Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 8

Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10—17 Laugardaga 11—15 HAUSTTILBOÐ 20% afsláttur af öllum innréttingum út október Geir Ágústsson, sjálfskipaður spekingur í samfélags- fræðum, að eigin sögn, skrifar síð- ast: - - - Loftslags- umræðan und- anfarin ár breyttist á tímabili í veiru- umræðu en báðar umræður eru keim- líkar og ganga nú yfir á sama tíma. Í báðum tilvikum er reynt að hræða almenning alveg upp úr skónum. - - - Til þess finnast óendanlegir fjár- munir. Hagsmunahópar spretta upp og sækja um fé í óend- anlega sjóði. - - - Venjulegt samfélag er talað nið- ur og einhvers konar aðgerðir sem takmarka, hamla og loka tal- aðar upp. Gagnrýnisraddir eru að hluta eða í heild þaggaðar niður eða jafnvel kallaðar samsæriskenn- ingar. - - - Sífellt er hamrað á því að við þurfum að treysta vísindunum og ákveðnir aðilar útnefndir til að tala í nafni þeirra. Aðrar raddir eru kallaðar andsnúnar vísindum. - - - Sögur herma að í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum sé einn flokkanna við borðið að heimta að lýst verði yfir loftslags- vá og milljarðar settir í baráttu gegn loftslagsbreytingum. - - - Enginn veit samt hverju lofts- lagsmilljarðarnir í dag eru að áorka. Sennilega engu. - - - Þess vegna þarf að bæta í.“ Geir Ágústsson Manngerður fjáraustur STAKSTEINAR Nýliðinn septembermánuður var fremur illviðrasamur og var vindur á landsvísu 0,4 m/s yfir meðallagi. Þá var mánuðurinn úrkomusamur víð- ast hvar og sólarlítill. Þetta kemur fram í nýbirtu tíðarfarsyfirliti Veð- urstofunnar. September var hlýr framan af, sérstaklega norðan- og norðaustan- lands. Síðustu tíu dagar mánaðarins voru aftur á móti kaldir. Meðalhiti í Reykjavík í september var 8,3 stig og er það -0,2 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en -0,1 stigi und- ir meðallagi síðustu tíu ára. Það snjó- aði víða í byggð í lok mánaðar og var jörð alhvít á mörgum stöðum á Vest- fjörðum og á Norðurlandi. Úrkoma mældist víðast hvar vel yfir meðallagi í mánuðinum. Óvenju þungbúið var suðvestanlands og hafa ekki mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði síð- an árið 1943. Úrkoma í Reykjavík mældist 124,4 millimetrar sem er um 40% umfram meðallag áranna 1991 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 117,2 mm sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 136,7 mm og 172,5 mm á Höfn í Hornafirði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 52,7 sem er 65,6 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Ekki hafa mælst eins fáar sólskins- stundir í Reykjavík í septembermán- uði síðan 1943. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 76,7 sem er 13,8 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. sisi@mbl.is Drungi og illviðri í september Morgunblaðið/Kristinn Magnússon September Víða snjóaði í byggð. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, hóf nýverið að bjóða upp á fjaraugnlækningar í Eyjum, í sam- vinnu við Sjónlag í Reykjavík. Um tilraunaverkefni er að ræða og hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í húsakynnum HSU í Eyjum er búið að koma fyrir nýjum tækja- búnaði; sjónsviðsmæli, sneiðmynda- tæki, raufarlampa, augnbotna- myndavél og augnþrýstimæli. Verkefnið hlaut nýsköpunar- styrk stjórnvalda á síðasta ári, en aðalfjármögnunin kemur frá Lions- hreyfingunni. Lionsklúbbur Vest- mannaeyja leiddi söfnunina meðal einstaklinga, félagasamtaka og fyr- irtækja í Eyjum, sem eru bak- hjarlar gjafarinnar. Helmingur fjármögnunarinnar kemur frá al- þjóðahjálparsjóði Lions. „Það er alveg ljóst að þetta stór- kostlega framtak Lionssamtakanna hefur gert verkefnið að veruleika og færi ég þeim mínar bestu þakk- ir,“ segir Díana Óskarsdóttir, for- stjóri HSU, á vef heilbrigðisstofn- unarinnar. Fjaraugnlækningar í boði frá Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Frá opnun augnlæknastofu HSU og Sjónlags. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.