Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Um 500 myndir bárust í ljósmynda- keppni mbl.is sem haldin var í sum- ar. Keppnin var ætluð áhuga- ljósmyndurum og þurftu innsendar myndir að tengjast þemanu „flug“ með einhverjum hætti. Þátttakend- um var heimilt að breyta myndum og vinna þær að vild. Verðlaunin voru glæsileg, fyrir fyrsta og annað sætið var Samsung Galaxy S21+ og verðlaun fyrir þriðja sætið var 100 þúsund króna gjafakort hjá Icelandair. Dómnefnd skipuðu þau Svanhvít Ljósbjörg Gígja, forstöðumaður innri sam- skipta og þróunar hjá Árvakri, Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is, Árni Sæberg ljós- myndari og Sveinn Tryggva- son, fram- kvæmdastjóri hjá Tæknivörum. „Ég hef verið að taka myndir allt mitt líf og ætlaði alltaf að verða ljósmynd- ari þegar ég yrði stór en svo lenti ég í öðru,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson, sigurveg- ari keppninnar. Sigurmyndin er af lunda að færa unga sínum vænt síli við Ingólfs- höfða og er lýsandi fyrir myndir Einars. „Ég starfa sem fjallaleið- sögumaður og við ferðaþjónustu og nota hvert tækifæri til að mynda. Maður lærir helling á að fara með ljósmyndara um landið en svo er ég líka alltaf einn að þvælast um landið með myndavélina,“ segir Einar sem birtir myndir sínar á vefnum ein- arr.picfair.com. Hann segir að æfingin skapi meistarann og lykillinn að því að ná góðum myndum sé að vera dugleg- ur. „Ég tek kannski þúsund myndir til að fá eina svona góða mynd. Það koma stundum augnablik þar sem allt gengur upp.“ hdm@mbl.is Það koma stundum augna- blik þar sem allt gengur upp - Einar Rúnar er sigurvegari ljósmyndakeppni mbl.is Einar Rúnar Sigurðsson „Þetta er samsett mynd sem er annars vegar tekin skammt frá Garðskagavita og hins vegar í sólsetri á Akranesi,“ segir Dúddi ljósmyndari um myndina sem hafnaði í öðru sæti. Myndin kallast „Krían hennar“. „Þessi mynd er lýsandi fyrir það sem ég vil ná fram í myndum mínum,“ segir Dúddi. Ljósmynd/Dúddi Photo Art 2. sæti Krían vakir yfir gamla bátnum við vitann „Myndin er tekin við Ingólfshöfða í júní. Þá er lundinn byrjaður að flytja síli og loðnu til unganna. Þarna er mikil lundabyggð í friðlandinu og hægt að ná góðum myndum,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson um sigurmyndina. Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson 1. sæti Sílafugl í rigningu „Skugginn af flugvélinni birtist í reyknum og gufunni frá eldgosinu og svo kom regnbogahringur í kring. Þetta var bara í örfáar sekúndur og ótrúleg heppni að ná þessari mynd,“ segir Unndís um myndina sem varð í 3. sæti. Ljósmynd/Unndís Ósk Gunnarsdóttir 3. sæti Skugginn af flugvélinni í mekkinum Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is JÓLIN ERU MÆTT Í CASA Mit bishi 200 95.000 Bíllinn er til sýnis hjá Diesel bílasölu. Upplýsingar í síma 615 8080. • Pallhús. • 4 gangar af dekkjum. • 2 gangar af álfelgum. • Dráttarbeisli sett undir 6/2021. • Frábært viðhald. Jeppi í glæsilegu standi. Undir bílnum eru General Grabber dekk og Visin Wheel álfelgur. Bílnum fylgja orginal MMC álfelgur og nýleg Continental nagladekk á þeim. Einnig fylgja gangar aukalega af glænýjum nagla- og sumardekkjum. Dráttarbeisli var sett undir sumarið 2021. Bíllinn hefur fengið fullkomið viðhald hjá núverandi eiganda. su L Verð 4.9 • Nýskr. 5/2017. • Ekinn 102 þ.km.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.