Morgunblaðið - 07.10.2021, Síða 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Laugardaginn 9. október frá 10:00 til 16:00
á Grand Hótel - Gullteigur
Dagskrá:
10:00 - 10:15 Opnun - Dóra Ingvadóttir formaður GÍ
10:15 - 10:25 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
10:25 - 10:50 Barnagigt - Og hvað svo? - Judith Amalía
Guðmundsdóttir, barnagigtarlæknir, Sólrún W.
Kamban, barnahjúkrunarfræðingur, Zinajda A.
Licina, félagsráðgjafi og Drífa Björk
Guðmundsdóttir, sálfræðingur
10:55 - 11:20 Barnagigt - Nýleg íslensk rannsókn, hreyfing
og verkir - Judith Amalía Guðmundsdóttir,
barnagigtarlæknir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir,
lektor í sjúkraþjálfun HÍ
11:25 - 11:40 Kaffihlé
11:40 - 11:45 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
11:45 - 12:10 Barnagigt - Nýleg íslensk rannsókn, líðan,
lífsgæði og upplifun af heilbrigðisþjónustu
- Sólrún W. Kamban, barnahjúkrunarfræðingur
og Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur
12:15 - 13:05 Matarhlé
13:05 - 13:10 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
13:10 - 13:35 Slitgigt - Stóraukin þekking, en hvenær er von á
læknandi lyfjum? Helgi Jónsson, prófessor og
gigtarlæknir
13:40 - 14:05 Hefur lífstíll áhrif á iktsýki - Sædís Sævarsdóttir,
gigtarlæknir
14:10 - 14:25 Kaffihlé
14:25 - 14:30 Tónlist - Tryggvi H. Gígjuson
14:30 - 14:55 Líftæknilyfjameðferð á Íslandi, hvað er nýtt
- Gerður Gröndal gigtarlæknir
15:00 - 15:25 Skóli og barn – Fríða Kristín Magnúsdóttir, móðir
15:30 - 15:45 Samantekt- Emil Thoroddsen,
framkvæmdarstjóri GÍ
15:45 Málþingi slitið - Dóra Ingvadóttir formaður GÍ
Hægt verður að fylgjast með dagskránni á Facebooksíðu
Gigtarfélagsins.
Gigtarfélag Íslands - 45 ára
Málþing - Gigtarsjúkdómar
frá bernsku til efri ára
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skógrækt bænda á Íslandi skilar af-
urðum og tekjum talsvert fyrr en
vænta mátti, sem rennir nýjum stoð-
um undir búskap og afkomu fólks í
sveitum landsins. Þetta segir Hrefna
Jóhannesdóttir, skógfræðingur og
bóndi á Silfrastöðum í Blönduhlíð í
Skagafirði. Á þeirri jörð hóf Jóhann-
es Jóhannsson, faðir Hrefnu, skóg-
rækt fyrir um 30 árum og á stóru
svæði í nágrenni bæjar og inn til
dals hafa verið gróðursettar um 1,3
milljónir plantna og enn er verið að.
Úr Silfrastaðaskógi fást nú tals-
verðar nytjar af grisjunarvið. Sumt
er notað í kurl sem undirburður í
reiðskemmum og annað nýtist sem
eldiviður til kyndingar. Grennstu
bolirnir verði girðingarstaurar og
stutt er í að hægt verði að saga boli í
verðmætari efnivið svo sem flettivið
ýmiss konar. Í dag eru Hrefna og
Johan Wilhelm Holst, maki hennar,
tekin við skógarbúskapnum, sem er
vaxandi vegur.
Hentar vel með öðrum búskap
Í þeim mæli að tali taki hófst
bændaskógrækt á Íslandi um 1990.
Skógarmenningin er sterk austur á
landi, þar sem í gildi eru samningar
milli bænda og Skógræktarinnar á
alls 147 jörðum. Á Norðurlandi eru
samningar þessir rúmlega 200, 131 á
Vesturlandi, um 100 á Suðurlandi og
48 á Vestfjörðum. Alls eru þetta
nokkuð á 7. hundrað jarðir og fleiri
samningar eru í burðarliðnum. Alls
97% af útlögðum kostnaði bænda við
undirbúning og útplöntun er greidd-
ur af ríkinu, vinnulaun þar með.
„Á fjölda jarða, þar sem byrjað
var að planta fyrir um 20 árum, eru
nú komnir skógar þar sem grisja
þarf. Vissulega eru tekjur sem þetta
skilar bændum núna ekki háar fjár-
hæðir en ágæt búbót,“ segir Hrefna
Jóhannesdóttir. „Raunar liggur
galdurinn í því að oft hentar skóg-
rækt til sveita vel með til dæmis
hefðbundnum búskap. Þar koma
verkefnin hvert á sínum tíma ársins,
en svo eru eyður inn á milli og þá
getur hentað að vinna í skóginum.
Gróðursetja á vorin og grisja eða
fella tré á haustin og veturna.“
Gróskusumar
Nýliðið sumar var að mörgu leyti
gott og gróskumikið, segir Hrefna.
