að byggja upp betra velferðar-
samfélag en víðast hvar annars
staðar. Á Íslandi er lögð áhersla á
jafnrétti en um leið að hver og einn
leggi sitt af mörkum. Gagnkvæmt
traust er forsenda þeirrar sam-
heldni og öryggistilfinningar sem
einkennt hefur landið.
Þótt útlendingar séu velkomnir til
Íslands skiptir sköpum að þeir verði
hluti af samfélaginu. Það gerist ekki
öðruvísi en að þeir hafi vilja til þess
sjálfir. Þegar fólk flytur til landsins
án þess að aðlagast samfélaginu
dregur það úr samheldni.
Núverandi innflytjenda- og hælis-
stefna skapar ekki aðeins vandamál
fyrir Ísland, hún ýtir líka undir of-
beldisfullt og lífshættulegt óréttlæti
þar sem óprúttnir mansalar hagnast
gríðarlega á ógæfu annarra.
Á undanförnum þremur árum
hafa meira en 10.000 manns, þar
með talið mörg börn, drukknað á
Miðjarðarhafi við að reyna að kom-
ast til Evrópu. Mun fleiri verða fyrir
ofbeldi og misnotkun á leiðinni.
Konur eru neyddar í vændi, fjöl-
skyldur í heimalandinu eru kúgaðar
og fólk selt í þrælahald.
Um leið hafa Vesturlönd vanrækt
þá flóttamenn sem eru í mestri
neyð. Nærumhverfinu hefur ekki
verið sinnt sem skyldi. Undanfarin
fjögur ár hafa Evrópulönd varið
umtalsvert meira fjármagni en áður
í úrvinnslu hælisumsókna fyrir þá
sem hafa komist til landa álfunnar
þótt stór hluti þeirra reynist vera
förufólk sem á ekki rétt á hæli í
Evrópu.
Með núverandi kerfi erum við að
vanrækja skyldur okkar gagnvart
öðru fólki.
Við höfum yfirgripsmikla áætlun
þar sem er litið bæði til hagsmuna
Íslands og umheimsins. Áætlun sem
stenst alþjóðasamþykktir að fullu.
Áætlun sem getur orðið öðrum Evr-
ópulöndum fyrirmynd, ekki hvað
síst vegna þess að hún byggist á
rétti hvers lands til að ákveða
hversu mörgum innflytjendum það
tekur við. Þar er gert ráð fyrir að
hvert land taki aðeins við þeim
fjölda flóttamanna sem hægt er að
aðlaga hverju samfélagi fyrir sig.
Við sem samfélag höfum trúað því
of lengi að ef aðeins þeir sem koma
hingað læri tungumálið og fái vinnu
þá deili þeir líka gildum okkar. Sem
betur fer gera það margir en því
miður eru líka margir sem aðhyllast
hugmyndafræði sem er andsnúin
lýðræði okkar og samfélagslegum
gildum.
Áætlunin felur í sér leið út úr nú-
verandi ástandi. Ástandi þar sem
hver aðgerð í einu landi leiðir til
aukins aðhalds í nágrannalöndunum
og lönd keppast um að vera minnst
aðlaðandi staðurinn fyrir flóttamenn
að leita skjóls.
Við erum tilbúin til að vinna með
öðrum löndum að bættu kerfi. Með-
ferð hælisumsókna ætti eingöngu að
fara fram í öruggum löndum utan
Evrópu og innstreymi í álfuna að
taka mið af áætlunum Sameinuðu
þjóðanna um kvótaflóttamenn.
Afstaða danskra
jafnaðarmanna
Ofangreind meginstefna er nokk-
uð mildaður útdráttur úr inngangi
að stefnu danskra jafnaðarmanna í
innflytjendamálum (en Ísland sett
inn þar sem stóð Danmörk). Í tillög-
unum sjálfum er að finna margar af-
dráttarlausar aðgerðir. Þar með tal-
ið:
. Tillögu um móttökustöð utan Evr-
ópu.
. Þak á hversu margir útlendingar
sem ekki eru vestrænir geti sest
að í Danmörku.
. Önnur áform um að ná stjórn á
fjölda flóttamanna til Danmerkur.
. Strangar kröfur vegna fjölskyldu-
sameiningar.
. Áform um að senda fleiri hæl-
isleitendur heim og stofnun sér-
sveitar lögreglu í þeim tilgangi.
. Danmörk svipti lönd sem taka
ekki við fólki þróunaraðstoð.
. Aukið landamæraeftirlit og end-
urskoðun Schengen þar sem
hvert ríki stjórni eigin landamær-
um á meðan ESB stendur sig
ekki á ytri landamærunum.
. Reglur um að innflytjendur verði
að leggja sitt af mörkum áður en
þeir fá rétt á bótum.
. Kröfu um að flóttamenn með
tímabundna landvist leggi einnig
sitt af mörkum til samfélagsins en
þurfi samt að snúa heim þegar að-
stæður í heimalandinu leyfa.
