Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 60

Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Extreme Chill-tónlistarhátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag, en þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin. Raftónlist hefur verið áberandi á hátíðinni í gegnum árin, en í raun hefur alls kyns tónlist fengið að hljóma á henni og svo er einnig í ár, því boð- ið er upp á raftónlist, sveimkennda hljóma, tilraunadjass, óhljóðalist og nýklassík meðal annars. Upplýsingar og dagskrá má finna á slóðinni extremechill.org og þar kemur fram að flytjendur á hátíð- inni að þessu sinni eru raftónlist- arfrumkvöðlarnir í Plaid, Roger Eno, Mixmaster Morris, Bjarki + Mathilde Caeyers & Arrtu Niem- enen, Borgar Magnason, Brynjar Daðason, Hafdís Bjarnadóttir, búlgarski tónlistarmaðurinn E.U.E.R.P.I, Flaaryr, Future- grapher, Harp & Arp, Hekla, Hermigervill, Ingibjörg Turchi, Jó- hann Eiríksson, Kjartan Hólm, Kraftgalli, MSEA, Nico Guerrero, Orang Volante, Reptilicus, Skurk- en, Soddill og Tonik Ensemble. Há- tíðin verður haldin á fjórum stöð- um; í Kaldalóni í Hörpu, á Húrra, á Kex og Space Odyssey á Skóla- vörðustíg. Eins og jafnan þá eru þeir lista- menn sem fram koma á hátíðinni ýmist íslenskir eða erlendir, enda má lesa á vefsetri hátíðarinnar að það er beinlínis á stefnuskrá hátíð- arhaldara að ýta undir samskipti og tengsl innlendra og erlendra tón- listarmanna í von um að það greiði íslenskum listamönnum leið ytra og verði einnig til tónlistarlegs sam- starfs eða samskipta. Sumir þeirra innlendu listamanna sem fram koma að þessu sinni hafa haslað sér völl ytra, til að mynda Bjarki Rún- ar Sigurðarson, en einnig koma fram erlendir tónlistarmenn sem sest hafa að hér á landi og auðgað íslenskt tónlistarlíf. Fyrsta Extreme Chill-hátíðin var haldin á Hellissandi í ágúst 2010 og hefur verið haldin víða um heim eftir það, þar á meðal í Vík, Reykjavík og Berlín, oft í samstarfi við aðrar tónlistarhátíðir eða við- burði. Roger Eno hæfileikamikill hljóðfæraleikari Meðal helstu gesta Extreme Chill-hátíðarinnar að þessu sinni eru breska tónlistartvíeykið Plaid, sem heimsækir Ísland í annað sinn, og tónlistarmaðurinn Roger Eno sem leikur á tónleikum í Kaldalómi í Hörpu annað kvöld. Roger Eno er yngri bróðir Brians Enos og hefur gert plötur með honum aukinheldur sem hann hefur gefið út sólóplötur, samið kvikmyndatónlist og tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi. Ólíkt bróður sínum, sem hefur sagt að hann sé ekki tónlistarmaður, er Brian Eno hæfileikamikill hljóð- færaleikari, leikur á fjölda hljóð- færa og er að auki fyrirtaks söngv- ari. Í viðtali segir hann að það hafi valdið straumhvörfum í lífi hans þegar hann barnungur tók upp kornett og blés í það af rælni – þá um leið einsetti hann sér að tónlist yrði hans ævistarf og hefur gengið eftir. Það er þó sitthvað að vera fær hljóðfæraleikari og að vera tón- smiður, en Eno segist snemma hafa tekið upp á því að semja tónlist, það hafi nánast komið af sjálfu sér: „Sennilega réð mestu um það að ég fór að semja tónlist að að ég kynnt- ist verki Erics Saties, enda heyrði ég þá að ekki þurfti flugeldasýn- ingar til að gera tónlist eftirminni- lega og hrífandi. Ég var alltaf gefn- ari fyrir hægu kaflana í sinfóníum en flóknari hluta þeirra, sem mér fannst oft tilgerðalegir. Þegar ég byrjaði að semja tónlist var það því með það tvennt í huga að halda í einfaldleikann og fara fetið.