Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Húðþétting Öflugasta og áhrifaríkastameðferðin sembýðst ámarkaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð og vinna burt appelsínuhúð. 20% afsláttur af HÚÐÞÉTTINGU NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Þéttir slappa húð á andliti & líkama Öflugastameðferðin við slappri húð Lloyd Garun 34.995.- / St. 40,5-46 Lloyd Jaron 32.995.- / St. 40-46 Lloyd Dumont 29.995.- / St. 40,5-46 Lloyd Marcus 32.995.- / St. 40,5-46 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE NÝ SENDING AF SKÓM Gísli Sigurðsson, pistlahöfundur Morg- unblaðsins, var ekki seinn á sér að svara grein minni sem birt- ist í blaðinu á mánu- dag. Svar hans í þriðjudagsblaðinu snýst fyrst og fremst um það að ég vilji gera hann ábyrgan fyrir orðalagi í nýj- ustu þýðingu Biblíunnar. Þessi við- brögð voru reyndar fyrirsjáanleg. Ég var varla búinn að senda grein mína til birtingar þegar ég áttaði mig á því að orðalag á einum stað í greininni væri óheppilegt og til þess fallið að Gísli rangtúlkaði það, þótt ólíklegt væri að aðrir gerðu það. Ég sendi því leiðrétta grein til blaðsins strax daginn eftir. Breytingin var í því fólgin að í stað orðanna „að Gísli skuli ekki gera tilraun til að breyta orðinu falsspá- menn“ skyldi koma „að Gísli skuli ekki gera athugasemd við orðið falsspámenn“. Því miður var leið- rétta greinin ekki birt. En sé tekið tillit til hennar stendur ekkert eftir í svari Gísla sem bitastætt getur talist. Málsvörn Gísla Eftir Þorstein Sæmundsson »Misvísandi orðalag í fyrri grein hafði þegar verið leiðrétt. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Hinn 10. september er Alþjóðadagur sjálfs- vígsforvarna. Þennan dag er sjónum beint að forvörnum sjálfsvíga ásamt því að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það er sorgleg staðreynd að árlega falla um 800.000 manns í sjálfs- vígi í heiminum. Á Íslandi svipta um 40 manns sig lífi á hverju ári. Í kringum 1950 fóru vísindamenn að rannsaka sjálfsvíg með markviss- um hætti. Áhugi þeirra sneri eink- um að forvörnum (prevention) en síðustu áratugi hefur vaxandi áhersla verið lögð á að skoða afleið- ingar sjálfsvíga fyrir aðstandendur. Árið 1967 setti Edvin Shneidman, forstöðumaður sjálfsvígsseturs í Los Angeles, fram hugtakið stuðn- ingur í kjölfar sjálfsvígs (post- vention) sem hefur síðan þróast í að vera lykilhugtak yfir það sem er gert eftir sjálfsvíg. Annars vegar að komast í gegnum áfallið og draga úr líkum á mögulegum heilsubresti og hins vegar stuðning fyrir aðstand- endur til að ná að sinna daglegum athöfnum og komast aftur til fyrri starfa. Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs hlaut árið 2014 viðurkenningu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem mikilvægur hluti sjálfs- vígsforvarna. Hugtakið er nú notað á heimsvísu sem hluti af heildstæðri nálgun í málaflokknum þar sem áherslan er jafnt á forvarnir, íhlutun og stuðning í kjölfar sjálfsvígs (sjá mynd). Það er löngu þekkt að sjálfsvíg er harmleikur og líf nánustu aðstand- Eftir Wilhelm Norðfjörð og Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur »Er hér kynnt í texta og með mynd hugtakið „postvention“ sem stuðningur við aðstandendur í kjölfar sjálfsvígs. Wilhelm Norðfjörð Wilhelm er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Þjóð gegn sjálfsvígum. Guðrún Jóna er verkefnastjóri emb- ættis landlæknis og fagstjóri Sorg- armiðstöðvar. Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir eykst sömuleiðis þar sem mót- stöðukraftur líkamans minnkar og ónæmiskerfi veikist. Þessar afleið- ingar eiga einkum við um nánasta fólk hins látna en sjálfsvíg snerta einnig fleiri í nærumhverfinu. Ef sá látni er á skólaaldri þarf að bregðast strax við þar sem hætta er á smit- áhrifum og keðjusjálfsvígum. Vinna þarf sérstaklega með vini og félaga í skóla og tómstundum og það sama má segja um vinnustaði þar sem vanlíðan og flóknar tilfinningar geta komið fram hjá samstarfsfólki. Þegar horft er á heildarmyndina má því sjá að stór hópur fólks hefur þörf fyrir stuðning í kjölfar sjálfs- vígs. Í rannsóknum koma fram tölur sem sýna að á bilinu 40-100 manns, til viðbótar við nánustu aðstand- endur, upplifa vanlíðan eftir sjálfs- víg. Sé miðað við íslenskar aðstæður þar sem um 40 sjálfsvíg eiga sér stað á ári má gera ráð fyrir að um 200 manns (fimm við hvert sjálfsvíg) þurfi að takast á við alvarlegar af- leiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu í kjölfar sjálfsvígs. Þetta eru foreldrar, makar, börn, systkini, ömmur, afar og nánir vinir. Ef ekk- ert er að gert eykst hætta á lang- varandi veikindum. Ofan á þennan fjölda bætast 40-100 einstaklingar sem tengdust hinum látna í daglegu lífi og þurfa stuðning af einhverjum toga. Í þessum hópi eru t.d. vinir, aðrir ættingjar, nágrannar, bekkjar- félagar, vinnufélagar, kennarar og þjálfarar. Á Íslandi eru því, varlega áætlað, um 2.000 manns á ári sem þurfa stuðning í kjölfar sjálfsvíga. Árið 2018 urðu þau gleðilegu tíð- indi að opinber aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi varð að veruleika. Áætlunin byggist á gagn- reyndum aðferðum og veitti heil- brigðisráðherra, Svandís Svav- arsdóttir, tímabundið fjármagn til að fylgja áætluninni eftir. Enn á þó eftir að tryggja fjármagn á fjár- lögum til lengri tíma til þessa mála- flokks og skorum við hér með á stjórnvöld að gera það. Ef litið er til landa sem hafa tekið sjálfsvígsforvarnir föstum tökum þá eru þar til staðar ákveðin kerfi sem fara í gang við sjálfsvíg. Þetta eru gjarnan lönd sem eru með lög og reglugerðir um sjálfsvígsforvarnir. Við getum því valið úr kerfum sem reynst hafa vel. Í mörgum löndum virkjast viðbragðshópur innan 24 klst. frá sjálfsvígi sem sér um að skipuleggja og veita stuðning við alla aðstandendur sem voru í nánum tengslum við þann látna. Aðstandendur á Íslandi hafa bent á að stuðningur sé í dag takmark- aður, tilviljanakenndur og ómark- viss. Ekki er samræmi á veittum stuðningi eftir búsetu og einnig spil- ar stuðningsnet og tengingar fólks sem næst stendur inn í kerfið stóran þátt í því hvernig stuðning þeir fá. Við sem þetta ritum viljum hvetja hlutaðeigandi aðila allra kerfa, þ.e sveitarfélög, lögreglu, félagsþjón- ustu, heilsugæslu og skóla, til að taka þátt í markvissri samvinnu þannig að stuðningur í kjölfar sjálfs- vígs verði tekinn föstum tökum. All- ir þurfa að leggjast á eitt við að vinnulag og verkferlar verði sam- ræmdir á öllum stigum. Einnig að fræðsla um sjálfsvígsfræði; for- varnir, íhlutun og stuðning í kjölfar sjálfsvígs, verði aukin. Við þurfum öll að standa saman til að tryggja öllum aðstandendum eftir sjálfsvíg greiða leið að heildrænum stuðningi. enda verður ekki það sama og áður var. Stuðningur nærumhverfis, fjöl- skyldu, vina, nágranna, skólafélaga, vinnufélaga og fagfólks er því nauð- synlegur. Rannsóknir hafa sýnt að 5-6 nánustu aðstandendur upplifa sterk og flókin sorgarviðbrögð sem hafa áhrif á andlega líðan. Upp get- ur komið kvíði, þunglyndi, áfalla- streita, sjálfsvígshugsanir og jafnvel sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Hætta á líkamlegum veikindum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.