Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 58

Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Undankeppni HM karla B-RIÐILL: Grikkland – Svíþjóð.................................. 2:1 Kósóvó – Spánn ........................................ 0:2 Staðan: Spánn 13, Svíþjóð 9, Grikkland 6, Kósóvó 4, Georgía 1. C-RIÐILL: Ítalía – Litháen......................................... 5:0 N-Írland – Sviss ....................................... 0:0 Staðan: Ítalía 14, Sviss 8, Norður-Írland 5, Búlgaría 5, Litháen 0. E-RIÐILL: Hvíta-Rússland – Belgía.......................... 0:1 Wales – Eistland....................................... 0:0 Staðan: Belgía 16, Tékkland 7, Wales 7, Hvíta-Rússland 3, Eistland 1. I-RIÐILL: Albanía – San Marínó............................... 5:0 Ungverjaland – Andorra ......................... 2:1 Pólland – England.................................... 1:1 Staðan: England 16, Albanía 12, Pólland 11, Ungverjaland 10, Andorra 3, San Marínó 0. J-RIÐILL: Armenía – Liechtenstein ......................... 1:1 Ísland – Þýskaland................................... 0:4 N-Makedónía – Rúmenía......................... 0:0 Staðan: Þýskaland 6 5 0 1 17:2 15 Armenía 6 3 2 1 7:9 11 Rúmenía 6 3 1 2 9:6 10 N-Makedónía 6 2 3 1 11:6 9 Ísland 6 1 1 4 6:14 4 Liechtenstein 6 0 1 5 2:15 1 Meistaradeild kvenna 2. umferð, seinni leikir: Lyon – Levante ........................................ 2:1 - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignarfríi. Bordeaux – Wolfsburg............................ 3:2 - Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá Bordeaux. með Bordeaux. Häcken – Vålerenga................................ 3:2 - Diljá Ýr Zomers var ónotaður varamað- ur hjá Häcken. - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga og Amanda Andradóttir fyrri hálfleikinn. Hoffenheim – Rosengård ....................... 3:3 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Svíþjóð Bikarkeppni: Almhult – Kalmar.................................... 3:9 - Andrea Thorisson var ekki með Kalmar. >;(//24)3;( Þýskaland Hamburg – Göppingen ....................... 27:28 - Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir Göppingen. Lemgo – Melsungen ............................ 26:26 - Bjarki M. Elísson skoraði 4 fyrir Lemgo. - Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson 3 og Alexander Petersson 1. Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari liðsins. Kiel – Balingen .................................... 33:24 - og Daníel Þór Ingason skoraði 2 mörk fyrir Balingen. Oddur Gretarsson er meiddur. Danmörk Aalborg – Ringsted ............................. 38:30 - Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari. Ringköbing – Viborg .......................... 25:31 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 10 skot í marki Ringköbing. Pólland Kielce – Gwardia Opole...................... 40:24 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er meiddur. Noregur Bikarkeppni: Lilleström – Drammen ....................... 18:49 - Óskar Ólafs. skoraði ekki hjá Drammen. Sarpsborg – Oppsal............................. 17:29 - Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Oppsal. Svíþjóð Bikarkeppni: Guif – Vinslöv....................................... 29:27 - Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Guif. Daníel Freyr Ágústsson varði mark liðsins. Lugi – Eslöv.......................................... 34:25 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með Lugi vegna meiðsla. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu kvenna: Kópavogsvöllur: Breiðablik – Osijek....... 17 Lengjudeild kvenna: Vivaldivöllur: Grótta – KR ...................19:15 Víkingsv.: Víkingur R. – Grindavík .... 19:15 Kórinn: HK – Augnablik...................... 19:15 Varmá: Afturelding – FH.................... 19:15 Ásvellir: Haukar – ÍA........................... 19:15 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla: Varmá: Afturelding – ÍBV........................ 18 Hertz-höllin: Grótta – Stjarnan .......... 19:30 Dalhús: Vængir Júpíters – KA............ 19:30 Kaplakriki: FH – Haukar .................... 