Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 ✝ Ísleifur Þor- björnsson bif- vélavirkjameistari fæddist á Skaga- strönd 9. sept- ember 1951. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 28. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Sigurðardóttir, f. 3.6. 1930, d. 10.12. 2015, og Þorbjörn Jónsson, f. 26.7. 1922, d. 2.9. 1986. Systkini Ís- leifs eru Ómar Örn, f. 8.6.1946, Hrefna, f. 2.1. 1948, Guðbjörg Jóney, f. 26.7. 1949, Valborg, f. 3.9. 1950, Sigurður, f. 30.1. 1953, Hallbjörn, f. 9.5. 1954, Daníel Karlsson, f. 8.5. 1973, b) Hrefna Dröfn, f. 25.4. 1987, maki hennar er Kári Skúlason, f. 28.6. 1986, dætur þeirra eru Dagbjört, f. 27.3. 2014, og Lovísa, f. 3.6. 2017. Ísleifur ólst upp á Skaga- strönd til 16 ára aldurs. Hann fluttist til Reykjavíkur og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist það- an sem bifvélavirkjameistari. Hann starfaði við bifvélavirkj- un árin eftir útskrift hjá Fiat-- umboðinu. Síðar vann hann við umsýslu varahluta í bifreiðar og vélsleða hjá Sambandinu og síðan Merkúr. Þar sérhæfði hann sig í umsýslu með Yama- ha-vélsleða og varahluti og vann áfram við það hjá Toy- ota-umboðinu og síðar hjá Arc- tic Trucks. Síðustu ár vann Ís- leifur hjá Tékklandi Bifreiða- skoðun í Reykjavík. Ísleifur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 9. september 2021, kl. 13. Þráinn Garðar, f. 15.9. 1955, Heið- dís, f. 26.6. 1957, Kristjana f. 16.3. 1959, Heiðrún Bára, f. 22.9. 1960, Þröstur, f. 10.6. 1962, Sonný, f. 11.8. 1964. Ísleifur kvæntist Pétrínu Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 24.3. 1950, d. 9.3. 1977, árið 1973, sonur þeirra er Hjalti Þór, f. 3.4. 1974, d. 27.12. 2004. Seinni kona Ísleifs er Alda Hafdís Sigurðardóttir, f. 3.4. 1955. Dætur Ísleifs og Hafdís- ar eru a) Sveinlaug, f. 4.10. 1978, maki hennar er Magnús Elsku pabbi, þetta er svo sárt og svo skrítið að þú hafir kvatt svona skyndilega. Lífið getur verið svo ósanngjarnt. Líf þitt var svo sann- arlega ekki dans á rósum, áföllin voru stór og smá en sárast af öllu er að hafa misst elsku bróður minn Hjalta Þór aðeins þrítugan að aldri. Sú sorg bjó alltaf innra með þér. Síðustu ár eftir að þið mamma keyptuð sælureitinn Akurgerði sá ég hvað þér fór að líða betur í sál- inni og þú elskaðir ekki neitt meira en að vera í bústaðnum. Í hvert skipti sem við komum spurðir þú: „Líður ykkur ekki vel hérna, hvað viljiði hafa betra?“ Að koma upp í bústað var viss frelsistilfinning, allt stress og vesen var ekki til. Þú gast endalaust verið að dunda þér við lít- il sem stór verkefni, stækka pall- inn, bera á, setja upp gróðurhús eða slá blettinn. Alltaf var eitthvað á dagskránni og þú elskaðir að dunda þér á þínum hraða, enginn asi, bara spá og spekúlera í róleg- heitunum. Margsinnis þakkaðir þú mér fyrir hvað ég var viljug að dúll- ast með þér í smíðum og verkefn- um, þú sagðir að ég kæmi þér í gang. Sannleikurinn er sá að ég elskaði þennan tíma með þér og mun sakna hans. Við skildum hvort annað svo vel og gátum hlegið að vitleysunni hvort í öðru, við vorum stundum eins og haltur leiðir blind- an en við skemmtum okkur. Það seinasta sem við smíðuðum saman var útisturtan, sem þig dreymdi um frá fyrsta degi. Því miður var ekki búið að tengja hana en ég lofa að það verður gert. Í æsku varstu mér mjög góður faðir, ég gleymi t.d. ekki þegar þú varst búinn að gera upp hjól fyrir mig og sprauta það rautt, mikið sem ég var stolt og ánægð. Útileg- urnar og veiðiferðirnar á Þingvelli, bústaðarferðir á Bifröst, Beni- dorm-ferðin, allt svo góðar minn- ingar. Þú varst svo blíður og ljúfur, skiptir aldrei skapi. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér og við áttum oft skemmtileg bullsamtöl saman. Þegar ég hugsa til þín þá man ég ekki til þess að þér hafi orðið heitt í hamsi, við gátum alltaf rætt málin. Unglingsárin voru erfið, Hjalti mikið veikur en þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti og ekki síður núna í seinni tíð. Okkar vinátta var búin að styrkjast svo mikið. Það sem ég fann fyrir vellíð- an fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að segja við þig t.d. í lok símatals „love you“ og þú svaraðir „elska þig líka“. Elsku yndislegi pabbi minn, minning þín lifir með okkur og ég veit að ég á eftir að reyna að spyrja þig hvernig á ég að gera þetta og hitt og mun ég halda áfram að vera lausnamiðuð eins og þú varst og ganga í verkin, ekki láta hindranir stoppa mig. Love you, elsku pabbi. Hinsta kveðja, Sveinlaug. Elsku pabbi minn, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn. Við Kári vorum einmitt að ræða saman um stórafmælið þitt þegar við fáum þetta örlagaríka símtal. Tíminn stöðvaðist um stund og ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða gera. Í dag fögnum við seinasta af- mælisdeginum þínum þar sem þú ert viðstaddur, þínu lífi og öllum góðu minningunum sem við eig- um. Við ætlum að hlusta á lögin þín og njóta með þér í hinsta sinn. Þú varst alltaf svo ljúfur og góður við okkur, svo ótrúlega yfirvegað- ur og með mikið jafnaðargeð. Þú hafðir einnig svo ótrúlega mikla þolinmæði gagnvart mér. Einu sinni var ég búin að fá ykkur til að mála herbergið mitt blátt. Þú, lit- blindur maðurinn, fórst með mér að velja lit. Þegar við komum heim þurfti unglingurinn ég auð- vitað að vera annars staðar. Þegar ég kom aftur heim síðar um kvöldið og sá litinn á veggjunum fékk ég áfall. Ég sagði við þig að ég gæti ómögulega sofið í þessu herbergi. Ég efast um að flestir hefðu haldið ró sinni á þessum tímapunkti, en þér tókst það. Þú framkvæmdir hlutina, stundum kannski aðeins of fljótur á þér, og í þetta skiptið kom það okkur í koll. Vilji þinn til þess að gera sum- arbústaðinn að heilögum fjöl- skyldustað var einlægur. Ákveðið var að fjárfesta í niðurgröfnu tram- pólíni fyrir afastelpurnar, nokkuð sem enginn ætti einu sinni að íhuga án þess að hafa 10 tonna skurð- gröfu tiltæka í verkið. Margir dag- ar af handmokstri, flugnabitum og tilfæringum á stórum og þungum steinum tóku við, þar sem þú varst í fararbroddi, allra manna dugleg- astur með gleðina að vopni söngl- andi „Hey Mr. trampoline man play a song for me“. Þú varst hand- laginn, þótt oft hafi handverkið bor- ið með sér einkennandi hátt yfir- bragð. En það var nákvæmlega eins og þú vildir hafa það – því „við erum nú bara í sveitinni“ sagðir þú glottandi. Það var aldrei hafist handa fyrir hádegi, því það var mikilvægt fyrir þig að þetta væri líka staður til að hvílast á. Þrátt fyr- ir endurteknar sögur og afrek, eins og þegar þú fórst í bæinn og ætl- aðir að kaupa þvottavél en keyptir þess í stað íbúð, um fararstjórann sem hresstist við