Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 56

Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 56
Eyþór var í mörgum hljómsveit- um og var í Ljósunum í bænum og Tívolí þar sem hann kynntist eig- inkonu sinni, Ellen Kristjánsdótt- ur. „Ég er tæplega tvítugur þegar elsta dóttir mín fæðist. Við Ellen vorum bæði á kafi í tónlistarbrans- anum og það þarf oft að impróv- isera mikið hvern dag til að allt korna 17 ára og fleiri plötur.“ Í menntaskólanum var Eyþór strax kominn á kaf í tónlistina og reyndi tvisvar að hætta í skólanum, en Guðni rektor tók alveg fyrir það. „Það endaði með því að ég tók skólann utanskóla og ég er þakk- látur Guðna fyrir að hafa verið fastur fyrir.“ E yþór Gunnarsson fæddist 9. september 1961 í Reykjavík. „Ég ólst upp víða í Hlíðunum og við fór- um á milli leiguíbúða í hverfinu.“ Grunnskólanámið tók Eyþór í fjór- um skólum þar sem enginn skól- anna náði yfir grunnskólatímabilið allt og hann byrjaði í Ísaksskóla, síðan Æfingadeild KÍ og tvö ár í unglingadeild í Hlíðaskóla og svo 9. bekk í Vörðuskóla. Það var þó bót í máli að allir krakkarnir í hverfinu fylgdust að í þessu skóla- brölti, en þegar að mennta- skólaárunum kom fór Eyþór í MR þegar félagarnir fóru flestir í MH. „Það var hefð í fjölskyldunni fyrir að fara í Menntaskólann í Reykja- vík.“ Eyþór var þrjú sumur í sveit á Jaðri í Suðursveit. „Sem barn var ég ákveðinn í að verða dýralæknir og bóndi,“ svo greinilega var hann ánægður í sveitinni. Hann var líka tvö sumur í sveit í Ölvisholti, rétt hjá Selfossi, sem varð síðar frægt fyrir bjórframleiðslu. Eyþór var hugfanginn af tónlist frá unga aldri. Pétur afi hans Pét- ursson sá að strákurinn sótti mikið í píanó sem var á heimilinu, og beitti sér fyrir því að setja Eyþór í píanónám. Eyþór fór í einkatíma til Jórunnar Norðmann, frænku Jórunnar Viðar tónskálds. „Það var ekki langt nám, því ég hætti þegar ég var 12 ára, en fór samt í trompetnám í einn vetur fyrir til- stuðlan Jóns Múla.“ Þótt formlegu námi í píanóleik væri lokið var Ey- þór óstöðvandi við píanóið og spil- aði alla daga og stúderaði tónlist. „Ég lít á mig sem hámenntaðan tónlistarmann því tónlistin hefur verið mín ástríða allt mitt líf.“ Eyþór eignaðist fyrsta hljóð- færið 14 ára og fer þá strax að spila með félögunum. Þegar Eyþór er 16-17 ára eru vinir hans sem síðar stofnuðu Mezzoforte byrjaðir að spila saman. „Ég var farinn að spila á böllum 16 ára, löngu áður en ég hafði aldur til þess að vera inni á vínveitingastöðum. Svo spil- aði ég fyrst inn á plötu Manna- gangi upp, og stundum erfitt að gera langtímaplön.“ Á sama tímabili var Eyþór far- inn að spila með Friðriki Karls- syni, Jóhanni Ásmundssyni og Gunnlaugi Briem í Mezzoforte sem var stofnuð 1977, en hann og Frið- rik voru líka að spila saman í bæði Tívolí og Ljósunum í bænum. Mezzoforte var að þróa sinn tón upp úr áhrifum úr djassi, bræðingi og fönki og fyrsta platan kom út 1979. Þegar Eyþór samdi lagið Garden Party á plötunni Surprise Surprise breyttist allt. „Við tókum þessa plötu upp haustið 1982 og þegar hún er gefin út í Englandi 1983 fór allt á fleygiferð. Ég var að vinna hjá Steinari Berg í plötu- útsölu uppi á Höfða og allt í einu vorum við bara að flytja til Eng- lands með fjölskyldurnar. Þetta var mikið ævintýri og mjög skrýt- ið að vera allt í einu kominn í mið- punkt tónlistarbransans í London og við flugum hátt í svolítinn tíma. Í rauninni er stórmerkilegt að við séum ennþá að. Við erum að fara út seinna í þessum mánuði að spila og erum með hátt í 20 tónleika á þessu ári erlendis.“ Nú hefur Mezzoforte verið að ferðast um heiminn í rúmlega 40 ár með hléum. Eyþór hefur spilað með flestum helstu djössurum landsins og hefur spilað inn á fjöl- margar djassplötur í gegnum tíð- ina. Þá er ótalin upptökustjórn, út- setningar og samstarf við fjöldann allan af listamönnum, bæði ís- lenskum og erlendum í gegnum tíðina. „Ég hef verið í Stuðmönn- um frá 1997, þótt ég sé ekki í framlínunni og hef svo tekið þátt í mörgum fjölbreyttum verkefnum með góðu fólki.“ Spurður um áhugamálin segir hann ekki margt komast að fyrir utan tónlistina. „Ég grúska mikið í tónlist, en svo hef ég líka gaman af að dunda mér við smíðar heima hjá mér og víla ekki fyrir mér að grípa í verkfærin ef þess þarf.