Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Segjum nei
við haustlægðum
sante.is
Á síðasta ári voru hin nýju gáma-
skip Eimskips, Dettifoss og Brúar-
foss, tekin inn í siglingaáætlun fé-
lagsins en vegna heimsfaraldurs
kórónuveirunnar og samkomu-
takmarkana hefur dregist að halda
formlegar nafnahátíðir eins og alltaf
tíðkast.
Nýlega var efnt til nafnahátíðar
fyrir Brúarfoss í Þórshöfn í Fær-
eyjum að viðstöddum starfs-
mönnum, viðskiptavinum og sam-
starfsaðilum Eimskips og Faroe
Ship. Eins og hefð er fyrir var það
guðmóðir skipsins sem gaf því nafn.
Eva Rein, sem starfað hefur hjá
Faroe Ship í Þórshöfn í yfir 50 ár,
fékk þann heiður. Kampavíns-
flaskan brotnaði í mél þegar hún
skall á skipshlið.
Stefnt er að því að halda formlega
nafnahátíð á Íslandi fyrir Dettifoss
við fyrsta tækifæri, að því er fram
kemur á heimasíðu Eimskips.
Systurskipin Dettifoss og Brúar-
foss eru stærstu gámaskip í sögu ís-
lenska kaupskipaflotans, 80 metra
löng, 31 metri að breidd og geta
borið 2.150 gámaeiningar. Þau mæl-
ast 26.169 brúttótónn. Skipin voru
smíðuð fyrir Eimskip í Kína. Detti-
foss kom til landsins 13. júlí í fyrra
og Brúarfoss 25. nóvember. Skipin
eru sérstaklega hönnuð til siglinga á
Norður-Atlantshafi.
Sjórn Eimskipafélagsins ákvað
árið 1914 að tveimur fyrstu skipum
félagsins yrðu gefin nöfn fossa og
voru fyrstu nafngiftirnar Gullfoss og
Goðafoss. Þessari meginreglu hefur
verið haldið alla tíð síðan þegar því
hefur verið við komið. Þetta er því
sjötta skipið sem nefnt er Brúarfoss
í skipaflota Eimskips frá því að
fyrsta skipið hlaut nafnið Brúarfoss
en það var árið 1927. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Eimskip
Þórshöfn Eva Rein sleppir kampa-
vínsflöskunni og gefur skipinu nafn.
Nafnahátíðir loks
fyrir nýju Fossana
- Brúarfossi gefið nafn í Færeyjum
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Yrki arkitektar hlutu nýlega al-
þjóðlega viðurkenningu artitekt-
úrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin
við Ægisgarð í flokknum „Comm-
ercial-Coworking Space“. Söluhúsin
voru eitt af fimm verkefnum víða um
heim sem tilnefnd voru.
„Verkefnið er einstaklega vel
heppnað og húsin njóta mikillar at-
hygli vegfarenda,“ segir í frétt á
heimasíðu Faxaflóahafna, sem stóðu
fyrir byggingu húsanna. Horfin hús
við Kolasund í Reykjavík voru
kveikjan að útliti söluhúsanna, en
þau hús má sjá á gömlum svart-
hvítum ljósmyndum frá fyrri tíð.
Yrki arkitektar önnuðust hönnun
húsanna, verkfræðihönnun var í
höndum Hnits og Verkís, aðal-
verktaki var E. Sigurðsson ehf.
Söluhúsin eru sjö talsins auk al-
menningssalernis. Þau eru tengd
saman með viðarpöllum og geymslu-
skúrum undir alls kyns búnað.
Lifnaði yfir svæðinu á ný
Bygging húsanna hófst vorið 2019
og þau voru tekin í fulla notkun fyrr
á þessu ári. Söluhúsin eru leigð út af
Faxaflóahöfnum til fyrirtækja í
ferðaþjónustu, aðallega hvala-
skoðun. Vegna heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar dróst sú starfsemi
verulega saman eins og gefur að
skilja. En nú í sumar lifnaði yfir
svæðinu með fjölgun erlendra ferða-
manna og Ægisgarðurinn við Gömlu
höfnina iðaði af lífi á ný.
