Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Eitt klikk og allt
getur klikkað!
Hugsum í framtíð
Með Netöryggistryggingu TM er þitt fyrirtæki
verndað gegn fjárhagslegu tapi í kjölfar netárásar,
gagnaleka eða auðkennisþjófnaðar.
Kynntu þér málið á tm.is
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Breyttir neysluhættir á Vesturlönd-
um, sem afleiðing af heimsfaraldri
kórónuveirunnar, kunna að hafa áhrif
á að verðbólga hefur reynst þrálátari
í heimshagkerfinu en hagfræðingar
og seðlabankar gerðu ráð fyrir. Þetta
kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar
seðlabankastjóra á kynningarfundi í
gær þar sem hann ásamt Rannveigu
Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra
kynntu þá ákvörðun peningastefnu-
nefndar að hækka stýrivexti um 0,25
prósentur. Meginvextir bankans, eft-
ir tilkynninguna, eru 1,5% af sjö daga
bundnum innlánum.
Benti Ásgeir á að vandræði hefðu
verið á framboðshlið hagkerfisins þar
sem faraldurinn hefði raskað að-
fangakeðjum í alþjóðahagkerfinu.
Þessi áhrif hefðu varað lengur en bú-
ist var við í upphafi árs. Aukin út-
breiðsla veirunnar í mörgum löndum
síðastliðið sumar hafi dregið raskanir
á mörkuðum á langinn. Rannveig
benti sömuleiðis á að faraldurinn
væri enn að gera skráveifur í sumum
löndum, m.a. í Víetnam sem væri
mikilvægt framleiðsluhagkerfi en þar
í landi er bólusetning komin skammt
á veg.
Faraldurinn gæti enn gert illt
Bætti hún því við að ýmislegt gæti
haft áhrif á eftirspurnarhliðina og
verðbólguþrýsting af þeim sökum á
komandi misserum. Ekki væri loku
fyrir það skotið að nýr faraldur tæki
sig upp í byrjun nýs árs.
„[S]vo virðist núna í sumum lönd-
um gert ráð fyrir því að það geti kom-
ið ný veira í janúar þannig að þetta er
spurning um hversu tímabundið
þetta verður.“
Að loknum kynningarfundi bar
Morgunblaðið spurningu upp við að-
stoðarseðlabankastjóra og óskaði
skýringa á þessum ummælum og
hvort hætta væri á nýjum veirufar-
aldri. Benti Rannveig þá á grein sem
birtist í Financial Times sem feli í sér
mat á þeirri óvissu sem uppi sé. Þar
kemur fram að OPEC telur mögulegt
að eftirspurn muni dragast saman á
fyrsta fjórðungi næsta árs, nái kór-
ónuveiran aftur tökum á samfélögum
víða um heim.
Væntingarnar ráða miklu
Í yfirlýsingu peningastefnunefnd-
ar segir að undirliggjandi verðbólga
fari minnkandi. Hins vegar sé
áhyggjuefni að verðbólguvæntingar
virðist „hafa tekið að hækka á ný“.
Bendir nefndin þó á að of snemmt sé
að segja til um hvort kjölfesta þeirra
við verðbólgumarkmið bankans sé að
veikjast.
Benti varaseðlabankastjóri á að
mögulegt sé að líta í einhverju fram
hjá tímabundnum verðhækkunum á
mörkuðum, svo lengi sem verðbólgu-
væntingar haldi sig við kjölfestu.
„Ef kjölfesta verðbólguvæntinga
er góð og við markmið þá höfum við
minni áhyggjur af slíkum hlutum en
ef þær fara verulega frá markmiði þá
myndum við hugsa það líklega á ein-
hvern annan hátt þótt ég sé hvorki að
lofa eða annað.“
Böndum komið á markaðinn
Á kynningarfundinum var seðla-
bankastjóri spurður út í fasteigna-
markaðinn sem hefur leitt verðlags-
hækkanir síðustu misseri. Benti
Ásgeir á að fjármálastöðugleikanefnd
hefði nýlega kynnt aðgerðir sem
koma eigi í veg fyrir að fólk fari fram
úr sér á fasteignamarkaði. Sagði
hann að markaðurinn sé „ekki að
hlaupa neitt mikið lengra“ og vísaði
þar til verðhækkana umfram það sem
eðlilegt getur talist. Sagði hann einn-
ig að framboð ætti til lengri tíma litið
að mæta eftirspurnarþrýstingi. Ís-
lendingar væru í þeirri stöðu að hér
væri nægt landrými til þess að
byggja húsnæði og að það yrði nýtt,
þótt tíma gæti tekið að koma því til
leiðar.
Breyttir neysluhættir
ýta verðbólgunni upp
AFP
Innflutningur Eftirspurn eftir ýmiss konar vörum hefur aukist mikið síðustu mánuði án þess að framleiðsluhagkerfin,
ekki síst í Asíu, hafi getað mætt henni með góðu móti. Það þrýstir verði upp, að minnsta kosti tímabundið.
- Seðlabankinn hefur auknar áhyggjur af hækkandi verðbólguvæntingum
Seðlabankinn hækkar
» Stýrivextir voru hækkaðir
um 0,25 prósentur í gær.
» Er þetta í þriðja sinn á fimm
mánuðum sem bankinn hækk-
ar vextir.
» Þannig hafa þeir hækkað um
0,25 prósentur, bæði í ágúst
og maí síðastliðnum.
7. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.58
Sterlingspund 173.78
Kanadadalur 101.31
Dönsk króna 19.898
Norsk króna 14.927
Sænsk króna 14.609
Svissn. franki 137.65
Japanskt jen 1.1474
SDR 180.27
Evra 148.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.6201
Tæplega tvö þús-
und manns hafa
sótt um starf sem
flugliðar hjá flug-
félaginu Play.
Fyrirtækið
auglýsti hundrað
störf og lætur því
nærri að 20 um-
sækjendur séu
um hvert starf.
„Viðbrögðin
hafa verið frábær. Við höfum meðal
annars fengið margar umsóknir frá
WOW-fólki,“ segir Birgir Jónsson,
forstjóri Play, og vísar til fv. starfs-
manna flugfélagsins WOW air.
„Meirihluti umsækjenda var hjá
WOW air en það eru líka margir
nýliðar að sækja um starf og sömu-
leiðis fólk sem er af erlendu bergi
brotið. Flugfreyjustörf eru alltaf
vinsæl,“ segir Birgir.
Fyrirspurnir frá flugmönnum
Play hyggst ráða áhafnir á þrjár
nýjar þotur sem hefja sig til flugs
með vorinu, alls um hundrað manns.
Næst verða ráðnir um 50 flugmenn
og hefur Play fengið margar fyrir-
spurnir frá flugmönnum.
„Þjálfun nýrra flugáhafna hefst á
nýju ári en starfsfólkið byrjar að
fljúga með vorinu. Þetta eru vinsæl
störf og það er gaman að taka þátt í
þessu,“ segir Birgir. Um 140 starfa
nú hjá Play. baldura@mbl.is
Nærri tvö
þúsund
umsóknir
- Mikil ásókn í störf
flugliða hjá Play
Birgir
Jónsson