Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 25

Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL V Hvíldarst KRAGELUND Aya K 129 Casö 701 langborð Stólar Sófasett Borðstofuborð Skenkar/skápar Hvíldarstólar o.m.fl. Borstofuhúsgön frá Casö Mikið úrval af hvíldarstólum með og án rafmagns. Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu Casö 230 viðartegundir nature eik og reykt eik IKTOR óll KRAGELUND Handrup „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við höfum verið að skoða að fara með tónleikana í fleiri landshluta með hækkandi sól,“ segir Hulda Jónasdóttir hjá Gná tónleikum, sem stendur fyrir tónleikunum Lögin hans Geira í Salnum í Kópavogi nk. laugardagskvöld. Þar flytur ungt tónlistarfólk lög Geirmundar Valtýssonar, sem mæt- ir sjálfur á svæðið sem heiðurs- gestur. Fernir tónleikar með sömu dagskrá voru haldnir norðan heiða í sumar; á Sauðárkróki, Hofsósi, Blönduósi og Græna hattinum á Akureyri. Að sögn Huldu var fullt hús á öll- um stöðum og ljóst að lögin hans Geira njóta mikilla vinsælda. Eru örfáir miðar eftir í Salnum. Flytj- endur laganna eru Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, María Ólafs- dóttir, Bjarni Atlason og bræðurnir Róbert Smári og Ingi Sigþór Gunn- arssynir. Hljómsveitin Piparkorn, sem vakti mikla athygli á síðustu Músíktilraunum, leikur undir. Sögumaður og kynnir á tónleik- unum er Valgerður Erlingsdóttir. Af nægu er að taka þar sem Geir- mundur hefur samið hátt í 200 lög en tónlistarferill hans spannar rúm 60 ár. Á þeim tíma hefur hann gefið út 16 hljómplötur. Hulda undirbýr nú jólatónleika á Sauðárkróki í desember með lögum skagfirskra höfunda þar sem Piparkorn leikur einnig undir og söngvarar að sumu leyti þeir sömu og syngja Geiralögin í Salnum. Morgunblaðið/Björn Jóhann Sveifla Geiri og aðrir flytjendur á sviðinu á Græna hattinum í sumar. Unga fólkið flytur lögin hans Geira - Tónleikar í Salnum næsta laugardag „Það er engum blöðum um það að fletta að heimsviðskiptin eru farin að opnast á ný og markaðinn þyrst- ir í nýjar vörur. Íslenskar hágæða- vörur eru eftirsóttar og vinsældir landsins eru áberandi hérna,“ segir Sigríður V. Vigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Primex á Siglufirði, sem stödd er á heilsuvörusýning- unni Vita Foods í Genf, þeirri stærstu í Evrópu, ásamt fleiri ís- lenskum snyrti- og heilsuvörufram- leiðendum. Primex er þar að kynna nýjar sáravörur, undir merkinu Chito- Care Medical. Að sögn Sigríðar hafa þær fengið skráningu sem lækningatæki í flokki III, sem þýðir að fyrirtækið getur fullyrt í kynn- ingum að nota megi kremið á opin sár og aðra húðkvilla. Einnig er Pri- mex að kynna aðra framleiðslu, eins og LipoSan-trefjarnar og Chito- Care beauty-húðvörurnar. Horfur á stórum samningum „Allir þessir vöruflokkar hafa hlotið mikla athygli og erum við nú þegar í viðræðum við væntanlega dreifingaraðila víða um heim,“ segir Sigríður og eru það helst markaðir í Evrópu, Asíu og Mið-Austur- löndum. Hún segir góðar horfur um að hægt sé að ná stórum samn- ingum. „Markaðurinn er að kalla eftir nýjum hágæðavörum með mikla virkni. Að baki ChitoCare-vörunum liggja klínískar rannsóknir á sykur- sýkisárum og gegn nýjum og göml- um örum,“ segir Sigríður enn frem- ur. Primex hefur tekið þátt og sýnt á þessari sýningu í 18 ár en þetta er fyrsta sýningin sem fyrirtækið tek- ur þátt í eftir að kórónuveirufarald- urinn skall á. Líkt og undanfarin ár á þessari sýningu eru Primex og Lýsi saman á bás. Einnig er Algalíf að kynna sína framleiðslu í Genf og á kynningarbás Íslandsstofu eru fyrirtækin Geosilica, Dropi og Saga Natura með aðstöðu. Íslensku fyrirtækin fengu heim- sókn á sýninguna í gærmorgun, þegar Harald Aspelund, fasta- fulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf, kynnti sér vörur þeirra og fram- leiðslu. „Þetta var skemmtileg heimsókn en þessi flottu íslensku nýsköp- unarfyrirtæki eiga það sameiginlegt að efla okkar útflutning og hag- vöxt,“ segir Sigríður hjá Primex. Sýningunni lýkur á morgun en hún fer einnig fram á netinu. Íslenskar heilsuvörur kynntar á stórri sýningu - Sex fyrirtæki taka þátt í sýningunni Vita Foods í Genf Heilsuvörur Saman í Genf, f.v. Vigfús Rúnarsson, dr. Helene Lauzon, Sig- ríður V. Vigfúsdóttir, Harald Aspelund og Erna Björnsdóttir, Íslandsstofu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.