20:30 Í KVÖLD! Miðjumaðurinn ungi, Kristian Nökkvi Hlynsson, er hluti af leik- mannahópi hollenska stórveldisins Ajax sem félagið hefur tilkynnt fyr- ir komandi átök í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í haust. Kristian Nökkvi, sem er aðeins 17 ára gamall, hefur verið að æfa með aðalliði Ajax og spilar með varaliði þess í næstefstu deild í Hol- landi. Þá lék hann fyrstu tvo lands- leiki sína fyrir U21-árs landsliðið í yfirstandandi landsleikjahléi, þar sem hann var í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Grikklandi. Kristian valinn í hópinn hjá Ajax Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efnilegur Kristian Nökkvi í leikn- um gegn Grikkjum á þriðjudaginn. Tvö Íslendingalið komust áfram í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í gær en þrjú féllu úr keppni. Lyon og Häcken komust áfram. Sara Björk Gunn- arsdóttir er í barneignafríi hjá Lyon og Diljá Ýr Zomers kom ekki við sögu hjá Häcken sem sló út Vålerenga. Svava Rós Guðmundsdóttir fékk að spreyta sig þegar Bordeaux féll naumlega úr keppni gegn þýska stórliðinu Wolfsburg. Guðrún Arn- ardóttir lék með Rosengård sem féll úr keppni gegn Hoffenheim. Morgunblaðið/Eggert Bordeaux Svava Rós Guðmunds- dóttir mætti Wolfsburg í gær. Þrjú Íslendinga- lið úr leik Í LAUGARDAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Firnasterkt lið Þýskalands lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Íslend- ingum á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar liðin mættust í undankeppni HM í knattspyrnu. Þýskaland vann 4:0 eftir að hafa verið 2:0 yfir að lokn- um fyrri hálfleik. Þjóðverjar gátu nánast teflt fram sínu sterkasta liði og höfðu góð tök á leiknum. Á 4. mínútu gerðist það sem mátti ekki gerast. Þýska liðið, sem kom til Íslands eftir 6:0 sigur, gegn Armeníu á dögunum, fékk óskabyrjun í Laug- ardalnum. Serge Gnabry skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Leroy Sane. Reyndar veifaði aðstoðardóm- arinn flaggi sínu til merkis um rang- stöðu. Atvikið var skoðað í VAR og niðurstaðan var sú að markið fékk að standa enda virtist Gnabry vera rétt- stæður. Hið öfluga lið Þjóðverja var því strax komið í þægilega stöðu gegn ís- lenska liðinu sem hefur átt í erf- iðleikum með að safna stigum í und- ankeppninni.Ósennilegt var að Þjóðverjar myndu láta slíka stöðu sér úr greipum ganga og sú varð heldur ekki raunin. Þjóðverjar fylgdu markinu þó ekki eftir með miklum sóknarþunga. Þeir sóttu ekki mikið í beinu framhaldi af markinu og leikurinn var fremur ró- legur næsta kortérið. Á 24. mínútu bættu þeir hins vegar við marki. Mið- vörðurinn Antonio Rüdiger skallaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu frá Joshua Kimmich. Frá sjónarhóli Ís- lendinga er leiðinlegt að fá á sig mark sem þetta. Þýskaland fékk auka- spyrnu á miðjum vallarhelmingi Ís- lands. Boltinn var sendur inn á teig- inn og Rudiger fékk að skalla svo gott sem óáreittur og nýtti sér það vel. Þegar Þýskaland skoraði sitt ann- að mark hafði Ísland fengið eitt ágætt skotfæri. Hinn ungi Ísak Berg- mann átti þá skottilraun eftir hraða sókn og spil við Þóri Jóhann Helga- son. Fínir taktar hjá Ísak og Þóri í þessu tilfelli. Á 27. mínútu varði Hannes Þór Halldórsson mjög vel frá Ilkay Gün- dogan. Mjög vel gert hjá Hannesi og litlu munaði að staðan yrði 3:0 áður en hálftími væri liðinn. Stangarskot fyrirliðans Þjóðverjarnir róuðust nokkuð það sem eftir var af fyrri hálfleik. Ís- lenska liðið fékk upplagt tækifæri til að skora rétt fyrir hlé. Ísland fékk skyndisókn á 43. mínútu. Albert Guð- mundsson fékk boltann og keyrði fram vinstra megin. Þórir og Jóhann Berg Guðmundsson voru með honum hægra megin og Íslendingar voru þrír á móti þremur. Albert rakti bolt- ann full lengi. Hann kom boltanum þó á Þóri sem sendi áfram á Jóhann Berg. Færið var orðið nokkuð þröngt Fagmannlega gert hjá - Betra liðið vann sanngjarnan sigur - Jóhann komst næst því að skora 101 Birkir Bjarnason með boltann í landsleik númer 101. Leroy Sane og Leon Goretzka hafa gætur á honum. Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson fór vel af stað í frumraun sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Nýtt keppnistímabil fór af stað í gær með nokkrum leikjum í þýsku deildinni og Íslendingaliðið Melsun- gen heimsótti bikarmeistarana í Lemgo. Gerðu liðin jafntefli 26:26. Elvar Örn skoraði 5 mörk fyrir Melsungen. Gaf auk þess tvær stoð- sendingar. Arnar Freyr Arnarsson var einnig drjúgur og skoraði þrjú mörk. Alexander Petersson fór til Melsungen í sumar eins og Elvar. Alexander skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar en Alexander hefur leikið í meistaraflokki í meira en tvo áratugi og sýnir engin þreytu- merki. Guðmundur Guðmundsson stýrir Melsungen eins og áður. Bjarki Már Elísson var á sínum stað í horninu hjá Lemgo og skoraði fjögur mörk. Daníel Þór Ingason lék sinn fyrsta leik fyrir Balingen og verkefnið var ærið. Útileikur gegn Kiel. Daníel skoraði tvö mörk gegn stórliðinu en Kiel vann 33:24. Ljósmynd/HSÍ Melsungen Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson standa hér vakt- ina í landsleik. Þeir eru einnig orðnir samherjar hjá félagsliði. Fjórir Íslendingar léku í Lemgo - Frumraun Elvars og Daníels

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.