Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 59
og Jóhann náði ekki að gera sér mat úr því. Jóhann Berg fékk boltann á hægri fótinn sem er öllu síðri kostur en sá vinstri eins og knattspyrnuunn- endur þekkja. Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í leiknum og hann var ekki langt frá því að minnka mun- inn í upphafi síðari hálfleiks. Þá gat hann lagt boltann fyrir sig á vinstri fótinn og náði frábæru skoti utan teigs eftir skyndisókn. Boltinn small í stönginni og fór þaðan út í teiginn. Albert fékk reyndar frákastið og skoraði en var rangstæður. Jóhann var hins vegar nærri því að skora í stangarskotinu og þar sluppu Þjóð- verjar með skrekkinn. Hér verður því ekki spáð að Ísland hefði fengið stig út úr leiknum ef Jóhann hefði skorað en leikurinn hefði í það minnsta orðið líflegur í framhaldinu. Mörkin hefðu getað orðið fleiri Þýska liðið fékk nokkur dauðafæri í síðari hálfleik og bætti við tveimur mörkum. Á 55. mínútu fengu Þjóð- verjar algert dauðafæri til að gera út um leikinn. Fengu þá skyndisókn og voru þrír á móti einum. Kai Haverz hitti ekki markið þegar hann stóð einn á móti Hannesi sem reyndar tókst að loka ágætlega á hann. Ís- lendingar gátu hins vegar ekki hrós- að happi lengi því Þjóðverjar skoruðu um það bil mínútu síðar. Leroy Sane skoraði þá laglega úr þröngu færi eft- ir spil Þjóðverja í vítateig Íslands. Á þessum kafla í leiknum voru Þjóðverjarnir mjög aðgangasharðir. Á 61. mínútu mokaði Timo Werner boltanum yfir fyrir opnu marki Ís- lands eftir hraða sókn. Staðan hefði þá hæglega getað verið 0:4 eða 0:5 eftir klukkutíma leik. Þjóðverjar létu eitt mark til við- bótar duga eftir flottan samleik. Timo Werner skoraði þá með skoti úr teignum sem fór af Hannesi í stöng- ina og inn. Werner hefur líkast til verið töluvert létt að komast á blað eftir að hafa brennt af dauðafæri eins og áður segir. Mikill munur á liðunum Styrkleikamunurinn á þessum lið- um er mikill um þessar mundir. Sigr- ar Þjóðverja í leikjunum tveimur í þessari undankeppni sýna það. Þjóð- verjar afgreiddu leikinn fagmann- lega. Þeir hefðu getað lent í vandræð- um ef þeir hefðu ætlað að spara sig. Lið hafa brennt sig á því á Laug- ardalsvelli í gegnum árin. Þjóðverj- arnir voru hins vegar einbeittir og ætla sér greinilega að sýna hvað þeir geta undir stjórn nýja landsliðsþjálf- arans, Hansa Flick. Íslenska liðið er í uppbygging- arferli og er ekki líklegt til að vinna andstæðing sem þennan þessa dag- ana. Í byrjunarliðinu var blanda eldri og yngri manna en segja má að þrír verulega ungir leikmenn hafi byrjað inn á. Það er í sjálfu sér jákvætt og þeir yngri munu smám saman ná bet- ur að tileinka sér þær færslur og þann varnarleik sem þarf til á móti bestu liðum heims. Staðan í riðlinum er hins vegar ekki glæsileg eða 4 stig eftir sex leiki en þetta var hins vegar ekki leikur þar sem maður bjóst við stigi eða stigum. hjá Þjóðverjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Ekki er öll vitleysan eins þeg- ar kemur að landsleikjaglugg- anum í knattspyrnu karla sem lauk í nótt. