Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið erum rétt svo að jafna okkur eftir mikla frægð- arför til Kaupmannahafn- ar sem við fórum í ágúst,“ segja þær Ragnhildur Sverrisdóttir og Hildur Heimisdóttir, tvær af Ukulellunum, hljómsveit sem ein- vörðungu er skipuð hinsegin konum, eins og nafnið gefur til kynna. Flest- ar spila á hljóðfærið ukulele en ein spilar á bassa og önnur á slagverk. „Ukulellur voru hvorki meira né minna en ráðnar til að spila á World Pride í Köben, hátíð jafn- réttis og fjölbreytileika. Hildur setti sig í samband við forseta Pride í Köben, Lars nokkurn, og upplýsti hann um tilvist Ukulella og hvort þær ættu ekki að koma fram. Hann sagði að þetta væri besta hugmynd sem hann hefði heyrt lengi og réð okkur til verksins. Engar aðrar en Ukulellur frá Íslandi spiluðu á stóru sviði og á besta tíma á laugardeg- inum á Fluid-festivali sem var á Gammel Strand, en þar var útihátíð alla vikuna. Ekki nóg með það, held- ur vorum við Ukulellur handvaldar af Lars til að vera eina tónlistar- atriðið í móttöku fyrir Maríu krón- prinsessu í Ráðhúsinu,“ segir Ragn- hildur og Hildur bætir við að þær hafi séð á myndbandi hvernig María hallar sér að Lars og segir á dönsku að Ukulellur séu æðislegar. „María skemmti sér vel og þeg- ar hún byrjaði að klappa fyrir okkur þá klappaði öll hirðin. Um leið og María lyftir augabrún þá hrynja heimsveldi,“ segja þær og bæta við að Ukulellur hafi í framhaldinu einn- ig spilað á Ráðhústorginu. „Þar var dagskráin rýmd fyrir okkur, af því að konur sem spila fyr- ir sjálfa krónprinsessuna, þær verða að fá pláss. Það hafði frést hversu skemmtilegt var í Ráðhúsinu hjá Maríu og enginn vildi fyrir vikið missa af að sjá okkur og heyra. Til að speki okkar kæmist til skila snör- uðum við okkar eigin textum og sungum á ensku, vorum með eitt lag á dönsku og tókum einstaka lag á ís- lensku. Fjölmargir komu til okkar og spurðu hvort við gætum spilað á Pride-hátíðum hér og þar um heim- inn, við fengum boð til Þýskalands og Slóvakíu meðal annars.“ Regla að tala sig aldrei niður Ukulellur ætla að fara beint frá krónprinsessu niður í kjallara, því þær ætla að halda tvenna tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum 15. og 16. október. „Þar ætlum við að fagna þriggja ára afmæli og við ætlum að hafa tón- leikana á happy-hour-tíma, því allar stundir með Ukulellum eru ham- ingjustundir. Það seldist hratt upp á laugardagstónleikana svo við bætt- um öðrum við á föstudeginum, við getum ekki brugðist aðdáendum okkar,“ segja þær og bæta við að sértilboð verði á barnum af drykkjum með beina tengingu við Ukulellur og að leynigestir muni stíga á svið með þeim. „Við nýttum tímann í covid-tíð til að semja nýja texta og við æfðum vel á zoom-fundum á netinu og héld- um líka skottæfingar, en þá hittumst þá í bílastæðahúsum á kvöldin, lögð- um bílunum okkar í stóran hring með tveggja metra millibili, þar sem hver sat í sínu bílskotti, og spiluðum þannig saman. Við héldum líka skottæfingu á bílaplani kirkjugarðs; okkur fannst það viðeigandi, þar sem við gátum ekki spilað fyrir lif- andi, að leita til framliðinna,“ segja þær og taka fram að Ukulellur séu fyrst og fremst gleðisveit. „Við vinnum eftir reglum og ein þeirra er að Ukulellur tala sig ekki niður, svo það má segja að við séum valdeflandi hljómsveit. Komandi helgi förum við í æfingabúðir og verðum með heilt gistiheimili fyrir okkur uppi í sveit. Þar verðum við allar kerlingarnar alla helgina að spila af okkur puttana og ná upp góðum hita fyrir tónleikana. Við fáum saumaklúbbinn með hástöfum í æðra veldi út úr þessum Ukulell- um, með öllum ferðalögum, æfinga- búðum og öðrum skemmtilegheit- um.