Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
✝
Anna Margrét
Þorsteins-
dóttir fæddist 5.
ágúst 1939. Hún
lést 23. ágúst
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Svanlaug
Einarsdóttir
(1911-1981) og
Þorsteinn Guð-
mundsson (1917-
1955).
Maki hennar var Hörður
Kristbjörn Jónsson (1934-
2017).
Foreldar hans voru Ragn-
hildur Hannesdóttir (1905-
1969) og Jón Ásgeir Guð-
mundsson (1895-1981).
Börn Önnu og Harðar eru
Jón Ragnar Harðarson, maki
hans var Aðalheiður Þor-
steinsdóttir og börn þeirra
eru 1. Hrafnkell, maki hans
Þórunn Bergdís Heimisdóttir,
2. Anna Stína, maki hennar
Bjarni Viðar Hólmarsson, syn-
ir þeirra eru Viktor Bjarki og
Brynjar Óli, 3. Þóra Steina,
maki hennar er Arnþór Freyr
Guðmundsson, sonur Rökkvi.
Svanlaug Elín Harð-
ardóttir, hennar maki er
Theodór Skúli Þórðarson,
dætur þeirra eru 1. Eydís
Anna, 2. Vala
Kristín.
Dóttir Harðar
og stjúpdóttir
Önnu er Jóna
Björk Guðmunds-
dóttir, hennar
maki er Jóhannes
Sigurbjörnsson,
börn þeirra eru 1.
Guðmundur
Bjarki, dóttir hans
er Rúna Björk, 2.
Gréta, maki hennar er Haf-
steinn Þórisson, börn þeirra
Helga María, Jóhannes Valur,
Hafrún Tinna.
3. Björn Fannar, maki hans
er Guðrún Guðmundsdóttir,
börn þeirra eru Brynjar
Pálmi, Guðmundur Andri og
Emelía Karen.
Anna Margrét lauk námi
frá Húsmæðraskólanum á
Laugarvatni og síðar útskrif-
aðist hún frá Húsmæðrakenn-
araskóla Íslands á Laug-
arvatni.
Hún starfaði lengi hjá Nátt-
úrulækningabúðinni og síðar
við kennslu sem heim-
ilisfræðikennari við Árbæj-
arskóla þar sem hún lauk sín-
um starfsferli.
Útför hennar fór fram í
kyrrþey 1. september 2021.
Um yndislegu Önnu Möggu á
ég margar góðar minningar og
þær ná langt aftur. Ætli árin
séu ekki orðin 66 frá því að
Hörður móðurbróðir minn
sendi mig í mjólkurbúðina að
spyrja laglegu brúneygðu stúlk-
una sem þar afgreiddi, að nafni.
Þar hófst sagan þeirra.
Anna og Hörður áttu sér
sælureit að Minna-Mosfelli i
Grímsnesi og þar undu þau sér
best og þangað tóku þau mig
með sér hvert sumar sem og í
önnur ferðalög. Æska mín hefði
orðið önnur án þeirra.
Árin liðu og áfram var gott
að eiga þau að.
Síðasta ferðalag okkar Önnu
saman var fyrir nokkrum árum
til Noregs þegar hún fór með
okkur Helga í fermingu barna-
barns okkar þar.
Anna var góð og hún var al-
veg einstaklega skemmtileg og
þegar lífið færði henni sorgir og
heilsuleysi þá kvartaði hún
ekki.
Hún vissi ekkert betra en að
hafa fólkið sitt í kringum sig,
því fleiri þvi betra og það var
vænn hópur í kringum hana
þegar hún kvaddi.
Öllu hennar góða fólki votta
ég samúð mína.
