Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 59
og Jóhann náði ekki að gera sér mat
úr því. Jóhann Berg fékk boltann á
hægri fótinn sem er öllu síðri kostur
en sá vinstri eins og knattspyrnuunn-
endur þekkja.
Jóhann Berg Guðmundsson var
fyrirliði Íslands í leiknum og hann
var ekki langt frá því að minnka mun-
inn í upphafi síðari hálfleiks. Þá gat
hann lagt boltann fyrir sig á vinstri
fótinn og náði frábæru skoti utan
teigs eftir skyndisókn. Boltinn small í
stönginni og fór þaðan út í teiginn.
Albert fékk reyndar frákastið og
skoraði en var rangstæður. Jóhann
var hins vegar nærri því að skora í
stangarskotinu og þar sluppu Þjóð-
verjar með skrekkinn. Hér verður
því ekki spáð að Ísland hefði fengið
stig út úr leiknum ef Jóhann hefði
skorað en leikurinn hefði í það
minnsta orðið líflegur í framhaldinu.
Mörkin hefðu getað orðið fleiri
Þýska liðið fékk nokkur dauðafæri
í síðari hálfleik og bætti við tveimur
mörkum. Á 55. mínútu fengu Þjóð-
verjar algert dauðafæri til að gera út
um leikinn. Fengu þá skyndisókn og
voru þrír á móti einum. Kai Haverz
hitti ekki markið þegar hann stóð
einn á móti Hannesi sem reyndar
tókst að loka ágætlega á hann. Ís-
lendingar gátu hins vegar ekki hrós-
að happi lengi því Þjóðverjar skoruðu
um það bil mínútu síðar. Leroy Sane
skoraði þá laglega úr þröngu færi eft-
ir spil Þjóðverja í vítateig Íslands.
Á þessum kafla í leiknum voru
Þjóðverjarnir mjög aðgangasharðir.
Á 61. mínútu mokaði Timo Werner
boltanum yfir fyrir opnu marki Ís-
lands eftir hraða sókn. Staðan hefði
þá hæglega getað verið 0:4 eða 0:5
eftir klukkutíma leik.
Þjóðverjar létu eitt mark til við-
bótar duga eftir flottan samleik.
Timo Werner skoraði þá með skoti úr
teignum sem fór af Hannesi í stöng-
ina og inn. Werner hefur líkast til
verið töluvert létt að komast á blað
eftir að hafa brennt af dauðafæri eins
og áður segir.
Mikill munur á liðunum
Styrkleikamunurinn á þessum lið-
um er mikill um þessar mundir. Sigr-
ar Þjóðverja í leikjunum tveimur í
þessari undankeppni sýna það. Þjóð-
verjar afgreiddu leikinn fagmann-
lega. Þeir hefðu getað lent í vandræð-
um ef þeir hefðu ætlað að spara sig.
Lið hafa brennt sig á því á Laug-
ardalsvelli í gegnum árin. Þjóðverj-
arnir voru hins vegar einbeittir og
ætla sér greinilega að sýna hvað þeir
geta undir stjórn nýja landsliðsþjálf-
arans, Hansa Flick.
Íslenska liðið er í uppbygging-
arferli og er ekki líklegt til að vinna
andstæðing sem þennan þessa dag-
ana. Í byrjunarliðinu var blanda eldri
og yngri manna en segja má að þrír
verulega ungir leikmenn hafi byrjað
inn á. Það er í sjálfu sér jákvætt og
þeir yngri munu smám saman ná bet-
ur að tileinka sér þær færslur og
þann varnarleik sem þarf til á móti
bestu liðum heims. Staðan í riðlinum
er hins vegar ekki glæsileg eða 4 stig
eftir sex leiki en þetta var hins vegar
ekki leikur þar sem maður bjóst við
stigi eða stigum.
hjá Þjóðverjum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Ekki er öll vitleysan eins þeg-
ar kemur að landsleikjaglugg-
anum í knattspyrnu karla sem
lauk í nótt.
Kórónuveirufaraldurinn
hefur eðlilega sett strik í reikn-
inginn og þótt maður veiti því
skilning að það þurfi að klára að
spila leiki í undankeppni fyrir
stórmót er það stórundarlegt að
leiknir séu vináttuleikir í þessum
gluggum.
Leikmenn eru undir nógu
miklu líkamlegu álagi fyrir og nú
bætist við andlegt álag á fjölda
þeirra þar sem þeir eru skyndi-
lega milli steins og sleggju.