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega sett strik í reikn- inginn og þótt maður veiti því skilning að það þurfi að klára að spila leiki í undankeppni fyrir stórmót er það stórundarlegt að leiknir séu vináttuleikir í þessum gluggum. Leikmenn eru undir nógu miklu líkamlegu álagi fyrir og nú bætist við andlegt álag á fjölda þeirra þar sem þeir eru skyndi- lega milli steins og sleggju. Nú standa nefnilega knatt- spyrnusambönd þjóða sem eru rauðmerktar vegna faraldursins í stappi við deildirnar sem lands- liðsmenn spila í. Ellefu leikmenn átta enskra úrvalsdeildarliða mega til að mynda ekki spila um komandi helgi þar sem knattspyrnu- sambönd fjögurra þjóða í Suður- og Mið-Ameríku nýttu sér reglu FIFA sem segir til um að sam- böndin geti krafist þess að leik- menn spili ekki með félagsliðum sínum í fimm daga eftir að lands- leikjahléi lýkur sé þeim meinað að taka þátt í landsliðsverk- efnum þjóða sinna. Úrvalsdeildin hleypti þess- um leikmönnum ekki í landsliðs- verkefni til rauðmerktra landa þar sem þeir hefðu þurft að fara í 10 daga einangrun við endur- komu til Bretlands eins og reglur þar í landi kveða á um. Fórnarlömb allra þessara takmarkana, ákvarðana og reglu- gerða eru hins vegar leikmenn- irnir sjálfir, sem hefur nú bæði verið meinað að spila fyrir lands- lið og félagslið sín, en vilja vitan- lega spila fyrir þau bæði. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isSofie Söberg Larsen er gengin til liðs við Íslandsmeistara KA/Þórs í handknattleik. Akureyri.net grein- ir frá þessu. Larsen, sem er 25 ára gömul, er 186 sentimetra örvhent skytta, en hún lék síðast með H71 í Færeyjum undir stjórn Einars Jónssonar, tímabilið 2019-20. Hún er unnusta Pætur Mikk- jálsson sem gekk til liðs við KA í sumar frá Nyborg í Danmörku. KA/Þór hefur leik í Olísdeildinni, hinn 18. september, þegar liðið fær ÍBV í heimsókn í KA-heimilið. Færeyingur til meistaranna Ljósmynd/Þórir Tryggvason Meistarar Breiddin eykst enn frek- ar í leikmannahópi KA/Þórs. Króatíski framherjinn Dani Kolj- anin hefur samið við körfuknatt- leiksdeild KR um að leika með meistaraflokki karla á tímabilinu. KR greindi frá þessu í gær og kom þá einnig fram að frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Koljanin, sem er 25 ára gamall og 202 sentimetrar á hæð, lék á síðasta tímabili með Traiskirchen Lion í austurrísku úrvalsdeildinni. Hann hefur á ferlinum einnig leikið í háskólaboltanum í Banda- ríkjunum, í heimalandi sínu Króat- íu og í Ungverjalandi. KR fær leikmann frá Króatíu Morgunblaðið/Hari Þjálfarinn Helgi Már Magnússon mun stýra liðinu KR-liðinu í vetur. Hannes Þór Halldórsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, tilkynnti í samtali við RÚV að loknum leikn- um gegn Þýskalandi í gær, hann væri hættur að leika með landslið- inu, tíu árum eftir að hann lék sinn fyrsta leik. Hannes lék því sinn 77. og síðasta landsleik gegn Þýska- landi í gær. Hannes, sem er 37 ára, lék sinn fyrsta landsleik gegn Kýpur í und- ankeppni EM 2012 og hélt þá hreinu í 1:0-sigri. Hann lék alla leiki Íslands á lokamótum EM 2016 og HM 2018. „Ég er búinn að vera í þessu landsliði í tíu ár og það eru með mínum bestu minningum. Það er hins vegar komið að kynslóðaskipt- um og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Það er því rétti tím- inn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim að taka við keflinu, án þess að ég sé að anda ofan í háls- málið á þeim. Ég spilaði minn síð- asta landsleik í kvöld,“ sagði Hann- es við RÚV. „Ég er mjög sáttur með þennan feril og það er ekkert eftir. Ég hélt þetta væri komið eftir leikinn á Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni en mér líður þannig núna að þetta sé komið gott. Þetta er það rétta í stöðunni,“ bætti hann við. johanningi@mbl.is Síðasti landsleikur Hannesar Ljósmynd/Szilvia Micheller Hættur Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í gær. ÍSLAND – ÞÝSKALAND 0:4 0:1 Serge Gnabry 5. 