Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10—17 Laugardaga 11—15 HAUSTTILBOÐ 20% afsláttur af öllum innréttingum út október Geir Ágústsson, sjálfskipaður spekingur í samfélags- fræðum, að eigin sögn, skrifar síð- ast: - - - Loftslags- umræðan und- anfarin ár breyttist á tímabili í veiru- umræðu en báðar umræður eru keim- líkar og ganga nú yfir á sama tíma. Í báðum tilvikum er reynt að hræða almenning alveg upp úr skónum. - - - Til þess finnast óendanlegir fjár- munir. Hagsmunahópar spretta upp og sækja um fé í óend- anlega sjóði. - - - Venjulegt samfélag er talað nið- ur og einhvers konar aðgerðir sem takmarka, hamla og loka tal- aðar upp. Gagnrýnisraddir eru að hluta eða í heild þaggaðar niður eða jafnvel kallaðar samsæriskenn- ingar. - - - Sífellt er hamrað á því að við þurfum að treysta vísindunum og ákveðnir aðilar útnefndir til að tala í nafni þeirra. Aðrar raddir eru kallaðar andsnúnar vísindum. - - - Sögur herma að í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum sé einn flokkanna við borðið að heimta að lýst verði yfir loftslags- vá og milljarðar settir í baráttu gegn loftslagsbreytingum. - - - Enginn veit samt hverju lofts- lagsmilljarðarnir í dag eru að áorka. Sennilega engu. - - - Þess vegna þarf að bæta í.“ Geir Ágústsson Manngerður fjáraustur STAKSTEINAR Nýliðinn septembermánuður var fremur illviðrasamur og var vindur á landsvísu 0,4 m/s yfir meðallagi. Þá var mánuðurinn úrkomusamur víð- ast hvar og sólarlítill. Þetta kemur fram í nýbirtu tíðarfarsyfirliti Veð- urstofunnar. September var hlýr framan af, sérstaklega norðan- og norðaustan- lands. Síðustu tíu dagar mánaðarins voru aftur á móti kaldir. Meðalhiti í Reykjavík í september var 8,3 stig og er það -0,2 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en -0,1 stigi und- ir meðallagi síðustu tíu ára. Það snjó- aði víða í byggð í lok mánaðar og var jörð alhvít á mörgum stöðum á Vest- fjörðum og á Norðurlandi. Úrkoma mældist víðast hvar vel yfir meðallagi í mánuðinum. Óvenju þungbúið var suðvestanlands og hafa ekki mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði síð- an árið 1943. Úrkoma í Reykjavík mældist 124,4 millimetrar sem er um 40% umfram meðallag áranna 1991 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 117,2 mm sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 136,7 mm og 172,5 mm á Höfn í Hornafirði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 52,7 sem er 65,6 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Ekki hafa mælst eins fáar sólskins- stundir í Reykjavík í septembermán- uði síðan 1943. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 76,7 sem er 13,8 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. sisi@mbl.is Drungi og illviðri í september Morgunblaðið/Kristinn Magnússon September Víða snjóaði í byggð. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, hóf nýverið að bjóða upp á fjaraugnlækningar í Eyjum, í sam- vinnu við Sjónlag í Reykjavík. Um tilraunaverkefni er að ræða og hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í húsakynnum HSU í Eyjum er búið að koma fyrir nýjum tækja- búnaði; sjónsviðsmæli, sneiðmynda- tæki, raufarlampa, augnbotna- myndavél og augnþrýstimæli. Verkefnið hlaut nýsköpunar- styrk stjórnvalda á síðasta ári, en aðalfjármögnunin kemur frá Lions- hreyfingunni. Lionsklúbbur Vest- mannaeyja leiddi söfnunina meðal einstaklinga, félagasamtaka og fyr- irtækja í Eyjum, sem eru bak- hjarlar gjafarinnar. Helmingur fjármögnunarinnar kemur frá al- þjóðahjálparsjóði Lions. „Það er alveg ljóst að þetta stór- kostlega framtak Lionssamtakanna hefur gert verkefnið að veruleika og færi ég þeim mínar bestu þakk- ir,“ segir Díana Óskarsdóttir, for- stjóri HSU, á vef heilbrigðisstofn- unarinnar. Fjaraugnlækningar í boði frá Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Frá opnun augnlæknastofu HSU og Sjónlags. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.