Nú standa nefnilega knatt-
spyrnusambönd þjóða sem eru
rauðmerktar vegna faraldursins í
stappi við deildirnar sem lands-
liðsmenn spila í.
Ellefu leikmenn átta enskra
úrvalsdeildarliða mega til að
mynda ekki spila um komandi
helgi þar sem knattspyrnu-
sambönd fjögurra þjóða í Suður-
og Mið-Ameríku nýttu sér reglu
FIFA sem segir til um að sam-
böndin geti krafist þess að leik-
menn spili ekki með félagsliðum
sínum í fimm daga eftir að lands-
leikjahléi lýkur sé þeim meinað
að taka þátt í landsliðsverk-
efnum þjóða sinna.
Úrvalsdeildin hleypti þess-
um leikmönnum ekki í landsliðs-
verkefni til rauðmerktra landa
þar sem þeir hefðu þurft að fara í
10 daga einangrun við endur-
komu til Bretlands eins og reglur
þar í landi kveða á um.
Fórnarlömb allra þessara
takmarkana, ákvarðana og reglu-
gerða eru hins vegar leikmenn-
irnir sjálfir, sem hefur nú bæði
verið meinað að spila fyrir lands-
lið og félagslið sín, en vilja vitan-
lega spila fyrir þau bæði.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.isSofie Söberg Larsen er gengin til
liðs við Íslandsmeistara KA/Þórs í
handknattleik. Akureyri.net grein-
ir frá þessu.
Larsen, sem er 25 ára gömul, er
186 sentimetra örvhent skytta, en
hún lék síðast með H71 í Færeyjum
undir stjórn Einars Jónssonar,
tímabilið 2019-20.
Hún er unnusta Pætur Mikk-
jálsson sem gekk til liðs við KA í
sumar frá Nyborg í Danmörku.
KA/Þór hefur leik í Olísdeildinni,
hinn 18. september, þegar liðið fær
ÍBV í heimsókn í KA-heimilið.
Færeyingur til
meistaranna
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Meistarar Breiddin eykst enn frek-
ar í leikmannahópi KA/Þórs.
Króatíski framherjinn Dani Kolj-
anin hefur samið við körfuknatt-
leiksdeild KR um að leika með
meistaraflokki karla á tímabilinu.
KR greindi frá þessu í gær og kom
þá einnig fram að frekari frétta sé
að vænta af leikmannamálum.
Koljanin, sem er 25 ára gamall og
202 sentimetrar á hæð, lék á síðasta
tímabili með Traiskirchen Lion í
austurrísku úrvalsdeildinni.
Hann hefur á ferlinum einnig
leikið í háskólaboltanum í Banda-
ríkjunum, í heimalandi sínu Króat-
íu og í Ungverjalandi.
KR fær leikmann
frá Króatíu
Morgunblaðið/Hari
Þjálfarinn Helgi Már Magnússon
mun stýra liðinu KR-liðinu í vetur.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, tilkynnti
í samtali við RÚV að loknum leikn-
um gegn Þýskalandi í gær, hann
væri hættur að leika með landslið-
inu, tíu árum eftir að hann lék sinn
fyrsta leik. Hannes lék því sinn 77.
og síðasta landsleik gegn Þýska-
landi í gær.
Hannes, sem er 37 ára, lék sinn
fyrsta landsleik gegn Kýpur í und-
ankeppni EM 2012 og hélt þá hreinu
í 1:0-sigri. Hann lék alla leiki Íslands
á lokamótum EM 2016 og HM 2018.
„Ég er búinn að vera í þessu
landsliði í tíu ár og það eru með
mínum bestu minningum. Það er
hins vegar komið að kynslóðaskipt-
um og við eigum fullt af frábærum
markvörðum. Það er því rétti tím-
inn fyrir mig að stíga til hliðar og
leyfa þeim að taka við keflinu, án
þess að ég sé að anda ofan í háls-
málið á þeim. Ég spilaði minn síð-
asta landsleik í kvöld,“ sagði Hann-
es við RÚV.
„Ég er mjög sáttur með þennan
feril og það er ekkert eftir. Ég hélt
þetta væri komið eftir leikinn á
Wembley en svo ákváðum við að
taka slaginn í þessari keppni en mér
líður þannig núna að þetta sé komið
gott. Þetta er það rétta í stöðunni,“
bætti hann við. johanningi@mbl.is
Síðasti
landsleikur
Hannesar
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Hættur Hannes Þór Halldórsson lék
sinn síðasta landsleik í gær.
