Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 62

Morgunblaðið - 09.09.2021, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Opið streymi Sérstakir formannaþættir í aðdraganda kosninga eru farnir af stað og á morgun situr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fyrir svörum Leiftrandi umræða sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara mbl.is/dagmal 10. sept. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Það má eiginlega segja að ég sé listrænn leikhússtjóri,“ svarar Björk Jakobsdóttir, leikstjóri, leikkona og leikskáld, þegar hún er spurð að því hvaða starfi hún gegni í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. „Ég og Lárus Vilhjálmsson erum í daglegum rekstri, hann er meira með miðasöluna, pen- ingana og umsóknirnar og ég meira í list- rænu deildinni.“ Á morgun, 10. september, verður Bíddu bara, fyrsta sýning ársins, frumsýnd í leik- húsinu. Leikstjóri hennar er Ágústa Skúla- dóttir og höfundar og flytjendur Björk, Selma Björnsdóttir og Salka Sól Eyfeld. „Við ætluðum að vera löngu búnar að frum- sýna, það átti að frumsýna í janúar og svo var því frestað fram í apríl. Þetta er svolítið skrítið; maður er alltaf að æfa upp eitthvert verk sem samt hefur ekki náð að setjast í kroppinn á manni af því við höfum ekki fengið neina áhorfendur. Við erum voðalega glaðar að geta loksins fengið að vera með einhvern í salnum,“ segir Björk. Henni hafi þótt erfitt að láta sýninguna malla svona lengi í kófinu en nú sé búið að prófa sýn- inguna á gestum og þeir hafi sem betur fer hlegið. „Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Björk kímin. Reynsla, ýkjur og lygi Björk, Selma og Salka skrifuðu saman Bíddu bara og voru lögin samin í samstarfi við Karl Olgeirsson, sex talsins. „Við notum eigin nöfn í sýningunni þannig að við byggj- um þetta að mörgu leyti á eigin reynslu og eins og maður gerir í uppistandi og gríni þá heimfærir maður bara, lýgur pinkulítið og ýkir til að gera hlutina skemmtilega,“ segir Björk og er í framhaldi spurð hvort sýn- ingin sé uppistand. Hún segir ekki um eig- inlegt uppistand að ræða heldur það sem kallað er á ensku „variety show“. „Þetta eru senur, lög og bútar þar sem við tölum við salinn og hver við aðra. Þetta er í bland senur, lög, uppistand og öll þau meðul sem okkur dettur í hug að nota til að tala um okkar hluti.“ Björk er spurð frekar út í umfjöllunarefni þeirra Selmu og Sölku í sýningunni og segir hún þær tilheyra ólíkum kynslóðum. „Við stöndum hver fyrir sína kynslóðina: Salka er að byrja í barneignum, Selma búin að vera fráskilin með unglinga í sjö aukastörf- um og ég er komin á breytingaskeiðið, búin að vera gift sama karlinum í hundrað ár,“ segir Björk og blaðamaður getur ekki annað en hlegið að þessari lýsingu. „Við speglum aðeins ólíka hluti þótt við eigum líka margt sameiginlegt. Við erum að tala um þetta; barneignir, instagram-pressuna og ungar konur, skilnaðinn, breytingaskeiðið og svo heitir þetta Bíddu bara af því að við Selma erum „bíddu bara“-sérfræðingar Sölku í öll- um ráðleggingum. „Já, bíddu bara þangað til þú færð grindargliðnun, bíddu bara þangað til þú skilur,““ segir Björk. Björk segir „bíddu bara“-ráðleggingarnar alltaf gerðar af góðum hug, tilgangurinn alltaf að hjálpa en verði þó stundum yfirþyrmandi. Öll með bullandi kvíða Björk segir sýninguna höfða til fólks frá unglingsaldri og upp úr. Unglingsins, mömmu og ömmu og auðvitað stráka og karla líka. „Við erum í gríni og gleði en það eru erfiðar tilfinningar þarna á bak við,“ segir Björk um sýninguna. Það sé stundum erfitt að verða miðaldra, börnin fari að heiman og því fylgi einmanaleiki. Það sé erfitt að geta ekki eignast börn og erfitt að skilja. „Og við erum öll með bullandi kvíða,“ bætir Björk við. Öll séum við að moka sama skítinn en gleðin þó alltaf í öndvegi í sýn- ingunni. Á tímum samfélagsmiðla þar sem allir virðist yfir sig hamingjusamir sé nauð- synlegt líka að tala um gyllinæð. Blaðamað- ur tekur undir með Björk að gyllinæð fái ekki nógu mikla athygli og nauðsynlegt að fjalla betur um hana. Frábært listrænt teymi Í lok september fara fram prufur í Gaflaraleikhúsinu fyrir börn á aldrinum sjö til tíu ára fyrir leikritið Langelstur að eilífu sem byggt er á bók Bergrúnar Írisar Sæv- arsdóttur. Björk skrifar leikgerðina og leik- stýrir sýningunni og hinn ástsæli Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið, leikur Rögnvald gamla sem er 96 ára og er í fyrsta bekk grunnskóla. Í sama bekk er Eyja sem er sex ára og fimm börn á aldrinum 7-10 ára verða valin í önnur hlutverk með pruf- um í lok þessa mánaðar. Skráning í