Margt fleira mætti nefna úr stefnu
danskra jafnaðarmanna. Hún geng-
ur fyrst og fremst út á að taka á
misnotkun kerfisins, verja sam-
heldni þjóðarinnar og nýta fjármagn
sem best til að hjálpa þeim sem eru
helst hjálpar þurfi.
Ísland
Á Íslandi er málaflokkurinn nán-
ast stjórnlaus. Þar er ekki við Út-
lendingastofnun eða aðra embætt-
ismenn að sakast heldur
stjórnmálamenn sem hafa innleitt
stefnu sem gengur þvert á það sem
Norðurlöndin hafa verið að reyna að
gera í ljósi áratuga reynslu. Ísland
er fyrir vikið komið rækilega á kort
þeirra sem skipuleggja fólksflutn-
inga og upplýsingar um vænlegustu
áfangastaðina dreifast hratt á sam-
félagsmiðlum.
Ef ekki verður gripið inn í mun
núverandi stefna íslenskra stjórn-
valda (svo ekki sé minnst á áform
ríkisstjórnarinnar) auka enn á þessa
þróun. Stórhættuleg glæpagengi
munu þá áfram auglýsa Ísland sem
vænlegan áfangastað og taka aleig-
una af fólki, jafnvel hneppa það í
ánauð og leggja það í lífshættu fyrir
drauminn um íslenska kerfið.
Eins og danskir jafnaðarmenn
segja þá værum við að bregðast
fólki með því að leyfa slíku fyrir-
komulagi að halda áfram. Sýnum
skynsemi, lítum á heildarmyndina
og lögum kerfi sem hentar hvorki
okkar samfélagi né gerir okkur
kleift að hjálpa sem flestum þeirra
sem þurfa mest á hjálpinni að halda.
Reynum nú að læra af reynslu
annarra áður en það verður of seint.
Í því efni gætum við gert verr en að
líta til danskra krata.
Eftir Sigmund
Davíð Gunn-
laugsson
» Covid-árið 2020
voru hins vegar
afgreiddar 585 hælis-
veitingar á Íslandi,
hlutfallslega nífalt fleiri
en í Danmörku. Áður
voru umsóknir um hæli
á Íslandi á sama hátt
orðnar sexfalt fleiri en
í Noregi og Danmörku.Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Að læra af reynslunni í innflytjendamálum
Velferðarmál eru
umfangsmesti út-
gjaldaflokkurinn fyrir
sveitarfélög og rík-
issjóð, en jafnframt
einn sá mikilvægasti og
afdrifaríkasti fyrir lífs-
gæði almennings í
landinu. Ef ekkert er
að gert þarf sífellt auk-
ið fjármagn og skattfé í
þennan málaflokk.
Gríðarleg tækifæri eru
til að auka gæðin, bæta þjónustuna og
auka skilvirkni. Það þarf nýja hugsun,
aukna áherslu á nýsköpun og tækni.
Fjölga þarf starfsfólki á vissum
sviðum heilbrigðisþjónustu, svo sem
við umönnun aldraðra, en einnig sér-
hæfðu heilbrigðisstarfsfólki, m.a. í
gjörgæslu og bráðaþjónustu. Ekki
síst þarf að virkja betur sjálfstætt
starfandi fyrirtæki á þessu sviði og
draga úr umfangi ríkisrekstrar. Veru-
leg tækifæri eru í úrbótum í samstarfi
og samþættingu mismunandi þjón-
ustusviða félags- og heilbrigðisþjón-
ustu, svo og milli einstakra þjón-
ustueininga ríkisrekstrar og
sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
fólks og -fyrirtækja.
Einstaklingurinn í
fyrirrúmi ekki kerfið
Nauðsynlegt er að skipuleggja alla
heilbrigðisþjónustu með tilliti til þarfa
og hagsmuna þeirra sem þurfa á
þjónustunni að halda.
Samningar þurfa að liggja fyrir um
kaup á þjónustu við sjúkrastofnanir
og sérfræðinga á sviði velferðarþjón-
ustu fyrir alla landsmenn.
Við verðum að finna
leiðir til að koma til móts
við fólk út frá þörfum þess
hverju sinni. Þegar horft
er á þá þjónustu sem eldra
fólki stendur til boða
stingur í stúf að hluti af
þjónustunni er á herðum
sveitarfélaga en hluti hjá
ríkinu. Þetta veldur því að
flækjustigið er meira og
þjónustuþeginn fellur
stundum á milli. Átökin
snúast þannig oft um fjár-
magn á milli ríkis og sveitarfélaga, –
því rugli þarf að linna. Hér er í öllum
tilfellum um skattfé okkar að ræða og
algjörlega óásættanlegt að tvö stjórn-
sýslustig landsins eyði tíma, orku og
fjármunum í að takast á í stað þess að
einblína á að bæta þjónustuna. Það er
því eðlilegt að spyrja eftirfarandi
spurningar: Eiga sveitarfélögin að
taka yfir málefni aldraðra, eða á mála-
flokkurinn að vera á herðum ríkisins?
