Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 33

Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Hálft ár er til næstu borgarstjórn- arkosninga. Ef litið er á meirihlutasáttmála Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri-grænna kem- ur í ljós að margt sem þar er nefnt hefur ekki verið gert á kjör- tímabilinu. Síst ber þó að vanmeta það sem gert hefur verið af góðum hug svo því sé haldið til haga. En þjónusta við fólkið sjálft hefur ekki verið í forgangi. Þarfir fólksins og hvernig þeim er mætt á að vera fyrst í forgangsröðinni og síðan allt hitt eins og við í Flokki fólksins segjum. Íbúðaskortur og biðlistar Borgin er í vexti en samt hafa ekki verið færri íbúðir á markaði í Reykjavík frá 2017 og sölutími fasteigna er í sögulegu lágmarki. Ástæðan er fyrst og fremst skort- ur á lóðaframboði hjá Reykjavík- urborg. Slegist er um hverja eign. Sérstaklega er skortur á hag- kvæmu húsnæði og sérbýlum. Lóðaskorturinn kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæm hús verða ekki byggð á þéttingarreitum. Langur biðlisti er eftir félagslegri leiguíbúð og sértæku húsnæði fyrir fatlaða. Fátækt er vandamál í Reykja- vík. Lágtekjufólk, sem oft er ör- yrkjar og einstæðir foreldrar á leigumarkaði, á iðulega ekki eftir krónu þegar búið er að borga leig- una. Þetta fólk er nauðbeygt til að setja allt sitt traust á hjálpar- stofnanir. Þjónustu við börn er ábótavant og biðlistar eftir sálfræðingum og talmeinafræðingum eru t.d. í sögu- legu hámarki. Á þremur árum hef- ur biðlisti eftir fagfólki í skóla- þjónustu nærri þrefaldast og nú bíða 1.448 börn eftir fagþjónustu Skólaþjónustunnar. Ef horft er til eldri borgara þá hafa hugmyndir um sveigjanleg starfslok og loforð um virka þátt- töku þeirra sem hafa verið utan vinnumarkaðar ekki verið efnd. Atvinnutækifæri fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu eru sárafá. Grænum áherslum hampað meðan metan er brennt á báli! Meirihlutinn talar um hjól sem samgöngutæki en innviðum er ábótavant. Hleðslustöðvar hafa ekki verið settar nógu víða þrátt fyrir ríka áherslu á að flýta orku- skiptum. Ekki hefur dregið úr svif- ryki og umferðarteppur með til- heyrandi mengun og ljósastýringarvandamál hafa aldrei verið í eins miklum ólestri og ein- mitt nú. Talað er um grænar áherslur, en á sama tíma og sagt er að stefna skuli að því að Reykjavík verði kol- efnishlutlaus borg fyrir árið 2040 er verið að brenna metani á báli í stórum stíl! Hvar er „Hlaðan“? Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri-græn spyrja ekki um kostnað við innleiðingu á stafrænni tækni. Peningaupphæðin sem þjón- ustu- og nýsköpunarsvið fær á þremur árum er 10 milljarðar króna! Fá af þeim stafrænu stór- verkefnum sem koma átti í virkni á tímabilinu hafa litið dagsins ljós. Þar má nefna „Hlöðuna“ og „Gagnsjá“. Ævintýralegar upphæðir hafa streymt í alls konar tilraunaverk- efni. Enn er beðið eft- ir „Hlöðunni“, nýju upplýsingastjórn- unarkerfi borgar- innar, sem líta átti dagsins ljós 2019 en hefur ekki enn tekist að innleiða m.a. vegna meintra öryggis- vandamála. Annað stórverkefni sem ekki hefur klárast en stór- ar fjárhæðir hafa far- ið í er „Gagnsjáin“, nýtt skjala- og upp- lýsingakerfi og endurhönnun svo- kallaðra „Minna síðna“. Gagn- sjánni er lýst þannig að með henni taki borgin frumkvæði að enn ít- arlegri upplýsingamiðlun til íbúa sinna. „Taka frumkvæði!