Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 39

Morgunblaðið - 07.10.2021, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 ✝ Sigurveig Guð- jónsdóttir fæddist 6. júní 1948 á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hún lést 25. september 2021 á hjúkrunarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Helgason, f. 22. mars 1916, d. 4. nóvember 2002, frá Hlíðarenda og Sigríður Björnsdóttir, f. 18. mars 1920, d. 15. júlí 1964, frá Rauðnefsstöðum. Sigurveig var yngst fjögurra alsystkina, þeirra Hjartar, f. 1943, d. 2021, Arnar Helga, f. 1945, og Björns, f. 1947. Hálf- systkini eru Pálmi, f. 1948, móð- ir hans Sigurveig Ólafsdóttir frá Syðstu-Mörk, V-Eyjafjöllum, Ágústa, f. 1953, Ragnheiður, f. 1954, d. 1974, Bergþór, f. 1956, Ísleifur Helgi, f. 1959, d. 2006, Þorsteinn, f. 1961, og Sigurgeir, Árna er Guðmundur Hermann og sonur Ástu Huldar er Guðjón Jósef. 3) Guðjón Trausti, f. 10. febrúar 1976, giftur Svandísi Heiðu Pálmadóttur, f. 1. apríl 1982, börn þeirra eru Pálmi Trausti, Elísabet Ýr og Aron Darri. 4) Björn, f. 25. nóvember 1982, sambýliskona hans er Berglind Þorsteinsdóttir, f. 23. júlí 1986. Björn á þrjú börn; Gísla Frey, Svandísi Veigu og Theódór Gabríel, og sonur Berglindar heitir Rafn. 5) Sig- urður Ellert, f. 25. apríl 1989, er giftur Ásdísi Björgu Björgvins- dóttur, f. 16. ágúst 1992, og eiga þau eina dóttur, Díönu Sigur- dísi. Afkomendur Sigurveigu eru 26 talsins: Fimm börn, 13 barna- börn og átta barnabarnabörn. Sigurveig vann ýmis störf um ævina, þótti vænt um sveitina og að rækta bæði blóm og græn- meti. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju 7. október 2021 klukkan 13 með nánustu fjöl- skyldu og vinum. Streymt verð- ur frá athöfninni á vef Akra- neskirkju: https://www.akraneskirkja.is/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat f. 1968. Móðir þeirra Þóra Jenný Ágústsdóttir. Í Vest- mannaeyjum 31. desember 1967 giftist Sigurveig Sigfúsi Traustasyni frá Hörgshóli, Þverárhreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu, f. 29. maí 1945, d. 18 maí 2011. Foreldrar hans voru Sig- urður Trausti Sigurjónsson, f. 1. maí 1912, d. 4. nóvember 2004, frá Hörgshóli og Sigríður Hans- ína Sigfúsdóttir, f. 21. ágúst 1915, d. 19. ágúst 1999, frá Æg- issíðu. Börn þeirra Sigurveigar Sigfúsar eru: 1) Sigríður Helga, f. 8 september 1967, gift Jó- hanni Albert Finnbogasyni, f. 24. nóvember 1964, börn þeirra eru Pálmi Þór, Andri Már og El- ín Birna. 2) Árni, f. 7. ágúst 1972. Giftur Ástu Huld Jóns- dóttur, f. 17. janúar 1970. Barn Elsku mamma fallin ertu frá. Í nokkrar vikur leið þér mjög illa líkamlega og andlega og ferð í rannsóknir sama dag og Hjörtur bróðir þinn deyr. Nið- urstöður daginn eftir hreint út sagt hörmulegar, krabbamein út um allt á lokastigi. Tveim mánuðum seinna ert þú sigruð. Sigrarnir um ævina þina voru nefnilega ótrúlega margir þú gafst aldrei upp, tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru og af æðruleysi á mislöngum tíma afgreiddir þú þau. Þú barðist svo sannarlega til síðasta and- ardráttar með börnin þín fimm þér við hlið. Líf þitt markaðist af erfiðri æsku, andláti móður þinnar, rótleysi, miklir flutningar bæði sem barn og orðin fullorðin, einnig andláti eiginmanns. Þú varst hlédræg, fólk þurfti að sækja þig til að kynnast þér þá var ekki aftur snúið, þá opnaðist þú eins og rós, ljúfa góða konan með græna fingur varð vinur sem fólki þótti vænt um. Líf okkar var ekki alltaf