Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 48
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki,
Snúrur, Minniskort,
USB lyklar og fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
SNJALLTÆKJA
VIÐGERÐIR
Við gerum við alla síma,
spjaldtölvur, tölvur
og drónaný
sending
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Draugar fortíðar er hlaðvarp sem við Bald-
ur Ragnarsson erum með. Ég hafði aðeins
unnið í útvarpi og fannst það alveg gaman
en þegar ég kynntist hlaðvarpinu féll ég al-
veg fyrir því. Mér finnst það einn besti
miðill sem við höfum til að miðla efni á fræðandi en um
leið skemmtilegan og afar persónulegan máta,“ segir
Flosi Þorgeirsson, stjórnandi vinsæla hlaðvarpsins
Drauga fortíðar þar sem hann fræðir Baldur og hlust-
endur um liðna atburði.
„Ég er sagnfræðimenntaður og það einkennir oft
Drauga fortíðar en umfjöllunarefnin koma þó úr öllum
áttum. Sagnfræðin fylgir mér einnig er ég hlusta á mín
eftirlætis hlaðvörp en þau eru langflest sögulegs eðlis
enda er saga alveg sérlega heillandi viðfangsefni!“ bætir
Flosi við.
K100 fékk hann til að deila sínum fimm uppáhalds-
hlaðvörpum og segja frá því hvað heillar hann við þau.
In Our Time: History
„Þetta er hlaðvarp um sögu og er að
finna á BBC. Hefur verið í gangi síðan
1998 og alltaf sami stjórnandi. Gestir hans
eru alltaf fræðimenn.
Það er virðuleiki og alvara þarna en
mér finnst þetta aldrei verða þurrt eða
leiðinlegt því þáttastjórnandinn er svo
þrautreyndur.“
History Extra Podcast
„Annað söguhlaðvarp sem tengist einnig
BBC. Þarna er líka talað við fræðinga en
þetta er léttara en In Our Time. Viðfangs-
efnin líka oft fjölbreyttari og nálgunin önnur.“
Ridiculous History
„Enn eitt söguhlaðvarpið! Stjórnendur eru
ekki fræðingar samt, bara tveir gaurar sem
hafa áhuga á alls konar hlutum. Þeir taka fyr-
ir alls konar hluti og reyna oft að finna annan
flöt eða eitthvað sem er minna þekkt. RH er
frá hlaðvarpsveitunni iHeart.“
No Dogs In Space
„Ég er sagnfræðingur en einnig tónlistar-
maður og uppáhaldstónlistarstefna mín verð-
ur alltaf pönk! Í þessu hlaðvarpi skoða hjónin
Marcus og Caroline þann anga tónlistarsög-
unnar og einskorða sig samt ekkert endilega
við pönk heldur margt annað tengt því. Nú er
ég t.d. að hlusta á þau fara yfir sögu Beastie Boys.“
Tvíhöfði
„Ég hef þekkt þá Jón og Sigurjón lengi og
ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti sem þeir
hafa komið mér til að hlæja þá væri ég for-
ríkur maður. Stundum þarf maður að hvíla
sagnfræðipælingarnar og bara hlusta á þessa
kostulegu menn bulla og þvaðra eins og eng-
inn sé morgundagurinn.“
Uppáhaldshlaðvörp
Flosa í Draugum fortíðar
Sögunörd Flosi Þorgeirsson er sagnfræðimenntaður og hefur gríðarlegan
áhuga á sögu en áhuginn endurspeglast í uppáhaldshlaðvörpunum hans.
Flosi Þorgeirsson, stjórnandi söguhlaðvarpsins Drauga fortíðar, er mikill áhugamað-
ur um sagnfræði og mælir hér með sínum uppáhaldshlaðvörpum.