Þjónustuna geta svo ýmsir veitt, bæði
opinberir og einkaaðilar. Þótt fjár-
magnið komi úr sjóðum okkar allra.
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur
Bryndís
Haraldsdóttir
»Nauðsynlegt er að
skipuleggja alla heil-
brigðisþjónustu með til-
liti til þarfa og hags-
muna þeirra sem þurfa
á þjónustunni að halda.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
bryndish@althingi.is
Öflug velferð skiptir
okkur öll máli
Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
eru sameiginleg
ábyrgð okkar allra og
í þeim felast bæði
áskoranir og tæki-
færi. Sú erfiðasta
snýr að því að útrýma
fátækt og hungri. Í
þessum efnum geta
íslensk fyrirtæki
lagst á árarnar með
því að gera það sem
þau kunna best og efla um leið
samfélög og atvinnulíf í þróun-
arríkjum á forsendum heima-
manna sjálfra.
Í embætti mínu sem utanríkis-
og þróunarmálaráðherra hef ég
lagt sérstaka áherslu á að virkja
krafta íslensks atvinnulífs til sam-
starfsverkefna í þróunarlöndum.
Fyrirtækin okkar hafa sannarlega
svarað þessu kalli. Á þeim tæpu
þremur árum sem liðin eru frá
stofnun Samstarfssjóðs við at-
vinnulífið um heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna hafa hátt í
tuttugu fyrirtæki fengið úthlutað
úr honum. Ísland hefur margt
fram að færa í þessum efnum.
Þar kemur til þekking og reynsla
á sviði jarðhita og sjávarútvegs
en einnig í vaxandi mæli nýsköp-
un og hugvit sem verður til í ís-
lensku atvinnulífi.
Fjölbreytt samstarfsverkefni
eru þegar til staðar sem byggja á
framúrskarandi hugviti og verk-
þekkingu íslenskra fyrirtækja á
ólíkum sviðum. Sem dæmi um
ólík verkefni sem
hlotið hafa styrki úr
sjóðnum má nefna
verkefni á vegum
jarðhitafyrirtækisins
GEG um nýtingu
jarðvarma við kæl-
ingu matvæla á Ind-
landi og Creditinfo
sem miðar að upp-
byggingu við-
skiptaumhverfis og
sjálfbærra viðskipta
í nokkrum þróunar-
ríkjum í Vestur-
Afríku.
Stjórnvöld í flestum þróun-
arlöndum eru þess vel meðvituð
um að erlend fjárfesting og einka-
framtak eru lykilforsendur þess
að þau nái árangri við uppbygg-
ingu í sínu atvinnulífi. Á ferðum
mínum til samstarfsríkja okkar
hefur heimafólk ítrekað komið á
framfæri við mig að skapa þurfi
fleiri launuð störf, einkum fyrir
ungt fólk Við leggjum sérstaka
áherslu á að verkefni styðji við
áttunda heimsmarkmiðið um
mannsæmandi atvinnu og sjálf-
bæran hagvöxt. Án þátttöku at-
vinnulífsins verður því markmiði
einfaldlega ekki náð. Aðgangur
kvenna að launuðum störfum er
einnig nauðsynlegur þáttur í að
ná jafnrétti kynjanna.
Norðurlöndin hafa langa
reynslu af árangursríku samstarfi
hins opinbera við atvinnulífið í
þróunarsamvinnu og eru reiðubú-
in að miðla af reynslu sinni svo
Ísland geti fetað sama veg. Sam-
starfssjóðurinn er liður í viðleitni
okkar til að skapa fleiri tækifæri
til að nýta íslenska þekkingu og
reynslu í þágu fátækari þjóða.
Nú í vikunni auglýsti sjóðurinn
eftir umsóknum í sjötta sinn.
Veitt verða framlög til samstarfs-
verkefna sem geta stuðlað að at-
vinnusköpun og sjálfbærum vexti
í lágtekju- og lágmillitekjurríkj-
um. Verkefnin skulu hafa jákvæð
umhverfisáhrif, styðja markvisst
við jafnrétti kynjanna og við
framkvæmd þeirra skal virða
mannréttindi í hvívetna.
Góð samstarfsverkefni ættu að
geta fengið stuðning, ekki ein-
ungis úr Samstarfssjóðnum held-
ur einnig úr fjölþjóðlegum sjóðum
sem koma að fjármögnun svo sem
gegnum Norræna þróunarsjóðinn
(NDF) og fleiri.
Ég hvet því íslensk fyrirtæki til
að afla sér upplýsinga hjá Heims-
torgi Íslandsstofu, upplýsinga- og
samskiptagátt fyrirtækja sem
horfa til sóknar á nýjum og
spennandi mörkuðum. Ávinningur
allra af slíku samstarfi er ótví-
ræður.
Íslenskt atvinnulíf
svari ákalli þróunarríkja
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Samstarfssjóðurinn
er liður í viðleitni
okkar til að skapa fleiri
tækifæri til að nýta ís-
lenska þekkingu og
reynslu í þágu fátækari
þjóða.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.