Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 6

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 NET LAGERSALA ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR www.lindesign.is Lúxushótelið við Hörpu, The Reykjavík Edition, tók á móti fyrstu gestunum í fyrradag. Edition-hótelin eru rekin í sam- starfi við hótelrisann Marriott. Ninna Hafliðadóttir, markaðs- og upplýsingafulltrúi hótels- ins, segir 106 af 253 herbergjum hafa verið tekin í notkun í fyrsta áfanga. Þessi herbergi séu á 2. og 3. hæð hússins. Síðar verði tekin í notkun herbergi á 4., 5. og 6. hæð hótelsins. Þá hafi veitingahús á jarðhæð hótelsins verið tekið í notkun. Hins veg- ar eigi eftir að taka næturklúbb og aðra þjónustu í notkun. Ekki leyfi fyrir myndatöku Hvorki var veitt heimild til að skoða nýja hótelið að innan né heldur var ljósmyndara heimilað að taka myndir. Ástæðan er sú, að sögn Ninnu, að eigendur hótelsins vilja velja rétta tímann til að bjóða fjölmiðla velkomna og þá með leiðsögn í næstu viku. Þá í því skyni að umfjöllunin muni endur- spegla sem best upplifun hótelgesta. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Baldur Móttakan Gengið inn að móttökunni sem er við inngarð, milli hótelsins og Austurhafnar. Lúxushótelið tekur á móti fyrstu gestunum - Hæðir 2 og 3 voru teknar í notkun í fyrsta áfanga hótelsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Við höfnina Fyrst um sinn verður hægt að panta gistingu á hæðum 2 og 3 á nýja hótelinu sem er við Hörpu. Morgunblaðið/Eggert Metnaður Nýja lúxushótelinu er ætlað að setja ný viðmið í gæðum í hótelgistingu á Íslandi. Teikning/Onemileatatime.com Hlýlegt Drög að setustofu á nýja hótelinu við Hörpu. Þar verður meðal annars veitingahús og næturklúbbur í kjallara. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er í framkvæmdum við gerð nýs Vestfjarðavegar úr Vatnsfirði upp á Dynjandisheiði. Alls er vegurinn nýi um 10 kílómetr- ar og nær frá láglendi upp í 480 metra hæð. Í brekkunum á þessum kafla, þar sem heitir Penningsdalur, er nýtt vegstæði í klifi sem sprengt var utan í fjallshlíðina. Nýi vegurinn nær að brúnni yfir Þverdalsá, sem er á háheiðinni. Framhald jarðganga Íslenskir aðalverktakar hafa vegagerð þessa með höndum og 20 manna vinnuflokkur fyrirtækisins er á svæðinu. Stór floti af gröfum, bor- vögnum, jarðýtum og búkollum er til notaður til verksins. Einnig búnaður til sprenginga, sem hafa verið stór hluti af verkinu. „Okkur miðar vel áfram. Hér ætl- um við að þreyja dagana og vera við störf inn í haustið uns snjór og vetrarríki taka fyrir slíkt,“ sagði Bjarki Laxdal staðarverkstjóri þeg- ar Morgunblaðið hitti hann á staðn- um nú í vikunni. Neðst í Penningsdal er vegurinn nýi tilbúinn og slitlag verður sett einhvern tíma á næstu vikum. „Ef slitlag fer nú í haust á 2,5 kílómetra kafla held ég að allir verði mjög sátt- ir. Við höldum svo áfram að byggja upp aðra hluta vegarins eins og að- stæður leyfa,“ segir Bjarki. Með tilkomu Dýrafjarðarganga, sem opnuð voru á síðasta ári, lögðust af vegur og umferð yfir Hrafnseyr- arheiði. Sú var farartálmi og veg- urinn aðeins sumarfær, rétt eins og Dynjandisheiðin. Með fram- kvæmdum þar nú verður til góður og greiður vegur sem haldið verður opnum árið um kring. Framhaldið á Dynjandisheiði er svo uppbygging á 12 kílómetra löngum kafla, 2-3 ára verkefni sem gæti hafist á næsta ári. Síðasti áfanginn á heiðinni er svo 7 km langur, en hann er á áætlun 2023 og 1-2 ára verk. Verði aðalleiðin Milli Dýrafjarðarganga og Vatns- fjarðar eru 36 kílómetra. Raunar hefur verið nefnt að í framtíðinni gæti aðalleiðin milli Ísafjarðarsvæð- isins og Reykjavíkur orðið þessi, í stað þess að farið sé um Djúp eins og nú tíðkast. Þar hangir á spýtunni að nú er verið að leggja nýjan veg fyrir botni Arnarfjarðar. Þá eru þverun Þorskafjarðar og vegagerð í Gufu- dalssveit að komast af stað – sem skapar nýjar leiðir og möguleika. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegavinna Mokað á búkollu úr grjótnámu. Nýr vegur yfir Dynjandisheiði er stórverkefni og mun breyta miklu í samgöngumálum Vestfirðinga. Vinna inn í vetrarríkið - Vegagerð á Dynjandisheiði - 10 km spotti og farið í 480 metra hæð - ÍAV er í Penningsdal - 20 menn í vinnuflokki Verkstjórinn Okkur miðar vel áfram, segir Bjarki Laxdal hjá ÍAV. Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Verið er að meta hvernig brugðist verður við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á aðalkröfur fjögurra yfirlögreglu- þjóna hjá embætti ríkislögreglu- stjóra um að greiða þeim laun í sam- ræmi við samkomulag sem fyrr- verandi ríkislögreglustjóri gerði við þá árið 2019. Þetta segir Helgi Val- berg Jensson, yfirlögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, og bætir við að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja málinu. „Málarekstur þar sem starfsfólk og samstarfsmenn eiga í hlut er ávallt þungbær en ljóst er að niðurstaða málsins var ekki í samræmi við lagatúlkun og kröfugerð ís- lenska ríkisins í málinu.“ Nú er verið að fara yfir niður- stöðu dómsins í samráði við fjár- málaráðuneytið sem einnig var stefnt í málinu, sem og embætti rík- islögmanns sem rak málið af hálfu ríkisins. Fjármálaráðuneytið fer með fyrirsvar ríkisins hvað varðar túlkun kjarasamninga og starfsmannamál opinberra starfsmanna en málið snerist um endurröðun í launaflokka. Ekki tekin ákvörðun um að áfrýja málinu - Fallist á kröfur yfirlögregluþjónanna Sigríður Björk Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.