Söluhúsin leystu af hólmi gamla
sundurlausa söluskúra sem áður
stóðu við Ægisgarð en voru fjar-
lægðir. Samhliða byggingu söluhús-
anna var ráðist í endurnýjun á
Ægisgarði. Faxaflóahafnir áforma
að reisa síðar meir aðra þyrpingu
sölu- og þjónustuhúsa við Rastar-
götu, milli Slippsins og Sjóminja-
safnsins. Aukin umsvif ferðaþjónust-
unnar í framtíðinni kunna að kalla á
frekari uppbyggingu.
En hvar stendur Kolasund í
Reykjavík eða það sem eftir er af því
fornfræga sundi? Svarið er m.a. að
finna í fornleifaskráningu Borgar-
sögusafnsins. „Milli Hafnarstrætis
og Austurstrætis var þröngt sund
sem nefndist Kolasund. Það tengdist
Hafnarstræti milli húsanna nr. 16 og
18,“ segir þar. Búið er að gera upp
hús nr. 16 (byggt 1824) með glæsi-
brag og unnið er að endurbyggingu
hússins nr. 18 (byggt 1795). Þegar
ráðist var í að byggja viðbyggingu
norðan við Útvegsbankahúsið (nú
Héraðsdómur Reykjavíkur) árið
1962 lokaðist aðkoman úr Kolasundi
að Austurstræti. Nú er Kolasund
aðeins húsasund norðan Héraðs-
dóms Reykjavíkur og sést oft
bregða fyrir í myndum þegar verið
er að færa gæsluvarðhaldsfanga fyr-
ir dómara.
Fram undan sundinu var Kola-
bryggjan og við sundið stóðu pakk-
hús og kolageymsluhús sem til-
heyrðu versluninni. Síðar var þessi
bryggja nefnd Smithsbryggja og
Thomsensbryggja eftir verslunar-
eigendum sem áttu bryggjuna, segir
í fornleifaskráningunni. Eftir þess-
ari bryggju og götuslóðanum voru
borin kol í pokum í geymslur sunnan
Hafnarstrætis. Það var hlutskipti
margra umkomulausra kvenna að
annast slíkan kolaburð.
Eins og hjá „villiþjóðum“
„Árið 1897 skrifaði Guðmundur
Guðmundsson læknir í Dagskrá um
bakburð kvenna, þar á hann við
kola-, salt- og þvottaburð, og bendir
á að meðferð á konum sem sinna
þessu starfi megi bera saman við
meðferð kvenna hjá „villiþjóðum
eins og Indíánum og Svertingja-
þjóðum er það alsiða að konur vinni
alla erfiða vinnu en karlar liggi í
leti“,“ segir í fornleifaskáningunni.
Svona orðfæri gengi ekki í dag.
Guðmundur tekur fram að ekkert
einasta vagnaspor sé í Reykjavík til
að auðvelda flutninginn á kolunum.
Aftur á móti finnist þau í mörgum
smákaupstöðum úti á landi. Áfram
lýsir Guðmundur ástandinu og segir:
„Blöskrar mörgum að sjá konur
ýmsilega á sig komnar og ungar
stúlkur með þungar byrðar á bakinu
og opt svo biksvartar af kolaryki að
ekki er mannsmynd á þeim. Verða
þær á þennan hátt að vinna til jafns
við karlmenn, en fá þó venjulega
ekki nema hálf laun á við þá.“
Húsin í Kolasundi fyrirmyndin
- Söluhúsin við Ægisgarð hljóta alþjóðlega viðurkenningu - Vekja mikla athygli vegfarenda
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nýju söluhúsin Yrki arkitektar hönnuðu húsin sem setja mikinn svip á Ægisgarð í Gömlu höfninni í Reykjavík.
Ljósmynd/óþekktur
Kolasund áður Mynd tekin í átt að Hafnarstræti. Húsin eru löngu horfin.
Morgunblaðið/sisi
Kolasund í dag Nú er þetta húsasund á bak við Héraðsdóm Reykjavíkur.