Morgunblaðið - 07.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þeir horfa á hann undrandi, vín-
bændurnir í brattlendinu í Sviss,
þar sem hann stikar eftir ekrunum
og beitir óvanalegum aðferðum við
víngerðina. Höskuldur Hauksson er
sannarlega ekki neitt venjulegur
vínbóndi. Sem ungur maður fiktaði
hann við víngerð í kjallaranum
heima hjá foreldrum sínum og með-
an á doktorsnámi í stærðfræði stóð í
Kaliforníu vandi hann komur sínar á
ekrurnar í Napa-dalnum. Áratugum
síðar hefur hann sagt skilið við al-
þjóðlega hrávöru- og fjármálamark-
aði og hefur helgað líf sitt víngerð í
heimalandi eiginkonunnar.
Höskuldur er gestur Dagmála í
dag, streymisþætti á mbl.is, þar
sem hann ræðir framleiðsluna og
ræktunarstarfið, áskoranir og tæki-
færi sem hann stendur frammi fyr-
ir. Hann var nýverið staddur hér á
landi til að kynna nýjustu vínin úr
smiðju sinni. Það gerði hann á opnu
smakki á Reykjavík Hilton Nordica
og mætti þar fjöldi fólks til þess að
kynna sér herlegheitin.
Handaflið nýtt til fulls
Á nokkrum stöðum í Sviss hefur
Höskuldur komið sér upp ekrum
sem nú eru u.þ.b. 6 hektarar. Er
það nokkuð yfir meðaltali hjá sviss-
neskum vínbændum og segir hann
að þetta sé heppileg stærð, litið til
næstu ára, enda taki tíma að verða
fullnuma í greininni og nú sé verk-
efnið að koma verkferlum í fastar
skorður og ákveða karakter hvers
víns.
Og það er sannarlega að nógu að
hyggja. Höskuldur hefur t.d. ákveð-
ið að fara þá leið að nýta móður
náttúru sem mest við ræktunar-
starfið. Í stað þess að fara með
sláttuorfi milli plantna hefur hann
komið sér upp flokki svokallaðra
Ousessant-kinda. eru þær 16 talsins
og henta vel til verks þar sem þær
eru af einhverjum smágerðasta
kindastofni í heimi. Segir Höskuldur
að hann beiti þeim á ekrurnar og
þær haldi lággróðri í skefjum en nái
á sama tíma ekki upp í vínviðinn –
og þó.
Ef ræktunarstarfið væri með
hefðbundnu móti gætu þær nagað
lauf og brumhnappa vínviðarins,
ekki síst þegar þær reisa sig upp á
afturlappirnar. Af þeim sökum hef-
ur Höskuldur ákveðið að rækta vín-
viðinn með því móti að hann er
teygður upp á við og vex svo niður
á við, en hin hefðbundna aðferð felst
í því að fara einmitt öfugt að. Þessu
lýsir Höskuldur með lifandi og
skemmtilegum hætti í viðtalinu.
Einnig því hvernig hann beitir
kryddjurtum við að halda skordýr-
um frá ekrunum.
Skál Í þættinum smökkuðu Höskuldur og Stefán Einar á Alpberg 2017 sem
er Pinot Noir. Vín sem er brakandi ferskt og á talsvert inni á komandi árum.
Smákindur á ekrunum
- Höskuldur Hauksson beitir óhefðbundnum aðferðum við
vínrækt í Sviss - Nýtir náttúruleg efni í baráttu við skordýr
Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko
Ono, verður tendruð í 15. sinn á fæð-
ingardegi tónlistarmannsins Johns
Lennons laugardaginn 9. október
klukkan 20:00, en hann hefði orðið
82 ára þann dag. Friðarsúlan mun
varpa ljósi upp í himininn til 8. des-
ember, sem er dánardagur Lennons.
Vegna heimsfaraldurs Covid-19
verður aðeins tekið á móti 500 gest-
um í Viðey þetta kvöld. Yoko Ono
býður upp á fríar siglingar yfir sund-
ið. Siglt verður frá Skarfabakka frá
kl. 18:00 til klukkan 19:30.
Frá klukkan 18:30 verður boðið
upp á tvær göngurferðir um eyjuna
undir leiðsögn. Klukkan 19:45 flytur
Ásgeir Trausti tónlist sína við Frið-
arsúluna og að því búnu flytur
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
ávarp. Klukkan 20:00 verður Frið-
arsúlan tendruð undir laginu Imag-
ine með John Lennon.