dans á rósum, það voru skyn og skúr- ir, en það kenndi okkur og þroskaði. Þú áttir marga staði í hjarta þínu sem þér þótti vænt um, sá allra besti var gróður- húsið Skrúðvangur þar blómstr- aðir þú mest við að rækta af lífi og sál, þótt að það hafi verið erf- itt á köflum. Pabbi byrjar að veikjast hægt og rólega, geta hans til vinnu minnkar með hverjum deginum. Pabbi fellur frá snögglega, þegar allt var á uppleið hjá hon- um og bjart yfir hans veikind- um. Skarðið ristir djúp sár hjá þér sem skilur eftir andlegan sjúkdóm sem er ofsakvíði. Ofs- akvíði er sjúkdómur sem ekki sést, þess vegna var oft lítill skilningur af líðan þinni sem var að éta þig að innan. Síðustu 10 árin þín hér á Akranesi voru þér mjög erfið þú reyndir að bestu getu að fótfesta þig hér. Í fyrstu gekk ágætlega við fórum öll fjölskyldan í ferðalag um Snæfellsnesið og sannarlega áttu þau að verða fleiri. Langaði svo mikið að skapa fleiri góðar minningar í náttúrunni sem við báðar elskum mikið, en heilsan þín leyfði það ekki. Enn þú náð- ir vel að njóta í gegnum Facebo- ok, taka myndir fyrir utan og pósta, skoða aðrar myndir og vera í sambandi við vini og fjar- skylda ættingja. Nú eru báðir foreldrarnir mínir látnir og er það þung sorg að bera, enn ég trúi á sumar- landið þetta eru ekki endalok þetta er rétt að byrja. Mamma hittir alla ástvini sína og er með sinn eigin aldingarð að rækta. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Takk fyrir allt sjáumst síðar. Þín dóttir Sigríður Helga. Sigurveig Guðjónsdóttir Aldarminning Hann hefði orðið eitt hundrað ára 7. október 2021. Her- mann Þorsteinsson var afreksmaður. Hann var ekki að- eins sóknarnefndar- maður og formaður sóknarnefndar í ára- tugi heldur einnig byggingarstjóri Hallgrímskirkju frá 1965 og allt þar til hún var vígð árið 1986 – og raunar lengur. Hermann gekk einbeittur til verka og þjónaði glaður Guði, kristni Íslands og Hallgrímssöfn- uði. Hann fékk engin peningalaun fyrir öll þau störf. Hallgríms- kirkja verður ávallt öðrum þræði minnisvarði um hugsjónamann- inn Hermann Þorsteinsson. Hermann fæddist 7. október 1921 í Reykjavík. Hann lést 5. maí 2014. Hann starfaði hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga í hálfa öld, eða frá 14. afmælisdegi sínum árið 1935 til sama dags árið 1985. Hann gegndi ýmsum störf- um fyrir Sambandið og var um árabil á þess vegum í Kaup- mannahöfn. Seinni hluta starfs- ævinnar veitti hann forstöðu Líf- eyrissjóði SÍS. Hermann var virkur í félagsstörfum. Hann starfaði í KFUM og var einn af stofnendum Gideonfélagsins á Ís- landi. Hann var ólaunaður fram- kvæmdastjóri Hins íslenska bibl- íufélags frá 1965 til ársins 1990 og kom að útgáfu Biblíunnar 1981. Hermann vann að endurreisn og eflingu þessa elsta félags á Ís- landi, ásamt þáverandi biskupi Íslands, hr. Sigurbirni Einars- syni, og Ólafi Ólafssyni kristni- boða, en starfsemi Biblíufélagsins hafði þá legið niðri um árabil. Eitt helsta hugðarefni Her- manns var bygging Hallgríms- Hermann Þorsteinsson kirkju. Hann tók sæti í sóknarnefnd kirkjunnar árið 1960, og tók við for- stöðu fram- kvæmdanna árið 1965. Hermann fór á eftirlaun 1985 og nýtti þá starfskrafta sína sem ólaunaður byggingarstjóri Hallgrímskirkju, þar til kirkjan var vígð, 26. október 1986. Í minningarorðum lýsti séra Birgir Ásgeirsson honum meðal annars á eftirfarandi hátt: „Nafn Hermanns Þorsteinssonar er ná- tengt byggingarsögu Hallgríms- kirkju. Sístarfandi hugur hans, óteljandi