þær fer fram á vef Gaflaraleikhússins, gaflara- leikhusid.is, undir flipanum „næstu sýn- ingar“. Chantelle Carey semur dansa og sviðs- hreyfingar og Hallur Ingólfsson tónlistina og því valinn maður í hverju rúmi. „Ég er með frábært listrænt teymi með mér og við vorum svo glöð og stolt að fá Sigga Sigur- jóns með okkur í þetta,“ segir Björk. Hún segir Sigga Hafnfirðing og því stutt fyrir hann að fara yfir í Gaflaraleikhúsið. Æfing- ar hefjast um miðjan október og stefnt að því að frumsýna verkið í janúar. Verk eftir Gunnar og nýtt nám Ekki er allt upptalið því á næsta ári hefj- ast æfingar á nýju verki eftir Gunnar Helgason, Drottningin sem kunni allt nema … en samnefnd bók með myndum eftir Rán Flygenring er nýkomin út. Mun Gunnar fá brúðumeistarann Bernd Ogrod- nik og Rán með sér í lið til að skapa litríka veröld fyrir yngstu áhorfendurna. Er ætl- unin að frumsýna verkið í mars. „Þannig að við erum með endalaust af stórsnillingum með okkur,“ segir Björk, glöð í bragði. Að lokum ber svo að nefna nýtt nám sem verður í boði í leikhúsinu, undirbúningsnám fyrir ungt sviðslistafólk, 18 til 24 ára, sem stefnir á framhaldsnám í sviðslistum. Björk verður þar meðal kennara og segir námið enda með uppsetningu á glæsilegum söng- leik. Aðrir kennarar eru Chantelle Carey danshöfundur og Guðlaug Ólafsdóttir söng- kennari. „Við leggjum áherslu á leikrit fyrir ungt fólk og börn og með ungu fólki eigum við við fólk á aldrinum 13 til 30 ára,“ segir Björk. Náminu er skipt í tvær annir og nær yfir allan veturinn en frekari upplýsingar má finna á vef leikhússins. Björk hefur starfað mikið með börnum og ungu fólki og segir það hugsjónastarf að ala upp framtíðarsnillinga fyrir íslensku sviðs- listasenuna. Með náminu geti ungt fólk búið sig undir framhaldsnám og prufur, meðal annars, og kynnst öðrum ungum listamönn- um. Námið sé vettvangur til að þroska sig, mynda tengslanet og undirbúa sig fyrir framhaldsnám, hvort heldur er á Íslandi eða erlendis. Inntökupróf verða haldin 11.-15. sept- ember kl. 16 til 20 og þarf að skrá sig í þau á vef leikhússins. Gleðileikur Selma, Salka og Björk í sýningunni Bíddu bara sem frumsýnd verður á föstudag. Grindargliðnun og gyllinæð - Gaflaraleikhúsið hefur leikárið með Bíddu bara - Prufur fyrir börn sem vilja leika í Langelstur að eilífu með Sigga Sigurjóns í aðalhlutverki - Undirbúningsnám í vetur fyrir ungt sviðslistafólk Kynbundið ofbeldi í íslensk- um þjóðsögum er yfirskrift erindis sem haldið er í Landnámssýn- ingunni í dag kl. 17. Þar ræðir Dagrún Ósk Jónsdóttir, dokt- orsnemi í þjóð- fræði við HÍ, niðurstöður rannsóknar sinnar á birtingarmyndum kvenna í íslensk- um þjóðsögum. „Þá einkum um of- beldi gegn konum, í hvernig sögum það birtist, hvaða tilgangi þessar sögur gætu hafa þjónað og hvort það hefur áhrif hver segir söguna og hverjum. Þá verður umræðan tengd viðhorfum til kynferðislegs ofbeldis í samtímanum. Þegar þjóð- sögurnar eru skoðaðar út frá nýj- um hugmyndum má sjá hversu rót- grónar hugmyndir og viðhorf til ofbeldis eru í raun, en kynbundið ofbeldi er rótgróið vandamál í íslensku samfélagi,“ segir í tilkynn- ingu. Bent er á að í þjóðsögum megi finna vísbendingar um heimsmynd og gildi samfélagsins. „Í mörgum sögnum er augljóst að konur hafa sjaldnast vald til að segja nei við karlmenn. Þegar þær gera það, hefnist þeim fyrir, þær eru neyddar í hjónaband, drepnar eða þeim nauðgað.“ Íslensku þjóðsögunum var að stórum hluta safnað á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. „Þeim var langflestum safn- að af körlum, fyrir utan hið stór- merkilega safn Torfhildar Þ. Hólm og er áhugavert að sjá hvernig of- beldið birtist á ólíkan hátt í safninu hennar.“ Viðburðurinn tekur um klukkustund. Aðgangur er ókeypis. Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum Dagrún Ósk Jónsdóttir RVK Feminist Film Festival (RVK FFF) verður haldin í þriðja sinn í janúar á næsta ári og verða sýndar kvik- myndir eftir kvenkyns leikstjóra og sérstök áhersla lögð á hinsegin málefni, kvikmyndagerðarkonur af öðrum kynþætti en hvítum, förðun fyrir tæknibrellur, kvik- myndatónlist eftir konur, nýja Metoo-byltingu á Íslandi og kynbundið ofbeldi í nánum samböndum, skv. tilkynn- ingu. Stuttmyndakeppnin Systir verður haldin að venju og öllum sem skilgreina sig sem konur eða kynsegin vel- komið að senda mynd í keppnina. Opnað verður fyrir umsóknir 9. september á Filmfreeway.com og hægt verður að senda inn stuttmyndir til aðfangadags. Sólrún Freyja Sen er verkefnastjóri hátíðarinnar. Sólrún Freyja Sen Opnað fyrir umsóknir hjá RVK FFF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.