hvern sopann úr kókflöskunni þegar leið á rútuferð í einni af Jamaica-ferðum ykkar hjóna, eða þegar þú settir á eitt- hvert fáheyrt lag og spurðir okkur um flytjanda til þess að stríða okk- ur, þá naut maður þess alltaf að hlusta á þig, sitjandi úti að horfa yf- ir sveitina eða á stjörnurnar í heita- pottinum. Afastelpurnar þínar Dagbjört og Lovísa elskuðu að eyða tíma með ykkur þar. Ég veit að þú sást ekki ljósið fyrir þeim og varst orðinn spenntur að fá þriðju afastelpuna í hendurnar, en hún er væntanleg á næstu dögum eða vik- um. Það er ólýsanlega erfitt að hugsa til þess að hún muni ekki fá tækifæri til að kynnast þér í eigin persónu. Elsku pabbi, ég mun sakna húmorsins, hlátursins, faðm- lagsins og fíflalátanna. Núna ertu kominn til Hjalta bróður og ég veit að þið eruð að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég elska þig og mun sakna þín óendanlega mik- ið, þar til við hittumst aftur síðar. Meira á www.mbl.is/andlat Þín dóttir, Hrefna Dröfn. Í dag er höggvið stórt skarð í systkinahópinn okkar. Elsku bróðir okkar hann Ísleifur er látinn. Ísleifur var glaðlyndur maður, hjartahlýr og glettinn, hann var ungur og hress í anda og mikill töffari. Hann hafði ljúfa lund og einstakt jafnaðargeð. Það var alltaf stutt í grínið og stríðnina. Ísleifur var mikil tónlistarunnandi og naut þess flesta daga að hvíla hugann við að hlusta á sínar uppáhalds hljóm- sveitir og tónlistarmenn. Hann var „rokkarinn í fjölskyldunni“ sagði einn systursonur hans um hann. Minning okkar um Ísleif er sterkt bundin tónlistinni sem hann unni; Marley, Crosby Stills, Nash & Yo- ung, Creedence Clearwater Revi- val og öllum hinum. Hér áður fyrr hittumst við oft með öðrum fjöl- skyldumeðlimum og vinum með nokkra gítara og sungum saman. Uppáhald Ísleifs á þessum stund- um var lagið Teach Your Children og allir sungu með. Sorgin og söknuðurinn er mikill. Hann er ekki farinn, hann verður alltaf með okkur, einn af okkar stóra nána systkinahópi. Við höld- um áfram að syngja uppáhaldslög- in hans þegar við hittumst, segjum sögur af honum og hugsum til hans alltaf, með þakklæti fyrri allt. Elsku Hafdís, Sveinlaug, Hrefna, Maggi, Kári og afastelp- urnar Dagbjört og Lovísa, við vott- um ykkur innilega samúð, minn- ingin lifir um fallegan og yndislegan dreng. Hjartans kveðja, Guðbjörg, Valborg, Krist- jana, Hrefna, Sonný, Heiðrún og Heiðdís. Í dag kveðjum við ástkæran bróður okkar, Ísleif Þorbjörnsson. Ísleifur ólst upp á Skagaströnd, í stórum systkinahópi í Akurgerði. Ísleifur átti fjöruga æsku og átti góðan og uppátækjasaman vina- hóp. Ísleifur var úrræðagóður og hjálpsamur, sem var góður undir- búningur út í lífið. Ísleifur fór snemma suður til vinnu og náms þar sem hann lærði bifvélavirkjun og vann við störf tengd því til æviloka. Ísleifur hafði yndi af tónlist og naut þess að spila á gítar og syngja í góðra vina hópi. Ísleifur kynntist sorginni þegar hann missti fyrri eiginkonu sína, Petrínu, og síðar son þeirra, Hjalta Þór. Síðar kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Hafdísi, og eignuðust þau saman tvær dætur, Sveinlaugu og Hrefnu Dröfn. Þegar var farið að styttast til starfsloka létu þau drauminn ræt- ast og festu kaup á sumarbústað sem þau nefndu Akurgerði. Þá kom bóndinn og hagleikssmiðurinn upp í Ísleifi, sem hann naut svo sann- arlega