“ Vatnshelt ukulele fyrir heita potta Þær segja að ást hljómsveitar- meðlima á hljóðfærinu ukulele hafi óneitanlega vaxið á þeim þremur ár- um sem gleðisveitin hefur starfað. „Ég hafði til dæmis aðeins séð þetta hljóðfæri í fjarska þegar ég gekk til liðs við hljómsveitina,“ segir Ragnhildur og bætir við að Hildur og Gunna konan hennar, sem báðar eru í Ukulellum, séu með ukulele- dellu. „Heima hjá þeim eru veggir þaktir ukulelehljóðfærum og þær eru alltaf að panta eitthvað nýtt.“ Hildur bætir við að Gunna hafi sjálf smíðað eitt ukulele, enda lærður húsgagnasmiður. „Við keyptum líka ukulele úr plasti til að geta spilað á það í heita pottinum, en það er mjög gott að æfa þvergrip í heitu vatni. Þá kemur sér vel að eiga vatnshelt uku- lele,“ segir Hildur. Grúpp-píur fylgja þeim Þær segja að gleðin í bandinu sé slík að margar konur hafi sóst eft- ir að fá að ganga til liðs við hljóm- sveitina. „Þá bendum við á að það gildir um ýmsar hljómsveitir í gegnum tíð- ina að þó svo að margir hafi til dæm- is kunnað að spila á gítar í Bretlandi á sínum tíma þá hafi þeir ekki fengið að ganga til liðs við Bítlana. Ukulell- ur eru hljómsveit en ekki félaga- samtök sem hægt er að ganga í. Margar konur hafa boðið fram krafta sína í ólík verkefni og við er- um til dæmis með rótara og grúpp- píur, heita aðdáendur sem fóru með okkur til Köben á World Pride.“ Þegar þær eru spurðar hvað hafi breyst á þeim þremur árum sem Ukulellur hafa starfað segja þær að fyrst beri að nefna að þær hafi farið úr þremur gripum í fjöldamörg. „Við erum líka orðnar þéttari, komnar með fjölbreyttara hljóð- færaúrval og við skiptumst meira á í söngnum og í framsetningunni. Við erum flestar komnar með betri hljóðfæri en í byrjun og einnig geta fleiri gripið í sóló, útsetningar hjá okkur eru því fjölbreyttari. Við náum okkur í ólíkustu lög til að semja texta við og eigum orðið yfir þrjátíu frumsamda texta, en sumir textar eru einnota, sem hafa verið samdir fyrir ákveðin tilefni sem ekki koma aftur, til dæmis afmæli eða brúðkaup. Ukulellur gefa sig út fyrir að spila í einkasamkvæmum, við er- um klárar í árshátíðir, þorrablót og hvað sem er, eins og líf og tími leyfir, en við komumst kannski ekki alltaf allar þrettán.“ Miðar fást á Tix.is Spiluðu fyrir krónprinsessuna Gleðisveitin Ukulellur er nýkomin frá kóngsins Kaup- mannahöfn þar sem hún gerði garðinn frægan. Nú blása þær til tónleika og hafa æft vel í covid-tíð, m.a. með því að sitja hver í sínu bílskotti á bílaplönum. Gaman Hér spila þær og syngja í Ráðhúsinu fyrir Maríu krónprinsessu sem er í rauðum kjól lengst til hægri. Ukulellur Alsælar í Köben í merktum bolum, aftari röð f.v.: Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Þóra Björk Smith, Elísabet Thoroddsen, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir, Hugrún Ósk Bjarna- dóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Eva Lind Weywadt Oliversdóttir, Anna Jó- hannsdóttir og Herdís Eiríksdóttir. Fyrir framan: Hildur Heimisdóttir og Hanna María Karlsdóttir. Á mynd vantar Margréti Grétarsdóttur. Sýningareldhús - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is T a k ti k 5 7 3 4 # Allt fyrir veitingahús- atvinnueldhús og kaffihús K rælar & frystar Húsgögn Stál vinnuborð Kæliborð Ofnar Uppþvottavélar Handvagnar StólarGastro MINNUMÁ 20%AFSLÁTT ÁÖLLUM VÖRUM Í NETVERSLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.