Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ð ir ás ki lja sé rr ét tt il le ið ré tti ng a 595 1000 re ys tá n fy rTenerife a á rb 28. október aðra leið Flugsæti í sólina! Flug frá kr. 19.950 flugsæti aðra leið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blön- dal, klínískur næringarfræðingur og sérfræðingur hjá Heilsuvernd, er að hefja rannsókn á næringarástandi íbúa á hjúkrunarheimilum á Akur- eyri. Vísindasiðanefnd hefur sam- þykkt gerð rann- sóknarinnar sem er sú fyrsta af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin nær til allra íbúa á dvalarheimilun- um Hlíð og Lög- mannshlíð á Akureyri. Berg- lind gerir ráð fyr- ir að um 4 mánuði taki að gera rann- sóknina og að niðurstöður geti legið fyrir í febrúar. Þær verða nýttar í gæðavinnu varðandi næringu aldr- aðra. „Næringarástand íbúa á hjúkrun- arheimilum hér á landi hefur aldrei verið rannsakað áður. Slíkar rann- sóknir hafa verið gerðar víða erlend- is og í ljós komið að 40 og upp í 60% íbúanna eru oft vannærð eða í auk- inni hættu á að verða vannærð,“ seg- ir Berglind. Næringarfræðingar hafa ekki ver- ið að störfum inni á dvalar- og hjúkr- unarheimilum hér á landi, en víða er- lendis eru þeir ein af fagstéttum sem starfa innan þess geira. Berglind ætlar að skima alla íbúa, 187 íbúa heimilanna fyrir áhættunni á að verða vannærðir eða hvort þeir búi við vannæringu þegar. Gerir hún ráð fyrir að ljúka þeirri vinnu fyrir áramót. Viðkvæmur hópur „Þetta er mjög viðkvæmur hópur og það geta margvíslegar ástæður verið fyrir því að þeir búi við næring- arskort,“ segir Berglind. „Oft er um sambland af ýmsum vandamálum að ræða.“ Hún segir að með vaxandi aldri minnki matarlyst fólks yfirleitt. Sjúkdómar af margvíslegu tagi, bæði líkamlegir og andlegir hafi áhrif, lyf sem fólk tekur geta einnig haft áhrif á matarlyst, léleg munn- og tannheilsa sömuleiðis. Þá nefnir hún að einmanaleiki og leiði dragi gjarnan úr löngun fólks til að neyta matar og eins minnki færni þess. „Orkuþörf aldraðra minnkar lítil- lega með árunum, en vítamín- og steinefnaþörf stendur í stað og í ein- hverjum tilvikum eykst þörf fyrir sum vítamín og steinefni. Þá stór- eykst próteinþörf fólks með aldrin- um. Það getur því verið vandasamt að næra þennan viðkvæma hóp og gæta þess að allar þarfir séu upp- fylltar,“ segir Berglind. Hún telur mikilvægt að gera þessa rannsókn til að sjá hvort hið sama sé uppi á teningunum hér á landi og víða erlendis þegar kemur að nær- ingarástandi fólks á hjúkrunarheim- ilum. „Það verður þá að bregðast strax við með viðeigandi hætti reynist þörf á því, bæði til þess að laga næringar- ástand íbúa hjúkrunarheimila og til þess að auka lífsgæði þeirra eins og hægt er.“ Rannsakar næringarástand - Fyrsta rannsóknin af þessu tagi hér á landi - Gerð á tveimur hjúkrunarheimilum á Akureyri - Samþykkt af Vísindasiðanefnd - Margvíslegar ástæður að baki næringarskorti hjá eldra fólki Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Hreyfing Rannsóknin verður m.a. gerð meðal íbúa á Hlíð. Hluti þeirra tók í vikunni þátt í alþjóðlegri þrekhjólakeppni hjúkrunarheimila og náði 2. sæti. Berglind S. Á. Blöndal Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta er mjög stórt verkefni, en skemmtilegt. Þetta er samfélags- verkefni og ávinningurinn fyrir íbúa hér um slóðir verður mikill,“ segir Jón Heiðar Rúnarsson skóg- arhöggsmaður, sem ásamt mörg- um af reyndustu skógarhöggs- mönnum landsins er