Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.09.2021, Qupperneq 64
» Gagnvirk múmínálfa- sýning var opnuð í Norræna húsinu á upp- hafsdegi Bókmennta- hátíðar í Reykjavík. Á sýningunni geta börn og fullorðnir kynnt sér íbúa Múmíndalsins, skoðað stafrófið og rætt ýmsar tilfinningar. Á opnunar- deginum las Sophia Jans- son, bróðurdóttir Tove Jansson, fyrir gesti. Lesið og skrifað með Múmínálfum í Norræna húsinu Rólegheit Þeim sem kunna að lesa þarf aldrei að leiðast. Morgunblaðið/Unnur Karen Klifur Gestir nutu þess að geta klifrað á litríkum vegg í Norræna húsinu. Yndislestur Sophia Jansson tók á móti hópi nemenda úr Vesturbæjarskóla og las upphátt fyrir krakkana. Tjáning Glatt var á hjalla á sýningunni um Múmíndal. 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Collaborative Contaminations nefnist nýtt verk eftir Rósu Ómarsdóttur í samstarfi við Hákon Pálsson sem sýnt er í Mengi 9., 10. og 11. sept- ember kl. 20. „Verkið er bæði performans og innsetning. Á daginn geta gestir og gangandi séð verkið sem innsetningu og á kvöldin fram- kvæmir Rósa performans í rýminu. Í verkinu skoða þau hvernig hegðun vatns breytist þegar það verður fyrir einhvers konar mengun. Hvað gerist ef við lítum á mengun sem tækifæri til samstarfs? Í performansinum notar Rósa kóe- rógrafískar leiðir til að skapa dans fyrir vatn, loft, ljós, hljóð og litarefni. Hreint vatnið verður mengað og umbreytist í töfrandi landslag þar sem ýmsar myndir birtast sem minna m.a. á frumur, norðurljós, sjóðandi leðju eða vetrarbrautir, sem dansa í takt við hljóðheim vatns og íss,“ segir í tilkynningu. Innsetningin er opin föstudag og laugardag milli kl. 13 og 18. Innsetning og performans í Mengi Vatn Hluti af innsetningu Rósu og Hákons í Mengi. Elisions, samsýning, verka eftir bandaríska listafólkið N. Dash, K.R.M. Mooney, B. Ingrid Olson og Carrie Yamaoka, verður opnuð í i8 í dag, fimmtudag, kl. 17. Til sýnis eru verk sem eiga grunn sinn í mál- verkum, ljósmyndun og skúlptúr, segir í tilkynningum og að í verk- unum megi sjá tilætlun og tilviljun skiptast á við að miðla ferli endur- tekningar, endurgerðar, yfirlagn- ingar og myndskurðar. „Úrfelling (Elision) er brottfall. Á tæknilegan hátt er úrfelling tengd við úrfellingarmerki og fjarverandi enda. Hún er stytting, þjöppun á orði, eða orðum. Hún er sam- dráttur. Þegar tvennt verður að einu, eða eitt verður þjappað saman á milli tungu og tanna rétt eins og munnurinn sé sorpkvörn sem þjappar orðinu saman í sorp- bagga. Eitt sinn stórt og óskil- greint, er sorpbagginn nú fljót yrt- ur, samþjappaður og umbreyttur: þéttur og óhaggandi, með ekkert rými til að gefa eftir og ekkert loft á milli harðra samhljóðalína,“ segir m.a. í tilkynningunni og má frekari upplýsingar finna á i8.is. Samsýningin Elisions opnuð í i8 B. Ingrid Olson Pamela De Sensi flautuleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanó- leikari koma fram á hádegistón- leikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmudag, kl. 12. „Tónleik- arnir eru ferðalag milli tveggja tónlistarheima sem verða til á svipuðum tíma en eru algjörlega í andstæðum stíl. Annars vegar er um að ræða hinn viðkvæma og einstæða hljóm Belle Epoque og hins vegar hina ástríðufullu ítölsku óperutónlist eftir Bel Canto-tónskáldin. Verkin eru sam- in fyrir flautu og píanó af frægum ítölskum og frönskum tónskáldum þessa tíma,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkj- unni. Þeir taka um hálfa klukku- stund. Ítölsk og frönsk verk á flautu og píanó Guðríður St. Sigurðardóttir Pamela De Sensi Átta viðburðir eru á dagskrá Bók- menntahátíðar í Reykjavík í dag. Fyrstu fjórir viðburðir dagsins fara fram í Norræna húsinu. Klukkan 11 ræða Patrik Svensson og Halla Þór- laug um það að skrifa sig frá sorg og missi. Björn Halldórsson stýrir um- ræðum. Klukkan 12 ræða Sigrún Pálsdóttir, Helene Flood og Alex- ander Dan um það hvernig hug- myndir kvikna og hvort efnið bindi formið eða öfugt. Árni Matthíasson stýrir umræðum. Klukkan 13 ræða Vigdis Hjort og Saša Stanišic um mörk skáldskapar og raunveruleika. Fríða Ísberg stýrir umræðum. Klukkan 15.30 hefst pallborð um íslenskar bókmenntir erlendis á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Ísland var heiðursgestur á Bókasýn- ingunni í Frankfurt. Opnunarávarp flytur Christopher MacLehose, útgefandi hjá Mountain Leopard Press. Í umræðum taka þátt Jürgen Boos, forstjóri Bókasýningarinnar í Frankfurt, Regina Kammerer, út- gefandi hjá btb og Luchterhand í Þýskalandi, Tina Flecken, þýðandi íslenskra bóka á þýsku, og Halldór Guðmundsson, sem stjórnaði heiðursþátttöku Íslands. Thomas Böhm blaðamaður og útgefandi stýrir umræðum. Næstu fjórir við- burðir dagsins fara fram í Iðnó. Klukkan 17 er bókinni Erindi – Póe- tík í Reykjavík fagnað. Bókin kemur út í tilefni tíu ára afmælis Reykjavík- ur sem Bókmenntaborgar UNESCO og inniheldur hugleiðingar fjórtán höfunda um bókmenntir og sköpun. Klukkan 19 fjalla Saša Stanišic og Barbara Demick um stríð og frið í skáldskap og fræðilegum skrifum. Silja Bára Ómarsdóttir stýrir um- ræðum. Klukkan 20 ræða Khaled Khalifa, Margrét Lóa og Alexander Dan um það hvort skáldskapurinn þurfi alltaf að vera í einhverjum tengslum við raunveruleikann. York Underwood stýrir umræðum. Klukkan 21 ræða Helene Flood, Monika Fagerholm og Gerður Kristný um ofbeldi og myrkraverk. Ivan Wadeson stýrir umræðum. Sorg, myrkraverk og sögueyjan Ísland - Átta viðburðir hjá Bókmenntahátíð Monika Fagerholm Patrik Svensson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.