“ Kenndi sér á önnur hljóðfæri Eins og nefnt var þá leikur Rog- er Eno á fjölmörg hljóðfæri. Þótt það hafi þurft kornett til að hann félli gersamlega fyrir tónlistinni segir hann að systir hans hafi verið að læra á píanó og hann hafi því verið búinn að fikta aðeins við það. Síðan fór hann að spila á rafmagns- orgel. Þegar hann var svo kominn í tónlistarskóla að læra á kornettið lærði hann á píanó sem annað hljóðfæri. „Ég var einstaklega heppinn með kennara, enda leyfði hann mér að sleppa skalaæfingum að mestu leyti og leggja þess meiri áhuga á að læra á hljóm hljóðfær- isins og ná tökum á honum í spila- mennsku.“ „Á þeim tíma kenndi ég mér líka á önnur hljóðfæri, oft með því að troða upp með hinum og þessum hljómsveitum; spilaði á gítar með þjóðlagasveitum, bassa í pönksveit, túbu í þýskri lúðrasveit og síðar á harmonikku, írska flautu, blokk- flautu, mandólín, banjó, munnhörpu og svo framvegis. Uppáhalds- hljóðfærið mitt er þó píanóið, það er það hljóðfæri sem ég gleymi mér við og er sífellt að uppgötva nýjar hliðar á því. Alla jafna byrja ég lagasmíðar á því að taka upp spunakennda hljóma sem ég síðar vinn frekar, reyni að henda út ónauðsynlegum nótum, legg áherslu á þagnirnar eða reyni að móta hljóma.“ Hughrifa- eða andrúmstónlist Roger Eno og Brian bróðir hans eru gjarna flokkaðir sem ambient- tónlistarmenn, sem snarað hefur verið á íslensku sem hughrifa- eða andrúmstónlist. Aðspurður um þessa flokkun segist Brian Eno ekki kunna við ambient-merkimið- ann, hann kjósi frekar að lýsa verk- um sínum svo að hann sé eða semja kvikmyndatónlist án kvikmyndar. „Mér finnst afskaplega skemmti- legt að vinna tónlist með myndefni í huga og nota oft sértilbúnar stutt- myndir á tónleikum. Þegar ég var yngri setti ég listaverkabækur á nótnastandinn á píanóinu og spann tónlist við myndirnar. Þessar æf- ingar koma mér svo til góða þegar ég hef spilað og samið fyrir söng- leiki og kvikmyndir – mér finnst tónlist frábær sem samin er til að gegna einhverju hlutverki, tónlist sem hefur áhrif á það hvernig fólk upplifir senu í kvikmynd, býr til eftirvæntingu eða spennu, óhug og frelsun – tónlist er mesta list- formið. Ég ætla einmitt að leika þannig tónlist í Kaldalóni á föstudaginn, ég er með klukkutíma langa kvikmynd sem gerð er úr ljósmyndum sem ég hef tekið, flestar umhverfis heimili mitt, sem vinur minn, listamað- urinn Dom Theobald, vann svo. Kvikmyndin leyfir áheyrendum að tengja saman það sem þeir sjá og heyra, að leggja upp í eigin ferða- lag.“ Lagt upp í innra ferðalag - Extreme Chill-tónlistarhátíðin hefst í dag og lýkur á sunnudag - Erlend og innlend raf- og tilraunatónlist í aðalhlutverki - Tónleikar í Hörpu, á Húrra, Kexi og í Space Odyssey Ferðalag Roger Eno leikur á fjölda hljóðfæra en hefur mest dálæti á píanóinu. Hann hyggst flétta saman tónlist og kvikmyndalist í Kaldalóni annað kvöld. Frumlegir Plaid-félagar, Andy Turner og Ed Handley, slá botninn í Extr- eme Chill-hátíðina með tónleikum í Húrra á sunnudag. 21.246 kr. / 24.995 kr. Vnr.: E-50183451052 Stærðir: 40-47 27.196 kr. / 31.995 kr. Vnr.: E-83170452600 - 23.796 kr. / 27.995 kr. Vnr.: E-46046301001 Stærðir: 36-42 22.946 kr. / 26.995 kr. Vnr.: E-49005301588 KRINGLUKAST ær r: - 13.596 kr. / 15.995 kr. Vnr.: E-76194260159 Stærðir: 27-35 16.996 kr. / 19.995 kr. Vnr.: E-71029260158 KRINGLAN - SKÓR.IS KRINGLAN - SKÓR.IS 15% afsláttur af öllum ECCO skóm STEINAR WAAGE 6.-11.OKTÓBER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.