til síðasta dags. Farinn til annarra heima, frjáls undan oki hvers manns. Þinni minningu munum ei gleyma, þótt lífið hér kalli á stans. (Hallbjörn Þorbjörnsson) Við viljum votta fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Missir okkar er mikill en minn- ingin um góðan og yndislegan bróður varir að eilífu. Þínir bræður, Ómar Örn, Sigurður, Hallbjörn, Þráinn Garðar og Þröstur. Æskuvinur minn, Ísleifur Þor- björnsson, er látinn eftir stutta bar- áttu við hjartabilun sem varð þess- um þrautseiga ljúflingi ofviða. Á kveðjustundum þyrlast að minn- ingar og atvik frá þeirri vegferð sem farin var saman og þrátt fyrir sorg koma gleðistundir í gegn og lýsa upp farinn veg. Það voru svo sannarlega gleðistundir sem við áttum í amstri æskudaganna sem voru fullir af sólskini, leikjum og skemmtilegum uppátækjum. Ein af mörgum góðum minningum var þegar við sem smástrákar vorum að byggja okkur snjóhús og feng- um fréttir um að heimsendir væri í nánd. Við settumst á rökstóla um hvort nokkurt vit væri að halda áfram með snjóhúsið með endalok heimsins yfirvofandi. Eftir stutt samtal setti Ísleifur upp sitt kank- vísa bros og sagði að við skyldum bara halda áfram, það væri ekkert víst að þessi heimsendir kæmi. Snjóhúsa heimsins hafa síðan beðið önnur örlög en þess að veröldin færist og Ísleifur hefur í áranna rás ekki tekið mark á neinni vitleysu frekar en þá. Ísleifur var líka oftast hugmyndafræðingurinn í hinum ýmsu uppátækjum sem sjaldan vafðist fyrir að framkvæma, hvort sem það var að smíða leikfangabíla eða gítara úr pappaspjöldum og spýtu eða búa til kúrekabyssur og hatta úr krossvið og bylgjupappa. Þar komu strax fram þeir eiginleik- ar sem prýddu hann alla tíð; útsjón- arsemi, handlagni og óbilandi jafn- aðargeð. Þegar við urðum eldri og settumst að hvor í sínum landshlut- anum urðu samverustundirnar færri en það var alltaf eins og við hefðum hist í gær þótt mánuðir hefðu liðið. Þannig er góð vinátta, skilyrðislaus og án kröfu um eitt eða annað. Tíminn nýttur til að njóta samveru og skiptast á upplýs- ingum um hvor annars hagi, vera saman. Ísleifur hafði létta og glaða lund og var alinn upp í stórum hópi glaðværra systkina þar sem tónlist var jafnan í öndvegi enda foreldr- arnir báðir tónelskir og lagvissir. Það var líka sagt um þau systkinin í Akurgerði að þau hefðu flest verið farin að syngja áður en þau fóru að tala. Ísleifur var því ekki gamall þegar hann lærði fyrstu gripin á gítar og eftir það urðu þeir ævi- félagar, hann og gítarinn. Hvenær sem þessi skemmtilegi systkina- hópur kom saman voru margir gít- arar á lofti og tónlistin tók yfir. Þar naut Ísleifur sín og átti um það ein- faldan sannleika: „Þetta er lífið.“ Þótt hann hafi notið margrar gæfu og átt góða að þá var hann ekki laus við áföll því hann missti fyrri konu sína, Petrínu, og seinna son þeirra, Hjalta Þór, úr arfgengum sjúk- dómi. Úr slíkum áföllum verður kannski aldrei unnið til fulls en hann tókst á við þau með jafnlyndi sínu og bjartsýni. Hann eignaðist líka yndislega konu, Hafdísi og dæturnar Sveinlaugu og Hrefnu Dröfn, og svo komu tengdasynir og afastelpur, fjölskylda, sem hefur verið honum allt. Það eru forrétt- indi að eignast góða, trausta vini sem reynast samir og jafnir hvað sem á gengur. Þeirra forréttinda nutum við sem áttum Ísleif Þor- björnsson að. Það