„Beint streymi verður frá athöfn-
inni á heimasíðu Reykjavíkur-
borgar, reykjavik.is, og er fólk hvatt
til þess að fylgjast með tendrun
Friðarsúlunnar og hugsa um frið,“
segir í frétt á heimasíðu borg-
arinnar. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Friðarsúlan í Viðey
tendruð á laugardag
SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS
20
6.-11. OKTÓBER
AFSLÁTTUR AF
%
ÖLLUM SKÓM
Kynningafundur vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og deiliskipulagi
Hausthúsatorgs verður haldinn sem netfundur í gengum teams, miðvikudaginn 13.
október 2020 kl.12:00. Sjá hlekk https://www.akranes.is/is/skipulag-i-kynningu,
fundurinn verður tekinn upp og aðgengilegur á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á
facebook. Kjörið er að senda inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur.
Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi – Hausthúsatorg
Deiliskipulag Hausthúsatorg
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig
að gert verði ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu norðan Akranesvegar.
Í fyrirhugaðri breytingu felst að skilgreindur er nýr 1,6 ha landnotkunarreitur fyrir
verslun- og þjónustu, þ.e. eldsneytisafgreiðslustöð með veitingasölu, bílaþjónustu og
upplýsingasvæði, norðan Akranesvegar og austan hringtorgs við Þjóðveg/Þjóðbraut.
Færa þarf hluta Þjóðvegar til norðurs og aðlaga reið- og göngustíga að nýrri lóð. Gert
verður ráð fyrir aðrein úr austri inn á lóðina af Akranesvegi. Mörkum íbúðarsvæðis
norðan Akranesvegar, svæðis Íb-21 er breytt lítillega.
Eftir kynninguna verður málið tekið fyrir í skipulags- og umhverfisráði og lokið
við gerð tillögunnar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa
ofangreinda skipulagstillögu verður frestur til að gera athugasemdir við tillöguna í 6
vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.
Spurningum verður svarað í lok kynningar og þurfa þær að koma fram undir nafni.
Eru íbúar hvattir til að senda inn spurningar á meðan fundi stendur.
Hlekkur á kynningu: https://www.akranes.is/is/skipulag-i-kynningu
Kynningafundur vegna breytinga á
Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og
deiliskipulagi Hausthúsatorgs
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
0
2
1
Engin aflögun yfirborðs sést við Keili
þar sem jarðskjálftahrina hófst 27.
september. Þetta kemur fram á nýrri
InSAR-mynd sem er byggð á saman-
burði gervihnattamynda.
„Það er jarðskjálftahrina í gangi, en
hún er miklu minni en hrinan sem fór
á undan eldgosinu í Geldingadölum,“
sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur og prófessor emerítus. Hann
sagði að jarðskjálftarnir við Keili
væru ekki nógu stórir til að valda af-
lögun á yfirborðinu.
„Við höfum reynslu af því að ef
skjálftar stafa af kvikuhreyfingum þá
geta þær sýnt aflögunarmerki séu
þær nógu stórar. Ýmislegt bendir til
þess að kvika valdi þessum skjálftum.
Ef svo er þá hlýtur hún að vera lítil og
djúpt niðri því engin aflögun sést á yf-
irborðinu,“ sagði Páll.
Hann segir að upptök jarðskjálft-
anna mælist á 5-6 km dýpi. Það hljóti
að vera við neðri brún kvikugangsins
sem myndaðist þarna í fyrravetur áð-
ur en gaus í Geldingadölum. Það sé
nokkuð ljóst út frá mælingum og In-
SAR-myndum sem voru teknar þeg-
ar gangurinn varð til. Kvikugang-
urinn teygði sig býsna grunnt og náði
upp úr yfirborðinu þar sem eldgíg-
arnir opnuðust.
Páll lýsti kvikuganginum í fyrra
eins og borðplötu sem stæði upp á
rönd í jarðskorpunni. Sprungan fyll-
ist jafnharðan og hún myndast af
kviku. Svo storknar gangurinn ofan
frá og niður úr. Storknunin verður
fyrst þar sem umhverfið er kaldast,
það er efst í jarðskorpunni. Mögulega
er neðsti hluti hans enn óstorknaður,
að mati Páls. gudni@mbl.is
Myndvinnsla/Veðurstofa Íslands/Vincent Drouin. Byggt á gögnum úr Sentinel-1.
Reykjanes Myndin sýnir litlar breytingar frá 23. september til 5. október.
Yfirborðið óbreytt
- Engin aflögun sást við Keili