Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 24

Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Invacare Colibri Létt og nett rafskutla sem auðvelt er að taka sundur og setja í bíl RAFSKUTLUR Upplifðu frelsi og aukin tækifæri Hámarkshraði 8 km/klst Hámarksdægni 16 km Verð 269.000 kr. Ekki eru allar heimildir um landaþekkingu á miðöldum jafn traustar. Á dögunum staðfesti Yale-háskóli í Banda- ríkjunum, eigandi hins fræga Vínlandskorts, formlega að kortið væri falsað. Rannsókn sýnir að blekið er frá því eftir 1920. Mörg önnur atriði í nýrri rannsókn á kortinu staðfesta einnig niðurstöðuna. Þetta kemur ekki á óvart því flestir fræðimenn hafa talið Vín- landskortið blekkingu allt frá því að það kom fyrst fram 1965 og vakti þá heimsathygli eins og forsíða af Morgun- blaðinu frá þeim tíma sýnir. Hefur vakið undrun í fræða- heiminum hve háskólinn hefur verið tregur til að staðfesta fölsunina. MARGS AÐ GÆTA Merkasti kortafundur aldarinnar. Vínlandskortið falsað SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta eru sannarlega nýjar frétt- ir,“ segir Gísli Sigurðsson, rann- sóknarprófessor á Árnastofnun, um skrif fræðimanns í Mílanó sem sýnir fram á það í nýbirtri tíma- ritsgrein að ítalskir lærdómsmenn höfðu um miðja fjórtándu öld vitn- eskju um land vestur af Græn- landi, að líkindum frá sæfarendum sem spurt hafa tíðindin um sigl- ingar þangað frá Íslendingum. Paolo Chiesa, prófessor í lat- neskum fræðum við háskólann í Mílanó, segir í grein í fræði- tímaritinu Terrae Incognitae að munkur af reglu dóminíkana, Gal- vaneus Flamma, minnist á landið Marckalada vestan Grænlands í ófullgerðu söguriti sínu Cronica universalis sem skrifað er á ár- unum 1339 til 1345. Enginn vafi sé á því að átt sé við það land sem nefnt er Markland í íslenskum fornritum, Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. Galvaneus Flamma nefnir einnig Ísland í þessu riti en fjallar ekki um landsmenn eða staðhætti. Óútgefið verk Ástæðan fyrir því að fræðimenn hafa fram að þessu ekki almennt haft vitneskju um þessi skrif Gal- vaneus Flamma er sú að handritið sem geymir þau hefur aldrei verið gefið út og er í einkaeigu. Það rekur sögu mannkyns í löngu máli en landfræðiköflum er skotið inn í textann eins og algengt var í mið- aldaritum af þessu tagi. Fræðileg útgáfa ritsins er nú í undirbún- ingi. Vitneskja um vesturferðir Athygli var fyrst vakin á tilvist handritsins árið 2013. Fullvíst er að það sé ekta. Galvaneus Flamma var nafnkunnur ann- álaritari í Mílanó á sinni tíð og eru nokkur verk eftir hann varð- veitt. Það að Flamma skuli nefna Markland í riti sínu sýnir að vitn- eskja um land vestur af Grænlandi hefur verið fyrir hendi löngu áður en Kristófer Kólumbus lagði upp í sögufræga siglingu sína 1492 og uppgötvaði Ameríku. Kólumbus var frá ítalska hafnarbænum Ge- núa og þar hafa sæfarendur vafa- laust rætt um leyndardóma úthaf- anna og skipst á fróðleik sem þeir hafa orðið vísir um í siglingum sínum, þar á meðal til Íslands eða til landa þar sem Íslendingar hafa verið á ferð. Paolo Chiesa telur líklegt að Galvaneus Flamma hafi fengið sín- ar upplýsingar um Markland frá sæfarendum í Genúa, en Mílanó liggur ekki að sjó sem kunnugt er. Sögurit hans sýnir að hann hafði aðgang að heimildarmönnum í Ge- núa. Trúleg ályktun Gísli Sigurðsson segir að ýmis smáatriði í lýsingu hins ítalska lærdómsmanns séu þess eðlis „að maður heyrir óminn af okkar sög- um í þeim“, eins og hann orðar það. „Mér finnst ályktunin frekar trúleg, að höfundurinn hafi heyrt sögur frá fólki sem hafði siglt í norðurhöfum – þar sem efni Vín- landssagnanna var að sjálfsögðu ekkert leyndarmál á 14. öld.“ Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands, telur einnig feng í skrifum Paolos Chiesa. Hann segir að hin nýja vitneskja opni á möguleika sem margir höfðu vonast eftir; að líta á Vínlandsferðir norrænna manna í víðara samhengi sem hluta af þekkingaröflun Evrópumanna um svæði utan hinnar hefðbundnu heimsmyndar. „Gamlar sagnir um Íslandsferð Kólumbusar 1477 gera ráð fyrir að hann hafi verið forvitinn um Vínlandssiglingar en hvernig hefði hann átt að vera það ef þær voru ekki þekktar á Ítalíu? Hér er greinilega eftir ýmsu að slægj- ast,“ segir Sverrir. Landaleit Íslendinga til forna Nokkru eftir landnám Íslands á seinni hluta 9. aldar héldu menn héðan í landaleit vestur á bóginn. Þá fann Eiríkur rauði land sem hann nefndi Grænland – ef marka má okkar gömlu ritheimildir – og markaði sá fundur upphaf byggð- ar norrænna manna þar næstu aldirnar. Skömmu síðar var Bjarni nokkur Herjólfsson á leið þangað frá Íslandi en lenti í haf- villu og sá lönd á austurströnd Norður-Ameríku. Leifur Eiríks- son, síðar nefndur Leifur heppni, fór í könnunarferð til þessara landa og nefndi þau Markland, Helluland og Vínland. Vínlands- ferðir urðu ekki tilefni landnáms á meginlandi Ameríku en landkönn- uðurnir reistu sér þar skála og komu sér fyrir á meðan þeir könnuðu landið eins og fornleifa- rannsóknir í L’Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands hafa staðfest. Margir fræðimenn telja Hellu- land fornsagnanna Baffinsland nú- tímans og Markland sé Labrador. Þá greinir hins vegar á um hvar Vínlands sé að leita. Á vef Árna- stofnunar segir að þeirri skoðun hafi vaxið fylgi að Vínland for- sagnanna sé á Nýfundnalandi og hafa menn þá í huga norrænu rústirnar þar. Fyrir utan rit Galvaneus Flamma er Markland hvergi nefnt í heimildum frá miðöldum öðrum en íslenskum. Aftur á móti er Vín- lands getið, þó með frekar óljós- um hætti, í riti Adams frá Brim- um um sögu erkibiskupsdæmis Hamborgar. Það rit er skrifað um 1070. Heyrum óminn af okkar sögum - Ítalskir lærdómsmenn vissu um miðja 14. öld af tilvist lands vestan við Grænland - Vitneskjan hefur án vafa borist frá Íslandi - Kólumbus líklega frétt þetta áður en hann hóf að leita Ameríku Fundin Ameríka Leifur Eiríksson finnur Ameríku fyrir um þúsund árum. Málverk eftir Hans Dahl. Landaþekking Nafnkunnur ítalskur lærdómsmaður og munkur af reglu dóminíkana þekkti á 14. öld sagnir frá Íslandi um land vestan Grænlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.