Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Grandagarði 13 Glæsibæ, 5. hæð Sími 510 0110
eyesland.is
Gleraugu fyrir
alla fjölskylduna
Marta María
mm@mbl.is
Um er að ræða 51 fm parhús sem byggt var 1924.
Húsið þarfnast svolítillar ástar og því væri ekki úr
vegi að húsið kæmist í hendur á fólki sem kynni að
meta það. Húsið stendur við Óðinsgötu en er bak-
hús þannig að ónæði frá umferð er sáralítið.
Í eldhúsinu er hvít innrétting með svörtum höld-
um. Parket er á gólfum og hefur baðherbergi verið
endurnýjað nýlega. Eins og sjá má á myndunum
gæti þetta verið eitthvað fyrir þá sem vilja lifa
drauminn sinn.
Hægt er að skoða húsið nánar á Fasteignavef
mbl.is og er ásett verð 40,9 milljónir.
Ódýrasta og minnsta parhúsið
Draumurinn um sérbýli er sterkur
hjá landanum og líka draumar um
að búa í 101 Reykjavík. Hér getur
þú sameinað þetta tvennt með því
að festa kaup á einu minnsta og
ódýrasta parhúsi landsins sem
stendur við Óðinsgötu 18.
Phantom-ilmurinn frá Paco Rab-
anne er ekki bara með góðri lykt
heldur er ilmvatnsglasið sjálft mik-
ið stofustáss. Ef þér hefur einhvern
tímann dottið í hug að geyma ilm-
inn þinn inni í stofu þá er tækifærið
núna. Um er að ræða fágaðan
herrailm sem samanstendur af sítr-
us, lavander og vanillu. Ef þig lang-
ar að gera eitthvað fyrir þig þetta
haustið þá væri það að fjárfesta í
þessu glasi.
Jean Paul Gaultier er þekktur
fyrir góða ilmi. Nú hefur ilmurinn
Scandal bæst í flóruna en hann er
ekki bara í konunglegu glasi heldur
ilmar hann konunglega. Þessi ilmur
er sérsniðinn fyrir leiðtoga heims-
ins, fyrir sigurvegarann og hetjuna
sem berst alla daga fyrir betri til-
veru. mm@mbl.is
Fyrir leiðtogann Scandal frá Jean
Paul Gaultier er konunglegur ilmur.
Tveir fram-
úrskarandi
herrailmir
Haustið er ekki bara tími
til að fara í ræktina og
borða hollari mat. Haust-
ið er tíminn til að ilma
vel. Á dögunum voru
kynntir tveir nýir ilmir
sem þykja ansi góðir.