viðvik, samtöl, ráðstaf- anir, samningar, fundir, ákvarð- anir og sterkur vilji til verka vógu þungt í þessu mikla samræmda átaki landsmanna. Sem formaður sóknarnefndar og forstöðumaður byggingarframkvæmdanna varð hann að leysa úr ótal vanda- málum og hafa þá framsýni til að bera sem stóðst mat samtíðar og reyndist síðan vel í framtíðinni. Þar fór hann farsælan veg, skarp- ur, harðduglegur, iðjusamur og fórnfús á tíma sinn og þrek. Hann náði háum aldri. Hann var glæsi- legur á velli. Stóð upp úr meðal- mennskunni. Hann var mikill kirkjusmiður. Vissi vel að hið eig- inlega hús Guðs var reist á þrem- ur dögum og ekki með höndum gert.“ Hermann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingibjörg (Inga) Magnúsdóttir, sem lést árið 1993. Eftirlifandi eiginkona Hermanns er Helga Rakel Stefnisdóttir. Hallgrímssöfnuður þakkar trú- festi Hermanns og fórnarlund og minnist hans með virðingu. Einar Karl Haraldsson Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Útför í kirkju Kirkjan til staðar fyrir þig þegar á reynir utforikirkju.is Jón Bernód- usson, góður vinur til margra áratuga, er látinn. Hann lést skömmu áður en hann átti að fara til Bandaríkjanna í aðgerð og fá bót meina sinna. Fregnin af andláti hans var óvænt og þyngri en tárum taki. Við nafnar vorum báðir Eyjapeyjar, en kynni okk- ar hófust þó ekki fyrr en í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Frá þeim árum eru margar góð- ar minningar. Jón var skemmti- legur maður og einstakur vinur og félagi. Samskipti og samveru- stundir urðu færri eftir því sem árin liðu, en maður þekkir sína Jón Bernódusson ✝ Jón E. Bernód- usson fæddist 18. febrúar 1952. Hann lést 22. sept- ember 2021. Útför hans var gerð 1. október 2021. bestu vini á því að það er eins og ekk- ert hafi breyst þó svo lengra verði milli funda en áður var. Jón sótti nám í skipaverkfræði í Rostock og fluttist síðar til Vestur- Berlínar og stund- aði þar frekara nám og rannsóknir. Ég minnist þess þegar við Bolli Héð- insson félagar Jóns fórum í heimsókn til Rostock og dvöld- um þar í nokkra daga. Á þeim árum var ekki auðsótt að fá dval- arleyfi í þýska alþýðulýðveldinu, en við létum það ekki á okkur fá og lögðum af stað til fundar við okkar vin. Við komumst á leið- arenda og áttum góðar stundir, en það var erfiðara að komast út aftur. Jón var tekinn til yfir- heyrslu og við biðum á meðan undir ströngum fyrirmælum um að segja ekki orð. Í yfirheyrslum sannfærði hann yfirvöld um að samfundir okkar hefðu átt sér stað í góðum tilgangi, með það að markmiði að treysta bönd ís- lenskra námsmanna á erlendri grund og félaga okkar í DDR. Með það fengum við fararleyfi, en Jón var síðar heimsóttur af þekktri leyniþjónustu sem leitaði frekari upplýsinga um ferðir okkar og tilgang þessarar heim- sóknar. Ég minnist þess einnig á námsárum í Noregi að mig dreymdi Jón og daginn eftir var hann mættur í óvænta og óboð- aða heimsókn. Í huga mér hefur þetta ætíð verið vísbending um okkar traustu og nánu vináttu. Það fór hins vegar ekki betur en svo að Jón veiktist eftir komuna til Oslóar og var lagður inn á Ullevål-sjúkrahúsið. Þar dvaldi hann í sjúkrarúmi á einum gangi þeirrar stofnunar og það er því ekki einsdæmi að sjúkrastofnan- ir séu vanbúnar til aðhlynningar þeirra sem sjúkir verða. Jón rifj- aði oft upp söguna af því þegar eldri kona átti leið um þennan gang og hallaði sér yfir hann, reisti sig síðan og sagði: „Han le- ver.