0:2 Antonio Rüdiger 24. 0:3 Leroy Sané 56. 0:4 Timo Werner 89. Ísland: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Hall- dórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Jón Guðni Fjóluson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson (Andri Fannar Baldursson 90), Ísak Bergmann Jóhannesson (Arnór Sigurðsson 70). Sókn: Jóhann Berg Guð- mundsson (Jón Dagur Þorsteinsson 70), Albert Guðmundsson (Andri Lucas Guð- johnsen 81), Þórir Jóhann Helgason. M Hannes Þór Halldórsson Jóhann Berg Guðmundsson Þórir Jóhann Helgason Ísak Bergmann Jóhannesson Gul spjöld: Birkir Bjarnason (32.), Guð- laugur Victor Pálsson (60.). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Andreas Ekberg, Svíþjóð. Áhorfendur: 3.600 _ Ýmsa aðra umfjöllun tengda leiknum má sjá mbl.is/sport/fotbolti. Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu greindist með kór- ónuveiruna í fyrradag. Þetta kom fram í tilkynningu frá knatt- spyrnudeild Breiðabliks í gær. „Unnið hefur verið með sótt- varnayfirvöldum að málinu og er niðurstaðan sú að enginn leikmaður þarf að fara í sóttkví,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Því getur gífurlega mikilvægur leikur liðsins gegn Króat- íumeisturum Osijek í Meistaradeild Evrópu í dag farið fram án vand- kvæða. Fyrri leik liðanna í annarri umferð keppninnar lauk með 1:1- jafntefli í Osijek í Króatíu í síðustu viku. Mikið er í húfi fyrir Breiðablik í leiknum en með sigri í dag tryggir liðið sér sæti í nýrri riðlakeppni Meistaradeildarinnar, sem myndi þýða að félaginu yrðu tryggðir gíf- urlegir fjármunir. Þar að auki færi hluti þess fjármagns til annarra að- ildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Sigur í síðari leiknum myndi auk þess þýða að Breiðablik stæði frammi fyrir því að mæta nokkrum af sterkustu liðum Evrópu þegar riðlakeppnin hefst undir lok þessa árs. Leikurinn fer fram á Kópa- vogsvelli í dag og hefst klukkan 17. gunnaregill@mbl.is Leikmaður Breiðabliks smitaðist Í riðli Íslands í undankeppni HM karla í knattspyrnu skildu Norður- Makedónía og Rúmenía jöfn í Skopje, 0:0. Rúmenía er í þriðja sæti með 10 stig og Norður-Makedónía í fjórða sæti með níu. Armenía og Liechtenstein gerðu einnig jafntefli en þar urðu úrslitin 1:1. Armenar eru því enn í 2. sæti og eru stigi á undan Rúmenum og tveimur á und- an N-Makedónum. England tapaði sínum fyrstu stig- um í undankeppni HM karla í fót- bolta í gær er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Póllandi. Harry Kane kom Englandi yfir á 72. mínútu en Damian Szymanski jafnaði fyrir Pól- land í uppbótartíma og þar við sat. Þrátt fyrir jafnteflið er England enn í toppsætinu með 16 stig, Alban- ía er í öðru með 12 og Pólland 11. Evrópumeistarar Ítala fóru illa með Litháa á heimavelli, 5:0. Moise Kean gerði tvö mörk fyrir Ítalíu, Giovanni Di Lorenzo og Giacomo Raspadori eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Ítalía er í toppsæti C-riðils með 14 stig eftir sex leiki. AFP Mark Harry Kane kemur Englendingum 1:0 yfir í Varsjá í gær. Armenar enn í 2. sæti í riðli Íslands - Englendingar töpuðu stigum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.