Þórdís Guðmundsdóttir
Anna Margrét
Þorsteinsdóttir
Ég kveð þig með
miklum söknuði,
elsku Adda systir
mín og trúnaðarvin-
kona, þú varst frá fyrstu tíð stóra
fyrirmyndin mín og mér fannst yf-
irleitt allt sem þú sagðir og gerðir
vera það rétta og t.d. áttir þú ríkan
þátt í að móta mig á unglingsárun-
um. Þú sem varst elst í okkar stóra
systkinahópi barst mikla um-
hyggju fyrir okkur hinum og eftir
að þið Sigurjón hófuð búskap
dvöldu nokkur þeirra yngstu oft
hjá ykkur um lengri eða skemmri
tíma. Á unglingsárunum var alltaf
tilhlökkunarefni að taka rútuna til
Hveragerðis og heimsækja Öddu,
oft yfir helgi, ekki síst eftir að þau
eignuðust frumburðinn sinn hana
Bryndísi sem var svo skemmtileg
og mikill gleðigjafi. Seinna meir
áttaði ég mig á því að þetta hafi nú
kannski verið fullmikill átroðning-
ur á heimili ungu hjónanna en aldr-
ei skynjaði ég það, alltaf var manni
vel tekið og í minningunni var alltaf
gaman, góður matur og nýbakaðar
kökur. Já, hún systir mín var svo
myndarleg í öllum sínum verkum,
heimilið hennar endurspeglaði
snyrtimennskuna og fallegan
smekk. Hún var líka svolítil pjatt-
rófa, elsku systir mín, hafði yndi af
að kaupa sér falleg föt og ekki síst
skó, sem hún átti yfirleitt í góðu úr-
vali. Í síðustu heimsókn minni til
hennar á hjúkrunarheimilið í sum-
ar hafði hún orð á því að hún þyrfti
að kaupa sér nýja skó. Og veisl-
urnar og kaffiboðin hjá Öddu voru
með miklum glæsibrag og kæmi
maður í óvænta heimsókn þá virtist
hún yfirleitt eiga einhverja góm-
sæta heimatilbúna eplaköku eða
annað í frystinum, gestrisnin var í
Arnþrúður Kristín
Ingvadóttir
✝
Arnþrúður
Kristín Ingva-
dóttir fæddist 25.
maí 1942. Hún lést
10. júlí 2021.
Útför Arnþrúðar
Kristínar fór fram
22. júlí 2021.
fyrirrúmi á þessu
heimili.
Mitt fyrsta ferða-
lag út á land þegar ég
var 16 ára var ferð
með þeim Öddu og
Sigurjóni á æsku-
stöðvar Sigurjóns
norður í landi, þetta
var mikið ævintýri og
eftirminnileg ferð.
Seinna í gegnum árin
fórum við systur
ásamt mökum í margar ferðir til
sólarlanda og líka innanlands með
hjólhýsin okkar, sem voru sérlega
skemmtilegar ferðir og við áttum
dýrmætar samverustundir í þess-
um ferðum. Við höfðum alltaf svo
margt að spjalla systurnar og voru
umræðurnar bæði málefni þessa
heims og oft líka annarra sem við
deildum sameiginlegum áhuga á.
Fyrir tæpum fjórum árum
heimsóttu þau hjón ásamt dóttur
og tengdasyni dótturdóttur í
London, þetta var að sögn einkar
skemmtileg ferð og Adda naut sín
svo vel og þræddi stræti Lund-
úna af miklu kappi svo að ferða-
langarnir áttu fullt í fangi með að
fylgja henni eftir. Aðeins nokkr-
um dögum eftir þessa skemmti-
legu ferð greindist systir mín
með illvígan sjúkdóm sem hún
háði baráttu við til dauðadags. Í
þessu erfiða ferli sýndi hún aðdá-
unarvert æðruleysi og dugnað.
Var svo óendanlega þakklát fyrir
tímann sem hún fékk með fólkinu
sínu og notaði hann eins vel og
kostur var. Síðustu mánuðina
dvaldi hún á hjúkrunarheimili,
það reyndist henni auðvitað erfitt
á stundum en þar naut hún jafn-
framt endalausrar umhyggju
sinna nánustu sem hún var líka
svo þakklát fyrir.
Hjartkæra systir mín, eftir að
þú kvaddir er tómarúm í hjart-
anu mínu, bið englana að umvefja
þig birtunni og leiða þig til ljóss-
ins.
Þín elskandi systir,
Aðalheiður.
✝
Garðar Ein-
arsson fæddist
á Sæbóli í Kaldr-
ananeshreppi í
Strandasýslu 11.
nóvember 1948.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 15. ágúst
2021.