Norðanlands var kuldi ríkjandi
framan af, en svo tók að hlýna og þá
tók gróður vel við sér. „Að rækta
skóg krefst mikillar vinnu, hvort
heldur er við að undirbúa jarðveginn
og gróðursetja – og svo umhirðan
þegar að því kemur. En að taka þátt
í því að ljá landinu nýjan svip með
fallegum skógi og taka þátt í því að
styrkja þá búgrein sem bændaskóg-
ræktin er, hljóta að teljast forrétt-
indi,“ segir Hrefna sem starfar sem
sérfræðingur hjá Skógræktinni.
Sinnir þar einkum og helst skipu-
lagsmálum, þótt margt fleira falli til.
Stefnt að sameiningu
í Skagafirðinum
Auk framangreindra verkefna er
Hrefna oddviti Akrahrepps; það er
byggðarinnar sem liggur að Blöndu-
hlíðarfjöllum í austanverðum Skaga-
firði. Oft er hreppurinn, hvar búa
ríflega 200 manns, kallaður Fríríkið;
því héraðið allt er að öðru leyti
Sveitarfélagið Skagafjörður sem til
varð fyrir um 20 árum. Í dag er hins
vegar í umræðunni að sameina sveit-
arfélögin – en um þessar mundir er
verið að greina, vega og meta ýmsar
útfærslur þess.
„Okkur miðar ágætlega áfram í
þessu starfi. Ég vænti að íbúar fái að
greiða atkvæði um hugsanlega sam-
einingu í janúar á næsta ári. Verði
hún samþykkt yrði þá kosið í einum
sameinuðum Skagafirði næsta vor,“
segir Hrefna Jóhannesdóttir.
Hún minnir á að nú þegar hafi
þessi tvö sveitarfélög með sér marg-
víslegt samstarf, svo sem um skóla-
mál. Um fjórðungur 100 grunn-
skólanema í Varmahlíðarskóla komi
úr Akrahreppi, handan vatna, og þar
sé einnig leikskóli sem sveitarfélögin
reki saman. Svona megi tiltaka fleiri
snertifleti og samstarf, hvað sem úr
verði í fyllingu tímans.
Skógarnir búbót
og styrkja sveitir
- Tekjur af nytjaskógum að skila sér - Flettiviður og
fleira - Skógrækt í Skagafirði - Jarðvegurinn undirbúinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lundur Fjöldi bænda í Skagafirði stundar skógrækt og víða í héraðinu eru grænir og fallegir lundir. Þessi mynd er
tekin í framdölum vestan Héraðsvatna þar sem Mælifellshnjúkurinn hái er afar svipsterkt kennimark.
Ræktunarstarf Að ljá landinu nýjan svip með fallegum skógi og taka þátt í
bændaskógræktinni eru forréttindi,“ segir Hrefna á Silfrastöðum í viðtalinu.
Stafli Skógar eru gjarnan grisjaðir á haustin. Felld tré eru þá dregin til og
sett í miklar stæður, en þau svo söguð niður og unnin til frekari notkunar.
Svokallaður bókaviti var opnaður
formlega í Hellisgerði í gær á upp-
hafsdegi Bóka- og bíóhátíðar
barnanna 2021 í Hafnarfirði. Þar
verður skiptibókamarkaður allt árið
um kring sem verður öllum opinn.
Það voru félagsmenn í samtökun-
um Karlar í skúrum sem smíðuðu
vitann í sumar. Bókavitinn hefur ver-
ið settur upp á horni Hellisgötu og
Reykjavíkurvegar, við einn af nokkr-
um inngöngum í Hellisgerði, skrúð-
garð Hafnfirðinga. Í tilkynningu frá
Hafnarfjarðarbæ kemur fram að við-
eigandi hafi þótt á upphafsdegi
Bóka- og bíóhátíðar barnanna að fá
hóp leikskólabarna til að taka þátt í
formlegri opnun á vitanum með því
að fylla hann af bókum að heiman.
Hvert barn lét sína bók í vitann og nú
er hann uppfullur af ævintýrum og
áhugaverðum bókum.
Bóka- og bíóhátíð barnanna,
menningarhátíð fyrir börn í Hafnar-
firði, er haldin vikuna 6.-13. október.
Þessa vikuna verður sérstök áhersla
lögð á bækur og kvikmyndir innan
leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar og
skapandi og skemmtileg verkefni
sem tengjast hvoru tveggja. Tilgang-
ur hátíðarinnar er að efla áhuga
barna á lestri og læsi í víðum skiln-
ingi og styður hátíðin við læsisverk-
efni leik- og grunnskóla bæjarins
sem í gangi hefur verið síðustu miss-
eri. Skólar og söfn bæjarins taka
virkan þátt í hátíðinni með uppbroti
á skólastarfi, viðburðum og smiðjum,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá bænum.
Bókaviti settur
upp í Hellisgerði
- Karlar í skúrum smíðuðu vitann
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Karlar í skúrum og leik-
skólabörn fögnuðu opnun vitans.