Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 34

Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Fimmtugasta þing Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem haldið var 2. októ- ber 2021, samþykkti með miklum stuðningi tillögu okkar í Íþrótta- félaginu Fylki um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR og að þær starfi innan vé- banda þess líkt og aðr- ar greinar innan bandalagsins. Við í Fylki erum auðvitað afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem tillagan hlaut á þinginu. Þá er- um við ekki síður ánægð með þá við- urkenningu sem samþykkt hennar veitir rafíþróttum í heild sinni, enda geta rafíþróttir skipt sköpum við að koma í veg fyrir félagslega ein- angrun barna, aukið félagsfærni þeirra og sjálfstraust. Fyrsta íslenska rafíþrótta- deildin með keppnislið Íþróttafélagið Fylkir hefur góða reynslu af íþrótta- og æskulýðsstarfi í rafíþróttum, en rafíþróttadeild fé- lagsins var stofnuð með formlegum hætti á að- alfundi Fylkis 10. apríl 2019 – en hóf raunar starfsemi árið 2018. Rafíþróttadeild Fylkis er fyrsta ís- lenska rafíþróttadeildin með keppnislið sem kemur upp úr æsku- lýðsstarfi og jafnan hafa verið um 160 börn í deildinni þegar sum- arstarf er tekið með í reikninginn. Því miður hafa biðlistar verið inn í deildina á hverri önn og ekki hefur verið unnt að mæta allri eftirspurn. Þó hefur deildinni tekist að vaxa þótt heimsfaraldur Covid-19 hafi sett strik í reikninginn. Jákvæð teikn eru á lofti og horfur á því að áfram muni deildin vaxa, þannig að allir geti verið með sem það vilja. Rík áhersla á hreyfingu og andlega vellíðan Reynslan sýnir að rafíþróttadeild- in mætir mikilvægri þörf fyrir börn sem ekki finna sig í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi, en á þessum tíma hafa þau börn sem þátt hafa tekið í starfinu blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið miklum fram- förum. Með starfinu er komið í veg fyrir að iðkendur einangrist heima hjá sér. Aukið sjálfstraust þeirra leynir sér heldur ekki; iðkendur upplifa sig sem hluta af liðsheild og klæðast stoltir rafíþróttatreyju Fylkis með tölvuleikjagælunöfnum sínum á bakinu. Í megindráttum fer starfið fram í íþróttahúsi félagsins í Norð- lingaholti þar sem fimleika- og ka- ratedeildir félagsins eru einnig til húsa. Starfinu er skipt upp eftir ein- stökum tölvuleikjum þannig að iðk- endur geti bætt sig í þeim leik sem þeir kjósa. Samhliða er rík áhersla á hreyfingu og andlega vellíðan; krökkunum er kennt hvernig á að haga sér í tölvuleikjum á netinu og hvernig á að koma fram við aðra af virðingu. Þjálfarar hafa í starfinu séð miklar framfarir frá því börnin byrja í deildinni, hvort tveggja fé- lagslega og kunnáttulega. Ísland hefur stimplað sig rækilega inn í heim rafíþrótta Frá því að Fylkir ýtti raf- íþróttadeild sinni úr vör er mikið vatn runnið til sjávar. Vinsældir raf- íþrótta fara stöðugt vaxandi og nú er svo komið að 1.500 börn og ung- menni stunda íþróttina á landinu öllu. Þá hefur Ísland til að mynda stimplað sig rækilega inn í heim rafíþrótta, en eitt stærsta raf- íþróttamót heims, League of Leg- ends Mid Season Invitational, var haldið í Laugardalshöll í maí á þessu ári. Þátttakendur í mótinu voru um 600 talsins og keyptu þeir um 8.000 gistinætur á íslenskum hótelum enda stóð mótið í 24 daga. Þá hófst heimsmeistaramótið í League of Legends, Worlds 2021, í fyrradag. Heimsmeistaramótið er stærsti rafíþróttaviðburður í heimi, en um eitt hundrað milljónir manna fylgdust með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins sem haldið var 2019. Alþjóðaólympíunefndin Ekki er hægt að láta hjá líða að nefna að alþjóðaólympíunefndin hélt á árinu sýndarólympíuleika (e. Olympic Virtual Series) sem var fyrsti viðburður þeirra í stafrænum íþróttum, en þar var keppt í hafna- bolta, hjólreiðum, róðri, siglingum og hermikappakstri. Viðburðirnir mæltust vel fyrir og tóku um 250.000 þátt í greinunum fimm. Alþjóðaólympíunefndin náði svo að fylgja því markmiði sínu eftir að færa tölvuleikjasamfélagið nær íþróttahreyfingunni með raf- íþróttamóti í leikjunum Rocket League og Street Fighter IV í sam- starfi við Intel í kringum Ólympíu- leikana í Tókýó í sumar. Það er því ekki einungis skref í rétta átt að veita rafíþróttum við- urkenningu innan íþróttahreyfing- arinnar hérlendis heldur tímabært. Eftir Björn Gíslason » Vinsældir rafíþrótta fara stöðugt vaxandi og nú er svo komið að 1.500 börn og ungmenni stunda íþróttina á landinu öllu. Björn Gíslason Höfundur er formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Mikilvæg viðurkenning fyrir rafíþróttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Þá er búið að kjósa og telja fram og til baka og hlutirnir ættu að fara að skýrast. Tveir flokkar bólgnuðu mest: Annar eyddi mestu, hinn átti sniðugasta slagorðið. Ríkið hefur tekið að sér að fjár- magna kosningastríðið og fær lung- ann af peningunum til baka í gegn- um Rúv-auglýsingar og annað tilstand í landinu. Flokkarnir sjálfir bera orðið litlar fjárhagslegar fórn- arbyrðar af kosningum þótt þeir hlaupi með kratarósir milli húsa og hringi nokkur símtöl. Þannig er límið sem hélt þeim saman á árum áður lekið niður í sand eins konar ríkisreksturs. Flokkur verður ekki stærri á því að hala inn menn í einum kosningum á auglýsingum og/eða krúttlegu slagorði. Það er eins og að sá í vind- inn; hér í dag, þar á morgun. Flokkatryggð og „lífsviðhorf“ eru á undanhaldi en auglýsingarnar sjá um heilaþvottinn. Kannski sjáum við aftur skiltið: „Stóri bróðir fylgist með þér“! Þá þarf engar kosningar meir og sam- lyndið mun ríkja eitt, ofar hverri kröfu um endurtalningu eða upp- kosningu. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Auglýsinga- veisla ríkisins Morgunblaðið/Eggert Rúv fékk drjúgan skerf af auglýs- ingatekjum fyrir kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.