Foreldrar hans
voru Einar Jakob
Jónsson frá Sæbóli
í Kaldrananeshreppi í Stranda-
sýslu, f. 14. júlí 1914, d. 28. jan-
úar 2007, og Hólmfríður Pálma-
dóttir frá Akureyri, f. 28. ágúst
1919, d. 11. apríl 2010. Garðar
átti fimm systkini, þau eru:
Kristjana, f. í september 1939,
hún lést tveggja vikna gömul;
Steingrímur, f. 25. apríl 1941, d.
dóttir, sem eru bæði látin. Garð-
ar og Guðbjörg eignuðust einn
son, Einar Má, f. 25. okt. 1968.
Eiginkona hans er Eimee Bern-
aldez Damasin, f. 9. ágúst 1979,
og synir þeirra eru Garðar Már,
f. 5. nóv. 2006, og Eythan Már, f.
24. maí 2011.
Garðar ólst upp á Drangsnesi
á Ströndum og lauk þaðan
barnaskólaprófi. Hann hóf
snemma að vinna og var hann
fljótur að byrja að sækja sjóinn
líkt og bræður hans allir. Garðar
vann ýmis störf um ævina. Hann
starfaði meðal annars í fiskbúð-
inni Sæbjörgu og fiskbúðinni
Hafrúnu í mörg ár áður en hann
hóf störf hjá Slippfélaginu þar
sem hann starfaði allt þar til í
apríl á þessu ári. Garðar greind-
ist með lungnakrabba fyrir sex
árum. .
Útför Garðars fór fram í
kyrrþey að hans ósk 2. sept-
ember 2021.
29. mars 2014. Eig-
inkona hans var
Inga Jóna Stein-
grímsdóttir, hún
lést 2002; Jón Krist-
ján, f. 8. apríl 1943,
d. 21. des. 2012.
Eiginkona hans er
Ingibjörg Hjörvar;
Sigurður Pálmi, f.
18. apríl 1946. Eig-
inkona hans er
María Teodora Ge-
Múnoz; Smári, f. 20. október
1950. Eiginkona hans er Bára
Reynisdóttir.
Hinn 14. júlí 1968 kvæntist
Garðar eiginkonu sinni, Guð-
björgu Ólafíu Bárðardóttur, f.
11. nóv. 1945, d. 28. okt. 2013.
Foreldrar hennar voru Bárður
S. Bárðarson og Helga Guðjóns-
Góður félagi, Garðar Einarsson,
hefur kvatt þessa jarðvist. Garðar
gekk í Félag harmonikuunnenda
Reykjavík á fyrstu árum þess og
hefur líklega fylgt Steina svila sín-
um og Gústu mágkonu. Hann gekk
til liðs við hljómsveit FHUR í
kringum 1990. Hann hafði afskap-
lega þægilega nærveru og fallegt
bros. Hann lærði á harmoniku hjá
Karli Adolfssyni og Reyni Jónas-
syni. Báðir voru meðal þeirra sem
stjórnuðu hljómsveitum sem hann
lék með. Það var aðdáunarvert hve
hann var duglegur að mæta þrátt
fyrir mikla vinnu við fiskbúðina og
veikindin síðar. FHUR var í upp-
hafi með tvær hljómsveitir sem
spiluðu ýmist saman eða hvor fyrir
sig. Hljómsveit Karls Adólfssonar
fékk æfingaaðstöðu í sal hjá
Kleppsspítala og þangað mætti
Garðar og þar voru okkur kynnt
swing-lögin og Django og fleiri fínir
höfundar. Karl útsetti fyrir alla
hljómsveitarmeðlimi og gerði oft
flóknar útsetningar fyrir Gretti
Björnsson, Reyni Jónasson og Sig-
urð Alfonsson en við hin fengum
þægilegri nótur. Meðan þau Garð-
ar og Gugga áttu húsbílinn komu
þau í harmonikuútilegur með okk-
ur. Garðar starfaði árum saman í
fiskbúðum, en hjá Slippfélaginu
síðastliðin 16 ár og naut hann sín
vel þar með góðum félögum. Hann
hugsaði vel um Guggu sína. Eftir
að hún lést var hann opnari um sín
mál og var staðráðinn í að taka á
næsta stóra verkefni sem hann
fékk úthlutað. Þegar hann varð sjö-
tugur fór hann til Berlínar ásamt
góðum ferðafélaga. Hann tjáði for-
manni að hann yrði undir Brand-
enborgarhliðinu kl. 11:11 hinn 11.
nóvember. Formaðurinn var þá úti
í Berlín líka og við maki minn
mættum á tilsettum tíma við hliðið
en sáum hvergi Garðar. Seinna
sagði hann mér, kíminn á svip, að
hann hefði verið á íslenskum tíma.
