Morgunblaðið - 14.10.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Stjórn Samherja fiskeldis hefur
ákveðið að stækka landeldisstöð fé-
lagsins í Öxarfirði um helming og er
stefnt að því að framleiðslan verði
um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.
Áætlaður kostnaður við áformin er
einn og hálfur milljarður króna.
Samherji er eigandi lóðarinnar í
Öxarfirði þar sem starfsemin fer
fram og hefur einnig fest kaup á
jörðinni Akurseli. Fyrirhugað er að
nýta áburð frá eldisstöðinni til land-
græðslu og síðar skógræktar á jörð-
inni sem hluta af því sem fyrirtækið
kallar „hringrásarhagkerfi eldisins“.
Um nokkurt skeið hefur fyrir-
tækið haft í skoðun möguleika til
stækkunar á eldisstöðinni í Öxarfirði
og er haft eftir Jóni Kjartani Jóns-
syni, framkvæmdastjóra Samherja
fiskeldis ehf., að framkvæmdir muni
hefjast á næstunni en fyrst þurfi að
ganga frá skipulagsmálum sem eru á
lokastigi.
„Þetta er nokkuð umfangsmikið
verkefni. Kerin sem við byggjum
verða alls fimm vegna stækkunar-
innar, um helmingi stærri að um-
fangi en stærstu ker sem fyrir eru.
Þá þarf að auka sjótöku, byggja
hreinsimannvirki, stoðkerfi og koma
fyrir ýmsum tækjabúnaði. Undir-
búningsvinnu er nú að mestu lokið,
leyfin eru að klárast og næst er að
hefjast handa,“ segir Jón Kjartan.
„Samherji áformar að byggja upp
allt að 40.000 tonna landeldi á laxi á
Reykjanesi á næstu árum og þessi
stækkun í Öxarfirði tengist þeim
áformum. [...] Við ætlum að prófa
nýja hluti og í stærri einingum en áð-
ur og nýta þá reynslu við hönnun og
rekstur á nýju stöðinni,“ útskýrir
framkvæmdastjórinn.
gso@mbl.is
Boða stækkun í Öxarfirði
- Samherji fjárfestir fyrir 1,5 milljarða í landeldisstöð sinni
Tölvuteikning/Samherji
Landeldi Eldisstöðin í Öxarfirði mun gefa af sér þrjú þúsund tonn af laxi.
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
12-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
rúllukragapeysur
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook
Kr. 12.990
Str. S-XXXL
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Nýjar yfirhafnir frá
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið
laxdal.is
LAXDAL ER Í LEIÐINNI
TRAUST
Í 80 ÁR
Hágæða
ítalskar
ullarkápur
frá
Ég hef hafið störf hjá
Tannlæknaþjónustunni,
Háaleitisbraut 1
Gestur Már Fanndal,
tannlæknir
tannlaeknathjonustan.is
Atvinna
Matur