“ Ég vildi að ég gæti sagt það sama í dag, en minningin um traustan og góðan dreng lifir áfram. Jón Bern átti farsælan starfs- feril og eignaðist fjölda vina á lífsleiðinni. Hann var óhræddur við að tjá skoðanir sínar, sagði skemmtilega frá og var því gleði- gjafi sem samferðafólk minnist. Síðari árin varð hann þjóðþekkt- ur fyrir rannsóknir sínar á nýt- ingu repjuolíu til manneldis og sem eldsneyti og má segja að hann hafi leitt umræðu hér á landi um ræktun og framleiðslu lífrænna orkugjafa. Á þeim vett- vangi og í starfi sínu hjá Sam- göngustofu naut hann trausts eins og von er. Ég vil þakka Jóni vini mínum fyrir margar ánægjustundir, minningin um þig lifir með mér og minni fjölskyldu. Við vottum Martínu, dætrunum Maríu Láru og Aðalbjörgu Jóhönnu og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Jón Gíslason. Glaðleg og bros- mild var hún Stína Jóns, þannig minn- umst við hennar. Hún var líka ákaflega félagslynd og tilbúin að undirbúa alls kyns skólaafmæli, en hér áður fyrr var það talsvert fyrirtæki því gamlir skólafélagar bjuggu víða á landinu og jafnvel erlendis og því talsvert umleikis að halda öllum samböndum opn- um. Því var gripið til þess ráðs að koma upp heimilisfangaskrá og var hún uppfærð eftir því sem þörf var á. Kristín Jónsdóttir ✝ Kristín Jóns- dóttir fæddist 28. maí 1942. Hún lést 16. september 2021. Útför Kristínar fór fram 30. sept- ember 2021. Við vorum nokk- ur sem vorum á út- kallslista þegar ráð- ist var í undirbúning hátíða- halda og mátti ekki á milli sjá hvort undirbúningurinn eða sjálf hátíða- höldin yrðu skemmtilegri. Stína kom úr stórri fjölskyldu í Ólafsfirði og er okkur minnis- stætt þegar hún var að undirbúa frænkukvöldin. Fyrir nokkrum árum greind- ist hún með krabbamein og tókst á við það, en það tók sig upp aftur og varð ekki við það ráðið. Eiginmaður Stínu er Rafn Sveinsson og eiga þau þrjá syni, við vottum fjölskyldu Kristínar Jónsdóttur okkar innilegustu samúð og biðjum þeim guðs blessunar. Fyrir hönd árgangs 42, Guðný Stefánsdóttir. Amma Stína var skemmtileg, fyndin og góð kona sem gaman var að vera í kringum. Hún var alltaf fín til fara og fannst gam- an að klæða sig upp. Þegar við hittumst var mikið hlegið og manni leið vel. Henni fannst ekki leiðinlegt að tala og það var mjög gaman að sitja og hlusta á sögur úr hennar lífi. Amma elsk- aði fólk og fannst gaman að vera í kringum það. Hún átti stóra ætt og gaman var að fara með henni á staði eins og Glerártorg þar sem hún þekkti aðra hverja manneskju. Hún fylgdist með okkur öllum og var stolt af sínu fólki. Amma var mikil saumakona og var oftast með dúk í hendi þegar maður kom í heimsókn til þeirra hjóna. Hún vann sem tal- símavörður og skemmtilegt fannst okkur að geta hringt í 118 og fengið að tala við hana. Ömmu þótti mjög vænt um barnabörnin sín og var dugleg að fylgjast með þeim öllum. Erf- itt verður að hitta þig ekki í ár- legu laufabrauðsgerðinni eða jólaboðinu annan í jólum þar sem það hefur fylgt okkur alla tíð. Takk fyrir tímann sem við fengum að eyða með þér amma. Harmur fyllir heiminn minn, er ég hugsa til þín nú. En minningarveggurinn þinn, yljar mér og færir trú. Ég veit þú horfir á mig, og vakir yfir mér. Amma, ég elska þig, ég vildi að þú værir hér. (Bjarki Símonarson) Bjarni Gunnar Bjarnason, Ásta Dröfn Björgvinsdóttir, Birkir Örn Jónsson, Eiríkur Rafn Jónsson, Kristín Björg Jónsdóttir, Sveinn Rúnar Ingvarsson og Dagný Fjóla Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.