Við félagarnir, og aðrir, eigum góð-
ar minningar um alls konar spjall
og góða samveru. Nú er hann kom-
inn í eilífa sumarlandið með Guggu
sinni og við þökkum innilega sam-
fylgdina og vottum nánustu að-
standendum innilega samúð okkar.
Minning hans mun lifa.
Fyrir hönd Félags harmoniku-
unnenda í Reykjavík,
Elísabet Halldóra Einarsdóttir,
formaður FHUR.
Hinsta kveðja frá vinnufélögum
í Slippfélaginu
Fallinn er frá Garðar Einars-
son. Garðar hafði starfað með
okkur í Slippfélaginu í nær 20 ár.
Það var strax ljóst að þar var
kominn frábær starfsmaður þótt
hann væri ekki af yngri kynslóð-
inni. Hans aðalstarf var lagerv-
inna, sem hann leysti af hólmi
óaðfinnanlega svo eftir var tekið
og vorum við heppnir að fá að
njóta góðra starfskrafta hans sem
og einnig viðskiptavinir okkar. En
Garðar varð ekki bara vinnufélagi
okkar, heldur góður vinur, en góð-
mennska og hollusta var honum í
blóð borin. Og þegar Garðar gekk
svo í gegnum erfið veikindi sem
hófust fyrir nokkrum árum hélt
hann ótrauður áfram að mæta til
okkar því ekki var annað í boði en
að standa sína vakt. Það var svo í
apríl sl. að Garðari okkar þótti
nóg komið enda kominn á áttræð-
isaldur. Tókum við starfslokum
hans af fullri virðingu, en viðhorf
hans var samt: hver ætti að sjá
um morgunkeyrsluna? Ég var svo
heppinn að vera í góðu sambandi
við hann og átti ég góða kvöld-
stund með honum fyrir stuttu.
Síðasta samtal við hann átti ég
nokkrum dögum fyrir andlátið og
tjáði hann mér þá að komið væri
að leiðarlokum. Það er nú ætíð
þannig að þegar traust vinabönd
hafa myndast er andlátsfregnin
ævinlega þungbær, eins og hún
varð okkur starfsmönnum Slipp-
félagsins. Þar er farinn Stranda-
maður góður og vottum við fjöl-
skyldu Garðars okkar dýpstu
samúð en minning um góðan
mann lifir.
F h. samstarfsfélaga í Slipp-
félaginu í Reykjavík,
Hilmar Runar Ingimarsson.
Garðar Einarsson
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓHÖNNU
JÓHANNSDÓTTUR,
fyrrv. skólastjóra Hjúkrunarskóla
Íslands.
Bjarni Valtýsson Dóra Gerður Stefánsdóttir
Jóhann Valtýsson Ewa Hjelm
Valtýr Valtýsson Sigrún Björk Benediktsdóttir
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir Árni Jón Geirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR JÓHANNESSON
húsasmíðameistari,
Suðurlandsbraut 58, Reykjavík,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi, sunnudaginn 22. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki Höfða fyrir góða umönnun.
Sigurlaug Garðarsdóttir Sigvaldi Gunnarsson
Jóhanna Ólöf Garðarsdóttir Axel Gunnar Guðjónsson
Bryndís Garðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar yndislegi faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
VÖLUNDUR JÓHANNESSON,
húsasmíðameistari og fjallafari,
varð bráðkvaddur í faðmi fjalla
mánudagskvöldið 30. ágúst.
Kveðjuathöfn verður í Egilsstaðakirkju laugardaginn
11. september klukkan 14. Útför fer fram frá Guðríðarkirkju
í Grafarholti fimmtudaginn 16. september klukkan 14.
Anna Ósk Völundardóttir Tryggvi Ólafsson
Harpa Völundardóttir Kristján Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÍNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Grenivík í Grímsey,
lést á Landspítalanum mánudaginn
6. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Erlendur Geirdal Kolbrún Matthíasdóttir
Guðmundur Gísli Geirdal Linda Jörundsdóttir
Halldóra Sæunn Sæmundsd.
ömmu- og langömmubörn