önnum kafinn við að höggva tré í Vaðlareit hand- an Akureyrar. Til stendur að leggja stíg um Vaðlareit sem verður hluti af hjóla- og göngustíg sem nær frá mörkum Akureyrar við Leirubrú og að norðurmörkum Svalbarðs- strandarhrepps. Fyrsti áfangi verksins nær frá Vaðlaheiðar- göngum og að Skógarböðum sem verið er að reisa syðst í Vaðla- reitnum. Ansi mikið verk Jón Heiðar segir að verkið taki um tvær vikur og þá fyrri verður höggvið í óðaönn þá tæpu 2 kíló- metra sem stígurinn um reitinn er. Síðari vikan verður notuð til að fara yfir verkið, snyrta og lagfæra. Skógræktarfélag Eyjafjarðar stendur fyrir skógarhögginu, en Svalbarðsstrandarhreppur sér um gerð göngu- og hjólastígsins. Vatn frá Vaðlaheiðargöngum verður leitt undir stíginn, bæði heitt og kalt, og að Skógarböðunum og eins til Akureyrar. Skógræktarfélagið hafði samband við Jón Heiðar vegna þessa verkefnis, en hann á félagið Skógarmenn. Fjölbreyttur skógur „Ég fór strax af stað og hóaði í landsliðið,“ segir hann en skógar- höggsmenn af stóru svæði voru kallaðir til, frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Þegar mest er mæta 11 skógarhöggsmenn í vinnuna í Vaðlareit segir Jón Heiðar og tveir og tveir vinna saman og taka ákveðna bita af skóginum og aðrir tveir koma á móti. Þannig eru skógarhöggsmennirnir dreifðir um allan reit, frá norðri og suður úr. „Þetta gengur vel, skógurinn er fjölbreyttur, þarna er birkikjarr og allt upp í stærðarinnar greni- og furutré og allt þar á milli þannig að við erum að fást við alls konar á leiðinni í gegn,“ segir Jón Heiðar. Hann segir gaman að taka þátt í þessu verkefni og er sannfærður um að þessi stígur opni möguleika fyrir marga að fara um fallegan stað sem ekki var aðgengilegur áð- ur. „Þetta verður algjör perla, án- ingarstaðir með góðu útsýni sem eflaust draga að sér fólk sem einn- ig mun nýta stíginn í heilsubótar- göngu eða til hjólreiða.“ Landsliðið í skógar- höggi í Vaðlareit - Grisja fyrir hjóla- og göngustíg - Mikill ávinningur fyrir íbúa Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Skógarhögg Jón Heiðar Rúnarsson og Ingólfur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, við fallið tré. Hreyfing mælist enn á fleka í skriðusárinu á Seyðisfirði frá því í desember 2020. „Þetta er ennþá að hreyfast hægt og rólega, einhverjir millimetrar á dag,“ sagði Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gærkvöld. Örlítilli slyddu var spáð í nótt en búist er við mikilli úrkomu eftir há- degi í dag. Veðurstofan mun fylgj- ast grannt með gangi mála, líkt og hún gerði í nótt, til þess að sjá hvaða áhrif úrkoma hefur á flekann. „Það er hugsanlegt að það gæti orðið einhver breyting frá því sem verið hefur hingað til.“ Þá er flek- inn sem um er að ræða eini stað- urinn þar sem hreyfing finnst. „Við getum ekki útilokað að það hrynji eitthvað niður þarna,“ segir Esther. Því hafi verið gripið til rýminga. „Við vitum ekki hvenær kemur brotpunktur en þetta er að silast hægt og rólega og þegar það rignir ofan í það eru meiri líkur á að hreyfingin verði hraðari.“ Enn stendur rýming yfir og mun hún standa yfir að minnsta kosti meðan úrkoman varir og fram yfir helgi. Almannavarnir sjá um rým- inguna. Fylgjast áfram vel með stöðunni - Talsverðri úrkomu spáð á Seyðisfirði Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Fjarfundur Veðurstofa Íslands hélt fjarfund á Seyðisfirði í fyrradag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.