er sárt að geta ekki sagt það við hann en þið hin megið gjarnan vita að hann var gull af manni. Magnús B. Jónsson, Skagaströnd. Í dag kveðjum við kæran vin okkar, Ísleif Þorbjörnsson, sem fallinn er frá allt of snemma. Starfs- ævi hans var um það bil að ljúka og handan við hornið voru áform um samverustundir með fjölskyldunni í sumarbústaðnum þeirra. En eng- inn veit hvað morgundagurinn fær- ir okkur og á það vorum við áþreif- anlega minnt þegar Ísleifur veiktist skyndilega og kvaddi. Ísleifi kynntist ég fyrst hjá Petu systur minni. Ísleifur og Peta gengu í hjónaband og eignuðust soninn Hjalta Þór. Peta veiktist og lést 26 ára gömul árið 1977 þegar Hjalti Þór var á þriðja ári. Ísleifur giftist Hafdísi frænku minni sem gekk Hjalta Þór í móð- urstað þar til Hjalti Þór lést eftir löng og erfið veikindi aðeins þrítug- ur að aldri. Hafdís og Ísleifur eign- uðust tvær dætur, Sveinlaugu og Hrefnu Dröfn, sem nú kveðja föður sinn. Mikill vinskapur var milli okk- ar alla tíð og áttum við góðar sam- verustundir. Við spiluðum golf hér heima og fórum líka saman til Spánar í golfferð. Óteljandi ferðir voru farnar í sumarbústaðinn okk- ar Dídíar þar sem Ísleifur átti ófá handtökin og hjálpaði okkur að klára bústaðinn. Ísleifur og tónlist- in áttu samleið alla tíð. Hann var mikill unnandi tónlistar og gat ekki án hennar verið. Gítarinn var aldrei langt undan, það var því oft kátt á hjalla og mikið sungið og spilað oft langt fram á nótt. Eftir að Hafdís og Ísleifur eign- uðust sumarbústaðinn sinn hafa þau verið þar nær öllum stundum í frítíma sínum. Þar nutu þau sín vel með fjölskyldunni og sárt er til þess að hugsa að Ísleifur hafi ekki fengið lengri tíma og er hans sárt saknað. Nú er komið að leiðarlokum. Við þökkum Ísleifi samfylgdina og allar samverustundir liðinna ára. Haf- dísi, Sveinlaugu, Hrefnu Dröfn og fjölskyldum sendum við hjartan- legar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir með okkur. Sigurður Gunnarsson og Kristín María Ólafsdóttir. Ísleifur Þorbjörnsson Okkar yndislegi og ástkæri GRETTIR GRETTISSON rafiðnfræðingur, Ólafsgeisla 20a, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 6. september á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 16. september klukkan 13. Jenný Stefanía Jensdóttir Jens Grettisson Kolbrún Eva Sigurðardóttir Íris Rut Grettisdóttir Mosi Jenný Stefanía Jensdóttir Benjamín Darri Jensson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN LÁRUS SÆMUNDSSON frá Teigi í Hvammssveit, Dalasýslu, Gerplustræti 17, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti mánudaginn 13. september klukkan 13. Guðrún Einarsdóttir Einar Þórir Kristjánsson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Pálmi Bjarnason Kristján Rúnar Kristjánsson Anna Sigurðardóttir Gísli Kristjánsson Guðjón Ingi Kristjánsson Brá Guðmundsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER GUÐBJÖRG HARALDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 24. ágúst í faðmi fjölskyldu sinnar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið, kennitala: 700169-2789, reikningsnúmer: 301-26-706. Agnar Þór Aðalsteinsson Halldóra S. Hafsteinsdóttir Valur Sveinbjörnsson Margrét Hafsteinsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Jóhann Smári Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.