“ Það er kannski ekki skrýtið að öll börn Eyþórs og Ellenar hafi fetað í fótspor foreldranna og fylgt tón- listargyðunni. „Þau ólust upp við Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður – 60 ára Byrjaður að spila á böllum 16 ára Ljósmynd/Daníel Starrason 56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 TORMEK Brýnsluvélar ▲ Tormek T-4 Verð 69.430 ▲ Tormek T-8 Verð 117.930 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Allar stýringar fyrirliggjandi 50 ÁRA Óli Jón fæddist í Keflavík og hefur búið þar alla tíð nema þau ár sem hann var í námi erlendis. „Ég elst upp á Hringbrautinni og flyt mjög snemma í Eyjabyggðina sem var að byggjast upp.“ Eftir grunnskólann hélt Óli Jón áfram í iðnnámi. „Ég tek nokkr- ar iðngreinar og fer bæði í vél- stjórann, rafvirkjann og bifvéla- virkjann.“ Hann útskrifaðist úr fyrsta útskriftarárgangi Borg- arholtsskóla þar sem hann lauk við bifvélavirkjunina og var fyrsti iðnneminn sem fékk að leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar árið 1997. Eftir námið fór Óli Jón að vinna í virkjunum en árið 2000 fór hann til Álaborgar í Dan- mörku að læra verkfræði. „Ég kynntist konunni minni þegar ég var í náminu og við byrjuðum að búa í framhaldi af útskriftinni og giftum okkur 2012.“ Óli Jón útskrifaðist 2006 korter í hrun og vann víða. „Þetta var ansi mikil áskor- un.“ Hann fór að vinna hjá stærri verkfræðistofum og ákvað svo að söðla um. „Um áramótin 2019-20 stofnaði ég mína eigin verkfræðistofu, ÓJS verk- fræðistofu í Reykjanesbæ, og er mjög ánægður með að vera minn eigin herra.“ Þar sem fimm börn eru í fjölskyldunni og menn eru í sjálfstæðum rekstri fara lausar stundir mest í gæðastundir með fjölskyldunni og svo reynir fjöl- skyldan að ferðast eftir megni. FJÖLSKYLDA Eiginkona Óla Jóns er Sonja Sigurjónsdóttir, vinnur hjá Isavia, f. 27.2. 1978. Börnin eru tvíburarnir Thelma Rún og Viktor Ingi, f. 1997; Katla Mist, f. 2007; Sigurður Breki, f. 2008 og Bjartur Orri, f. 2015. Foreldrar Óla Jóns eru Sigurður G. Ólafsson, vatnsveitustjóri og verkstjóri, f. 1942 og Erna Jónsdóttir verkakona, f. 1936, d. 1985. Þau fóru að búa í Keflavík árið sem Óli Jón fæddist. Óli Jón Sigurðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú gengur allt á afturfótunum í vinnunni. Vertu skorinorður þegar þú út- skýrir hugmyndir þínar fyrir öðrum. 20. apríl - 20. maí + Naut Gefðu þér tíma til að njóta dags- ins með börnunum í dag. Taktu ekki fleiri verkefni að þér en þú getur ráðið við. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að hafa stjórn á eyðsl- unni. Ef þú ræðir opinskátt um innstu þrár þínar eru meiri líkur til að þær ræt- ist. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Nú ríður á að vera vel undir- búin/n til þess að leysa verkefni dags- ins. Láttu engan þvinga þig til sam- komulags heldur láttu í þér heyra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Gefðu þér tíma til að rétta fjárhag- inn við og finna leiðir til þess að auka innkomuna. Láttu það ekki á þig fá þótt aðrir kvarti. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Stundum er rétta aðferðin sú að þoka sér áfram skref fyrir skref. Fylgstu með viðbrögðum vina til að kanna hvort þú sért á réttri leið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lánar öðrum peninga. Ástamálin eru í blóma og þú heyrir kirkjuklukkur hringja. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Einhverjar spurningar kunna að vakna um heilsufar þitt. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir máli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert aldrei of gamall/ gömul til að læra. Haltu þínu striki og láttu athugasemdir sem vind um eyru þjóta. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Búðu þig undir óvænta uppá- komu á heimilinu eða í fjölskyldunni. Ekki láta selja þér óþarfa. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það getur reynst nauðsynlegt að leita sér ráða í fjármálum. Er kominn tími á að breyta til? Athugaðu hvað er í boði. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú kemur svo sannarlega miklu í verk þessa dagana. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær litast af skorti á sjálfstrausti. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.