Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Askalind 3,
201
Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Föst.
10—17
Laugardaga
11—15
HAUSTTILBOÐ
20% afsláttur af öllum
innréttingum út október
Í gær greindi Fréttablaðið frá því
að Alþýðusamband Íslands hefði
eytt 40 milljónum króna í áróður
fyrir nýafstaðnar kosningar. Fram-
kvæmdastjóri ASÍ sagði ekkert
óeðlilegt við þetta og upplýsti raun-
ar að ákveðið
hefði verið að
þessu sinni að
bæta í frá því sem
áður hefði verið,
en það er engin
nýlunda að ASÍ
beiti sér með þess-
um hætti.
- - -
Samtök at-
vinnulífsins,
sem ólíkt verka-
lýðsfélögum eru
ekki rekin fyrir
nauðungar-
greiðslur, gengu samt fram af mun
meiri hófsemd og eyddu innan við
einni milljón króna vegna kosning-
anna.
- - -
Verkalýðsfélagið Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja,
BSRB, var með auglýsingaherferð
líkt og ASÍ en neitar að upplýsa um
kostnaðinn. Þeir launamenn sem
halda úti starfsemi BSRB geta þá
væntanlega gefið sér að kostnaður-
inn þoli ekki dagsljósið. Það er
sennilega rétt mat hjá forystu
BSRB en gerir misnotkunina á sjóð-
um félagsins síst betri.
- - -
Verkalýðsfélög verða vitaskuld
að hafa í huga að þau taka fé
af launamönnum sem eiga sjaldnast
aðra kosti en að greiða til þeirra.
Margir þeirra styðja aðra flokka en
þá sem áróður forystunnar ýtir
undir.
- - -
Þessir launamenn hljóta að fá af-
slátt af félagsgjöldunum sem
svo freklega eru nýtt gegn hags-
munum þeirra. Það ætti að vera
auðsótt. ASÍ hefur nú sýnt í verki
að þar er nóg til.
Það er nóg til
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Grisjað er í listaverkasafni Bændasamtaka Ís-
lands þessa dagana. Á fjórða hundrað verk úr þess
eigu eru á uppboðum sem Gallerí Fold stendur
fyrir. „Þetta er eitt af stærri söfnum sem komið
hafa í sölu síðustu ár,“ segir Jóhann Ágúst Hansen
uppboðshaldari. Fyrsti hluti uppboðsins á verkum
úr safni bænda fór fram um síðustu helgi. Þá voru
sett á sölusýningu á netinu á annað hundrað verk
eftir ýmsa þekkta listamenn.
Annar hluti uppboðsins stendur nú yfir þar sem
kynnt eru og seld um 70 grafíkverk. Stórt safn ol-
íu- og vatnslitamynda fer svo á uppboð síðar í
haust. Þrjú sérvalin verk úr þessu safni verða síð-
an á perluuppboði Gallerí Foldar sem fer í loftið á
föstudag og stendur fram yfir helgi. „Listaverka-
markaðurinn er líflegur nú. Verðhækkanir á sl.
tveimur árum eru 25-30%,“ segir Jóhann Ágúst.
„Ég hafði ekki hugmyndaflug til að láta mér
detta í hug að þetta listaverkasafn væri í eigu sam-
taka okkar bænda,“ segir Gunnar Þorgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands. „Verkin hafa
verið geymd í kjallara Hótels Sögu og nú lá bein-
ast við að selja þau.“ sbs@mbl.is
Bændurnir grisja málverkasafnið
- Uppboð í gangi - Til-
tekt í kjallara Hótels Sögu
Stjórnandinn Verk eftir Magnús Kjartansson sem
Bændasamtökin eru með á listaverkauppboði.
Samfara hinni miklu uppbyggingu
á Hafnartorgi og við Austurhöfn í
Reykjavík urðu til tvær nýjar
göngugötur á svæðinu, Kolagata og
Reykjastræti.
Kolagatan var fullkláruð 2019 en
nyrsti hluti Reykjastrætis hefur
verið lokaður til þessa vegna upp-
byggingar lúxushótelsins The
Reykjavík Edition. En nú er þeim
framkvæmdum að ljúka og búið að
opna strætið til fulls.
Við það hefur opnast spennandi
gönguleið frá Hafnarstræti alla leið
að Hörpu. Hins vegar er ólokið við
að setja upp gönguljós við Geirsgöt-
una, svo fólk þarf að hafa varann á
vegna bílaumferðar. Unnið er af
fullum krafti við byggingu höfuð-
stöðva Landsbankans og því hafa
vinnupallar tekið yfir hluta af
Reykjastrætinu.
Nafnanefnd Reykjavíkur kom
með tillögur um nöfnin. Þar sem
Kolagata liggur var kolum skipað á
land á árum áður. Nafnið Reykja-
stræti vísar til heitis höfuðborgar
Íslands. sisi@mbl.is
Ný gönguleið hefur
opnast í miðbænum
Morgunblaðið/sisi
Reykjastræti Horft frá Geirsgötu í áttina að Hörpu. Fjölbýlishús við Austur-
höfn og nýja hótelið á vinstri hönd og nýja Landsbankabyggingin til hægri.