ÍSLAND – ÞÝSKALAND 0:4
0:1 Serge Gnabry 5.
0:2 Antonio Rüdiger 24.
0:3 Leroy Sané 56.
0:4 Timo Werner 89.
Ísland: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Hall-
dórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson,
Brynjar Ingi Bjarnason, Jón Guðni
Fjóluson, Ari Freyr Skúlason. Miðja:
Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor
Pálsson (Andri Fannar Baldursson 90),
Ísak Bergmann Jóhannesson (Arnór
Sigurðsson 70). Sókn: Jóhann Berg Guð-
mundsson (Jón Dagur Þorsteinsson 70),
Albert Guðmundsson (Andri Lucas Guð-
johnsen 81), Þórir Jóhann Helgason.
M
Hannes Þór Halldórsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Þórir Jóhann Helgason
Ísak Bergmann Jóhannesson
Gul spjöld: Birkir Bjarnason (32.), Guð-
laugur Victor Pálsson (60.).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Andreas Ekberg, Svíþjóð.
Áhorfendur: 3.600
_ Ýmsa aðra umfjöllun tengda leiknum
má sjá mbl.is/sport/fotbolti.
Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í
knattspyrnu greindist með kór-
ónuveiruna í fyrradag. Þetta kom
fram í tilkynningu frá knatt-
spyrnudeild Breiðabliks í gær.
„Unnið hefur verið með sótt-
varnayfirvöldum að málinu og er
niðurstaðan sú að enginn leikmaður
þarf að fara í sóttkví,“ sagði meðal
annars í tilkynningunni.
Því getur gífurlega mikilvægur
leikur liðsins gegn Króat-
íumeisturum Osijek í Meistaradeild
Evrópu í dag farið fram án vand-
kvæða. Fyrri leik liðanna í annarri
umferð keppninnar lauk með 1:1-
jafntefli í Osijek í Króatíu í síðustu
viku.
Mikið er í húfi fyrir Breiðablik í
leiknum en með sigri í dag tryggir
liðið sér sæti í nýrri riðlakeppni
Meistaradeildarinnar, sem myndi
þýða að félaginu yrðu tryggðir gíf-
urlegir fjármunir. Þar að auki færi
hluti þess fjármagns til annarra að-
ildarfélaga Knattspyrnusambands
Íslands, KSÍ.
Sigur í síðari leiknum myndi auk
þess þýða að Breiðablik stæði
frammi fyrir því að mæta nokkrum
af sterkustu liðum Evrópu þegar
riðlakeppnin hefst undir lok þessa
árs. Leikurinn fer fram á Kópa-
vogsvelli í dag og hefst klukkan 17.
gunnaregill@mbl.is
Leikmaður
Breiðabliks
smitaðist
Í riðli Íslands í undankeppni HM
karla í knattspyrnu skildu Norður-
Makedónía og Rúmenía jöfn í
Skopje, 0:0. Rúmenía er í þriðja sæti
með 10 stig og Norður-Makedónía í
fjórða sæti með níu. Armenía og
Liechtenstein gerðu einnig jafntefli
en þar urðu úrslitin 1:1. Armenar
eru því enn í 2. sæti og eru stigi á
undan Rúmenum og tveimur á und-
an N-Makedónum.
England tapaði sínum fyrstu stig-
um í undankeppni HM karla í fót-
bolta í gær er liðið gerði 1:1-jafntefli
á útivelli gegn Póllandi. Harry Kane
kom Englandi yfir á 72. mínútu en
Damian Szymanski jafnaði fyrir Pól-
land í uppbótartíma og þar við sat.
Þrátt fyrir jafnteflið er England
enn í toppsætinu með 16 stig, Alban-
ía er í öðru með 12 og Pólland 11.
Evrópumeistarar Ítala fóru illa
með Litháa á heimavelli, 5:0. Moise
Kean gerði tvö mörk fyrir Ítalíu,
Giovanni Di Lorenzo og Giacomo
Raspadori eitt og eitt markanna var
sjálfsmark. Ítalía er í toppsæti
C-riðils með 14 stig eftir sex leiki.
AFP
Mark Harry Kane kemur Englendingum 1:0 yfir í Varsjá í gær.
Armenar enn í 2.
sæti í riðli Íslands
- Englendingar töpuðu stigum