“ Hvernig er hægt að vera frumkvöðull í ein- hverju sem er nú þegar til og í notkun nánast hvert sem litið er? Allt of miklum tíma og fé hefur verið eytt í að finna upp hjólið í gegnum ómarkvissar tilrauna- smiðjur sem hafa ekki skilað neinu sem ekki er nú þegar til. En mjög hefur verið gumað af ímynd- uðum árangri. Ævintýramennska og oflátungsháttur blinda sýn Stafrænar lausnir eru fram- tíðin, um það er ekki deilt, en meirihlutinn hefur látið plata sig í þessum málum. Stafræn ævin- týramennska hefur blindað þeim sýn. Í stað þess að útvista hug- búnaðarþróun og halda eftir innri tölvuþjónustu við notendur sem og annarri grunnþjónustu er farin þveröfug leið. Búið er að eyða hundruðum milljóna í erlenda og innlenda ráðgjöf sem hvergi er hægt að sjá að hafi skilað sér beint til borgarbúa. Þetta á sér vart hliðstæðu í opinberri stjórn- sýslu. Ráðnir hafa verið tugir sér- fræðinga á ýmsum sviðum, stærra húsnæði tekið á leigu og stórum upphæðum eytt í uppfærslur á búnaði og aðstöðu eins sviðs. Þannig er með ýmis önnur staf- ræn verkefni sem virðast föst á tilraunastigi þótt tilbúnar lausnir sé að finna allt um kring, hjá bæði einkafyrirtækjum og hinu op- inbera. Hér má nefna „Stafrænt Ísland“ sem býður sveitarfélögum upp á samvinnu og samstarf. Á island.is eru 240 Mínar síður. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi gagnrýnt verklag borg- arinnar og þessa aðferðafræði. Fleiri aðilar, eins og Samtök iðn- aðarins, hafa stigið fram með sam- bærilega gagnrýni. Kannski er ekki að undra að einhverjir séu farnir að telja niður þetta kjörtímabil í þeirri von að nýr meirihluti breyti forgangs- röðun verkefna í þágu þjónustu við fólk, börn, öryrkja og eldri borgara. Miklu fjármagni hefur verið eytt í óþarfa og hreina vit- leysu. Sumum óheillavænlegum ákvörðunum meirihlutans verður ekki snúið við. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Miklu fjármagni hefur verið eytt í óþarfa og hreina vitleysu. Sumum óheillavænlegum ákvörðunum meirihlut- ans verður ekki snúið við. Skaðinn er skeður. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is Byrjað að telja nið- ur til næstu borgar- stjórnarkosninga Forystufólk Við- reisnar talar oft fyrir frjálsum viðskiptum. Skrifar um það greinar í blöð. Það er því fróð- legt að skoða hvernig Viðreisn vinnur á þeim eina stað sem flokk- urinn er við völd: Í Reykjavíkurborg. Þar á bæ reka menn sína eigin malbikunarstöð sem stefnir nú á að gera strandhögg í Hafnarfirði. Borgin kaupir malbik af malbik- unarstöðinni Höfða, sem er í eigu borgarinnar sjálfrar. Þá hefur Reykjavíkurborg orðið uppvís að ólögmætum innkaupum þar sem borgin hefur keypt led-ljós af eigin félagi fyrir marga milljarða króna. Fyrr á árinu féll úrskurður um ólögleg kaup borgarinnar á raf- magni af eigin félagi. Og nú er borgin að innvista hugbúnaðar- þróun fyrir marga milljarða þvert á nútímahugmyndir um hvað tilheyri rekstri sveitarfélaga. Borgin er að ráða til sín fjölda starfs- manna til að þróa hugbúnað og er því í beinni samkeppni við sprotafyrirtæki um starfsfólk á markaði. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn sem var reist- ur við af Viðreisn felldi á þriðjudag til- lögu um að bjóða út að fullu þetta verk. Í staðinn er borgin að byggja upp hugbúnaðarhús. Þetta er þvert á innkaupastefnu borgar- innar, samanber 6. og 7. grein. Þeg- ar Samtök iðnaðarins gagnrýna þetta ráðslag er gripið til ósanninda um samráðsfundi sem ekki voru haldnir. Gallarnir við að kaupa af sjálfum sér eru margir í þessu máli. Verk- efnið er tröllvaxið og á að kosta 10 milljarða á þremur árum. Engin mælanleg markmið liggja fyrir. Að óbreyttu verður engum verkum lokið fyrir lok kjörtímabilsins. Hvergi kemur fram hvað ávinnst við þessa fjárfestingu eða hvenær. Inngrip sem þessi bitna á frjáls- um markaði og nýsköpunarfyrir- tækjum. Það væri fróðlegt að heyra hvað forsvarsmenn Viðreisnar á landsvísu hafa að segja um þetta. Myndu þeir vilja leggja til sams konar vinnulag við Stafrænt Ísland, verkefni sem ríkið hefur boðið út, og ráða síðan ríkisstarfsmenn í verkið? Eftir Eyþór Arnalds » Gallarnir við að kaupa af sjálfum sér eru margir í þessu máli. Verkefnið er tröllvaxið og á að kosta 10 millj- arða á þremur árum. Engin mælanleg mark- mið liggja fyrir. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Kaupfélag í boði Viðreisnar Nú þegar tekið er að skyggja aftur þá verður maður svo vel var við það í ljósa- skiptunum hversu mikilvægt það er að hafa góða götulýsingu. Árið 2015 var tíma- lengd götulýsingar stytt í Reykjavík. Þegar lýsingin var stytt var það gert í sparnaðarskini, nú er hins vegar búið að LED-væða töluvert magn af ljósastaurum. Það breytir mjög miklu og dreg- ur verulega úr kostnaði vegna lýsingar. Því má auðveldlega samhliða áframhaldandi aukinni LED-væðingu lengja tíma götu- lýsingar kvölds og morgna. Kostnaður við það að lengja aftur tíma götulýsingar verður því ekki jafn mikill og áður. Vegna þessa óverulega kostn- aðar væri því auð- velt að lengja þann tíma sem kveikt er á lýsingu. Góð götulýsing er öryggisatriði bæði fyrir gang- angi, hjólandi og þá sem akandi eru og því er ekkert til fyrirstöðu að samþykkja tillögu sjálfstæð- ismanna sem lögð var til í janúar árið 2019 í skipulags- og sam- gönguráði að auka lýsingu kvölds og morgna. Þeirri tillögu hefur því miður ekki verið svar- að og væri góður bragur á því að taka hana til afgreiðslu núna og auka við lýsinguna hjá okkur hér í Reykjavík og auka þar með ör- yggi okkar allra sem eru á ferð- inni í ljósaskiptunum. Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Kostnaður við það að lengja aftur tíma götulýsingar verður því ekki jafn mikill og áður. Vegna þessa óverulega kostnaðar væri því auðvelt að lengja þann tíma sem kveikt er á lýsingu. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Aukum tímalengd götulýsingar í Reykjavík Reykjavík hyggst ráðast í stafræna umbreytingu á þjón- ustu borgarinnar. Verkefnið er sann- arlega mikilvægt framfaraskref en út- færsluna þarf að vanda. Sú óútfærða ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að verja 10 milljörðum af opinberu fé í verkefnið til næstu þriggja ára vekur áhyggj- ur. Ráðstöfun fjármuna virðist óljós og áform um útvistun tak- mörkuð. Samhliða er fyrirhugað að ráða tugi sérfræðinga á borg- arkontórinn. Er nema von manni svelgist á morgunkaffinu? Snemma árs lýsti undirrituð áhyggjum af útfærslu borg- arinnar á umbreytingunni. Við skriflegri fyrirspurn bárust þau svör að verkáætlun kallaði á 60- 80 ársverk. Stafræna umbreyt- ingin myndi byggja á gríðarlegri fjölgun opinberra starfa og tak- markaðri útvistun verkefna. Sam- töl við hagaðila og hagsmuna- samtök sýndu glöggt að áhyggjurnar voru útbreiddar. Skortur á tækni- menntuðu fólki hefur verið viðvarandi vandamál hérlendis. Hlutfall þeirra sem ljúka námi í raunvís- indum, tæknigrein- um, verkfræði og stærðfræði er lægra hérlendis en í ná- grannalöndum. Hug- búnaðarfyrirtæki eru í harðri samkeppni um tæknimenntaða sérfræðinga. Það skýtur því skökku við að Reykja- víkurborg hyggist nú byggja upp eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins – og ráðast í beina sam- keppni við einkaaðila um mikil- væga sérþekkingu. Sjálfstæðismenn hafa þegar lagt fram tillögu um útboð allra þátta stafrænnar þróunar. Til- lagan hlaut neikvæða afgreiðslu en umræðan sýndi glöggt þann skýra áherslumun sem birtist milli sjálfstæðismanna og meiri- hlutaflokkanna – ekki síst hvað varðar meðför almannafjár, út- vistun verkefna, samkeppnissjón- armið og aðhald í opinberum rekstri. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sér- þekkingu. Stafræn umbreyting er sannarlega mikilvægt framfara- skref á tímum fjórðu iðnbylting- arinnar. Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og hversu litlu er fyrirhugað að útvista. Hér þarf aukið aðhald og áherslubreyt- ingar. Útvistun eða innvistun? Eftir Hildi Björnsdóttur » Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera reisir stærsta hugbún- aðarhús landsins og ræðst í beina sam- keppni við atvinnulíf um takmarkaða sér- þekkingu. Er það um- hugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. hildurb@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.